Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 49

Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 49 þar. Við tókum alltaf saman til í skrifborðinu hans, en ég sá um neðstu hillurnar. Við fórum á hverjum degi út á ÓB að sækja Fréttablaðið, við fórum oft saman í sund og dönsuðum stundum saman. Það var bara eitt sem klikkaði hjá okkur þegar ég fór í jólabaðið hjá honum og við settum hálfan brúsa af freyðibaði út í vatnið og þegar ég fór ofan í baðið sást ekkert í mig fyrir froðu. Ég mun alltaf minnast þess að þegar við vorum að leggja okkur þá sagði ég oft við hann að ég væri skírð beint í hausinn á honum, já al- veg beint í hausinn á þér. Hann afi var alveg frábær, hann gaf mér oft myndir af okkur tveim saman og mynd af mér í jólabaðinu. Ég elska þig afi minn, amen. Birna Ósk Aradóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Björns Arasonar eða Bía eins og við kölluðum hann alltaf og góðra kynna minna af honum. Það voru ófá skiptin sem ég fékk að dvelja hjá honum honum og nöfnu minni Guð- rúnu á Helgugötunni í Borgarnesi. Það var alltaf eins og maður ætti þar annað heimili. Ævintýri var að hefj- ast þegar farið var að tala um að fara í Borgarnes. Tilhlökkunin um þenn- an ævintýraheim var mikil, vitandi hverjar móttökurnar voru. Heimur okkar með Bía snerist mikið um Gamla Shell og ölið í bílskúrnum, fá að rúnta í bílnum með flotta bílnúm- erinu, taka upp kartöflur við Hvítá eða skreppa í veiði vestur í kofa. Síð- an voru klettarnir og fjaran. Fyrir strák norðan úr landi var þessi fjara alveg furðuleg. „Eigum við að skreppa niður á Shell?“ sagði hann oft og þá var maður ekki lengi að koma sér fyrir í M-222. Minningarnar eru oft magn- aðar og þegar einhver sem manni þykir væntum eða hefur reynst manni vel fellur frá þá koma þær oft fram með furðulegum hætti. Þegar ég frétti af andláti Bía og var búinn að átta mig á hlutunum fór ég að hugsa um þennan tíma sem hann og Gunna gáfu mér í Borgarnesi. Smá- atriðin ruddust fram í hugann og andlit, hús og jafnvel lykt rifjaðist upp. Já, lyktin á gamla Shell rifjaðist upp, blanda af pylsum, bensíni, sæl- gæti og hreinsivörum – lyktin á gamla Shell. Spilakassinn þar sem maður skaut tíköllum og tapaði oft- ast. Fékk þá gjarnan sárabætur hjá Bía. Þvottaplanið sem bleytti mann ósjaldan. Þessi heimur kom skyndi- lega allur fram. Bíi hafði öðrum fremur skapað þennan ævintýra- heim með því að leyfa mér að dvelja hjá sér í vinnunni. Heimili þeirra Gunnu var manni alltaf opið og er enn. Þegar ég kem með mína drengi á Helgugötuna í dag þá sé ég gjarn- an sjálfan mig í anda hlaupa tröpp- urnar í stóru stofnuna og fikta að- eins inni á skrifstofunni hans Bía. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og þakklátur fyrir allan þann tíma sem hann hafði fyrir mig og mína fjöl- skyldu seinna meir. Lífið er svona, við vitum ekki hvenær nýtt líf byrjar eða það endar. Aðrir hafa um það að segja en okkar er að hjálpast að við að takast á við erfiðleikana og gleðj- ast saman yfir því gleðilega. Björn er fallinn frá en minningin um hann mun áfram lifa og áfram verður gott að koma á Helgugötuna til Gunnu og í huga okkar verða þar alltaf fleiri en hún. Frænku minni og nöfnu Gunnu votta ég mína innilegustu samúð, svo og Jonnu, Gurrý, Ara, Jósa og þeirra fjölskyldum. Gunnar Bragi. Fregnin um andlát vinar míns, Björns Arasonar í Borgarnesi, var óvænt. Fáum dögum fyrr hringdi hann á heimili mitt eins og svo oft áður. Bað hann fyrir kveðjur til mín og minna um leið og hann sendi mér hvatningu og lét vita um einarðan stuðning sinn við mig í ölduróti stjórnmálanna. Þannig var Björn allt til þess síðasta. Stöðugt á verði fyrir samstarfsmenn og samherja. Björn Arason var einn af mátt- arstólpum Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Stjórnmálin voru hon- um ástríða og hann gaf sig allan í það starf sem hann vann af hugsjón á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og margvíslegum félagsmálum í Borg- arnesi og raunar héraðinu öllu. Ég kynntist Birni fyrst árið 1973 þegar ég vann við verkfræðistörf í Borg- arnesi. Mér varð þá strax ljóst að það munaði um Björn þar sem hann beitti sér. Reynsla hans og traust framganga skapaði honum tiltrú samferðamanna í öllum störfum. Síðar lágu leiðir okkar saman á vett- vangi sveitarstjórna á Vesturlandi og jafnframt í starfi á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að hann hafi mætt á flesta ef ekki alla fundi, sem haldnir voru í kjördæmisráði flokksins, eftir að ég hóf þátttöku í starfi flokksins. Björn var hollráður og vildi hafa áhrif á gang mála og kom jafnan vel undirbúinn til leiks á vettvangi stjórnmálanna í kjördæm- inu. Margvísleg störf hans á vett- vangi atvinnumála og félagsmála eru metin að verðleikum og þökkuð við leiðarlok. Um leið og ég minnist Björns með virðingu og þökk fyrir samstarf og vináttu sendi ég Guð- rúnu, eiginkonu hans, og fjölskyldu samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Sturla Böðvarsson. Björn Arason var á 71. aldursári þegar hann lést, 22. febrúar sl. Það kom auðvitað á mig þegar ég fékk fréttir af andláti Björns, en hann var faðir æskufélaga míns og vinar, Jóns Jósafats eða Jósa eins ég kalla hann. Ég var nú hálfgerður heimagangur hjá Birni og Guðrúnu konu hans, en ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu í þarnæsta húsi við þau og var mikill samgangur á milli heimila okkar. Alltaf var mér vel tekið á heimili þeirra hjóna og voru þau hjónin glaðlynd og kunnu vel þá vandasömu íþrótt að skilja okkur unglingana, ærsl okkar og áhugamál. Ekki síst þegar þau voru heimsótt á Shell, en þá fékk maður oft sælgæti og minn- ist ég gamallar myndar af mér, sem tekin var á Shellstöðinni, ber hún með sér að ekki hefur súkkulaðið verið sparað. Björn var ávallt glaður og gaf sér tíma til að spjalla við okkur strák- ana. Nú við leiðarlok minnist ég margra ánægjustunda með Birni, ekki síst eftir að ég eltist og kom við í Borgarnesi á leið minni í sumarbú- stað okkar í uppsveitum Borgar- fjarðar. Nú síðast fyrir nokkrum vikum, eftir að ég opnaði útibú fast- eignasölunnar „eign.is“, var Björn einn af fyrstu mönnum til að heim- sækja mig á skrifstofuna. Þá var gott að fá ráð og leiðbeiningar frá honum. Vissulega minnist ég svo þess að Björn var áhugamaður um velferð byggðarlags síns, sat lengi í hreppsnefnd og beitti sér fyrir ýms- um framfaramálum. Svo fyrir nokkru kallaði hann mig á heimili sitt og gaf mér þá mynd af mér sem hann hafði fundið í gömlu dóti. Hún var tekin á stofugólfinu heima hjá honum, þegar ég var trúlega 2-3 ára og var ég þá að tala í tvo síma í einu, sennilega bara við sóninn. Ég held að honum hafi þótt þetta hæfa vel í dag, því mikið verð ég að tala í síma í starfi mínu. Mér þótti vissulega vænt um þessa hugulsemi Björns, að muna eftir þessu smáa og gaman- sama atviki. Ég minnist þessa góða mans með hlýhug og þakklæti og sendi Guð- rúnu, Jósa vini mínum, Jonnu, Ara og Gurrý, hjartanlegar samúðar- kveðjur á dapri skilnaðarstund. Andres Pétur Rúnarsson.  Fleiri minningargreinar um Björn Arason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hvílíkan innri styrk þú hafðir að geyma. Kvart og kvein var ekki þinn stíll og alltaf reistu upp aftur keik, sama hvað á dundi. Þú sást alltaf ljósið og varst full af bjartsýni og von, alveg til hins síðasta. Gugga mín, þú áttir aðdáun allra í kringum þig fyrir þitt einstaka hugrekki og viljastyrk. Þú naust líka einstakrar um- hyggju og ástúðar frá Grétari og börnunum ykkar Þórunni, Rann- veigu, Sveini Ómari og tengdabörn- um, sem hafa ekki vikið frá þér síð- ustu sólarhringana. Elsku Grétari, Þórunni, Rann- veigu, Sveini Ómari og fjölskyldum, foreldrum Guggu og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Megi allar góðu minningarnar um Guggu styrkja ykkur. Elsku Gugga, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Soffía Sigurðardóttir. Ég vil með þessum fáu línum kveðja elskulega frænku mína og vinkonu, Guðbjörgu Kristjánsdótt- ur, sem búin er að fá hvíldina eftir erfið veikindi. Það er til marks um mikinn viljastyrk og þrek, hversu einbeitt hún var í baráttunni við krabbameinið. Það eru svo margar minningar sem hellast yfir okkur á stundu sem þessari, allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og Grétari og fyrir þær erum við þakklát. Það er af svo mörgu að taka. Alltaf var gott að koma á Mið- vanginn og sitja fyrir framan arininn og spjalla saman um lífið og til- veruna. Allar stundirnar okkar á Draghálsi, þar sem alltaf var tekið vel á móti okkur. Utanlandsferðirn- ar okkar til Þýskalands og Kanarí í tilefni af brúðkaupsafmæli okkar sem við áttum saman og kvöldunum okkar í gegnum árin þegar við fór- um út að borða í sama tilefni. Elsku Gugga mín, þakka þér fyrir alla vináttuna og samverustundirnar þær eigum við oft eftir að rifja upp og minnast. Það er erfitt að sætta sig við dauðann og þó að sorgin sé mikil vitum við að það hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku Grétar, þinn missir er mik- ill, þér Þórunni, Rannveigu og Sveini Ómari, barnabörnum og tengdabörnum og öðrum aðstand- endum sendum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Jóhanna og Kristján Pétur. Elsku besta „Guggan“ mín, hvar á ég að byrja og hvar á að enda, við andlát þitt hrannast minningarnar upp, fyrst við ungar og ólofaðar. Manstu ferðina að austan, frá Reyð- arfirði, úr síldinni? Við urðum að gista á Akureyri, bankað var uppá hjá Hjálpræðishernum og þar var laust rúm og alls ekki svo dýrt. Ég man þegar þú spurðir: „Og má mað- ur taka rúmið með sér?“ Alltaf stutt í grínið, eins og alla okkar tíð saman. Áfram hélst vináttan eftir að þú giftist Grétari, sem við kölluðum daglega „nafna“, samgangur hefur verið nær óslitinn alla tíð. Okkur, mér og mínum Grétari, finnst vin- áttan og tryggð ykkar nafna og barna ómetanleg. Sögurnar eru svo margar og margvíslegar, húsmæðraorlofið okk- ar á Laugarvatni, og þegar Polli lagði alla kálfana við Hvítá í einelti. Sjóferðirnar hér og þar, með Eld- ingunni á Faxaflóa, Armasi við Kan- arí, og stundum spjall um alvarleg mál. Mottó okkar var: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né þraut þig buga baggi margra þyngri er. Ég þakka einnig alla góðu vinina sem við eigum saman. Elsku „Guggan“ mín. Nú er kom- in nótt. Sofðu rótt. Við nafni söknum þess að vera ekki viðstödd útför þína, en við eigum eftir að hittast á ný, eins og við töluðum svo oft um. Kveðjustund okkar lifir í minning- unni, hlýja faðmlagið þitt, eins og alltaf, gleymist ekki. Elsku nafni, börn og fjölskyldur, Rannveig og Kristján og allir ástvin- ir. Megi friðarins faðir fylgja ykkur öllum. Margrét Vilbergs og fjölskylda. Í dag vil ég kveðja góða vinkonu mína Guðbjörgu, sem búin er að berjast við erfið veikindi. ég vil þakka fyrir okkar góðu samveru- stundir síðutu 40 árin. Alltaf var tek- ið vel á móti manni í Miðvanginum og í Draghálsinum áttum við margar góðar stundir. Ekki má gleyma saumaklúbbnum okkar, þar sem oft var glatt á hjalla og ýmislegt brallað. Elsku Grétar, ég votta þér og börnum þínum og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Bið Guð að styrkja ykk- ur. Guðbjörg Jakobsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guð- björgu Kristjánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.