Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 53
ÁRVISS vorsýning
Hundaræktarfélags Ís-
lands verður haldin í
reiðhöll Gusts í Kópa-
vogi helgina 2. og 3.
mars næstkomandi.
Þetta er alþjóðleg sýn-
ing þar sem hundar
eiga þess kost að fá al-
þjóðleg meistarastig,
telji dómari þá vera
frábæra fulltrúa sinn-
ar tegundar á alþjóð-
legan mælikvarða.
Vert er að geta þess að
fjölmargir hundar hér
á landi hafa fengið al-
þjóðleg meistarastig og telst það
mjög góður árangur, þar sem ekki
eru mörg ár liðin síðan innflutn-
ingur gæludýra var leyfður til
landsins.
Til keppni að þessu sinni eru
skráðir tæplega 300 hundar af 45
tegundum, örsmáum jafnt sem
risastórum, auk þess sem fjöl-
margir ungir sýnendur keppa um
hæfni í að sýna hunda sína.
Í keppni ungra sýnenda er
áhersla lögð á samband hunds og
sýnanda jafnframt því sem lagt er
mat á tækni og framkomu gagn-
vart dómara. Unglingastarf
Hundaræktarfélagsins hefur eflst
mikið á síðustu árum og er sú þró-
un mjög ánægjuleg.
Hundaræktarfélag Íslands hefur
ávallt lagt mikinn metnað í að fá til
landsins virta dómara á sýningar
sínar og að þessu sinni koma hing-
að Hans V.D. Berg frá Hollandi og
Knut Sigurd Wilberg frá Englandi
til að velja bestu hundana. Báðir
hafa þeir mikla reynslu og njóta
mikillar virðingar á sínu sviði.
Alþjóðleg hundasýning
um helgina
TIL SÖLU
Til sölu
ljósritunarvél Toshiba 9050, 92 blöð á mín.,
40 stöðva raðari og hefting. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 893 6938.
STYRKIR
Menningarsjóður
Íslands
og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl
Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn
árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrk-
ir verða öðru fremur veittir einstaklingum,
stuðningur við samtök og stofnanir kemur
einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrk-
ir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráð-
stefnur koma að jafnaði ekki til greina.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari
hluta árs 2002 og fyrri hluta árs 2003 skulu ber-
ast sjóðstjórninni fyrir 2. apríl 2002. Ákvörðun
um úthlutun úr sjóðnum verður tekin á fundi
sjóðstjórnar í lok júní nk.
Áritun á Íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að um-
sóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða
norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu-
neytinu.
Stjórn Menningarsjóðs Íslands
og Finnlands, 1. mars 2002,
menntamalaraduneyti.is .
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Hörðu-
völlum 1, Selfossi, (Lögreglustöðin), föstudag-
inn 8. mars 2002 kl. 14.00:
EI-255 JY-298 LG-708 LI-515 LK-582
NO-308 OA-194 PO-820 RG-647 RL-759
X2919
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
28. febrúar 2002.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 182318 Dd.
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið er 122 ára
alþjóðlegt félag um andleg mál,
hið fyrsta sem byggði á hug-
myndinni um algert frelsi, jafn-
rétti og bræðralagi meðal
mannkyns.
www.gudspekifelagid.is
Í kvöld kl. 21 heldur Kristján
Valur Ingólfsson erindi: „Mystík
í músík“í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22.
Á morgun, laugardag kl. 15—
17 er opið hús með fræðslu og
umræðum, kl. 15.30 í umsjón
Páls J. Einarssonar: „Eiturefna-
sálfræði“.
Á sunnudögum kl. 17—18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Uppboð
Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hörðuvöll-
um 1, Selfossi, (Lögreglustöðin), föstudaginn
8. mars 2002 kl. 14.00:
DEUTZ-FAHR KM 3,16 sláttuvél, serial no
GT185333, JF sláttuvél, vörunr. (GX 320 árg.
2000), TB-038, Metalovouga, árg. 1983, og ZC-
353, Case 685 dráttarvél, árg. 1986.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema
með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
28. febrúar 2002.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 53
STJÓRN og samninganefnd Félags
grunnskólakennara samþykkti á
sameiginlegum fundi nýlega ályktun í
tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands um styttingu grunn-
og framhaldsskóla þar sem segir m.a.:
„Sameiginlegur fundur stjórnar og
samninganefndar Félags grunnskóla-
kennara hefur fjallað fram komnar
hugmyndir um að stytta námstíma til
stúdentsprófs....
Fundurinn telur umræðuna um
styttingu námstíma til stúdentsprófs
tímabæra og bendir á eftirfarandi:
Árlegur starfstími grunnskóla á Ís-
landi er nú 9,5 mánuðir og skólaárið
aðeins fjórum dögum styttra hér á
landi en það var að jafnaði í öðrum
löndum Evrópu skólaárið 1997–1998.
Með auknum sveigjanleika við upp-
haf og lok skólaárs og heimild til töku
vetrarleyfis gefst skólum tækifæri til
að laga skólaárið enn frekar að að-
stæðum á hverjum stað.
Mikilvægt er að kanna eftir t.d. 2 til
3 ár er hvernig skólarnir nýta sér það
svigrúm sem kjarasamningurinn býð-
ur upp á. Munu þeir teygja á skóla-
árinu með vetrarleyfum eða leggja
áherslu á að þjappa því saman til að
stytta starfstíma skóla? Verður
marktækur munur á starfstíma skóla
milli t.d. þéttbýlis og dreifbýlis? Ef
skólarnir velja mjög ólíkar leiðir
bendir það til þess að skoðanir séu
mjög skiptar og líklegt að frekari
lengingu verði ekki alls staðar tekið
fagnandi. Og augljóslega ekki ef flest-
ir fara þá leið að þjappa dögunum á
sem stystan tíma og taka þá ákvörðun
að fella niður sérstaka skipulagsdaga
kennara og lengja þannig sumarleyf-
ið.
Fjölgun vikulegra kennslustunda
er nú að fullu komin til framkvæmda
skv. grunnskólalögum og aðalnám-
skrá. Varasamt er að lengja daglega
og vikulega skóladag enn frekar því
nauðsynlegt er að skapa rými fyrir
heimanám, tónlistarnám, íþróttaiðk-
un og annað tómstundastarf eða sam-
veru með fjölskyldunni.
Fundurinn tekur undir hugmyndir
Félags leikskólakennara þess efnis að
skólaskylda hefjist við 5 ára aldur án
þess að sú breyting verði gerð að það
verði fyrsti bekkur í grunnskóla.
Auka þarf samstarf og samfellu á
milli allra skólastiga þannig að t.d.
duglegum nemendum sé gert fært að
færast á milli skólastiga fyrr en hefð-
bundnu skólastigi lýkur.
Þá þarf grunnskólanemendum
einnig að gefast kostur á að stunda
nám í námsgreinum framhaldsskól-
ans og taka próf í þeim samhliða
grunnskólanámi.
Fundurinn telur ekki að stefna beri
að því að stytta grunnskólann um eitt
eða tvö ár. Stefna ber að því að efla
hann og auka gæði hans.
Fundurinn bendir á að ekki hafa
allir unglingar tök á að stunda fram-
haldsskólanám í heimbyggð og það sé
allt of ungt fyrir 14 og 15 ára unglinga
að þurfa að flytja að heiman.“
Ályktun um stytt-
ingu grunnskóla
Forvarnar-
námskeið
NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust
verður haldið í Foreldrahúsinu í Von-
arstræti 4b mánudaginn 4. mars kl.
18-21 og mánudaginn 11. mars kl. 18-
21. Þetta námskeið er fyrir alla for-
eldra sem vilja styrkja sig í að verða
sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín.
Kenndar eru aðferðir til að efla
sjálfstraust, hvað einkennir hátt/lágt
sjálfstraust. Fjallað verður um áhrif
hugarfars, viðhorfa og hugsunar á
hegðun og líðan. Einnig verður fjallað
um leiðir til að byggja sig upp og taka
ábyrgð á eigin lífi og heilsu.
Höfundar námskeiðsins eru Jó-
hann Ingi Gunnarsson og Sæmundur
Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir
flytja námsefnið á myndbandi og hafa
þjálfað starfsfólk Foreldrahússins til
að hafa umsjón með námskeiðunum.
Námskeiðsgögn eru vinnubók og
geisladiskur sem höfundarnir hafa
lesið inn á. Allar nánari upplýsingar
fást í Foreldrahúsinu, segir í frétta-
tilkynningu.
Fyrirlestur
um Retinsýru
Í FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líf-
fræðistofnunar Háskólans í dag verð-
ur fjallað um Retinsýru-viðtaka. Það
er Herborg Hauksdóttir sem flytur
fyrirlesturinn á Grensásvegi 12, stofu
G-6 og hefst hann kl. 12:20 stundvís-
lega. Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Í fréttatilkynningu segir: „Rann-
sókn þessi hefur sýnt að munur er á
DNA-bindingu villigerðar RAR og
stökkbreyttu próteinanna, sem gæti
verið þáttur í APL-hvítblæði. Annar
þáttur rannsóknarinnar fjallaði um
náttúrulegar undirgerðir(isotýpur)
RAR viðtaka og er sýnt fram á að
fylgni er á milli getu viðtaka til að
bindast kórepressor sterkt og getu til
að letja umritun í fjarveru hormóna.“
Dansað í
Kringlunni
LAUGARDAGINN 2. mars nk. mun
fjöldi keppnispara frá Dansskóla
Jóns Péturs og Köru, sem eru fé-
lagsmenn í Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi, í samstarfi við Kringluna
halda danshátíð í Kringlunni. Þetta
er árlegt samstarf dansskólans og
Kringlunnar sem hefur tekist með
eindæmum vel, segir í fréttatilkynn-
ingu. „Enn sem fyrr er tilgangurinn
fjáröflun dansparanna sem fara í
keppnisferðir erlendis á hverju ári.
Einstakir litir - einstakar
tindrandi nýjungar.
Þú hreinlega verður að prófa!
Snyrtifræðingur frá LANCÔME
gefur viðskiptavinum okkar góð
ráð varðandi notkun snyrtivara
í dag og á morgun, laugardag.
Glæsilegir kaupaukar. Laugavegi 23, sími 511 4533
vor- og sumarlitirnir 2002
Velkomin í töfraheim litanna
www lancome.com
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.