Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 01.03.2002, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 55 NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. „Skjalastjórnun með ISO-staðli“ verður haldið 20. og 21. mars nk. eftir hádegi (miðvikudag og fimmtudag). Alþjóðlegur staðall um skjalastjórnun ISO-15489 er nýkominn út, en er þeg- ar orðinn hjálpartæki þeirra sem vilja njóta góðs af bættu skipulagi skjala á vinnustað, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið er öllum opið en er ekki síst ætlað skjalastjórum fyrir- tækja eða öðrum sem bera ábyrgð á vistun pappírsskjala eða rafrænu vinnustaðasafni. Mælt er þó með að fólk hafi fyrst sótt námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ sem Skipulag og skjöl ehf. halda reglu- lega. Í námskeiðinu er rædd upp- bygging ISO-15489, lítillega farið í sögu hans og tengsl við aðra staðla. Einstaka kröfur staðalsins verða ræddar sérstaklega með dæmum af íslenskum vinnustöðum. Fólki verður leiðbeint um hvernig best er að upp- fylla þessar kröfur. Sýnt verður stjórnunarmyndband um skjalaáætl- anir á vinnustað. Kennt er í úrvals húsnæði með tölvuskjávarpa. Kaffi og meðlæti báða dagana er innfalið í námskeiðsgjaldi. Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Sjá nánar heimasíðuna: www.skjalastjornun.is. Námskeiðs- skráning er hjá Skipulagi og skjölum ehf. Sjá einnig: www.skjalastjornun.is Skjalastjórnun með ISO-staðli UMFERÐARRÁÐ og Frumherji hf. hafa skrifað undir samning til þriggja ára um að Frumherji hf. annist fram- kvæmd skriflegra og verklegra öku- prófa á öllu landinu frá og með 1. apríl næstkomandi. Í október á síðasta ári ákvað stjórn Umferðarráðs að auglýsa eftir áhuga- sömum aðilum til að annast fram- kvæmd skriflegra og verklegra öku- prófa á landinu öllu. Frumherji hf. reyndist sá aðili sem að mati sérstakr- ar matsnefndar var talinn hæfastur til verksins og ákvað stjórn Umferðar- ráðs að ganga til samninga við félagið. Samningurinn gerir m.a ráð fyrir að Frumherji hf. muni bjóða fastráðn- um prófdómurum sem eru í starfi hjá Umferðarráði starf hjá Frumherja hf. og að prófstöðum muni ekki fækka frá því sem nú er. Með samningnum mun Frumherji hf. nota skoðunarstöðvar sínar um allt land sem prófstaði, en félagið rekur stöðvar á 28 stöðum á landinu. Ökunámsdeild Umferðarráðs mun eftir sem áður hafa yfirstjórn með ökuprófum, þ.m.t. samningu prófa, eftirliti með framkvæmd ökuprófa, eftirliti með ökukennslu ásamt rann- sóknum á ökuprófum og niðurstöðum þeirra, segir í fréttatilkynningu. Umferðarráð semur um framkvæmd ökuprófa T I LBODIN GILDA Í ÖLLUM VERSLUNUM OKKAR FL ÍSPEYSUR 2990 ULLARPEYSUR 1990 TREFLAR 1490 FERMINGARFÖT 13990 SMÁRALIND S ÍMI 565-9730 LAUGAVEGI S ÍMI 562-9730 KRINGLUNNI S ÍMI 568-0800 AKUREYRI S ÍMI 462-7800 Misritun á nafni Rangt var farið með nafn Hreins Stefánssonar lífefnafræðings hjá Ís- lenskri erfðagreiningu í frétt í Morg- unblaðinu í gær um legslímuflakk. Vegna mistaka var Hreinn kallaður Reynir í fréttinni. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.