Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 59
DAGBÓK
Garðatorgi, sími 565 6550
Nýkomnar
blússur, bolir og buxur
Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um
helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Reykjavík: Perlan, sími 562 9701.
Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð,
símar 461 5050 og 861 1780.
Bókamarkaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
1.-3.
mars
FRÉTTIR
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ungur í anda og öðr-
um líkar vel við þig vegna
þess hve auðvelt er að gera
þér til hæfis.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur þörf fyrir að kaupa
einhvern hlut sem er einung-
is ætlaður þér. Láttu slag
standa ef þú hefur efni á
þessum hlut, því þú hefur
mikla þörf fyrir að láta á þér
bera.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að hefja líkamsrækt
eða stunda afþreyingu þar
sem mikils úthalds er krafist
því þú býrð yfir mikilli orku.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einhver öfundar þig og verk
þín. Þú skalt vara þig á því að
treysta einhverjum sem þú
hefur illan bifur á.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú skalt búa þig undir að
geta átt stund með vinum
þínum. Samvera í slíkum fé-
lagsskap mun vafalaust veita
þér mikla gleði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert einstaklega metnaðar-
gjarn í dag. Þú vilt fram-
kvæma eitthvað og ekkert
getur staðið í vegi þínum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú fyllist óslökkvandi löngun
til þess að öðlast nýja lífs-
reynslu. Þú gætir heimsótt
söfn, bókasöfn, bókaverslan-
ir, framandi veitingastaði og
staði sem eru ekki í alfaraleið
til þess að koma til móts við
þessar þarfir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú fyllist ástríðu í garð ein-
hvers sem er þér nákominn.
Reyndu að heimsækja ein-
hvern ef þú hefur tækifæri til
þess. Ef það gengur ekki upp
skaltu skaltu lesa rómantíska
sögu eða horfa á rómantíska
kvikmynd.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú getur átt von á spennu í
samskiptum þínum og náins
vinar. Spennan gæti magnast
því hvorugur er tilbúinn til
þess að miðla málum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú sinnir starfi þínu af kost-
gæfni í dag. Samstarfsfélag-
ar þínir verða undrandi
hversu afkastamikill þú ert.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nýttu tækifærið til þess að
skemmta þér. Dagurinn í dag
er kjörinn til þess, hvort sem
það eru teiti, rómantísk
stund eða skemmtileg
dægrastytting.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ringulreið og óreiða ríkir á
heimili þínu í dag. Viðgerðir,
endurskipulagningar, þrif
eða gestagangur sýnir fram á
hversu fjölskyldan þín er at-
hafnasöm.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert ánægður og fullur af
krafti. Enginn getur staðist
tillögur þínar, skiptir þá engu
máli á hvaða sviði um ræðir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HINN mikilvirki bridspenni
Eric Kokish lá lengi yfir spil-
um NS í von um að finna ein-
hverja skynsamlega leið til
að komast í sjö hjörtu í eðli-
legu kerfi. Hann gafst upp
með þeim orðum að gott
væri að ná hálfslemmu:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ K9
♥ 7543
♦ D10
♣98765
Vestur Austur
♠ G1073 ♠ D64
♥ 6 ♥ 98
♦ G97 ♦ 65432
♣KD1043 ♣ÁG2
Suður
♠ Á852
♥ ÁKDG102
♦ ÁK8
♣--
Spilið kom upp í undanúr-
slitum NEC-bikarsins í Jap-
an og var því spilað á fjórum
borðum. Tvö pör spiluðu
hálfslemmu, eitt par fjögur
hjörtu, en Norðmennirnir
Glenn Grötheim og Terje Aa
leystu vandann fullkomlega
með sínu sérnorska Víkinga-
laufi, sem Grötheim er höf-
undur að. Kerfið er byggt á
spurnarsögnum, þar sem
annar aðilinn tekur völdin og
spyr hinn í þaula. Hér eru
sagnir þeirra félaga:
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 lauf (1)
Pass 1 tígull (2) Pass 1 hjarta (3)
Pass 2 hjörtu (4) Pass 2 spaðar (5)
Pass 3 lauf (6) Pass 3 tíglar (7)
Pass 3 spaðar (8) Pass 4 lauf (9)
Pass 4 hjörtu (10) Pass 4 spaðar (11)
Pass 4 grönd (12) Pass 5 spaðar (13)
Pass 6 hjörtu (14) Pass 7 hjörtu
Pass Pass Pass
Skýringar:
16+ punktar.
(2) Afmelding, 0-8 punkt-
ar.
(3) 20+ punktar.
(4) 5-8 punktar, a.m.k. 5-
litur í laufi með 4-lit til
hliðar.
(5) Spurning um fjórlit-
inn.
(6) Fjórlitur í hjarta.
(7) Spurning um skipt-
ingu.
(8) 2-4-2-5.
(9) Spurning um ása.
(10) Enginn ás.
(11) Spurning um kónga.
(12) Einn kóngur.
(13) „Hvar er kóngurinn?“
(14) „Í spaða.“
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. mars,
er níræð Fanney Daníels-
dóttir, Túngötu 4, Húsavík.
60ÁRA afmæli. Sextug-ur er í dag, 1. mars,
Eyjólfur Magnússon Schev-
ing kennari, Skeiðarvogi
23, Reykjavík. Hann er að
heiman. Veislan verður til-
kynnt síðar.
LJÓÐABROT
STÖKUR
Yggjar sjó ég út á legg
uggandi um Dvalins kugg,
hyggju dugur dvínar segg,
duggan þegar fer á rugg.
Griðkuríma
1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. Bc4
Rxd5 4. Rf3 Bg4 5. b3 e6 6.
Bb2 Rf6 7. Rc3 Be7 8. h3
Bh5 9. g4 Bg6 10. Rh4 c6 11.
Rxg6 hxg6 12. Df3 Dc7 13.
O-O-O Rbd7 14. d4 Rb6 15.
Bd3 O-O-O 16. Re4 Rbd5 17.
Kb1 Da5 18. g5 Rxe4 19.
Bxe4 Hhf8 20. h4 Ba3 21.
Ba1 Bb4 22. Hd3
Be7 23. Hdd1 Bb4
24. Hd3 Rc7 25. a4
f5 26. gxf6 Hxf6 27.
Dg3 Bd6 28. Dg2
Hdf8 29. Hf1
Staðan kom upp á
Norðurlandamótinu
í skólaskák sem lauk
fyrir skömmu.
Marte Egeland
hafði svart gegn
Rani Tomason. 29...
Hxf2! 30. Hxf2
De1+ 31. Ka2 Hxf2
32. Bc3 De2 og hvít-
ur gafst upp. Seinni
hluti Íslandsmóts skák-
félaga hefst í kvöld kl. 20.00
í Brimborgarhúsinu á Bílds-
höfða. Allar líkur eru á
spennandi keppni þar sem
Taflfélagið Hrókurinn og
Taflfélag Reykjavíkur munu
berjast hatrammlega um
meistaratitilinn en Tafl-
félagið Hellir fylgir í humátt
á eftir og mun blanda sér í
baráttuna ef hinum tveim fé-
lögunum fatast flugið.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. mars,
verður sextugur Sólon R.
Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbanka Íslands hf.
Sama dag á Sólon 40 ára
starfsafmæli í banka. Hann
starfaði 21 ár hjá Lands-
banka Íslands og hefur nú
starfað 19 ár hjá Búnaðar-
bankanum, þar af rúm 12 ár
sem bankastjóri. Afmælis-
barnið og eiginkona hans,
Jóna V. Árnadóttir, eru að
heiman á afmælisdaginn.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 1. mars, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Hildegard Þorgeirsson og Haf-
steinn Þorgeirsson, til heimilis að Klettahlíð 16, Hvera-
gerði. Á þessum tímamótum dvelja þau á heimili dóttur sinn-
ar í Stykkishólmi.
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. mars,
er fimmtugur Theodór K.
Þórðarson, Höfðaholti 8,
Borgarnesi. Eiginkona hans
er María Erla Geirsdóttir.
FÖSTUDAGINN 1. mars milli kl.
17–19 verður opið hús hjá Íslands-
deild Amnesty International í
Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Tilefnið er að deildin hefur flutt
starfsemi sína í nýtt húsnæði.
Íslandsdeild Amnesty Internat-
ional var stofnuð í september árið
1974 og hefur deildin haldið uppi
öflugri baráttu gegn mannrétt-
indabrotum. Félagar eru nú rúm-
lega þrjúþúsund og byggir deildin
starfsemi sína á framlögum þeirra
til starfsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Opið hús
hjá Amnesty
ALMENNUR afgreiðslutími
verslana og þjónustuaðila í
Smáralind breytist frá og með
föstudeginum 1. mars. Á virk-
um dögum verður opið frá kl.
11–19, á laugardögum frá kl.
11–18 og á sunnudögum frá kl.
13–18. Veitingastaðir eru opnir
fram eftir kvöldi eftir sem áður.
Nánari upplýsingar veitir
Þorvaldur Þorláksson á skrif-
stofu í Smáralindar í síma 528-
8000.
Nýr af-
greiðslutími
í Smáralind