Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
" " #$%
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Hljómar
í kvöld
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 15
Spennutryllir
ársins
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára.
Eina vopn hans er viljinn til að lifa.
Stanslaus spenna frá upphafi til enda.
Með stórleikaranum Gene Hackman
og hinum frábæra Owen Wilson.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
tilnefningar til
Óskarsverðlauna13 il i ill
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 14.
Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára
Sýnd kl. 4.
EINGÖNGU SÝND Í LUXUS KL. 5.30, 8 og 10.30.
8 tilnefningar til Óskarsverðlauna
FRUMSÝNING
Ef þú gætir breytt lífi þínu, hvert myndir þú fara og hvað myndir þú
uppgötva? Stórkostleg mynd frá leikstjóra Chocolat og The Cider House
Rules með Óskarsverðlaunahöfunum Kevin Spacey og Judi Dench ásamt
Cate Blanchett (Lord of the Rings, The Gift)
og Julianne Moore (Hannibal).
Einungis 10 sýningar eftir
Í KVÖLD verður söngleikurinn
Jesus Christ Superstar settur upp í
Bústaðakirkju. Aðstandendur
hyggjast túlka verkið á allsérstæð-
an hátt og er þetta skemmtilega
verkefni samstarf á milli félagsmið-
stöðvarinnar Bústaða, Bústaða-
kirkju og Réttarholtsskóla. Tilefni
verkefnisins er 30 ára afmæli Bú-
staðakirkju en hugmyndina átti sókn-
arpresturinn, sr. Pálmi Matthíasson.
Leikgerðin er í höndum Sigrúnar
Sólar Ólafsdóttur sem jafnframt leik-
stýrir. Byggist hún á þessu sígilda
verki Andrews Lloyds Webbers en
jafnframt á íslenskri leikgerð verks-
ins, sem er eftir Hannes Örn Blandon.
Þeir sem fram koma í sýningunni
eru krakkar á aldrinum 13 til 16 ára,
allir úr Bústaðahverfinu. Um 70
manns taka þátt auk 6 kóra úr kirkj-
unni. Tónlistin er leikin af ungsveit-
inni Heróglymi, og er Pálmi Sigur-
hjartarson þeim innan handar.
Söngstjóri erJóhanna Þórhallsdóttir.
Sýningin snertir hin ýmsu listform,
svo sem tískuhönnun, rapp, söng,
dans og þess má geta að öll aðstoð-
arleikstjórn, tækni- og búningamál,
förðun og annað sem að sýningunni
kemur er í höndum nemenda í Rétt-
arholtsskóla.
„Það er búið að snúa kirkjunni við,“
segir Helga Kristín Friðjónsdóttir,
verkefnisstjóri hjá félagsmiðstöðinni
Bústöðum, og hlær við. „Stólarnir
hafa verið færðir til hliðar þannig að
þetta lítur út eins og tískusýningar-
uppstilling.“ Helga segir að æfingar
hafi gengið vonum framar og kallar
þetta „ör“-verkefni. „Þetta er búið að
taka mánuð. Það er búið að æfa hér
úti um allt; uppi í skóla, í félagsmið-
stöðinni og í kirkjunni. Æfingar á
fullu úti um allt hverfi sem sagt.“
Frumsýnt verður í kvöld kl. 20 og
áætlaðar eru þrjár sýningar að auki,
laugardaginn 2. mars, kl. 19 og 21.
Ráð er gert fyrir aukasýningu á
sunnudeginum kl. 20. Miða er hægt
að nálgast í Bústaðakirkju og er verð-
ið 1.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500
krónur fyrir 12 ára og yngri.
Jesús Kristur súperstjarna í Bústaðakirkju
Æfingar á
fullu úti um
allt hverfi
Morgunblaðið/Sverrir
Um 70 ungmenni úr Bústaðahverf-
inu taka þátt í uppfærslunni.
HIN 21 árs gamla Alicia Keys stal
senunni á Grammy-tónlistarverð-
launahátíðinni bandarísku sem
haldin var í Los Angeles á mið-
vikudagskvöldið. Keys vann flest
verðlaun, alls 5 af þeim 6 sem hún
hafði verið tilnefnd til, þ. á m. fyr-
ir besta lagið „Fallin“.
U2, sem tilnefnd hafði verið til
flestra verðlauna eða 8, náði að
landa helmingnum, eða alls 4, þar
á meðal fyrir besta lag hljóm-
sveitar, „Stuck in a Moment“, og
plötu ársins, smáskífuna „Walk
On“ sem sveitin opnaði hátíðina
með.
Mest kom á óvart velgengni tón-
listarinnar úr kvikmyndinni O
Brother, Where Art Thou, sem alls
hlaut 5 Grammy-verðlaun og þar á
meðal verðlaunin sem kannski eru
talin þau stærstu, besta platan.
Kvöld Keys
Alicia Keys
Grammy-
verðlaunahátíðin