Morgunblaðið - 01.03.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FORMLEGUM viðræðum einkavæð-
ingarnefndar og danska símafélagsins
TDC um sölu á Landssíma Íslands
hefur formlega verið slitið. Jafnframt
hafa stjórnvöld ákveð-
ið að binda enda á það
ferli sem staðið hefur
yfir og miðast hefur að
því að selja umtals-
verðan hlut ríkisins í
fyrirtækinu til kjöl-
festufjárfestis. Kostn-
aður við sölu Lands-
símans er eitthvað á
annað hundrað millj-
ónir króna, að sögn
Ólafs Davíðssonar,
formanns einkavæð-
ingarnefndar.
Sl. föstudag fóru
fram viðræður milli
einkavæðingarnefnd-
ar og TDC í Kaup-
mannahöfn. Á fundin-
um kynnti nefndin
nokkrar lykiltölur um
afkomu Símans á síð-
asta ári. Ólafur sagði
að þessar upplýsingar hefðu engu
breytt um fyrri afstöðu TDC og því
hefði verið ákveðið að slíta formlega
viðræðum.
„Við teljum að meginástæðan fyrir
því að salan á Símanum hefur ekki
gengið eftir með þeim hætti sem von-
ast var eftir sé sú óvissa sem hefur
verið á alþjóðlegum fjármálamarkaði
og fjarskiptamálum. Sala fór fram ör-
fáum dögum eftir hryðjuverkaárás-
irnar í Bandaríkjunum. Það komu
einnig strax upp þær raddir að verð
hlutabréfanna væri of hátt,“ sagði
Ólafur þegar hann útskýrði hvers
vegna ekki hefði tekist að selja Sím-
ann.
Ólafur sagði að miklar sveiflur
hefðu verið á fjármálamörkuðum um
það leyti sem salan fór fram og þegar
hún var undirbúin. Sveiflur hefðu
einnig verið á gengi krónunnar. „Það
skiptir ekki síður máli að hagur og
staða fjarskiptafyrirtækja höfðu
breyst mjög. Á síðustu misserum og
árum hafði verið feiknaleg uppsveifla í
gengi símafyrirtækja.
Margir líktu því við
ævintýri. Verð á þess-
um fyrirtækjum hafði
hækkað gríðarlega
mikið, en síðan snerist
það við. Það byrjaði að
gerast þegar salan fór
fram og ég held per-
sónulega að þetta sé
ein veigamesta ástæð-
an fyrir því hvernig til
tókst. Allur undirbún-
ingurinn og kannski
verðmatið fer fram
þegar mikil bjartsýni
ríkir um framgang og
uppgang þessara fyr-
irtækja,“ sagði Ólafur.
Innlausnarskylda
ríkisins
Stefán Már Stef-
ánsson prófessor og
Ásgeir Thoroddsen hrl. hafa tekið
saman greinargerð um innlausnarrétt
vegna sölu Landssímans. Niðurstaða
þeirra er að hluthafar sem keypt hafa
hlut í fyrirtækinu að undanförnu eigi
rétt á að krefjast innlausnar á sínum
hlut. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið
að bjóða hluthöfum að innleysa hluta-
bréfin í Símanum á genginu 5,75, en
það var sölugengið. Ólafur Davíðsson
sagði að þrátt fyrir innlausnarskyldu
ríkisins væru einstakir hluthafar ekki
skyldugir til að þola innlausn hluta-
bréfa sinna og gætu þeir því áfram átt
hlutabréfin óskuðu þeir þess. Hluta-
bréfin verða áfram skráð á tilboðs-
markaði Verðbréfaþingsins.
Ólafur sagði að áfram yrði stefnt að
því að einkavæða Landssímann.
„Þessari formlegu sölu er lokið. Okk-
ar samstarfi við ráðgjafana er að
ljúka. En það er áfram stefna ríkis-
stjórnarinnar að selja hlutabréf í
Landssímanum, að einkavæða fyrir-
tækið. Því verður haldið áfram um leið
og aðstæður á fjármálamarkaði verða
hagstæðari og áhuginn vonandi vakn-
ar á ný. Á næstunni verður megin-
áhersla lögð á að efla sjálft fyrirtæk-
ið.“
ÚLFAR Þórðarson
læknir lést í Reykjavík
í fyrrinótt á nítugasta
og fyrsta aldursári.
Úlfar fæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1911, sonur hjónanna
Þórðar Sveinssonar,
yfirlæknis á Klepps-
spítala, og konu hans
Ellen Johanne Sveins-
son, f. Kaaber, hús-
freyju.
Úlfar varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1930.
Hann fékk námsstyrk
frá Humboldt-stofnuninni og var við
nám við Albert-Universität í Königs-
berg í Þýskalandi 1933–34. Hann
lauk læknanámi frá Háskóla Íslands
árið 1936, fékk almennt lækninga-
leyfi 1938 og sérfræðingsleyfi í augn-
lækningum árið 1940. Hann dvaldi
auk þess við nám, sérfræðinám og
störf í Þýskalandi, Danmörku og
Bandaríkjunum um lengri og
skemmri tíma.
Úlfar opnaði eigin lækningastofu í
Reykjavík árið 1940 og starfrækti
hana síðan. Hann var auk þess sér-
fræðingur á Landakotsspítala 1942–
81, læknir flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkurflugvallar 1950–84 og
trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar
1962–97.
Úlfar gegndi margvíslegum trún-
aðarstörfum um ævina.
Hann var í stjórn sund-
félagsins Ægis 1931–34
og formaður knatt-
spyrnufélagsins Vals
1946–50. Hann var
heiðursfélagi í báðum
þessum félögum. Þá
var hann formaður
Íþróttabandalags
Reykjavíkur 1967–82
og sat í stjórn íþrótta-
vallanna í Reykjavík
um skeið. Hann var
stofnfélagi Fugla-
verndarfélags Íslands
árið 1963 og fyrsti for-
maður þess.
Úlfar var borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn um tveggja ára-
tuga skeið frá 1958–78 og sat í
sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar
1960–70. Hann var fulltrúi í heil-
brigðismálaráði Reykjavíkurborgar
1970–78 og formaður þess 1972–74,
formaður stjórnar sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar 1975–78 og for-
maður bygginganefndar Borgarspít-
alans 1973–78. Þá sat hann í bygg-
ingarnefnd aldraðra 1980–84.
Úlfar ritaði greinar í innlend og
erlend blöð og var í ritstjórn Acta
Ophthalmologica 1958–78.
Úlfar var kvæntur Unni Jónsdótt-
ur kennara. Hún lést árið 1994. Þau
eignuðust fjögur börn og eru þrjú
þeirra á lífi.
Andlát
ÚLFAR
ÞÓRÐARSON
UNGT fólk úr Bústaðahverfi, á aldr-
inum 13 til 16 ára, hefur undanfar-
inn mánuð unnið hörðum höndum
að því að undirbúa nýstárlega og
viðamikla uppfærslu á söngleiknum
Jesus Christ Superstar eftir And-
rew Lloyd-Webber í Bústaðakirkju.
Stóra stundin rennur svo upp í
kvöld þegar frumsýningin er, en
fyrirhugað er að sýna söngleikinn á
a.m.k. þremur sýningum yfir
helgina.
Um sjötíu ungmenni taka þátt í
uppfærslunni auk sex kóra, en til-
efnið er að um þessar mundir fagn-
ar Bústaðakirkja þrjátíu ára afmæli.
Morgunblaðið/Sverrir
Jesús Kristur
í jakkafötum
Æfingar/62
Viðræðum við TDC
hefur verið slitið
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Davíðsson, formaður einkavæðingarnefndar, og Skarp-
héðinn B. Steinarsson, starfsmaður nefndarinnar.
Kostnaður við
sölu Landssímans
yfir 100 milljónir
VERÐ á eldsneyti lækkar um
eina krónu á lítrann í dag. Er
verðbreytingin sú sama hjá öll-
um olíufélögunum.
Sé miðað við fulla þjónustu
er verð á 95 oktana bensíni eftir
lækkun 91,20 krónur á lítrann
en verð á dísilolíu 45,90 krónur.
Verð á 98 oktana bensíni hjá
Esso er 95,90 krónur á lítrann
en verð á 99 oktana bensíni hjá
Skeljungi 99,99 krónur.
Verð á gasolíu er 41,90 krón-
ur, skipaolía kostar 28,80 krón-
ur og svartolía 26,72 krónur á
lítrann.
Elds-
neytis-
verð
lækkar
AFL fjárfestingarfélag hefur að
undanförnu aukið eignarhlut sinn í
fjórum sjávarútvegsfyrirtækjum,
Granda, Hraðfrystihúsinu-Gunn-
vöru, Þormóði ramma-Sæbergi og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þorsteinn Vilhelmsson, hluthafi og
stjórnarformaður Afls, á sæti í stjórn
eða varastjórn allra félaganna.
Nú er svo komið að Afl á 17,2% í
Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru þar sem
Þorsteinn er stjórnarformaður,
2,33% í SH þar sem Þorsteinn á sæti
í stjórn, 10,5% í Þormóði ramma-Sæ-
bergi þar sem Þorsteinn er varamað-
ur í stjórn og 2,44% í Granda þar sem
Þorsteinn á sæti í stjórn.
Eignarhaldsfélagið Örvar ehf. er
að fullu í eigu Þorsteins Vilhelmsson-
ar og í gær birtist tilkynning á VÞÍ
þess efnis að félagið hefði selt öll bréf
sín í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf.
að nafnverði kr. 67.390.855. Eignar-
hlutur Eignarhaldsfélagsins Örvars
ehf. var áður 10,01%.
Afl fjárfestingarfélag varð til í lok
síðasta árs en félagið hét áður Ís-
lenski fjársjóðurinn. Þorsteinn Vil-
helmsson og Landsbankinn fjárfest-
ing keyptu hlutabréf fyrir 120
milljónir hvor aðili, og eiga 17,08%
hlutafjár í Afli hvor um sig. Þá kom
einnig fram að markmið fjárfesting-
arinnar hefði verið að efla Íslenska
fjársjóðinn hf. verulega á sviði
áhrifafjárfestinga tengdra sjávarút-
vegi, en Íslenski fjársjóðurinn var
stofnaður árið 1995 með það að
markmiði að fjárfesta í íslenskum
sjávarútvegi.
Afl eykur
hlut sinn í
sjávarút-
vegsfyrir-
tækjum