Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ eru æfingar á leikritinuJón Oddur og Jón Bjarni,sem dregið hafa hressanog ungan leikarahóp inn íÞjóðleikhúsið, en verkið
var frumsýnt í gær, laugardag. Fjór-
ir drengir á aldrinum átta til tíu ára
skiptast á að leika titilhlutverkin.
Andri Már Birgisson, tíu ára, og
Benedikt Clausen, átta ára, leika Jón
Odd, en Matthías Sigurbjörnsson og
Sigurbjartur Atlason leika Jón
Bjarna, sem er með gleraugu og
„getur ekki að því gert þótt hann sé
pínulítið rangeygður“.
Aðrir fjórir skiptast á að leika ann-
ars vegar hlutverk hrekkjusvínsins
Jóhannesar og hins vegar bekkjar-
félagans Lárusar í sýningunni, og
fara Alexander Briem, Áslákur Ingv-
arsson, Daði Már Guðmundsson og
Guðmundur Felixson með þeirra
hlutverk. Þá leika tvær ungar stúlk-
ur, þær Arna Dís Ólafsdóttir og
Sandra Björt Pétursdóttir, Selmu,
litlu systur Lárusar.
Sjö strákar eru mjög uppteknir við
að spila risk og önnur spil þegar
blaðamann ber að garði. Lætin í her-
berginu eru svo mikil að það er ekki
nokkur leið fyrir mig að ná athygli
drengjanna. Ég leita því til leikstjór-
ans, Þórhalls Sigurðssonar, sem hef-
ur sérhæft sig í stjórnun ungra
drengja síðastliðnar átta vikur og
tekst honum á undurskömmum tíma
að draga þrjá þeirra út úr spennandi
spilaleikjunum og í viðtal. Sá fjórði,
Andri Már, er enn á leiðinni úr skól-
anum og í leikhúsið.
„Aðalmálið er að fá að leika. Það er
rosalega gaman,“ segir Benedikt og
hinir taka undir. Þeir eru þó sammála
um að oft sé skemmtilegra að vera á
æfingum en í skólanum. „En við þurf-
um að leggja hart að okkur. Í stað
þess að læra í skólanum þurfum við
að læra heima á kvöldin,“ segir
Matthías og Þórhallur Sigurðsson
leikstjóri bætir við að ekki megi
gleyma að á tímabili hafi þeir líka
þurft að læra textann í leikritinu, sem
er heilmikill.
Sá Bláa hnöttinn 36 sinnum
En hvernig fengu þeir hlutverkin?
„Við fórum í prufu og stóðum okk-
ur bara svona vel,“ segja þeir í kór.
Tveir þeirra eiga ekki langt að sækja
leiklistarhæfileikana. Sigurbjartur
er sonur Atla Rafns Sigurðarsonar
leikara og Benedikt er sonur leikar-
anna Elvu Óskar Ólafsdóttur og
Andra Clausen. Benedikt, þótt ungur
sé, hefur töluverða reynslu á leiklist-
arsviðinu, og hefur t.d. leikið í kvik-
myndunum Regínu og Ikingut.
Sigurbjartur hefur líka leikið áður.
Hann lék í Vatni lífsins sem sýnt var
á fjölum Þjóðleikhússins fyrir
skömmu og stóð þar við hlið föður
síns sem lék einnig í verkinu. Svo
segist hann hafa farið mjög oft í leik-
hús: „Ég sá til dæmis Bláa hnöttinn
36 sinnum, ég sá allar sýningarnar
nema eina og það var alltaf jafn gam-
an,“ segir hann stoltur, en þess má
geta að pabbi hans lék annað aðal-
hlutverkið í sýningunni.
Hlutverk tvíburanna Jóns Odds og
Jóns Bjarna eru burðarhlutverk í
sýningunni og eru þeir bræður á svið-
inu nánast allt verkið. „Við höfum
þurft að einbeita okkur mikið til að ná
textanum og líka til að standa okkur
vel,“ segir Sigurbjartur. Þórhallur
tekur undir og segir að það sé mikið á
þá lagt. „Þegar þeir eru ekki á svið-
inu þá eru þeir að skipta um föt og
undirbúa næstu innkomu. Þeir hafa
verið alveg rosalega duglegir, en þeir
fá líka mikið út úr þessu. Þegar þeir
skemmta sér vel þá skemmta þeir
áhorfendum líka.“
Vel á minnst, hvernig fara þeir að
því að skemmta fólki?
„Þegar Jón Oddur og Jón Bjarni
gera eitthvað fyndið þá finnst okkur
það fyndið og þá finnst fólkinu í saln-
um það fyndið líka,“ segir Sigurbjart-
„Smá Jón Oddur og
Jón Bjarni í okkur sjálfum“
Það hefur verið mikið
fjör í Þjóðleikhúsinu und-
anfarnar vikur en þar
hafa tíu ungir leikarar verið
við æfingar. Húsið hefur
leikið á reiðiskjálfi og
talað er um að veita eigi
Þórhalli Sigurðssyni
leikstjóra sérstök þolin-
mæðisverðlaun fyrir vinnu
sína síðustu vikurnar.
Ragna Sara Jónsdóttir
fór á stúfana og hitti fjóra
hressa stráka sem leika tví-
burabræðurna Jón Odd og
Jón Bjarna í samnefndu
leikriti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri ásamt tveimur pörum af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Frá vinstri eru Andri Már Birgisson og Benedikt Clausen, sem leika Jón Odd, og Sigurbjartur S. Atlason og Matthías Sig-
urbjörnsson, sem leika Jón Bjarna.
Morgunblaðið/Ásdís
Bræðurnir láta sig ýmis mál varða. Hér eru þeir Benedikt og Sigurbjartur í hlut-
verkum sínum, ásamt Sigurði Sigurjónssyni sem leikur föður tvíburanna.
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
Jón Oddur og Jón Bjarni eru uppátækjasamir en vilja vel að sögn fjórmenning-
anna sem leika þá. Hér eru þeir leiknir af Andra Má og Matthíasi.