Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 3
ur og Benedikt heldur áfram: „Við
verðum að vera hressir og það kemur
fólkinu til að hlæja.“
„Já, ef við erum ekki hressir, þá
gerist ekki neitt,“ bætir Matthías við.
Bækurnar í uppáhaldi
Strákarnir segjast allir hafa lesið
bækurnar um Jón Odd og Jón
Bjarna, sumir hafa lesið þær allar,
aðrir eina eða tvær. „Þegar ég fékk
hlutverkið þá byrjaði ég að lesa bæk-
urnar til að setja mig inn í hlutverk-
ið,“ segir Sigurbjartur sem hljómar
eins og þrautþjálfaður atvinnuleikari.
„Þetta voru alltaf uppáhaldsbæk-
urnar mínar þegar ég var lítill,“ segir
Matthías, sem nú er orðinn tíu ára, að
verða ellefu. „Jón Oddur og Jón
Bjarni var uppáhaldsbók bekkjarins,
en kennarinn las hana oft í nestistím-
anum,“ segir Benedikt.
En hafið þið séð kvikmyndina?
„Já,“ segja Sigurbjartur og Bene-
dikt í kór en Matthías segir: „Ja, ég
hef séð hana ruglaða!“ og allir fara að
hlæja.
Nú ber að konu sem flytur þær
fréttir að Benedikt verði að fara í
búning, þar sem Andri Már sem leik-
ur Jón Odd á móti honum sé eitthvað
slappur. „Ég trúi því ekki. Ég verð
bara stressaður. Við verðum að taka
litla æfingu núna,“ segir Benedikt, og
er þar með rokinn í burtu.
Þegar ró hefur aftur komist á hóp-
inn spyr ég hvað sé skemmtilegast í
leikritinu og ekki stendur á svari:
„Vatnsbyssustríðið og slagsmálin!“
svara þeir Matthías og Sigurbjartur í
kór.
Gaman þegar áhorfendur
fara að hlæja
En eru Jón Oddur og Jón Bjarni
eitthvað líkir strákunum sjálfum?
„Já stundum þegar þeir eru að
prakkarast,“ segir Sigurbjartur og
Matthías heldur áfram: „Já, þeir vilja
vel, en það endar bara stundum svo-
lítið illa.“
„Þeir halda til dæmis að það sé
ekkert slæmt við að segja að Jón
Bjarni hafi lent undir öskubíl,“ segir
Sigurbjartur. „Við erum ekki alveg
svona ýktir, en það er smá Jón Oddur
og Jón Bjarni í okkur sjálfum,“ segir
Matthías.
Eruð þið stressaðir fyrir frumsýn-
inguna?
„Nei, ég hlakka bara til,“ segja
þeir báðir. „Það er rosalega gaman
að standa fyrir framan alla á sviðinu
og sérstaklega gaman þegar fólkið
fer að hlæja,“ segir Matthías.
„Já, þá þarf maður að bíða með
textann sinn þangað til allir eru hætt-
ir að hlæja, annars heyrist ekki það
sem maður segir,“ segir Sigurbjart-
ur, sem ætlar að verða leikari þegar
hann verður stór. Matthías ætlar líka
að verða leikari og Andri Már líka,
sem bætist nú í hópinn og er orðinn
hressari.
Erfitt að læra textann
Miðað við það sem áður hefur kom-
ið fram er lífið í leikhúsinu einn sam-
felldur dans á rósum í hugum þessara
ungu drengja. En hefur æfingaferlið
aldrei verið erfitt og leiðinlegt?
„Jú, auðvitað er þetta stundum
erfitt. Það var til dæmis frekar erfitt
að læra allan textann,“ segir Matth-
ías.
„Og að læra í hvaða búninga við
eigum að fara í næst,“ segir Sigur-
bjartur.
„Við þurftum líka að læra að
dansa, en það var bara gaman,“ segir
Andri Már og Matthías bætir við:
„Við dönsum vals, en ég var nú búinn
að læra hann fyrir löngu. Við fáum
nefnilega danskennslu í skólanum.
Það er mjög gaman.“
Nú er farið að ókyrrast í kringum
okkur og uppábúna leikara í gervi
foreldra tvíburanna, Soffíu frænku
og Ömmu dreka hefur drifið að. Það
virðast allir vera tilbúnir fyrir eina af
lokaæfingunum og kominn er tími til
að sleppa strákunum á sviðið. Full-
orðnu leikararnir eru sammála um að
sérstaklega fjörugt andrúmsloft hafi
einkennt æfingar á verkinu, en við-
urkenna að ærslin hafi stundum
reynt á þolinmæðina. Nú er bara að
bíða og sjá hvort fjörið færist ekki
upp á svið með strákunum kraft-
miklu og þeim takist að fá áhorfend-
ur til að hlæja, eins og þeim finnst svo
gaman.
rsj@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 3
ÞÁTTTAKA ÞÍN STUÐLAR AÐ:
• þ í n u e i g i n ö r y g g i á s j ó o g l a n d i
• r e k s t r i 1 0 2 b j ö r g u n a r s v e i t a u m l a n d a l l t
• a u k n u ö r y g g i b a r n a
• b j ö r g u n m a n n s l í f a
• a u k i n n i f r æ ð s l u o g f o r v ö r n u m s l y s a
• r e k s t r i 9 b j ö r g u n a r s k i p a k r i n g u m l a n d i ð
• r e k s t r i 3 5 u n g l i n g a d e i l d a
• r e k s t r i S y s a v a r n a s k ó l a s j ó m a n n a
• r e k s t r i B j ö r g u n a r s k ó l a n s
TIL MIKILS AÐ VINNA:
2 7 0 u t a n l a n d s f e r ð i r a ð v e r ð m æ t i 3 5 m i l l j ó n i r.
- 1 5 0 h e l g a r f e r ð i r f y r i r 2 t i l D u b l i n a r e ð a E d i n b o r g a r
- 1 0 0 v i k u f e r ð i r f y r i r 2 t i l M a l l o r k a , P o r t ú g a l , K r í t a r e ð a B e n i d o r m
- 2 0 s ó l a r l a n d a f e r ð i r í 2 v i k u r f y r i r f j ö g u r r a m a n n a f j ö l s k y l d u t i l
M a l l o r k a , P o r t ú g a l , K r í t a r e ð a B e n i d o r m
–berst fyrir lífi þínu
F e r ð a h a p p d r æ t t i 2 0 0 2
Miðar eru seldir á skrifstofu félagsins að Stangarhyl 1. Sími: 570 5900
SLYS
GERA EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR!