Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Gerald Ploegstra Margrét Sara hefur fengist við ýmis verkefni samhliða náminu. Þessar myndir eru úr myndbandi sem hún vann í samvinnu við hollenska þrívíddarhönnuðinn Gerald Ploegstra. MARGRÉT SaraGuðjónsdóttir er 23ára. Hún mun út-skrifast í vor fráHoogheschool voor de Kunsten í nútímadansi í Arn- hem í Hollandi, en þess má geta að skólastjóri skólans er danshöfund- urinn og listræni stjórnandinn Hlíf Svavarsdóttir, sem er íslenskum dansunnendum að góðu kunn. Mar- grét hefur þó verið gestanemandi í Amsterdam Hogheschool voor de Kunsten síðastliðið ár og nýtt tím- ann til þess að þreyta inntökupróf hjá dansflokkum þar sem nú hillir undir útskrift. Sjö mánaða sýningarferðalag Hún hefur nú komist á árs samning hjá dansflokknum „Hush hush hush“ í Antwerpen í Belgíu, en mikil gróska er í nútímadansi í Belgíu og Hollandi. Í samningnum felst m.a. sýningarferðalag í sjö mánuði um Portúgal, Grikkland, Spán, Ítalíu, Frakkland, Belgíu, Holland, Þýskaland og víðar. Samningurinn verður framlengdur ef sýningin selst áfram en fyrstu tveir mánuðirnir fara í að skapa verkið. „Við munum ferðast um og sýna nýtt verk sem við dansararnir munum taka þátt í að skapa ásamt danshöfundinum Abdelaziz Sarr- okh, sem er marokkóskur að upp- runa. Við erum sjö sem tökum þátt í sýningunni og danshöfundurinn valdi þjálfaða og fjölhæfa dansara með ólíkan bakgrunn til þátttöku og til að hafa áhrif á sköpunarferli verksins. Ég er mjög glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri því hér er mjög mikið atvinnuleysi meðal dansara og aldrei pláss fyrir alla,“ segir Margrét Sara, en nokkur hundruð manns þreyttu inntöku- prófið. „Ég var búin að fara í nokkur inntökupróf og hafði boðist nokkur tækifæri útfrá þeim. Þetta var hinsvegar langstærsta tækifærið svo ég hugsaði mig ekki tvisvar um og tók boðinu.“ Á hátíðarsýningu með Jan Fabre Margrét býr í Amsterdam ásamt unnusta sínum en mun fara til Ant- werpen og búa þar í tvo mánuði meðan á æfingum stendur. Þótt Margrét sé rétt að útskrif- ast í vor hefur hún fengið ýmis tækifæri í dansheiminum sem marga dansara dreymir um. Þeirra stærst er án efa uppsetning verks- ins „I Am Blood - A Medieval Fairytale“ sem hún tók þátt í sl. sumar undir stjórn Jan Fabre. Fabre er einn þekktasti nútíma- danshöfundur Evrópu í dag. Hann er þekktur fyrir að skapa fram- úrstefnuleg dansleikhúsverk sem eru blanda af dansi, leiklist og myndlist. Erna Ómarsdóttir, annar íslenskur dansari, hefur unnið með Fabre og setti hann m.a. upp sér- stakt sólóverk fyrir hana fyrir tveimur árum, „My Movements are Alone Like Streetdogs“. Margrét á Ernu að hluta til að þakka tæki- færið sem hún fékk með Fabre: „Erna hringdi í mig og sagði mér að það væri inntökupróf fyrir næstu sýningu Jan Fabre. Ég skellti mér til Belgíu og var ein þeirra sex hundruð sem sótti um stöðu fimm dansara. Inntökuprófið tók rúmar tvær vikur og eftir stóð- um við, fimm dansarar, einn leikari og þrír tónlistarmenn,“ segir Mar- grét. Hún segir að Erna hafi einnig átt að taka þátt í verkinu og útlit hafi verið fyrir að þær myndu vinna saman. Svo óheppilega vildi þó til að Erna meiddist og varð að hætta við þátttöku. Blanda af heppni, hæfileikum og vinnu Um var að ræða þátttöku í heið- ursverki sem Fabre hafði verið beðinn að semja fyrir sérstaka há- tíðarsýningu á hinni árlegu Avign- on-leiklistarhátíð. Að sögn Fabre er verkið mikilvægasta tækifærið sem hann hefur fengið á ferlinum til þessa og er þetta einn mesti heiður sem honum hefur hlotnast í leikhúsheiminum. Æfingar tóku um þrjá mánuði en verkið var sýnt í miðaldakastal- anum „Palais des Papes“ sem er eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar fyrir ferðamenn. „Við sýndum verkið á útisviði í miðjum kastalanum fyrir um 2.500 manns í hvert sinn. Það var alltaf uppselt á sýningarnar og slegist um miðana því þetta var mjög sér- stök uppfærsla,“ segir Margrét og bætir við, að gerð hafi verið bók og heimildarmynd um sýninguna sem koma eigi út innan skamms. Það hefur greinilega gengið vel hjá Margréti undanfarið, en hverju þakkar hún velgengnina? „Þetta er blanda af heppni, hæfi- leikum og vinnusemi. Dansheim- urinn í dag gengur mikið út á sam- vinnu dansara og danshöfundar og því er mikilvægt að hafa eitthvað að segja og vera skapandi. Ég legg mig bara alla fram og maður veit aldrei hvað gerist næst,“ segir Margrét. Aðspurð hvort „Hush hush hush“ ætli ekki að koma til Íslands með nýju uppfærsluna segir hún: „Ja, ef einhver hefur efni á að fá okkur þá vona ég það.“ Dansari á framabraut Ungur íslenskur dansari gerir það gott í Evrópu um þessar mundir. Hún komst nýlega á samning hjá þekktum belgískum dansflokki, „Hush hush hush“, og var auk þess valin úr hópi 600 umsækj- enda til að taka þátt í hátíðaruppfærslu danshöf- undarins Jan Fabre í fyrra. Ragna Sara Jónsdóttir náði sambandi við Margréti Söru Guðjónsdóttur á milli dansæfinga í Amsterdam. Hjólin eru farin að snúast hjá Margréti Söru Guðjónsdóttur, nútímadansara í Hollandi, sem útskrifast formlega úr námi í vor. ’ Ég er mjög glöðyfir að hafa fengið þetta tækifæri því hér er mjög mikið at- vinnuleysi meðal dansara og aldrei pláss fyrir alla ‘ rsj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.