Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 6
Sælkerar á sunnudegi
Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir
Á MISJÖFNU þrífastbörnin best,“ segir mál-tækið og eins „Það lærabörnin sem fyrir þeim erhaft“. Þegar maður
stendur augliti til auglitis við barn
sem neitar að borða eru það gamal-
kunn klókindi eða óklókindi að bjóða
einhvers konar umbun eða verðlaun
fyrir að klára það sem á disknum er.
Á barnaheimili æskunnar man und-
irrituð vel eftir „nælonsúpum“ (kakó-
og fleiri tegundum pakkasúpna) sem
fylgdu í kjölfar misholls aðalréttar. Í
minningunni virðast kjötfarsbollur
hafa verið ótrúlega oft á boðstólum.
Börnum finnst góðar kjötbollur og
kakósúpur, en þau eru miklu meiri
sælkerar en margan grunar, enda ber
að minna á að bragðskyn er að miklu
leyti lært. Valentína Björnsdóttir,
matselja á leikskólanum Laufásborg í
Reykjavík, hefur komist að raun um
að börn eru í raun mjög fordómalaus
gagnvart mat og opin fyrir því að
prófa eitthvað nýtt.
Lífrænir hafrar og ólífur á minn disk
Valentína segir að þegar hún hafi
tekið við starfinu fyrir 1½ ári hafi
krakkarnir verið hálfónýtir við að
borða grænmeti, en nú sé búið að
venja þau á það. „Þau finna einfald-
lega hvað þeim líður vel af því, enda
brosir hver fruma út að eyrum við
hvern bita af fersku grænmeti,“ segir
hún og brosir sjálf.
Fólk virðist almennt vera að vakna
til meðvitundar um hollt mataræði og
það er líkt og við stöndum á þröskuldi
í þeim efnum í ýmsum skilningi. Skýrt
dæmi er hin síháværari krafa um
mannsæmandi verð á fersku græn-
meti og ávöxtum. Valentína segir það
mikið gleðiefni hvað mikið sé orðið af
matvælaframleiðendum sem byggja
starfsemi sína á persónulegri þjón-
ustu, lífrænni ræktun, fjölbreytni og
ótrúlegum gæðum. Þar á meðal má
nefna Ingólf á Engi sem framleiðir
hágæðakryddjurtir og salat af ýmsu
tagi, m.a. hina ljúffengu og litfögru
silfurblöðku. Eins notar hún lífrænt
bankabygg frá Eymundi í Vallarnesi
mjög mikið í matinn, t.a.m. í buff og
grauta.
Hafrakoddar, Cheerioshringir og
kornflögur eru gjarnan uppistaða
morgunmatarins ásamt hinu ómiss-
andi lýsi og ávöxtum, en Valentína
eldar einnig reglulega ofan í mann-
skapinn hafragraut sem bættur er
með lífrænum höfrum. Valsaðir hafr-
ar eru svo mikið unnir og því gefa
heilu, lífrænu hafrarnir mun meiri
orku. Búið er að taka sykur út af dag-
skrá morgunverðarborðsins og virð-
ist enginn syrgja hann svo heitið geti.
Grænt og vænt lasagna hússins
með baunaívafi er mjög vinsælt meðal
Laufásborgara í hádeginu. Til vitnis
um hvað börnin eru meðvituð um
mataræðið nefnir Valentína að eitt
sinn hafi þau verið í orðaleik sem
gekk út á að einn nefnir eitthvað orð
og þá á hinn að segja það fyrsta sem
honum dettur í hug tengt orðinu.
Einn sagði lasagna og þá svaraði hinn
að bragði: „baunir“. Þetta segir meira
en mörg orð. Ólífur eru stundum sett-
ar í skálar á undan matnum og mat-
seljan þarf að halda fast utan um risa-
stóra ólífukrukkuna til að hún endist í
tvær máltíðir svo sólgið er smáfólkið í
hin suðrænu ber. Linsusúpa, hvít-
lauksbrauð og hummus er einnig of-
arlega á vinsældalistanum. Súpan sú
ber ólík nöfn eftir því á hvaða borði
hún er: á einu borði er það Pokémon-
súpa, löggusúpa á því næsta o.s.frv.
Hvítlauksangandi
lítill herramaður
Foreldrar virðast einnig vera mjög
ánægðir með matinn sem börnin fá á
leikskólanum og ein móðirin hafði orð
á því hvað það væri kostulegt að
tveggja ára sonur hennar kæmi
stundum heim af Laufásborg angandi
af hvítlauk eins og lítill franskur
herramaður. Matseðill eins og sá sem
Valentína byggir á er svo sannarlega
til eftirbreytni og hlýtur jafnframt að
auðvelda mörgu foreldrinu matar-
uppeldi barnanna þar sem búið er að
venja þau á hið holla og af hinu sæta. Í
kaffinu er ekkert kleinujapl heldur
brauð, marmelaði, grænmeti, ostur,
kex, túnfisksalat ofl. og stundum er
bökuð dýrindis gulrótarkaka. „Börnin
gera sér grein fyrir því að þau eru að
borða hollan mat og eru meðvituð um
það sem þau láta ofan í sig af því þau
ætla að verða stór og sterk,“ segir
Valentína. Henni finnst einkennilegt
hvernig forgangsröðunin er í kerfinu.
Hún hefur úr að moða um 160 kr. á
dag til að fæða hvern munn og segir
það heilmikla kúnst að fara ekki fram
úr fjárhagsáætlun og jafnframt hafa
máltíðirnar næringarríkar og fjöl-
breyttar. Hún segist ekki taka þátt í
þeim leik sem stundaður hafi verið til
margra ára inni á hinum ýmsu stofn-
unum landsins, þar með talið leikskól-
um og heimilum, að framleiddir séu
hálfpartinn kransæðasjúklingar sem
lifi að miklu leyti á unnum kjötvörum.
Hún bætir við að heillavænlegast sé
að borða matinn í sem upprunaleg-
astri mynd og oft gleymist í öllu fjas-
inu og fussinu yfir hinu háa grænmet-
isverði, að grænmeti og baunir eru
ódýrari en kjötvörur. Með því að nota
slíkt hráefni getur hún líka vandað sig
meira og leyft sér ýmislegt sem ekki
væri möguleiki á ef kjötið væri notað.
Þess má geta að krakkarnir á Lauf-
ásborg fá nú kjötfarsbollur einu sinni
til tvisvar í mánuði en áður var þessi
gamalkunni heimilismatur lagaður
jafnvel 2–3 í viku.
Valentína stendur reglulega fyrir
matreiðslunámskeiðum þar sem hún
kennir fólki að matbúa úr grænmeti
og baunum.
Eldað með ást og umhyggju
Matseljan góða seiðir fram sálina í
súpunni góðu þegar hún hrærir í
henni. Hún leggur mikla áherslu á að
eldað sé með ást og umhyggju. Hver
þekkir ekki muninn á því að henda í
sig hálfkaldri pakkasúpu í hádeginu
og því að gæða sér á ljúfum fiskrétti í
rólegheitum sem einhver eða maður
sjálfur hefur nostrað við að útbúa? Ef
maður leggur ekki sál sína og hjarta í
matseldina gerist nefnilega harla fátt
annað en venjubundin soðning og
saðning. Það þarf hins vegar ekki
mikið til að breyta hverri máltíð í lítið
ævintýri sem seður jafnt magann, sál-
ina og öll skilningarvitin jafnframt því
að byggja upp eftirvæntingu og for-
vitni yfir því hvað verði í matinn
næsta dag.
Varðandi matseld og manneldi eiga
eftirfarandi orð Megasar vel við:
Ekkert er ómögulegt
allt getur skeð
á móti geði er sett geð sem veð
á móti ógeði ógeð.
POKÉMONSÚPA AÐ HÆTTI VALENTÍNU
Yndisleg súpa sem gaman er að
elda og skálda eftir því sem til er
hverju sinni í ísskápnum. Svo er bara
að njóta þess að hræra og laða fram
súpusálina!
1 bolli rauðar linsur
8 bollar vatn
3–4 súputeningar (helst grænmetis)
1 msk. saxaður engifer (má sleppa)
1 meðalstór laukur
1 stór glurót í teningum
1 tsk. malað cummin
safi úr ½ sítrónu
2 msk. ferskt kóríander
salt eftir smekk
Setjið linsur, vatn og engifer í pott
og látið suðu koma upp. Lækkið hit-
ann og sjóðið í 20 mín. Bætið krafti út
í. Setjið gulrætur og krydd út í og
sjóðið í u.þ.b. 10 mín. til viðbótar. Að
lokum er sítrónusafa og kóríander
bætt út í.
Litlir sælkerar
Hummus, hvítlauksbrauð og grænmeti.
Valentína leggur sál sína og hjarta í
matseldina.
Það er alltaf gott í matinn á Laufásborg. Kjúklingur m/sveppasósu, „nammi namm“.
„Þetta var alveg rosaleg gott
lasagna.“
ahf@mbl.is
Hanna Friðriksdóttir
ÞRJÚ Chardonnay-vín frá Nýja
heiminum eru tekin fyrir að þessu
sinni. Þau eiga fátt annað sameig-
inlegt en það að vera framleidd úr
sömu hvítu þrúgunni og vera í
reynslusölu hjá ÁTVR sem stend-
ur.
Fyrst ber að nefna Barramundi
Sémillon Chardonnay sem er
kassavín frá Ástralíu. Kassavínin
svokölluðu hafa verið mjög vinsæl
hér á landi og er stór hluti léttvíns-
sölu vín í þriggja lítra kössum.
Vafalítið spilar verðið þar inn í.
Það er því ágætt að fjölbreytnin í
þessum vínum skuli vera að aukast
en Ástralir sjálfir neyta töluvert
mikið af kassavínum þó að þeir hafi
framan af einbeitt sér að útflutn-
ingi á vínum sem búið er að tappa á
flöskur.
Þetta er hið þokkalegasta hvít-
vín, léttur sítrusávöxtur í bland við
hitabeltisávexti. Ágætis fylling,
smá þykkt og fita og sæta í bragði,
smá sæta án þess að vera stuðandi.
Kostar 3.290 krónur fyrir þriggja
lítra kassa, sem samsvarar um 800
krónum á 0,75 lítra flösku. Ekki
slæmt verð fyrir ástralskt hvítvín.
Frá Kaliforníu kemur vínið Ro-
bert Mondavi Coastal Chardonnay
1999 (1.690 kr.). Ilmur er ferskur
með skörpum ávexti, vínið mjúkt
með góðri sýru og vott af eik í
munni. Ferskt og skemmtilegt
Kaliforníuvín.
Einnig frá Kaliforníu er Ernest
& Julio Gallo Sonoma County
Chardonnay 1998 (1.690 kr.). Þetta
er vín í allt öðrum stíl, ávöxturinn
heitur og þykkur, eikað með rist-
uðum viðarkeim. Vín til að smjatta
á, þungt og flott. Það er mettandi
og þarf varla meðlæti. Klassísk
Kalifornía í gamla stílnum.
Chardonnay í reynslusölu
Vínvalið var líkt og ávallt óaðfinnanlegt. Þetta er einn af örfáum veitingastöðum
landsins þar sem maður leyfir sér að hafa engar skoðanir sjálfur á því hvað hentar
best með matnum og hingað til hef ég ekki orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum,
heldur þvert á móti oft fengið vín sem komu skemmtilega á óvart með matnum. Steingrímur Sigurgeirsson