Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 10
Dúndrandi!
af bassakeilum, bassaboxum
og mögnurum í eina viku.
20% afsláttur
M-hraðbrautarjeppi
með V8-dísilvél
Vel heppn-
uð andlits-
lyfting
SJÖ milljónasta Opel Cors- bifreiðin kom af færi-
bandi Opel í verksmiðjunni í Zaragoza á Spáni í síðustu
viku. Þar hefur Opel starfrækt eina af mörgum bíla-
verksmiðjum sínum frá því árið 1982, en frá þessari
verksmiðju er Opel Corsa fluttur út til meira en 70
landa sem gerir verksmiðju Opel í Zaragoza á Spáni að
einum stærsta útflytjanda Spánar. Opel Corsa er nú
mest seldi smábíllinn í heiminum. Fram að þessu hafa
um 10,5 milljónir Opel Corsa verið smíðaðar í ellefu
verksmiðjum Opel í fimm heimsálfum. Corsa var á síð-
asta ári mest seldi bíllinn í sínum stærðarflokki í Þýska-
landi og hefur verið það óslitið frá árinu 1994.
Sjö milljónasta Corsa frá Zaragoza.
7 milljónasta Corsa frá Zaragoza
NÝR og gerbreyttur Toyota
Land Cruiser 90 kemur á mark-
að víðast hvar næsta haust og
verður væntanlega fáanlegur
hér á landi upp úr næstu ára-
mótum. Bíllinn er með sömu yf-
stærri en núverandi Land
Cruiser 90. Þegar nýi bíllinn
kemur hingað til lands verður
hann áfram boðinn m.a. með
nýju fjögurra strokka dísilvél-
inni, 163 hestafla.
LX sem er í raun Toyota Land
Cruiser 100 með Lexus-sér-
kennum. Lexus GX, sem kynnt-
ur var í Detroit í janúar, fyllir
upp í tómarúmið á milli Lexus
RX300 og LX. Hann er nokkru
irbyggingu og Lexus GX, sem
hefur verið kynntur í Banda-
ríkjunum, en Lexus-gerðin
verður ekki flutt inn hingað til
lands af umboðinu. Í Bandaríkj-
unum er einnig seldur Lexus
Nýr Land Cruiser 90 verður með sama lagi og Lexus GX 470.
Nýr Land Cruiser 90 um næstu áramót
BMW sýnir CS1-hugmyndabíl-inn á bílasýningunni sem núer að hefjast. Bíllinn verður
framleiddur, þó ekki óbreyttur, og
fer í sölu árið 2004. Keppinautur-
inn er greinilega VW Golf og aðrir
bílar í þeim stærðarflokki og verð-
ur kynntur sem fyrsti bíllinn í
nýrri BMW 1-línu. Að innan er
bíllinn að mestu með álflötum sem
klæddir eru neoprene, efni sem
flestir sportveiðimenn þekkja úr
vöðlum. Miklar breytingar verða
gerðar á innanrýminu áður en
framleiðslubíllinn kemur á markað
en ytri mál og útlit bílsins er mjög
svipað og verður í framleiðslubíln-
um. BMW breytir ekki út af venj-
unni og ætlar að halda afturhjóla-
drifi í bílnum. Með því móti vonast
BMW til þess að bíllinn verði val-
kostur þeirra sem leggja mikið
upp úr sportlegum aksturseigin-
leikum. iDrive-stjórnkerfið, sem
kynnt var í nýju 7-línunni, er einn-
ig að finna í hugmyndabílnum og
þykir líklegt að það verði einnig í
endanlegum BMW 1.
Undir vélarhlífinni á hugmynda-
bílnum verður 1,8 lítra Valvetron-
ic-vél sem skilar að hámarki 115
hestöflum. Bíllinn er með raf-
stýrðri kúplingu og gírskiptingin
fer fram með því að styðja á
hnappa aftanvert á stýrinu.
BMW með Golf-valkost
CS1-hugmyndabíll BMW er fyrirboði um nýjan bíl í Golf-flokki.
Óvenjulegt er að kynna bílinn fyrst
í blæjugerð.
SALA á nýjum fólksbílum dróst
saman um 28,3% í febrúar sem er
mun minni samdráttur en verið
hefur síðustu mánuði. Samdrátt-
urinn í bílasölu á síðasta ári var 46%
og rúmlega 50% í desember. Í janúar
sl. var samdrátturinn 33,7%.
Alls seldust 843 bílar í nýliðnum
mánuði. Minnstur var samdráttur-
inn í sölu Toyota, 5%, og er meira en
fjórði hver seldur bíll í mánuðinum
af Toyota-gerð.
!
"
#$
%&'
%&'
()(*+
Minni samdráttur
EVRAN hefur ekki leitt til mik-
illar jöfnunar bílverðs á hinum
ýmsu markaðssvæðum innan
landa Evrópusambandsins. Þetta
kemur fram í nýrri könnun Evr-
ópuráðsins sem sýnir að bílverð
frá framleiðendum er hæst í Bret-
landi og Þýskalandi en lægsta
verð frá framleiðendum var inn í
Spán, Grikkland, Danmörku og
Finnland. Verðmunurinn var allt
frá 12% á BMW 318i þar sem
verðið var lægst og hæst og 41%
á Opel Vectra. Þetta er fyrsta
könnunin á verði frá framleið-
endum eftir að evran var tekin
upp í 12 af 15 aðildarríkjum ESB.
Evran ekki leitt
til verðjöfnunar
á bílum
EINN af nýrri hugmyndabílum DaimlerChrysler
gengur fyrir sápu, þ.e.a.s. sodium borohydride, sem er
efni sem svipar mjög til borax, hins virka þvottaefnis í
sápu. Bíllinn er Voyager MPV og sérfræðingar Daimler-
Chrysler hafa fundið upp aðferð til þess að draga vetni
úr efninu og hvarfa það síðan saman við súrefni. Við
það verður til rafstraumur sem notaður er til að knýja
bílinn.
Sápubíll frá DaimlerChrysler