Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
EINHVERJAR mestu framfarir sem orðið
hafa í bíltækni á undanförnum misserum eru
dísilvélar með nýrri innsprautunartækni, sam-
rásarinnsprautun. Slíkar vélar eru mun afl-
meiri, þýðgengari og hljóðlátari en dísilvélar
með olíuverki og fullkominn valkostur við bens-
ínvélar, þ.e.a.s. ef við byggjum við annað kerfi
en þungaskattskerfið og ef opinberar álögur
væru ekki hærri á dísilbíla en bensínbíla. Ekki
veit undirritaður hve oft hann hefur minnst á
þetta en vonandi verður frumvarp um olíugjald
sem liggur fyrir Alþingi samþykkt á komandi
vori.
Vel heppnuð andlitslyfting
Nú er kominn á markaðinn M-jeppi frá
Mercedes-Benz með V8 samrásardísilvél og for-
þjöppu, ML 400 CDI, feikilega öflugur og marg-
brotinn bíll. Hann hefur fengið talsverða and-
litslyftingu frá fyrri gerð. Mest áberandi er nýtt
grill og nýir framstuðarar. Þá eru komnar á bíl-
inn nýjar framlugtir með gegnsæju hlífðargleri
og þokuljósin hafa verið færð úr framljósasett-
inu niður á stuðarann. Meiri krómskreytingar
eru líka á bílnum og að innan hefur hann líka
fengið andlitslyftingu og meiri öryggisbúnað.
Nú eru m.a. hliðarpúðar við glugga staðalbún-
aður. Þessar breytingar eru allar til bóta og ýta
enn frekar undir glæsileika þessa bíls.
ML 400 CDI er með leðurklæðningu sem
staðalbúnað. Framsæti eru með rafstýringu og
upphitun er á sætum. Sætin veita þó ekki alveg
nægilegan hliðarstuðning, sem verður ennþá
áþreifanlegra í leðursætum. Við miðjustokk er
farsímastöð sem tekur við flestum gerðum
Nokia-síma, og gerir handfrjálsa notkun símans
einfalda og þægilega. Sætaupphitunin og far-
símastöðin eru reyndar hluti af valbúnaði.
Breytingar hafa verið gerðar á stjórnrofum
og komin er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
með stórum snúningsrofum. Hljómtæki eru
með geislaspilara og útvarpstækið, sem er
framleitt af Mercedes-Benz, er næmt. Gott ráð
til að kanna gæði bílaútvarpstækja er að stilla á
djassstöðina FM 97,7 sem virðist alla jafna send
út á afar lágum styrk. Í jeppanum náðist hún
greinilegar og betur en í öðrum útvörpum.
Frábær dísilvél
Ein tæknilegasta og öflugasta dísilvélin á
markaðnum núna er V8 vélin sem er einmitt að
finna í ML 400 CDI. Þetta er 3.996 rúmsenti-
metra vél með fjórum ventlum á hvern strokk.
Hún er hljóðlát en afar aflmikil, 250 hestöfl að
hámarki og togið er hvorki meira né minna en
560 Nm að hámarki. M-jeppinn er í grunninn
þungur bíll, eigin þyngdin er 2.335 kg. Hann er
smíðaður á sjálfstæða grind, er með sjálfstæða
fjöðrun og mikinn tæknibúnað. Þess vegna er
líka þungt í honum pundið. Þetta er bíll sem get-
ur dregið á eftir sér allt að 3,5 tonna kerru eða
vagn.
Upptakið fyrstu metrana virðist í fyrstu bara
í meðallagi. En eftir fyrstu 10–20 metrana
kemst verulegur skriður á bílinn með góðri inn-
gjöf þegar túrbínan kemur inn. Bíllinn er þá
eins og raketta og millihröðunin er mikil. Fram-
leiðandi gefur samt upp að hröðun úr kyrrstöðu
í 100 km hraða verði á 8,1 sekúndu, sem er nátt-
úrulega sérlega glæsilegt á þetta þungum bíl
með dísilvél.
Við vélina er tengdur fimm þrepa sjálfskiptur
kassi með valskiptingu, sem þó tekur ráðin af
mönnum ætli þeir sér að pína vélina í of háan
snúning. Þá einfaldlega skiptir bíllinn sér sjálfur
upp.
Fjórhjóladrifskerfið heitir 4ETS. Það er með
rafstýringu á millikassa fyrir lága drifið. Kerfið
virkar þannig að missi eitt, tvö eða þrjú hjól veg-
grip hemlar búnaðurinn lausu hjólunum niður
meðan fullt afl helst á því eða þeim hjólum sem
hafa grip. Engar driflæsingar eru í staðalgerð-
inni en bíllinn kemur hins vegar með nýjustu
rafeindatækni, eins og t.a.m. þessari virku spól-
vörn og ESP-stöðugleikastýringu, sem grípur
inn í aksturinn sé farið of geyst í beygjur með
því að draga strax úr afli til hjólanna og með
hemlun með samtvinningu við ABS-hemlakerf-
ið. Þetta gerði bíllinn í prófuninni skammlaust
og jafnvel áður en sérstakt hættuástand væri
fyrir hendi. Þetta getur virkað pirrandi en þá er
bara að aftengja búnaðinn með einum hnappi.
ESP-kerfið er mikill öryggisbúnaður en kemur
þó að sjálfsögðu ekki í stað fyrir árvekni og að-
gát í akstri. En M-jeppinn er þannig úr garði
gerður að hann hefur lágan þyngdarpunkt og
meiri fólksbílaeiginleika en títt er um jeppa sem
smíðaðir eru á sjálfstæða burðargrind. Menn
gætu því freistast til að taka upp aksturslag sem
betur á við fólksbíla en jeppa því bíllinn leggur
sig lítið í beygjum og liggur fastur á vegi.
Magnaðar bremsur
Fjöðrunin er dálítið stíf og slagstutt og eins
og hönnuð meira fyrir hraðbrautarakstur.
Annað í M-jeppanum sem er alveg í takt við
þýska hraðbrautarbíla er hemlakerfið, sem er
eitt hið öflugasta í þessari gerð bíla. Stórir,
kældir diskar eru á öllum hjólum og að auki er
fyrir hendi svokallaður BAS-búnaður, sem á ís-
lensku kallast hemlunarflýtir. Við prófun á
þurru malbiki var bílnum nauðhemlað á 80 km
hraða og það var eins og hann klóraði sig fastan í
malbikið þar til hann stöðvaðist. Feikiöflugar og
nákvæmar bremsur. ABS-kerfið er sömuleiðis
háþróað og laust við skruðninga þótt púlsinn
finnist vel upp í fetilinn.
Bíllinn er fremur þungur í stýri en nákvæmur
og leggur vel á.
ML 400 CDI er öflugur og vel búinn jeppi.
Frágangur er allur eins og best verður á kosið –
þetta er gæðagripur. Það sem hann hefur á móti
sér er feiknahátt verð. Staðalgerðin kostar tæp-
ar 8 milljónir króna, 7.990.000 kr. Með aukabún-
aði, sóllúgu, losanlegum dráttarkróki, xenon-að-
alljósum, dökklituðu gleri í hliðar- og afturrúðu,
handfrjálsum búnaði ásamt loftneti fyrir Nokia
GSM og upphituðum framsætum kostar hann
8.577.100 krónur.
Morgunblaðið/Kristinn
Mercedes-Benz ML400 CDI eftir velheppnaða andlitslyftingu.
M-hraðbraut-
arjeppi með
V8-dísilvél
Mikið farangursrými. Aftursæti er hægt að færa
fram og aftur um 80 mm.
V8-samrásardísilvélin skilar 250 hestöflum og 560 Nm togi.
REYNSLUAKSTUR
Mercedes-Benz ML400 CDI
Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
Vél: 3.996 rúmsentimetrar, átta
strokkar, forþjappa, samrásarinn-
sprautun, CDI.
Afl: 250 hestöfl við 4.000 snún-
inga á mínútu.
Tog: 560 Nm við 1.700-2.600
snúninga á mínútu.
Drifbúnaður: Sítengt fjórhjóladrif
með lágu drifi.
Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur með
valskiptingu.
Hemlar: Diskar að framan og aftan,
kældir, 4ra rása ABS, BAS (heml-
unarflýtir).
Lengd: 4.638 mm.
Breidd: 2.126 mm (að speglum
meðtöldum).
Hæð: 1.820 mm.
Farangursrými: 1.061 lítri (2.020
með aftursæti felld fram).
Eigin þyngd: 2.335 kg.
Hröðun: 8,1 sekúnda úr kyrrstöðu í
100 km (samkvæmt framleiðanda).
Hámarkshraði: 213 km/klst.
Eyðsla: 10,9 lítrar í blönduðum
akstri.
Verð: 7.990.000 kr.
Umboð: Ræsir hf.
Mercedes-Benz
ML400 CDI