Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 17

Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 17 bílar Íbúðalánasjóður og RSK auðvelda þér framtalið N O N N I O G M A N N I • 5 5 9 0 /s ia .i s Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is, og vefsíðu Ríkisskattstjóra, www.rsk.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is Íbúðalánasjóður hefur tekið höndum saman við Ríkisskattstjóra, í því skyni að auðvelda viðskiptavinum sínum að telja fram lán Íbúðalánasjóðs. Yfirlit lána Íbúðalánasjóðs beint á rafræna skattframtalið Yfirlit yfir afborganir og stöðu lána Íbúðalánasjóðs, vegna ársins 2001, verða skráð beint á rafræna skattframtalið 2002. Afborganir lána Íbúðalánasjóðs verða uppreiknaðar miðað við yfirtökudag lánanna. Framteljendur, sem yfirtekið hafa lán Íbúðalánasjóðs, þurfa því ekki að uppreikna lánin sín eins og áður. Sundurliðað yfirlit lána Íbúðalánasjóðs fylgir skattframtali Yfirlit yfir lán Íbúðalánasjóðs munu koma fram á sundurliðunarblaði sem fylgir skattframtali. Því verða yfirlit yfir stöðu íbúðalána vegna ársins 2002 ekki send viðskiptavinum sérstaklega. NÝR Nissan Micra er kominn á markað í Japan undir heitinu March og kemur líklega á markað í Evrópu á næsta ári. Þar skipar hann sér í flokk með virðulegum nýjum smá- bílum eins og VW Polo og Ford Fiesta. Bíllinn var fyrst frumsýndur sem hugmynda- bíll á bílasýningunni í Frank- furt síðastliðið haust og minnti þar suma á róttækt útlit hinn- ar nýju VW bjöllu. Þegar bíll- inn kemur á markað verður hann boðinn með þremur gerðum véla, þ.e. 1,2 l, 88 hestafla og 1,4 lítra, 103 hestafla og 1,5 lítra dísilvél, 65 hestafla. Fimm gíra handskipt- ur kassi og CVT-reim- skipting verða í boði. Bíllinn, sem verður smíðaður í Sunder- land á Englandi, verður rúmbetri og betur búinn en fyrri gerð. Þótt hann sé styttri en núverandi gerð er hann hærri og breiðari, með meira innanrými og væntan- lega einnig meira veggripi. Ný Nissan Micra er komin á markað í Japan undir heitinu March. Bjöllulaga Micra BMW X5 er fyrst og fremst ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað enda byggður þar í landi. BMW X3, litli jepplingurinn, verður hins vegar fyrst og fremst ætlaður fyrir Evr- ópumarkað og verður framleiddur í Graz í Aust- urríki. X3-jepplingurinn fær mest af sinni tækni frá næstu kynslóð BMW 3 sem vænt- anleg er á markað 2005. Á mynd- inni má sjá frumgerð bílsins í hálf- gerðum dularklæðum. Þó virðist ljóst að línurnar verða ekki ósvip- aðar og í X5, en bíllinn verður þó talsvert minni. Allar bensínvélarnar í nýja bíln- um verða sex strokka. Sú minnsta verður 2,2 lítra og skilar 170 hest- öflum og líklegt þykir að hinar verði 2,5 lítra, 192 hestafla og þriggja lítra, 231 hestafl. En bíll- inn verður líka boðinn með tveggja lítra dísilvél, líklega 150 hestafla. Sama þriggja lítra dísilvélin og í X5, 184 hestafla, verður einnig í boði í X3. Bíllinn er væntanlegur á markað innan þriggja ára og hefst framleiðslan vorið 2004. BMW X5 eignast lítinn bróður BMW X3 í dularklæðum. Tölvugerð mynd af BMW X3, sem væntanlegur er á markað 2004. VOLVO hefur farið óvenjulega leið til að vekja athygli á Volvo V70 XC í Svíþjóð. Nöfn sem hafa reynslu- ekið bílnum fyrir 17. mars og þeirra sem eiga slíkan bíl þar í landi lenda í potti sem dregið verð- ur úr. Verðlaunin eru fimm daga ævintýraferð á Íslandi 9.–14. apríl nk. Volvo auglýsir þetta á heima- síðu sinni í Svíþjóð undir heitinu Expedition Volvo Cross Country Island. Þar gefst 19 heppnum ein- staklingum kostur á að reynsluaka Volvo Cross Country á Vesturlandi sér að kostnaðarlausu, fara í ferðir á jökul og hvalaskoðunarferðir ásamt heimsókn á Þingvelli, Gull- foss og Geysi. Íslandsferð á Volvo V70 XC Volvo V70 XC Cross Country verður farkostur Svíanna í Íslandsferðinni. NÝIR bílar streyma fram þessa dag- ana frá framleiðendum enda stendur fyrir dyrum einn af hápunktum hvers bílaárs í Evrópu, bílasýningin í Genf. Einn af allra nýjustu bílunum er fjögurra sæta Alfa kúpubakur. Sagt er að lakkið sé varla þornað á honum áður en hann verður afhjúp- aður á sýningunni og Alfa hefur ekki ennþá fundið nafn á bílinn. Hann er svipaður að stærð og núverandi Alfa GTV en hönnunin, sem var í höndum Giugiaro á Ítalíu, tekur mið af stíleinkennum 156, 147 og jafnvel 166. Meðal nýjunga eru vængjadyr sem opnast upp á við. Einnig er á honum sól- lúga með gleri sem dekkist í mikilli sólarbirtu og heldur þannig birtustiginu jöfnu innan í bílnum. Bíllinn er algerlega smíð- aður úr áli og koltrefjaefn- um og ýmis tækni úr kappaksturs- bílum á að tryggja það að þetta verði góður akstursbíll. Vélin er miðjusett, 4,0 lítra, V8 sem afkastar að minnsta kosti 400 hestöflum. Bíllinn á að ná 100 km hraða á um 5 sekúndum. Aflið fer einvörðungu til afturhjól- anna um sex gíra handskiptan gír- kassa sem er staðsettur við afturöx- ulinn til þess að tryggja sem jafnasta þyngdardreifingu milli öxla. Meðal öryggisbúnaðar eru Michelin dekk sem hægt er að aka þótt springi á þeim. Eins og Nardo-ofursportbíll- inn er nýi Alfa-hugmyndabíllinn smíðaður með það í huga að vera lög- legur götubíll. Nýjasta útspil Alfa er þessi aflmikli kúpubakur. Alfa-ofursportari 18 tommu álfelgur og rennilegt útlit á nýj- um Alfa-hugmyndabíl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.