Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 20
A Beautiful Mind
frumsýnd um helgina
Sannleikurinn
um geðklofann
og snillinginn
HOLLYWOOD er fræg fyrir það m.a.
að þar fá menn fyrir einskærar tilviljanir
sömu hugmyndir á sama tíma. Hingað
til hefur ekki verið
gerð kvikmynd um
ævi Alexanders
mikla, Makedón-
íukonungsins sem
lagði undir sig hvert
landið af öðru rúm-
lega tvítugur. Nú eru
hins vegar í und-
irbúningi hvorki fleiri
né færri en fimm
slíkar myndir, en svo
virðist sem Oliver
Stone hafi tekið forskot. Hann hefur
ráðið ástralska leikarann Heath Ledger
(The Patriot, A Knight’s Tale) í hlut-
verk herstjórans og er að ganga frá
handriti Christophers Kyle fyrir tökur í
haust. Þá er spurning hvað verður um
myndina sem Martin Scorsese ætlar
að gera með Leonardo DiCaprio (þeir
eru einnig að undirbúa mynd um
Howard Hughes) eftir handriti
Christophers McQuarrie (The Usual
Suspects) og Peters Buchman, mynd-
ina sem Ridley Scottætlar að gera eft-
ir handriti Teds Tally, þáttaröðina sem
Mel Gibson ætlar að gera fyrir kap-
alsjónvarp og lágverðsmyndina sem
mexíkanski leikstjórinn Alfonso Arau
ætlar að gera. Alexander mikli er allt í
einu orðinn svo mikill í Hollywood að
þar verður ekki þverfótað fyrir honum.
Alexander mikli
verður enn meiri
Oliver Stone:
Stingur keppi-
nautana af?
GÍSLI Snær Erlingsson kvik-myndaleikstjóri átti sæti ídómnefnd í barnamynda-
dagskrá nýliðinnar kvikmyndahátíð-
ar í Berlín. Hann er vel kynntur á há-
tíðinni því báðar bíómyndir hans,
Benjamín dúfa og Ikíngut, tóku þátt í
keppninni á sínum tíma. Hún er sú
stærsta og virtasta í heimi og í fram-
haldi af þátttöku sinni þar var
Benjamín dúfu og Ikíngut
boðið á fjölda annarra hátíða
þar sem þær hafa notið vin-
sælda og unnið til verðlauna.
Að sögn Gísla Snæs var það
Renate Zylla, listrænn stjórn-
andi barnamyndakeppninnar,
sem bauð honum að setjast í
dómnefndina í ár þegar hún
kom til Tókýó í árslok 2001, en
þar er Gísli nú búsettur. Ís-
lenska kvikmyndin Regína í
leikstjórn Maríu Sigurðar-
dóttur var meðal þátttakenda
í keppninni.
Hann segir að dómnefndar-
starfið hafi verið afar
skemmtilegt. „Þetta var
draumur þess sem elskar að
horfa á kvikmyndir. Við sáum
3–4 myndir á dag, frá 10 að
morgni til 18 að kvöldi. Í fyrstu þótti
mér óþægilegt að hugsa til þess að ég
myndi eiga þátt í að velja eina mynd
sem sigurvegara, hafði ekki verið í
þeirri aðstöðu fyrr en þekkti hins veg-
ar betur að vera uppá tjaldinu og vera
dæmdur. Hræddastur var ég um að
geta ekki gert upp á milli myndanna
því þær voru allar svo góðar. Þátttaka
í keppninni, val úr rúmlega 200 mynd-
um alls staðar að úr heiminum, er sig-
ur í sjálfu sér. Þannig er Regína topp-
mynd, meðal þeirra bestu í heiminum
þetta árið, því hún var valin til þátt-
töku í Berlín.“
Gísli Snær segir að Norðurlöndin
standi öðrum þjóðum margfalt fram-
ar í gerð barnamynda. „Af tólf mynd-
um í keppninni voru fimm frá Norð-
urlöndunum. Sigurvegarinn var
Glasskår eftir Lars Berg frá Noregi
og Send mere slik eftir Cecilia Holbek
Trier frá Danmörku fékk sérstaka
viðurkenningu. Íranir standa einnig
mjög framarlega, en þeirra myndir
eru oft um allt annað en að skemmta
börnum. Oft eru skilaboðin það rík og
hulin að börn ná ekki almennilega ut-
anum hvað verið er að fjalla um, enda
er það yfirleitt hápólitísk gagnrýni á
stjórnvöld í heimalandinu. Fyrir full-
orðna eru þessar myndir hins vegar
afar áhrifamiklar.“
Hann segir mikilvægt að Íslend-
ingar vanræki ekki barnamyndagerð.
„Við megum ekki glopra niður þeirri
athygli sem íslenskar barnamyndir
hafa hlotið að undanförnu, allt frá því
Skýjahöllin tók þátt í Berlín við góðan
orðstír, síðan Stikkfrí, Benjamín dúfa,
Ikíngut og Regína. Það er hreinlega
búist við mynd frá okkur á ári
hverju.“ Gísli Snær nefnir sem dæmi
að Ikingut hafi verið sýnd á Lund-
únahátíðinni í fyrra, fyrst barna-
mynda, fyrir troðfullu húsi, og vegna
þeirra viðtakna hafi Breska kvik-
myndastofnunin tekið hana til sýn-
inga í National Film Theater nú allan
marsmánuð og hún verður svo sýnd
um allt Bretland næstu níu mánuði.
Hún hafi að auki selst vel í kvik-
myndahús víða um heim.
Monolith Films hefur starfsemi
Gísli Snær er kvæntur japanskri
konu og bjuggu þau í London í fjögur
ár. „Þegar dóttir okkar, Sagiri Sól,
fæddist fyrir þremur árum vildi ég
ekki ræna hana þeim rétti að vera
innanum fjölskyldu sína og njóta
þeirrar skilyrðislausu ástar og um-
hyggju sem þar fæst. Því stóð valið
milli þess að flytjast til Íslands eða
Japans. Japan varð fyrir valinu vegna
þess að þaðan barst okkur atvinnu-
tilboð. Foreldrum mínum þykir það
vitanlega bölvanlegt hve langt í burtu
við erum, en þau hafa verið dugleg að
koma í heimsókn.“
Og atvinnutilboðið er að
stofna kvikmynda- og aug-
lýsingadeild bandarísks fyr-
irtækis í Tókýó, Monolith
Technologies. „Meginstarf-
semi þess er margmiðlunar-
ráðgjöf fyrir amerísk stór-
fyrirtæki með útibú í Japan,
en ráðgjafarvinnan hefur
smám saman leitt til aukinn-
ar framleiðslu á kynningar-
myndum og auglýsingum.
Nýja deildin, sem ég verð
framkvæmdastjóri fyrir,
heitir Monolith Films og
mun sjá um þessi verkefni
hér eftir. Markmiðið er að
gera Monolith Films að
sjálfstæðu fyrirtæki eftir
þrjú ár og fæ ég þá 32,5%
eignarhlut í því.“
Nýlega gerði Monolith
samstarfssamning við fyrirtæki
Snorra Þórissonar, PanArctica á Ís-
landi. „Við munum leggja mikla
áherslu á að kynna japönskum fyr-
irtækjum Ísland sem eftirsóknar-
verðan tökustað fyrir auglýsinga- og
kynningarmyndir og réð ég nýlega
tvo starfsmenn í það verkefni ein-
göngu. Þetta tekur langan tíma og er
kostnaðarsamt, en við vonumst til að
sjá árangur í árslok. Að auki erum við
með samstarfssaminga við fyrirtæki í
London, Indlandi og Brasilíu og bjóð-
um upptökuþjónustu á þeim stöðum,
auk Íslands. Endanlegt markmið
Monolith Films er svo að framleiða
bíómyndir í fullri lengd. Tvö verkefni
eru þegar í þróun, anað í Japan og hitt
í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er einn-
ig í viðræðum við Sony og UNICEF
um framleiðslu stuttmyndasyrpu fyr-
ir börn og munu fimm leikstjórar,
sem ég hef kynnst gegnum árin frá
barnamyndakeppninni í Berlín, leik-
stýra henni. Ég veit ekki nema ég
geri eina þeirra sjálfur, en verð lík-
lega einkum í hlutverki framleiðanda
og söguritstjóra. Ikíngut hlaut á sín-
um tíma CIFEJ-verðlaunin á barna-
myndahátíðinni í Montreal, sem veitt
eru af UNICEF og UNESCO.“
Á Berlínarhátíðinni fékk japanska
teiknimyndin Spirited Away Gull-
björninn en hún er eftir Hayao Miy-
azaki og er vinsælasta mynd allra
tíma í Japan. Gísli segir þessi verð-
laun hafa að vonum vakið mikla at-
hygli í Japan, ekki síst fyrir hversu
langan tíma það hafi tekið vesturlönd
að uppgötva þennan guðföður jap-
anskra teiknimynda. „Þetta átti að
vera síðasta mynd snillingsins en
núna skilst mér að hann hafi látið
undan og sé að undirbúa nýja mynd.
Hún yrði þá allra, allra, allra síðasta
mynd Miyazakis.“
Gísli Snær segir að lífið í Japan sé
„fullkomlega öðruvísi. Hér sér maður
sólina á undan“. Hann hafi ekki enn
haft tíma til að læra þetta erfiða
tungumál, japönskuna, almennilega,
og þótt honum takist bærilega að
komast leiða sinna, sé stærsta vanda-
málið að geta ekki lesið götuskilti,
lestartilkynningar og þ.h. „Matar-
menningin er náttúrlega himnaríki
fyrir sælkera. Það er ótrúlegt hvernig
þeir geta látið ómerkilegasta hráefni
bragðast frábærlega.“
Tröllakirkja í uppsiglingu
Hann hefur ekki sagt skilið við ís-
lenska kvikmyndagerð þótt heim-
kynnin séu fjarlæg. Í undirbúningi er
bíómynd, sem þau Hrönn Kristins-
dóttir framleiðandi hyggjast gera eft-
ir skáldsögu Ólafs Gunnarssonar
Tröllakirkja. Verkefnið hlaut þróun-
arstyrk úr Kvikmyndasjóði í janúar.
„Ég var í kvikmyndaskóla í Frakk-
landi þegar bókin kom út,“ segir Gísli
Snær. „Þegar ég komst yfir hana og
las varð ég alveg stúmm. Ég hafði
sjaldan lesið sögu sem greip mig
svona algjörlega, full af harmi, sögð á
vitlegan, manneskjulegan og hlýjan
hátt, og er aldrei langt frá mörkunum
milli kómíkur og geggjunar. Upplif-
unin var gríðarlega sterk. Mér fannst
ég skilja persónurnar fullkomlega.
En þá kom babb í bátinn. Ég áttaði
mig á að ég hafði ekki nauðsynlega
reynslu og mannþekkingu til að koma
sögunni til skila í kvikmynd. Ég kom
aftur og aftur að verkinu en það var
ekki fyrr en stuttu eftir að tökum lauk
á Ikíngut að ég hafði þor og getu til að
glíma við Tröllakirkju.“
Hann vann að handritinu á síðasta
ári og þau Hrönn kynntu það í Berlín
fyrir fjármögnunaraðilum. Þegar er
kominn skoskur meðframleiðandi og
von er á fleirum á næstu vikum, að
sögn Gísla. Stefnt er að tökum 2003
og frumsýningu um jól það ár.
Gísli Snær sat í dómnefnd barnamyndahátíðarinnar í Berlín
Gísli Snær: Kominn á skrið í kvikmyndagerð í Tókýó.
Kvikmyndafyrirtæki í Tókýó í
Japan – Tröllakirkja á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SKILGREININGIN á því
hvað gerir eina leik-
frammistöðu betri en aðra
vefst fyrir flestum. Þær um
það bil fimm þúsund hræður,
sem tilheyra Bandarísku kvik-
myndaakademíunni, ættu
sjálfsagt jafnerfitt með skil-
greininguna og aðrir. En val
þeirra á leikurum af báðum
kynjum í auka- jafnt sem aðal-
hlutverkum eins og það birtist
í nýkynntum Óskarstilnefn-
ingum gæti gefið vísbend-
ingar. Á bíósíðum Morgun-
blaðsins hefur áður verið
vakin athygli á því hversu ósk-
arsvænt það virðist vera að
leika fólk, sem á við einhverja
andlega erfiðleika eða geð-
sjúkdóma að stríða. Nægir
þar að minna á Geoffrey Rush,
sem fékk Óskar fyrir að túlka
geðfatlaðan píanóleikara, Tom
Hanks sem fékk það sama fyr-
ir að leika vitran fáráðling og
Jack Nicholson sem hylltur
var fyrir að lýsa geðhvarfa-
sjúkum rithöfundi. Í ár ber
svo við að þrjár tilnefningar af
fimm um besta leik í karl-
hlutverki eru fyrir túlkun á
persónum í andlegri nauð af
einhverju tagi. Russell Crowe
er geðklofa stærðfræðiséní í A
Beautiful Mind, Sean Penn er
andlega fatlaður faðir í I Am
Sam og Tom Wilkinson fær
taugaáfall í In the Bedroom.
Sama gildir í kventilnefning-
unum um Judi Dench í hlut-
verki rithöfundarins Iris
Murdoch, sem fær alzheimer í
Iris, og Sissy Spacek, sem fær
sjokk í In the Bedroom, en
Marisa Tomei er einnig til-
nefnd fyrir hana í auka-
hlutverki af ekki ósvipuðum
toga. Reyndar hafa glöggir
menn bent á að af 20 leik-
aratilnefningum er tæpur
helmingur fyrir myndir sem
fjalla um einhvers konar and-
leg áföll.
Í sjálfu sér kemur ekki á
óvart að átakamikil túlkun á
óhversdagslegu atferli fær
meiri athygli og nýtur meiri
aðdáunar en túlkun á hvers-
dagslegri hegðun. Þannig
kann að vera að hlutverkin
sem slík eigi ekki síður þátt í
dómum og tilnefningum en
túlkun þeirra. Þau eru í eðli
sínu bitastæð. Þau stækka
leikarana sem skipa þau.
Annað, sem einkennir leik-
tilnefningar til Óskars-
verðlauna að þessu sinni, er að
bandarískir leikarar eiga und-
ir högg að sækja gagnvart
öðrum enskumælandi leik-
urum, frá Bretlandi, Ástralíu
og Nýja-Sjálandi. Nákvæm-
lega helmingur af tuttugu til-
nefningum fer til leikara sem
ekki eru bandarískir: Russell
Crowe, Tom Wilkinson, Nicole
Kidman, Judi Dench, Jim
Broadbent, Ben Kingsley, Ian
McKellen, Helen Mirren,
Maggie Smith og Kate
Winslet. Þetta hlýtur að telj-
ast áfall fyrir bandaríska koll-
ega þeirra, því Óskars-
verðlaunin eru að verulegum
hluta uppskeruhátíð þar-
lendra listamanna í greininni.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvers vegna leitað er í svona
miklum mæli til breskra eða
andfættra leikara þegar valið
er í hlutverk fyrir kröfuhörð-
ustu verkefnin. Skyldi það
vera vegna þess að bandarísk-
ir leikarar, ekki síst af yngri
kynslóð, fá sárasjaldan tæki-
færi til þjálfunar í öðrum verk-
efnum en forheimskandi rusl-
inu sem er obbinn af
kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðslu þar í landi á með-
an hinir fá fjölbreytta reynslu
af kröfuhörðum leikhúsum,
sjónvarpi og kvikmyndum? Er
akademían í raun að lýsa frati
á eigin framreiðslu?
Ef við spáum áfram í leik-
tilnefningarnar okkur til
skemmtunar kemur í ljós
þriðja einkennið: Af þeim tíu
sem falla amerískum leikurum
í skaut eru þrjár til handa
blökkumönnum: Will Smith,
Denzel Washington og Halle
Berry. Það hefur aldrei gerst
áður. Hlutverk handa svörtum
leikurum hafa löngum verið
lítilfjörleg vestra og á þröngu
sviði. Vonandi ber þetta vitni
um betri tíð, en ekki nýjan
kynþáttakvóta.
Svo lengi lærir sem leikur.
Svo lengi lærir sem leikur
Einhverju sinni leit vinur Sir Laurence Oliviers heitins inn í búnings-
herbergi til hans að aflokinni sýningu og vildi óska honum til hamingju
með stórkostlegustu frammistöðu í hlutverki Óþelló sem vinurinn hafði
séð. Það kom mjög á óvart að Olivier var afar niðurdreginn. Vinurinn
spurði hverju það sætti. „Þú hefur aldrei verið betri,“ sagði hann. „Ég
veit,“ svaraði leikari allra leikara úrillur, „en ég veit ekki hvers vegna í
andskotanum.“
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
Reuters
Taugaáfall: Sissy Spacek í In the Bedroom.
ÞRÁTT fyrir að hafa nýsent frá
sér vinsælustu og best metnu mynd
sína í meira en áratug, morðgátuna
fínstilltu Gosford Park, sem nú er
sýnd hérlendis og keppir um sjö
Óskara í næsta mánuði, er sá aldni
leikstjóri Robert Altman lentur í
fjárhagsvandræðum með næsta
verkefni. Myndin heitir Voltage og
er sögð kaldhæðin kómedía, byggð
á handriti lærisveins Altmans, Al-
ans Rudolph eftir skáldsögu Ro-
berts Grossbach A Shortage Of
Engineers. Til stóð að hefja tökur
um miðjan maímánuð en ekki hefur
enn tekist að afla alls þess fjár sem
til þarf eða 21 milljón dollara. Alt-
man þurfti sjálfur að leggja til millj-
ón dollara svo Gosford Park yrði
fullfjármögnuð og sér sjálfsagt ekki
eftir því. Þess má geta að Altman,
sem er orðinn 76 ára, hafði vara-
skeifu tilbúna ef hann skyldi veikjast
á meðan Gosford Park var í tökum.
Það var breski leikstjórinn Stephen
Frears, sem var til taks.
Altman-mynd í kröggum