Vísir - 17.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1980, Blaðsíða 3
1 V" > 1 ' • S > i, VÍSIR Laugardagur 17. mal 1980 '™1 " 3 Alþingis- menn sam- þykkja eitt og annaó „Mér hefur ekki fundist þróun sveitarstjórnarmála nógu góö þann tima sem ég hef gegnt þessu starfi”, hét Pétur áfram. Ég tel þaö brýntmál aö flýta endurskoö- un á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélags samhliöa tekju- skiptingu. Þróunin undanfariö hefur veriö sveitarfélögunum i óhag undanfarin ár, sem ég tel mjög miöur”. „Alþingismenn leyfa sér aö samþykkja eitt og annaö, sem hefur i för meö sér nýjar byröar á sveitarfélögin án þess aö gera sér nokkra grein fyrir þvi hvaö þaö kostar. Þeir geta boöiö þjóöinni upp á þessi vinnubrögö, en hvaö yröi sagt ef viö leyföum okkur sllk vinnu- brögö i sveitarstjórnunum, ákvæöum aö gera eitt eöa annaö án þess aö gera okkur grein fyrir hvernig viö ætluöum aö fjár- magna framkvæmdirnar. Þaö er hætt viö aö þaö heyröist einhvers- staöar hljóö úr horni”, sagöi Bjarni og var greinilegt aö hann var ekki sáttur viö ýmsar aögerö- ir þingsins. „Ég man t.d. ekki betur en þaö hafi veriö talaö um þaö oftsinnis aö næsta ár yröu framkvæmdir viö vegagerö stdrauknar. Reynd- in hefur hins vegar veriö sú aö þær hafa minnkaö ár frá ári. Þrátt fyrir þaö tekur rikiö alltaf stærri sneiö af skattpeningum almenn- ings, en ætlast um leiö til aö sveitarfélögin taki aö sér meiri verkefni. Þetta fer ekki saman, en þessi vinnubrögö veröa til þess aö draga úr áhuganum hjá okkur sem vinnum aö þessum málum i umboöi sveitarstjórna. Fjölbreytt starf aö vera bæjarstjóri En hvernig er aö vera bæjar- stjóri og I hverju felast störfin? „Aö flestu leyti er þetta fjöl- breytt og skemmtilegt starf”, svaraöi Pétur Már. „Þaö er mikiö um fundi, stundum tveir á dag. Þess á milli fara störfin i aö framfylgja ákvöröunum starfs- nefnda bæjarins og bæjarstjórnar og kem ég þar inn á flest sviö mála, þar sem ég hef ekki marga til aö snúast f kring um mig, eins og venjan er hjá stærri sveitar- félögum. Þá er hluti af starfinu á mannlega sviöinu, aö ræöa viö bæjarbúa sem hingaö koma meö vandamál sin. Ég hef ekki viljaö setja neinar skoröur á þessar heimsóknir, hef engan ákvebinn viötalstima, en tek á móti fólki, þegar þaö kemur og ég hef tök á aö ræöa viö þaö. t heild er samstarfiö viö bæjarstjórnina gott. Flest mál eru afgreidd sam- hljóöa en ef ágreiningur veröur þá krossast þaö á ýmsa vegu og ekki alltaf eftir pólitlskum lfnum. Verö alla- vega ekki lengur en tvö kjörtimabil Þú sagöir ában aö neikvæö þröun mála sveitarfélaga gagn- vart rikisvaldinu yröi til þess aö draga úr áhuga sveitarstjórnar- manna. Hefur þú þá hugsaö þér aö hætta sem bæjarstjóri? „Ég sagöi f upphafi, þegar ég réöi mig hingaö, aö ég yröi alla- vega ekki lengur en tvö kjörtima- bil, Hvaö veröur get ég ekkert sagt aö svo stöddu.” sagöi Pétur Már Jónsson f lok samtalsins. Og þótt ótrúlegt áé, ekki veriö minnst á aflabrögö, hafnarfram- kvæmdir, atvinnuhorfur og þvi um lfkt og viötalínu viö bæjar- stjórann f ólafsfirbi lokiö! auka-auka ferdir beint til Rimini Viðbætum við ferðum til Rimini íannaðsinn vegna geysilegrar eftirspurnar. Nú heita þær ,,auka-aukaferðir“ ogaðþessusinnierflogið beint á áfangastað og nánast lent á drifhvítri baðströndinni sjálfri! Gististaðir í aukaferðunum eru íbúðirnar á SER og SOLE MAR. Gisting í öðrum ferðum í íbúðum á Porto Verde og Giardino Riccione. Hótelgisting er enn fáanleg í nokkrum eldri brottförum. Munið hinn verulega barnaafslátt. Fjöldi skemmtilegra og spennandi verkefna fyrir fjölskyldufólk á öllum aldri. Júgóslavía Portoroz Friðsæl og falleg sólar- strönd. Frábærir gististaöir á Paiace, Neptun og Appollo. Munið einka- rétt Samvinnuferöa - Land- sýnar á hinni rómuöu heilsugæslu Dr. Medved. Bled Portoroz Tvær hópferðir til hins undurfagra Bledvatns ( Júgóslaviu. 11 daga gisting í Bled og síöan möguleiki á öörum 11 dögum f Portoroz sé þess óskaö. íslensk far- arstjórn. Skoöunarferöir út frá Bled til Ítalíu og Austur- ríkis. Gisting áhinufrábæra Bled Hotel Golf. Ósvikin og upplögö ferö fyrir alla þá sem vilja eyöa sumarleyfinu á einstaklega kyrrlátum og fallegum staö. Karlslixnde Sumarhúsin f Karlslunde slógu í gegn eins og undan- farin sumur. Uppselt í allar hópferöir, en getum enn selt Karlslunde feröirnar í áætlunarflugi. Upplögö ferö fyrirfjölskyldufólk sem vill njóta sólar, sjávar og danskrar sveitasælu í ná- grenni viö iöandi mannlíf stórborgarinnar Kaupmanna- hafnar. Hawaii Fyrsta hópferö íslendinga til hinnar sögufrægu og töfrandi eyjar i miöju Kyrra- hafinu, Hawaii. Þriggja vikna ferö f tengslum viö leiguflug Samvinnuferða - Landsýnar til Vancouver, en þar er dvalist f eina viku en tvær vikur á Hawaii. írland hvítasunnuferð Stutt og ódýr ferö til frænda okkar á írlandi um hvíta- sunnuna, dagana 21.-26. maí. Beint leiguflug- til Dublin. Gisting á Royal Marine og innifalið í verði er flug, gisting meö ósvikn- um og rfkulegum frskum morgunverði, flutningur til og frá flugvelli og fslensk fararstjórn. Einstakt tæki- færi tii verslunarferða, írska pundiö um 10% hagstæö- ara en þaö breska. Kanada Tvær ferðir í leiguflugi á (slendingaslóðir f Kanada. Ótrúlega hagstætt verð og spennandi ferðir fyrir alla þá sem vilja heimsækja ætt- ingja í Kanada eða hrein- lega njóta sumarleyfis f fallegu og sérstæöu landi með óendanlega mögu- leika á skemmtilegri dægra- dvöl. Rútuferð um Kaliforniu Fyrsta rútuferö íslendinga suöur með vesturströnd Bandarfkjanna. Flogiö i leiguflugi til Vancouver í Kanada og ekiö þaöan niöur ströndina. M.a. komiö til frægra borga eins og t.d. Seattle, San Fransisco, Los Angeles, Hollywood, Las Vegas o.fl. Einnig komiö viö i hinu heimsfræga Disney- landi. Að lokinni rútuferð suöur á bóginn er flogiö til baka til Vancouver og þaö- an heim til íslands. Fimm landa sýn (rútuferð) Heillandi og spennandi rútuferö til fimm landa og fjölda stórborga. Ekiö um Júgóslavíu, Austurrfki, Þýskaland, Sviss og ítalíu og m.a. komiö til Portoroz, Bled, Innsbruck, Feneyja, Zurich, Rimini og víðar. islensk fararstjórn. Þriggja vikna feröir- innifaliö í verði er hótelgisting meö hálfu fæði, allar rútuferöir o.fl. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 G.S. Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.