Vísir - 09.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 09.06.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 9. júnl 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvsmdastjórl: Davifl Guðmundsson. > Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Eilert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Kristln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Slgur|ón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaflamaður á Akureyrl: GIsll Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86óll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmar 86011 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2-4 slml 86611. Askriftargjald er kr.5 000 á mánuöi innanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein- takiö. Visir er prentaflur I Blaflaprenti h.f. Siflumúla 14. REIKNINOSIEG RANGATK Samkvœmt útreikningum opinberrar rannsóknarstofnunar á svifti byggingariðnaöar duga meðalfjölskyldutekjur ekki til þess aö standa straum af kaupum eöa byggingu vfsitöluibúöar. En fólk hikar þó ekki viö aö ráöast I húsbyggingar.... Vísir hef ur að undanförnu gef- ið út aukablöð helguð ákveðnum málaflokkum að jafnaði einu sinni í mánuði, en í þeim hefur gefist tækifæri til þess að gera viðkomandi efni ýtarlegri og f jölbreytilegri skil en hægt er í blaðinu að öðru jöfnu. Aukablöðin haf a mælst vel fyr- ir og ýmsir haft á orði, að þar bættíst þeim mikið og vandað les- efni til viðbótar þvl, sem dag- lega berst til kaupenda VIsis I fréttablöðum vikunnar og efnis- miklu helgarblaði. Nú síðast fylgdi aukablað með Vísi á föstudaginn var, en þá var útgáfa dagsins samtals 64 síður, þar á meðal 36 síðna Byggingar- blað, þar sem húsnæðismál voru kynnt frá ýmsum hliðum. í blað- inu var að f inna ýmsar hagnýtar upplýsingar um húsbyggingar frá upphaf i til enda, og kynningu á þeim margvíslegu möguleik- um, sem bjóðast, þegar fólk hyggst koma sér upp eigin húsnæði. Þá bar á góma í Bygg- ingarblaði Vísis ýmsar spurn- ingar, sem til umræðu eru í bygg- ingariðnaðinum, þar á meðal varðandi skipulag bygginga og lánamál. Jafnvel þóttýmsir byggjust við að vísitölubinding sparifjár myndi draga úr því aðlandsmenn f járfestu í steypu sem lengi vel virtist eina örugga leiðin til þess að halda verðgildi blessaðrar krónunnar okkar, er svo að sjá, sem steypukrónurnar séu enn eftirsóttar. Samkvæmt upplýsingum, sem Byggingablaðið birti frá Fasteignamati ríkisins hækkaði söluverð íbúða á þessu ári um hvorki meira né minna en 80.5% og verðið heldur áfram að stíga fyrstu mánuði þessa árs. AAikil spenna ríkir á fasteignamarkað- inum, ekki síst I Reykjavlk, og hækkunin á meðalíbúð I dag get- ur skipt mörgum hundruðum þúsunda. Krónurnar I steypunni virðast því enn slá alla verð- tryggingu I bönkum út. Einn þeirra, sem rætt er við I Byggingablaði Vísis er Guð- mundur Pálmi Kristinsson, verk- fræðingur hjá Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Hann segir að byggingarkostnaður sé sjálfsagt of hár hér á landi miðað við nágrannalönd okkar og nefnir nokkra þætti, sem hann telur geta valdið þessu. Innfluttbyggingarefni er t.d. um 25-30% byggingakostnaðar, þannig að 20-30% sparnaður þar þýddi um 5-9% lækkun bygginga- kostnaðar. Vegna þess, hve gífurlega mikil f járfesting landsmanna er á hverju ári I íbúðarhúsnæði munar um hverja prósentu, sem hægt er að spara á þessum vett- vangi, og er því mikið I húfi að leitað sé leiða til þess. Yfirgnæfandi f jöldi þeirra sem stofna heimili ræðst I að byggja sér þak yf ir höf uðið, og að því er virðist án tillits til þess, hvort viðkomandi stendur undir því eða ekki. Samkvæmt útreikningum frá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins, sem birtir voru I Byggingarblaði VIsis, duga meðalfjölskyldutekjur ekki til þess að koma upp meðalíbúð. Allir eru þó að byggja og verja jafnvel flestum bestu árum ævi sinnar I það. Einn þeirra sem rætt var við I sambandi við hús- byggingarnar tók svo til orða: „ I raun og veru er það reikningsleg ráðgáta, hvernig fólk fer að þessu..." Þessi gáta verður sennilega ekki leyst. r ÞJÓÐÍHKÝSFÖRSETA'' Allt frú því á haustdögum var vitaö, aöforsetakjörfæri fram á Islandi. Þegar Albert Guömundsson tilkynnti um framboö sitt, lá i augum uppi, aö Kristján Eldjárn myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann haföi veriö kosinn glæsi- legri kosningu og siöan tvivegis sjálfkjörinn og þvi gat enginn ætlast til þess, aö hann færi út I kosningabaráttu nú. Þegar Kristján haföi formlega tilkynnt I áramóta- ávarpi slnu, aö hann gæfi ekki kostá sér.fóru menn I alvöru aö leita aö fleiri mönnum til framboös. Albert var fyrst og fremst frambjóöandi sjálf sin en ekki ákveöinna hópa eöa flokka. Þaö kom llka fljótt I ljós, aö flokkarnir töldu sig eiga lltiö I Albert Guömundsson honum. Þeir vildu hins vegar fá I framboö mann, sem þeir gætu nokkurn veginn allir sætt sig viö og ekki myndi valda neinni sprengingu neins staöar. Þetta framboö skipar Guölaugur Þorvaldsson og er þaö eins kon- ar dulbúiö framboö stjórnmála- flokkanna. Ekki voru allir nógu hressir meö þetta og embættis- mennirnir fóru i gang og ýttu Pétri Thorsteinssyni á flot. Nú leiö nokkur tlmi frá þvl þessi þrjú framboö voru komin, þar til fjóröa og siöasta fram- boðiö kom. Þaö virtist svo, aö ennþá væri stór hópur, sem þessi frambjóðendur höföuöu ekki til. Þaö var launafólkiö.sjó- menn, verkamenn og bændur. Þaö framboö sýndi sig strax aö eiga mikinn hljómgrunn og sú Kári Arnórsson, skóla- stjóri, fjallar hér um forsetakosningarnar og segir m.a., að óráðnir kjósendur ættu kannski auðveldara með að gera upp hug sinn, ef frambjóðendur héldu sameiginlega fundi. skoöun, aö hin þrjú framboðin næöu ekki til nema hluta þjóöar- innar reyndist rétt. Þaö sýndi sig einnig strax, aö framboð Vigdisar var eina framboöiö sem einhver spenningur var I kringum. Undanfarna daga hafa frambjóöendur veriö á ferö og neöanmóls Guölaugur Þorvaldsson flugi um landiö til aö kynna sig og sýna. Trúlega á þó sóknin eftir aö haröna enn og tilkostn- aöur aö aukast. Þaö hefur veriö ýmsum getum aö því leitt, hver heildarkostnaöur kunni aö veröa I sambandi viö þessar kosningar, en varla mun hann veröa undir tvö hundruö mill- jónum króna. Þaö heföi veriö þó nokkur sparnaöur I þvl, aö frambjóö- endur heföu feröast saman og haldiö sameiginlega fundi. Þaö heföi einnig verið æskilegt fyrir kjósendur aö fá forsetaefnin saman á fundi. Þá heföi kannski veriö auöveldara fyrir þá mörgu óráönu aö gera upp hug sinn. Sjónvarpiö mun aö nokkru bæta úr þessu, þannig aö þjóö- inni gefist kostur á aö heyra og sjá þetta fólk á einum staö. 1 þeim skoðanakönnunum sem fram hafa fariö, hefur greinilega sést aö Guölaugur og Vigdis njóta mests fylgis þeirra, sem þegar hafa tekiö ákvöröun. Þar munar hins vegar svo litlu, aö erfitt aö spá fyrir um úrslit. Eins og áður er aö vikið, þá munu áhrifamenn I öllum stjórnmálaflokkunum leggja sig fram um þaö, aö Guðlaugur nái kosningu og þvi heröa flokks- lega baráttu, er nær dregur kjördegi. Kjósendur flokkanna eru aftur á móti ekki allir á sama máli og munu hópa sig um Vigdlsi og bera hana fram sem fulltrúa fólksins. Hart veröur barist á báöum vigstöðum og tvisýnt um niöurstööur. Hvoruguraöilinn mun því slaka á fyrr en hann getur eftir 29. júní óskaö hinum til hamigju meö sigurinn. Kári Arnórsson. Pétur J. Thorsteinsson Vigdis Finnbogadóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.