Vísir - 09.06.1980, Síða 9
V * v' * * V \ «
VÍSIR
Mánudagur 9. júnl 1980
9
Slaða siávarútvegsins - 3. grein
Sum frystihúsanna eru meö þessum ummerkjum flesta daga ársins.
I sumum hásanna eru miklar annir áriö um kring.
Um þessar mundir er Fiski-
félag íslands aö senda frá sér
skjfrslu ársins 1979 I Ægi. í
skýrslum þessum er flest þaö
sem jafnvel forvitnustu menn
kunna aö vilja vita um sjávar-
afla og vinnslu hans. I leit sinni
aö sannleikanum um stööu
sjávariltvegsins, hefur Visir
skoöaö sumar þessara skýrslna,
— einkum þær sem fjalla um
hagnýtingu fiskaflans árin 1978
og 1979 — all Itarlega, lesiö úr
þeim margháttaöan fróöleik og
boriö þær saman viö aörar og
þannig fengiö enn meiri fróö-
leik.
Afli áranna 1978 og
1979.
Lltum fyrst á tölur um afla á
árinu 1979. Heildaraflinn var
1.648.550 tonn og hefur aldrei
fyrr veriö jafn mikill. Tölur eru
alltaf heldur leiöinlegar, en
óhjákvæmilegt er aö taka
nokkrar hér meö, vegna þess aö
þær skýra þaö sem á eftir fer.
Heildar botnfiskafli (þorskur,
ýsa, ufsi, langa, keila, stein-
bltur, karfi, skötuselur og
spærlingur) var á árinu 1979
568.816 tonn. Þar af fóru 350.926
tonn I frystingu, 125.559 I salt,
30.143 I herslu, 16.342 I bræöslu,
39.556 landaö erlendis og 6.291 I
annaö, aöallega innanlands-
neyslu. Sambærilegar tölur frá
1978 eru: Heildarbotnfiskafli:
494.849 tonn, I frystingu: 303.122,
I salt: 115.307, hersla: 7.595,
bræösla: 36.731, landaö
erlendis: 27.008 og 4.4901 annaö,
en I allt véiddust þá 1.562.071
tonn.
Langmesta magniö bæöi árin
er af loönu, af henni veiddust
963.557 tonn áriö 1979 en 966.741
áriö 1978 og fór næstum öll i
bræöslu bæöi árin.
Fréttaauki
Sigurjón
Valdimarsson
skrifar.
Afkastageta hrað-
frystihúsanna
Framkvæmdastofnun ríkis-
ins, gaf Ut mikiörit i jUni 1974,
sem heitir HraöfrystihUsa-
áætlun 1971-1976. Bók þessi
inniheldur eins og nafniö bendir
til áætlun um uppbyggingu
hUsanna á þeim árum sem
nefnd eru og samkvæmt nýjum
upplýsingum frá Utgefendum,
hefur áætlun þessi veriö fram-
kvæmd og eitthvaö örlitiö betur,
en ekki mikiö.
Ein tafla i bókinni sýnir
afkastagetu frystihúsa, þegar
áætlunin er fullkomnuö og þá
töflu notum viö sem heimild um
afkastagetu frystihúsa landsins.
Þaö er rétt aö geta þess, aö I
umræddri töflu er gert ráö fyrir
þrengstu mörkum, þ.e.a.s.
Hér er heldur daufiegt athafnallf.
afkastagetu þess hluta
hússins.sem minnstu annar,
veikasta hlekknum, meö öörum
oröum. Þar er gert ráö fyrir 10
tima vinnu á dag, 21.7 daga I
mánuöi og þá veröur samanlögö
afkastageta allra hUsa landsins
900.804 tonn á ári. Hins vegar
hefur áætlanadeildin gefiö VIsi
upp aö eölilegt sé aö reikna meö
4000 tonna afkastagetu á dag á
landinu, og meö þeim reikningi
veröur ársgetan 1.041.600 tonn.
Nýting hraðfrystihús-
anna
Nýting frystihúsa lands-
manna er samkvæmt þeim
tölum, sem taldar eru eölilegar,
40.54%. Sé hins vegar miöaö viö
þrengstu mörk, og þaö
skulum viö gera, er nýtingin
46.87%. Margt bendir þó til aö
fyrrnefnda viömiöunin sé rétt-
ari, t.d. þaö aö sum húsanna
komast vel yfir 100% nýtingu
þegar sU seinni er notuö og þar
sem nýtingin er mest fer hUn i
tæp 130%. Tölur þessar fást meö
þvl aö bera saman skýrslur
Fiskifélagsins um hagnýtingu
fiskaflans og töflur fram-
kvæmdastofnunar um afkasta-
getu húsanna.
Tæpast er hægt aö segja af
einhver regla veröi lesin Ut Ur
samanburöinum. Af lands-
hlutum er Noröuriand eystra
(ölafsfjöröur og austur um til
Þórshafnar) meö áberndi besta
nýtingu, 78.61%. Þar ber Akur-
eyri hæst meö rúm 114% og
Húsavlk meö 109% nýtingu.
Næstir eru Vestfiröir með 68%
og þar eru Isafjöröur meö 109%
og Bolungarvík með 95% hæst.
Lægst er Reykjanesið (Reykja-
vík og suöur um til Grinda-
vikur) meö 33.5% nýtingu
frystihUsanna og þar er lægsta
hlutfalliö aö finna, 3%.
Yfirleitt má segja aö nýtingir
sé best á stórum Utgerðar-
stööum á Vestfjöröum og
Noröurlandi, en algengasta
hlutfaliiö á minni stööum um-
hverfis landiö er 20-35%, og
viröist sem skolli mikil bjart-
sýni hafi ráöiö uppbyggingunni
á þeim stööum.
Nýting aflans
Þaö sem helst vekur athygli,
þegar skýrsla um nýtingu
aflans þessi tvö ár, 1978 og 1979,
er skoöuð, er tvennt. Hiö fyrra
er hiö gífurlega magn af botn-
fiski, sem fer I bræöslu I Vest-
mannaeyjum. Fyrra áriö berast
þar á land 55.862 tonn af þeim
fisktegundum, sem kallaöar eru
einu nafni botnfiskunþar af fara
24.126 tonn I mjölvinnslu eöa
43.2%. Annarstaöar á landinu
var iandaö samtals 438.987
tonnum af botnfiski og af þvi
fóri 12.605 I mjölvinnslu, eöa
2.87%. Seinna áriö var ekki
alveg eins slæmt, þá fóru 13.162
tonn i bræöslu I Eyjum af 46.983,
eöa 28% en á öörum stööum fóru
samtals 3.180 tonn af 521.833 1
mjöl, eöa 0.61%.
Mesti hluti þess botnfiskafla
sem bræddur er, utan Vest-
mannaeyja er unninn á Þor-
lákshöfn, en þetta á sér allt eðli-
legar skýringar, spærlingurinn
flokkast meö botnfiski og hann
berstallur.eöa nær allur I land i
Vestmannaeyjum og Þorláks-
höfn og er bræddur eins og
flestir vita.
Hin slöara er aö haröfisk-
verkun um þaö bil fjórfaldast á
árinu 1979 miöað viö áriö á
undan. 30.143 tonn voru hert
1979, en 7.595 áriö áöur. Annars
er fátt sem vekur athygli,
loðnan fer nær öll I bræöslu,
meiri hluti slldarinnar I salt, en
töluvert magn I frystingu.þaö
sem hirt er úr hrognkelsunum
fer I salt, flatfiskur, krabbadýr
og skelfiskur fara nær eingöngu
I frystingu og þaö sem skilgreint
er sem „annaö” fer aö mestu I
bræöslu.
—sv
nytingu aflans
frystihúsanna