Vísir - 09.06.1980, Side 24
vtsm
Mánudagur 9. júnl 1980
Umsjón:
Magdalena
Schram
Sænskur gaidrakarl
með gítar í hðndum
„Hann hefur allt til að bera til
að verða einn af bestu gitarleik-
urum heimsins”, er haft eftir hin-
um þekkta sænska gltarleikara,
Per-Olof Johnson, um landa sinn,
GORAN Söllscher.og liklega geta
margir af þeim alltof fáu áheyr-
endum, sem mættu I Háskólabíó
sl. fimmtutudagskvöld, tekið
undir þau orð.
Söllscher sem er aöeins 25 ára
gamallsýndi á þessum tónleikum
að hann hefur yfir mjög góðri
tækni aö ráða, ekki aöeins að
Þrátt fyrir að árin séu aðeins 25, hefur Göran Söllscher þegár náð góð-
um tökum á gitarnum.
hann væri fingrafimur, heldur
tókst honum að galdra út úr glt-
arnum blæbrigði, sem maöur
hélt aö væru ekki til á venju-
legum gltar.
En það þarf meira en tækni til
aö gera einhvern að góðum tón-
listarmanni, því að án túlkunar
væri alveg eins hægt aö stilla
róbot á sviðið og láta hann leika
eins og hann hefur forskrift til.
Þaö var hins vegar fjarri lagi, aö
sllkt ætti viö Söllscher, því að
hann virtist leggja likama, sál og
ekki síst andlit I aö ná fram þvi,
sem hann ætlaöi sér, úr gltarnum.
A fyrri hluta hljómleikanna
voru eingöngu verk eftir enska
tónskáldið og gitarleikarann John
Dowland, en hann mun hafa verið
uppi á dögum Kristjáns IV kon-
ungs af Islandi og Danmörku.
Báru þau verk keim af þeim tlma,
en þetta voru yfirleitt glettin lítil
lög venjulega, tileinkuð göfgum
konum.
Eftir hlé var þó komið töluvert
annað hljóö I gltarinn, en þá lék
Söllscher m.a. eitt kirkjulegt verk
eftir Agustin Barrio, sónatlu eftir
Spánverjann Manuel Ponce og
ennfremur tilbrigði við japanska
þjóðlagiöSakura eftir Y. Yocoh. í
þvl verki naut Söllscher sln og var
nánast sem gítarinn I höndum
tónlist
Halldór Reyn-
isson skrifar
um tónlist
hans heföi breyst I japanskt lang-
spil. Var þetta eflaust hápunktur
tónleikanna og kunnu áheyrendur
vel að meta snilli hins unga Svia
og klöppuöu hann upp tvisvar.
Eitt fannst mér þó athugunar-
vert við þessa tónleika og það var
sjálft tónleikahúsið, Háskólabfó.
Þaö er ekki sama að vera með
heila sinfónlu eða einn lltinn
kassagltar I þessu flæmi og hefði
verið smekklegra að hafa tónleik-
ana I minna húsnæði og „huggu-
legra”.
DAUDI VID SðLARUPPRAS [ Einkunn: 5.0
Laugarásbió: Dracula
Leikstjóri: John Badham
Handrit: W.D. Richter
Kvikmyndataka: Gilbert Taylor
Aðalleikarar: Frank Langella,
Sir Laurence Olivier, Donald
Pleasence, Kate Nelligan og Tre-
vor Eve.
Mynd John Badham umDrac-
„ula greifa cr þriðja kvikmyndin
um þessa frægu þjóösagnaper-
sónu, sem sýnd er hérlendis síð-
ustu mánuðina. Síöastliöiö haust
gafst kostur á aö sjá „Nosferatu:
Vamplran” eftir Werner Herzog.
Herzog íysti þvl yfir að hin sigilda
þögla mynd F.W. Murnaus „Nos-
feratu, hryllingssymfónla” væri
fyrirmynd sín. Badham notar
sama efnisþráð og Herzog og
viröist hafa sama markmiö I
huga, þ.e. að komast aö rótum
þjóösögunnar um Dracula. Hann
vill syna fram á, aö sagan er
kvikmyndlr
Sólveig K.
Jónsdóttir
skrifar
sprottin úr hugskoti mannsins,
tengd kynhvötinni og frumstæðri
hrifningu af hinu skelfilega.
Niðurstaöa Herzogs er sú, að
Dracula veröi ekki drepinn, hann
búi i manninum sjálfum. Badham
hengir hins vegar greifann sinn i
hæstu rá á seglskipi, þar sem
hann bráðnar i sólinni. En sólin
nær ekki til greifans nema fyrir
tilstilli manna. Van Helsing (Sir
Laurence Olivier) og Harker
(Trevor Eve) ganga vasklega
fram I aö bjarga tveim kven-
mannssálum, sem hafa ánetjast
Dracula gamla. Dracula hefur að
sönnu áhuga á að ná karlmönnum
á sitt vald, en kvenfólkiö veröur
alltaf veikara en mannfólkið eins
og Nóbelsskáldið lætur Bjart
karlinn i Sumarhúsum segja.
Dracula nær valdi yfir konum
meö þvl aö blikka öðru auga með-
an karlarnir standa af sér hverja
árás hans.
Dracula gerist aö mestu á geö-
veikrahæli og I nágrenni þess.
Það undirstrikar enn frekar aö
Dracula er sprottin úr djúpum
hugans en getur gerst sjúklega
ágengur. Raunar eru aðeins þrjár
persónur kvikmyndarinnar, sem
nokkuö kveður að heilar á geðs-
munum eöa lausar við Dracula.
Kvikmyndatakan I Dracula er
oft á tlöum falleg og nokkur atrið-
in harla tilkomumikil, önnur
smekklaus og hlægileg. Dracula,
sá mikli hjartaknosari, er óneit-
anlega hlægilegur þegar hann er
farinn aö skrlöa veggi eins og
teiknimyndaflgúran Batman.
Þegar ástin brennur hvaö heitast
milli Lucyar (Kate Nelligan) og
Dracula, er svo brugöið upp
myndum, sem minna einna helst
á ódyrt plakat með mynd af elsk-
endum I sólsetri, en á vísast aö
tákna ástríðuhita.
Dracula er sorgleg kvikmynd.
Fórnarlömbum greifans er
bjargað. Hjartaö er skoriö úr
annarri stúlkunni til aö forða
henni frá Dracula, en hinnar
bíður aö ganga í hjónaband meö
afbryöisömum lögfræðingi, svo
aö ekki sé minnst á afdrif. Dra-
cula sjálfs. Þegar allt kemur til
alls,hiytur samúöin að vera með
Dracula en ekki þeim þurru og
forpokuöu krossferðariddurum,
sem ráöast gegn honum. — SKJ
Dracula (Frank Langella) beitir dáleiðslu og fórnardýrin biða I röð eft-
ir að hann narti I þau.
NÝ SÝNING I
ASGRlMSSAFNI
Arleg sumarsýning I Asgrlms-
safni er nú opin og er þetta 47.
sýning safnsins frá opnun þess
árið 1960.
Verkin á þessari sýningu eru
máluö víðsvegarálandinu.m.a. I
Skaftafellssýslu, Mývatnssveit,
Hafnarfirði, Reykjavik, að
ógleymdri Heklumynd, sem
vakiö hefur mikla athygli. A
heimili Asgrims eru sýndar
vatnslitamyndir og teikningar.
Erlendum gestum er greidd
gatan meö upplýsingabæklingi á
ensku.dönskuog þýsku. Safnið aö
Bergstaöastræti 74. er opið alla
daga, nema laugardaga, frá 1.30
-4 og aðgangur er ókeypis.
Lísta-
hátfðar-
punktar
Dagskráin á morgun,
þriðjudag:
Þjóðleikhúsið kl. 20.00:
Þrjár systur eftir Anton
Tsjekov. Kom-teatteri frá
Helsinki.
Lögberg kl. 20.30:nEmpty
Words”. Upplestur úr verki
Thoreau’s ásamt lit-
skyggnum. John Cage ies.
John Cage
■ Hann fann upp
| r/happening"
Sá, er les upp úr
| Thoreau annað kvöld, John
■ Cage, er sannkallaður
■ þúsund þjala smiður. 1 gær
■ stjórnaði hann áti miklu i
I Klúbbi listanna og I kvöld
■ veröur leikiö eftir hann
■ tónverk undir stjórn ekki
■ minni manns en Zukovsky.
I Hann fann upp „the
. ■ prepared piano” (undir-
’ búna pianóið?) og er talinn
I hafa veriö fyrstur manna
5 til aö fremja „happening”.
I Hann skrifar og gerir
_ grafikmyndir. Dæmi um rit
I hans er Silence (1961), A
_ Year from Monday (1968)
| og Writing Through
I Finnegans Wake (1078).
| Hann hefur gert útvarps-
. dagskrár og teiknað bækur.
| Arið 1949 fékk hann
■ Guggenheim verðlaun fyrir
■ að hafa iosað um viðjar
■ tónlistarinnar með verkum
I sinum fyrir ásláttarhljóð-
| færi og „undirbúna pianó-
I inu”. Listinn yfir verk hans
■ um frumleg afrek á ótrú-
■ legustu sviðum er nær
■ óendanlegur og best að
* legja sem svo, aö sjón og
I áheyrn séu sögunni
® rikari...
Og það er Paul Zukovsky
* sem spiiar á tónleikunum I
I Bústaöakirkju i kvöld,
Cheap Imitations eftir John
I Cage. Zukovsky er meö
_ mestu túlkendum samtfma
| fiðlutónlistar i dag. Tón-
_ leikarnir byrja kl. 20.30.
Annaö á dagskránni i
ga kvöld: Leikrit Tjekovs,
| Þrjár systur, i uppfærslu
■ Kom-teatteri frá Helsinki. !
■ Þjóðleikhúsinu kl. 20.00.