Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var harkalegur heimursem mætti nýfæddumdreng norður á landi að-faranótt hins 20. nóvember1845. Móðir hans hafði varla komið honum frá sér þegar hún bar hann nakinn út í skafl og skildi hann þar eftir. Það var ekki henni að þakka að barnið lifði þessa meðferð af. Salómon snjókonungur var þessi litli drengur kallaður. Hann komst upp, giftist og eignaðist börn, en ekki fleiri afkomendur. Hin ógæfusama móðir eignaðist hins vegar fleiri börn síðar og frá þeim eru miklar ættir runnar. Nú hefur verið tekið saman niðjatal Elenáar Jónsdóttur frá Hánefsstöð- um sem nítján ára bar nýfætt barn sitt út í skafl og hlaut nokkru síðar líf- látsdóm fyrir. Hvað lá að baki þessari gjörð stúlk- unnar? Hún var sannarlega ekki ein um að verða ógift móðir á Íslandi. Um þessar mundir er mikið rætt um dóma í kynferðisbrotamálum gegn börnum og unglinum. Mörgum finnst dómar í slíkum málum alltof vægir og víst er að misnotkun á barns- og unglingsaldri hefur oft hörmulegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir verður. Augljóst er að örvænting Elenáar hefur verið djúp úr því hún tók á það ráð að bera barn sitt út. Það er kannski heldur ekki að furða þótt hún vildi leyna barneign sinni, ef til þess er litið að faðir barns- ins sem hún fæddi úti í hríðinni og gróf í skafl var maður fóstursystur hennar og hafði í raun fóstrað hana sjálfa frá barnsaldri. Nú er engin leið að vita hversu ung Elená var þegar Vigfús Jónsson, eig- inmaður fóstursystur hennar og hús- bóndi á Sveinsstöðum fór að hafa kynferðisleg afskipti af henni. Elená hafði verið sett í fóstur á Sveinsstöð- um í Skíðadal á öðru ári. Hjónin þar hétu Sigríður Þorsteinsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson, – hann var föðurbróðir Baldvins Einarssonar, mennta- og fræðimanns, sem lést í Kaupmannahöfn af brunasárum. Elená var enn barn að aldri þegar fósturforeldrarnir létust og Una fóst- ursystir hennar giftist Vigfúsi. Hann hafði komið sem vinnumaður á heim- ilið og var borin vel sagan, nema hvað hann var talinn mjög kvenhollur og átti að sögn fleiri launbörn en honum voru kennd. Blóðhellan fyrir lífinu Elená Jónsdóttir var alin upp til að vinna og var ekki fermd fyrr en hún var 17 ára gömul. Þá var hún raunar talin bærilega kunnandi barnalær- dóminn. Haft var við orð að Elená hefði ver- ið alin upp í fáfræði og að hún væri skilningsdauf og tornæm á bókleg efni. Verksvit var hún aftur á móti tal- in hafa, þar sem hún á annað borð lærði til verka. Í sláttulok sumarið 1845 var farið að hvíslast á um það í sveitinni að Elená myndi vera farin að þykkna undir belti. Faðir hennar, Jón Þor- steinsson á Hánefsstöðum, bar Vig- fúsi húsbónda hennar á brýn að hann væri valdur að þunga dótturinnar en Vigfús svaraði því til að hann vissi þess enga von, og það væri án sinnar vitundar, ef Elená væri vanfær. Hitt væri, að hún myndi hafa blóðhellu fyrir lífinu. Ég gef það guði á vald Jón faðir Elená bað þessu næst Jón Þórðarson, bónda á Hnjúki í Skíða- dal, að taka við Elená en kvaðst fús til að láta Vigfús hafa vinnukonu frá sjálfum sér í staðinn. Þegar þeir Jónarnir komu að Sveinsstöðum að sækja Elená hafði Vigfús ekki uppi andmæli gegn því að sleppa henni en sagði aðeins: „Ég gef það guði á vald.“ Elená neitaði harðlega að hún væri ólétt þegar faðir hennar gekk á hana en var hins vegar til í að fara að Hnjúki og fór þangað þann sama dag. Faðir Elenáar spurði Unu fóstursyst- ur hennar hvort hún héldi að Elená væri með barni en hún svaraði: „Ég segi ekkert um það.“ Fáskiptin var Elená á Hnjúki og fáorð. Við Ingibjörgu Jónsdóttur, konu Jóns á Hnjúki, þrætti Elená fyr- ir að hún hefði nokkurs karlmanns kennt. Vigfús kom að Hnjúki og í samtali við hjónin þar gaf hann í skyn er á hann var gengið að hann væri ekki saklaus af öllum mökum við Elená. Hann bar síðan á hana að hún væri Teikning/Andrés Elená Jónsdóttir bar nýfætt barn sitt út í skafl nítján ára gömul og hlaut nokkru síðar líflátsdóm fyrir. Guðrún Guðlaugsdóttir rifjar upp sögu Elenáar. Barnið í skaflinum ÞORBJÖRG Gígja Sigurðardóttir á Akranesi er afkomandi Elenáar, dóttir Sigurrósar Þorleifs- dóttur sem var elsta barn Bjargar Jósefsdóttur, seinni sonar Elenáar Jónsdóttur og Vigfúsar á Sveinsstöðum. „Ég heyrði talað um Elená langömmu mína þegar ég var lítil telpa. Ég er nefnilega sú eina af mínum ættmennum sem er brúneygð og mamma sagði að það hefði ég frá Elená formóður minni. Það var líka sagt við mig að ég væri lítil og snögg í hreyfingum eins og henni var lýst. Mamma gaf mér bókina Íslenskt mannlíf eftir Jón Helgason þar sem saga Elenáar er rakin og henni lýst,“ sagði Þorbjörg Gíga þegar hún var spurð um vitneskju sína um Elená Jónsdóttur. Hafa þessi brúnu augu komið fram í afkomendum þínum? „Já, yngri sonur minn, Símon Sverrisson, er brúneygður eins og ég.“ Þorbjörg Gígja Símonardóttir. Kristbjörg Jósepsdóttir, sonardóttir Elenáar Jónsdóttur og Vigfúsar á Sveinsstöðum, með dætrum sínum. F.v. Guðrún, Kristbjörg, Sigurrós (móðir Gígju Símonardóttur), Snjólaug og Jósefína. Brúneygð eins og Elená NAFNIÐ Elená er óvenjulegt og umhugsunarvert hvernig það er til komið. Amma Elenáar Jónsdóttur hét Elena Kolbeinsdóttir og er Elena raunar sama nafnið og Helena (fremsta stafnum er þá sleppt eins og í nöfnum eins og Rút- ur og Rafn). Elena Kolbeins- dóttir var raunar skrifuð Hel- ena í manntal en þegar hún kom í Svarfaðardal var nafn hennar afbakað og skrifað El- iná. Dóttir hennar hét Salome og var móðir Elenáar Jóns- dóttur, þeirrar sem bar út barn sitt í skafl og dæmd var til dauða en náðuð. Langamma umræddrar Elenáar hét Elín Halldórs- dóttir. Hún giftist þrisvar og varð jafnoft ekkja. Mælt er að eiginmanni nr. 2 hafi orðið starsýnt á Elínu er hann sá hana fyrst og sagt við eig- inmann hennar sem þá var: „Falleg er konan þín Kol- beinn.“ Hafi þá Kolbeinn svarað: „Já, en reynstu henni þá vel, því hún verður líka konan þín.“ Þessi spásögn þótti einkennileg og eft- irminnilegt að hún rættist. Þess má geta að tveir eig- inmenn Elínar voru prestar. Hún átti mörg börn og var stjúpmóðir margra barna að auki. Elín þessi Halldórsdóttir þótti með afbrigðum fríð kona og fönguleg og einnig dugleg að læra á bókina, var m.a. fermd 13 ára sem ekki var al- gengt árið 1760. Börn hennar þóttu öll hin myndarlegustu – og ekki var hún álitin síst, hún Elena Kol- beinsdóttir, amma Elenáar Jónsdóttur. Fríðar konur og föngulegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.