Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 35
ingin verður ávallt undirstaða heil- brigðs líkama. Vandamálið er því mið- ur að ekkert okkar er fullkomlega heilbrigt. Auk meðfæddra erfðagalla er líkami okkar eins og borgvirki í stöðugu umsátri. Það er hér sem fæðubótarefnin koma við sögu. Listin að halda sjúkdómum í skefj- um er svipuð því að verja kastala fyrir óvinum innan frá og utan. Mín reynsla er sú að afurðir lyfjaiðnaðar- ins séu minnsti hluti varnarkerfisins, kannske 5–10%! Næringin er marg- falt mikilvægari, kannske fjórum sinnum öflugri ef ekki meira. Afgang- urinn af varnarsveitunum eru fæðu- bótarefnin, yfirleitt aldrei undir 50% og oftast mun meira! En ekki nóg með það! Þótt ótrúlegt sé gæti framlag lyfjaiðnaðarins minnkað enn frekar! Ástæðan er barnaleg oftrú hans á gerviefnum. Jafnvel ítarlegar eiturvirkniprófanir réttlæta sjaldnast notkun gerviefna (með sínýjum og óvæntum aukaverk- unum, sumum lífshættulegum!) ef til- gangurinn er ekki að ráðast að rótum sjúkdómanna heldur aðeins að halda einkennum þeirra í skefjum! Náttúrulækningar í sókn! Það er kaldhæðnislegt að fæðubót- arefnin og náttúrulyfin, sem í kennsluskrá læknaskóla og næring- ardeilda eru aðeins virt til nokkurra neðanmálsgreina, eru grundvöllurinn að sjúkdómavörnum framtíðar, a.m.k. næstu 100 árin. Í nýjum heimi 21. ald- ar þar sem heilnæmið drottnar verða fæðubótarefnin í ekilssætinu. Undrar þá engan þótt einu meðulin sem duga í baráttunni við nýjasta og stærsta óvin okkar, offituna, sé fæði hlaðið fæðubótarefnum og bætt vít- amínum, steinefnum og öðrum nær- ingarefnum. Einungis ef fæðubótar- efnin eru með í farteskinu er smávon að okkur takist að yfirvinna þennan skuggalega faraldur, sem er að drekkja heilum heimsálfum í blóði og fitu! Þeir sem eru hissa ættu að vera þess minnugir að það er ekki aðeins á sviði fæðubótarefna, heldur í öllum greinum, sem við verðum að vinna með náttúrunni. Ef mannkynið lærir ekki að vinna með – í stað þess að vinna gegn – henni gætu heilsukrepp- an og gjaldþrot velferðarríkisins orð- ið sem vinalegt klapp á kinn í sam- anburði við rothöggið sem siglir í kjölfarið! Sem betur fer fjölgar þeim stöðugt sem skilja þessi sannindi. Jafnvel meðal lækna, lyfjafræðinga, mat- vælafræðinga, næringarfræðinga, markaðsfræðinga, meira að segja í röðum lyfja- og fæðufyrirtækja heyr- ast nú raddir fólks sem sér í gegnum áróðursþokur lyfja- og fæðuframleið- enda og heimtar að fæðubótarefnum og náttúrulyfjum verði meiri gaumur gefinn. Byltingin! Enda þótt offitufaraldurinn sé al- heimsfaraldur sýnir þróunin í Banda- ríkjunum best gang hans. Árið 1980, þegar fyrirtæki að nafni Herbalife var stofnað í Los Angeles, voru 30% Bandaríkjamanna of feitir og 13% hættulega feitir (e. „clinically obese“). Nú, 22 árum seinna, eru 63% Banda- ríkjamanna of feitir og 27% – eða nær helmingur af þeim – hættulega feitur! Mest af þessari aukningu hefur orðið á síðustu 5 árum!! Til allrar hamingju hefur vaxandi minnihluti kosið að brjótast út úr víta- hring offitunnar. Í stað draslfæðis og gervilyfja valdi hann margfalt árang- ursríkari kost. Með hjálp óhefðbund- inna læknisaðferða, vítamín- og fæðu- bótarfyrirtækja, líkamsræktar- og slökunarmiðstöðva, fegrunarlækn- inga og -tannlækninga – svo eitthvað sé nefnt – hefur hann hrundið af stað byltingu sem er að breyta heiminum. Hagfræðiprófessorinn Paul Zane Pilzer hefur reiknað út að hinn nýi heilnæmisiðnaður (e. wellness ind- ustry) í Bandaríkjunum einum velti nú þegar um 200 milljörðum dala! Hann áætlar að þessi nýja grein vaxi svo hratt að árið 2010 verði hún orðin jafnplássfrek í efnahagslífinu og allt „heilbrigðis“kerfið fyrir aðeins 5 ár- um, eða um 1 billjón dala! Árið 2010 verða „heilbrigðis“kerfi flestra iðnríkja hrunin til grunna. Í stað þeirra verða komin trygginga- kerfi sem stuðla að því að hver ábyrg- ist eigin heilsu. Þeir sem skaða hana með heimskulegu líferni læra fljótt að heilsutryggingin er orðið ofviða buddu þeirra. Þá fyrst munu þeir skilja hversu margfalt hagkvæmara (og skemmtilegra) það er að byggja upp heilsuna en rústa henni. Lokaorð Afleiðingin af gagnslausum lyfjum, vanabindandi draslfæðu, ábyrgðar- lausum læknum og enn óábyrgari rekstraraðilum heilsugeirans er sú að hið svokallaða „heilbrigðis“kerfi hef- ur breyst í ofvaxið skrímsli sem með hverju ári skilar minni heilsu og meiri sjúkdómum á sama tíma og hann ryk- sugar ríkisjötuna og sökkvir hverri þjóðinni af annarri dýpra í skuldafen- ið. Og lyfja-, draslfæðu- og sígarett- umafurnar eru ekki dauðar úr öllum æðum. Eins og í gamla Sovét er sér- hver sótt hörðust undir batann. Síðan bandarísk lyfjafyrirtæki eins og sér greiddu yfir $150 milljónir í kosninga- sjóð núverandi Bandaríkjaforseta hefur ekki linnt árásum á brimbrjóta heilnæmisbyltingarinnar og héðan hafa þær borist um allan heim. En eins og sannaðist í Sovét og Steinn Steinarr minnti okkur á forðum og mun sannast hér áður en langt um líð- ur: það vinnur enginn sitt dauðastríð! Því heilnæmisbyltingin er hafin. Kjarni málsins eru ekki lyf eða vítam- ín eða jafnvel fæðubótarefni heldur að við skiljum þá einföldu staðreynd að aðeins ein persóna á jörðinni getur tekið ábyrgð á þinni eigin heilsu: Þú! Ekki fyrr en við höfum kerfi sem hvetur einstaklingana til að axla þá ábyrgð mun heilnæmisbyltingin hefj- ast fyrir alvöru. Sem betur fer er styttra í það en við þorðum að vona fyrir aðeins örfáum árum! Höfundur er fyrrv. dósent og yf- irmaður matvæla- og næringar- fræðináms við Háskóla Íslands. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 35 I n n r é t t i n g a r Glæsilegar innréttingar Fjölbreytt úrval baðinnrétt- inga, sérhannaðar fyrir bað- herbergið þitt. Mikill fjölbreytileiki í hönnun og útliti. Fataskápar í miklu úrvali, staðlaðar og sérhannaðar lausnir. Mikið úrval skápahurða. Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is Komdu með þína hugmynd og fagmenn okkar aðstoða þig við að útfæra hana. ••••••••••• Stuttur afhendingartími. Innréttingar í þremur gæða- flokkum. Björninn B-Grand Lína, Björninn standard og Björninn DK Lína. Geirsnef Ártúnshöfði Sæ va rh öf ði M a la rh ö fð i Ártúnsbrekka Ingvar Helgason hf. HREYSTI heildversl. Þórðarhöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.