Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 47 ÉG var staddur áheimili einu á Ak-ureyri fyrir mörg-um árum, og var aðhorfa á sjónvarp. Þar var á sama tíma gest- komandi þá stundina ungur maður, um 25 ára gamall. Hann kom inn í sjónvarps- herbergi til mín, þar sem ég var að fylgjast með atburðum á skjánum, og hann spyr, hvað þetta sé. Ég gef honum upp nafn myndarinnar. Eftir nokkra þögn segir hann allt í einu, mér til nokkurrar undr- unar: „Ég horfi aldrei á sjón- varp, hlusta aldrei á útvarp, les aldrei blöðin, vegna þess að mér er nákvæmlega sama hvað er að gerast úti í heimi. Annað fólk kemur mér ekk- ert við.“ Þegar hann sá undrun mína við að heyra þessi orð sín, bætti hann við: „Ég er nefni- lega farinn að stunda jóga, kynnt- ist manni sem heitir Sri Chinmoy, og hann opnaði augu mín, kom mér til að hugsa málin alvarlega, benti mér á nýjar hliðar á lífinu og tilverunni.“ Við þessi orð hans minnkaði ekki undrun mín, heldur þvert á móti, og ég spurði hann nánar út í þetta. Hann sagði mér, að þessi jógi, þessi Sri Chinmoy, væri ákaf- lega merkilegur og hefði meira að segja komið til Íslands fyrir tveim- ur eða þremur árum, og jafnhattað m.a. þáverandi forsætisráðherra á Austurvelli, fyrir augum sægs fólks og myndavéla, og það bara með annarri hendi. Og hefði nokkru áður sett heimsmet í að lyfta geysilegum þunga á sama hátt, einum þremur tonnum held ég, eða þaðan af meira. Einhver nefndi sjö tonn. Nú fór ég allur að taka við mér þarna í stólnum, við hinar miklu og óvæntu fréttir af þessum sterka jóga. Og þá rámaði mig eitthvað í að hafa lesið um þetta í einhverju blaði. Ansi var þetta nú áhuga- verður lærimeistari, flaug um koll minn. Og eiginlega stórkostlegur. Að geta lyft þremur tonnum með annarri hendi! Þvílíkt og annað eins hafði ég bara ekki heyrt fyrr! Þrjú tonn eru nú einu sinni 3.000 kíló! Einnig gat hann skokkað maraþonhlaup þindarlaust, að sagt var, og gert margt fleira, sem undravert þótti. Og ég man, að í huganum tók ég ofan fyrir þeim báðum, jóganum og þessum unga nemanda hans. Það var ekki fyrr en nokkru síð- ar, eftir að hann var farinn á brott, að ég allt í einu kveikti á perunni, vaknaði til lífsins. Og ég fann roð- ann læðast um vanga mína. En hvað var það eiginlega, sem ég uppgötvaði þarna skyndilega? Jú, nákvæmlega það, að ég sjálfur þekkti einstakling með þessa gáfu, að vera öðruvísi en flestir og reyndar allir, hafði þekkt hann lengi og umgengist hann daglega. Og það sem var grátbroslegast við þetta allt var kannski það, að mað- urinn sem ég þekkti var miklu stórkostlegri en gúrúinn. Hann lyfti að vísu ekki þremur tonnum með annarri hendi eða rann á milli staða, á jarðvist- arárum sínum, einfaldlega vegna þess, að slíkt hafði engan tilgang. En hann gerði annað og meira: hann læknaði sjúka, með því einu að snerta þá; hann mettaði 5.000 áheyrendur sína með nokkrum fiskum og smábrauðum; hann gekk á vatni og bjargaði þar drukknandi manni; hann gat meira að segja þaggað niður í vindinum og lægt ofsa hafsins, og kallað dáið fólk til lífsins með orð- inu einu saman. Og ég gæti talið áfram, lengi. Og nú brosi ég, þegar mér verð- ur litið til heimsku minnar eða gleymsku áður, því svo gjör- samlega bliknar Indverjinn í sam- anburði við meistarann frá Nas- aret. Og hvers vegna segi ég það? Jú, annar fæst við hluti, sem engu máli skipta, á meðan hinn veigrar sér iðulega við að gera kraftaverk, því hann vill ekki sýnast töframað- ur, vill ekki láta misskilja kraft Guðs, en lætur þó undan á tíma mikillar neyðar. Annar segir nemendum sínum að vera ekki að fylgjast með at- burðum í heiminum, eins og þeir eru bornir fram í sjónvarpi, út- varpi og blöðum, slíkt komi þeim hreinlega ekkert við, en hinn segir við lærisveina sína: Gætið að náunga ykkar, aðstoðið hann ef á bjátar, elskið hann og virðið. Af þessum litlu dæmum má sjá, að þeir geta tæpast verið ólíkari, þessir tveir lærimeistarar. Þeir eru eins og svart og hvítt, vetur og sumar, nótt og dagur. Og sama er um aðra af líkum toga. Annars hef ég ekkert upp á Sri Chinmoy að klaga, enda þekki ég manninn lítið. Hann er sagður einn frægasti núlifandi jógameist- ara heims og er sannarlega um margt eftirtektarverður. Því verð- ur ekki neitað. Hann fæddist í Bengal á Indlandi 27. ágúst 1931 og er nú sagður hafa ritað meira en 1.000 bækur, málað 5.000.000 fuglamyndir, samið 13.000 lög og kunna að spila á 150 hljóðfæri. En hann er enginn Jesús. Fyrir nokkrum árum heyrði ég, að ungi maðurinn hefði yfirgefið jógann og gengið í kristinn söfnuð. Ég veit ekki um íverustað hans núna; kannski einhver annar hafi kallað bjartari raust. Það væri ekki í fyrsta skipti. Boðskapur minn í dag er sumsé þessi: Láttu ekki glepjast af hinum fögru klæðum hinna ótalmörgu nýju herra þessarar aldar, sem eru á nánast hverju strái. Það er ekk- ert grænna hinum megin við læk- inn, eða bjartara handan fjallsins. Líttu þér nær, greindu hismið frá kjarnanum, veldu áfram birtuna, sumarið og daginn. Jesú Krist. A.m.k. nægir hann mér. Og raunar tveimur milljörðum jarð- arbúa að auki, þriðjungi alls mann- kynsins. sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Ég er góði hirðirinn,“ sagði Jesús forðum. Og hann sagði líka „Varist falsspámenn“, og tæplega að ástæðu- lausu. Sigurður Ægisson rifjar hér upp gamlan atburð, sem tengist þessum varnaðarorðum meistarans. Kristur nægir Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  ARNARSMÁRI - KÓP. - LAUS STRAX Vorum að fá í sölu á þessum fráb. útsýnisstað 120 fm íb. í góðu litlu fjölb. 3 svefnherb. Fall- egt eldh. Stórar s-svalir. Ákv. sala. Laus strax. Verð 15,4 millj. 51573 BLIKAHJALLI - KÓP. - PARHÚS Nýkomið í einkasölu stórglæsilegt tvílyft par- hús með innbyggðum bílskúr (2ja bíla) samt. ca 225 fm. Fullbúin vönduð eign í sérflokki. Glæsilegur garður. Frábær staðsetning og út- sýni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. húsbréf. Verð 28,9 millj. BREKKUHJALLI - KÓP - SÉRHÆÐ Nýkomin í einkas. sérl. falleg 102 fm neðri sérh. í 2-býli í suður hlíðum Kópavogs. mikið endurnýjuð eign, sérinngangur, frábær stað- setning innst í botnlanga, mjög fallegur garð- ur m. trjám. Sjón er sögu ríkari. Áhv. hagstæð lán. Verðtilboð. HUGVEKJA Listi Sjálf- stæðismanna í Sveitarfé- laginu Ölfusi Þorlákshöfn. Morgunblaðið. FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- félagsins Ægis í Þorlákshöfn vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí 2002 hefur verið lagður fram. Efsta sæti listans skipar Hjörleif- ur Brynjólfsson, núverandi oddviti og framkvæmdastjóri Humarvinnsl- unnar og Portlands, í öðru sæti er Sigurður Bjarnason, núverandi for- maður bæjarráðs og framkvæmda- stjóri Hafnarness. Þriðja sætið skip- ar nýr maður á listanum, Stefán Guðmundsson viðskiptafræðingur sem starfar sem skrifstofustjóri hjá Ljósavík HF. Fjórða sætið skipar Sesselja S. Pétursdóttir, sem setið hefur í bæjarstjórn síðastliðið kjör- tímabil. Aðrir á listanum eru: 5. Ingi- björg Kjartansdóttir, ritari 6. Guðni Birgisson, sjómaður 7. Jóhanna M. Hjartardóttir, kennari 8. Þorsteinn Pálsson, tannlæknir 9. Valdimar Jónasson, tölvunarfræðingur 10. Ár- mann Einarsson, skipstjóri 11. Ágúst Örn Grétarsson, nemi 12. Anna Margrét Káradóttir, nemi 13. Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri 14. Ásta Júlía Jónsdóttir, kennari Námskeið um vistkerfi GARÐYRKJUSKÓLINN og Land- græðsla ríkisins standa að námskeið- inu „Að gera við skemmd vistkerfi“ miðvikudaginn 17. apríl kl. 10–16 á Skúlagötu 21, Reykjavík. Fjallað verður um vistkerfi, upp- byggingu vistkerfa og með hvaða hætti megi meta ástand þeirra (land- læsi). Einnig verður fjallað um hvernig gera megi við „skemmd“ vistkerfi, svo og tilgang og markmið hvers konar landbóta. Leiðbeinend- ur verða Ása L. Aradóttir og Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingar hjá Landgræðslu ríkisins og Guðmund- ur Halldórsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar á Mó- gilsá. Námskeiðið er ætlað þeim, sem með einhverjum hætti vinna að skipulagi, áætlanagerð og meðferð lands, s.s. landslagsarkitektar, um- hverfis- og tæknideildir sveitarfé- laga, umhverfis- og garðyrkjustjórar og verkstjórar í landgræðslu og skógrækt. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reyk- ir.is, segir í fréttatilkynningu. Skagafjarðar- listinn sam- þykktur Á FÉLAGSFUNDI hjá Skagafjarð- arlistanum er haldinn var 10. apríl sl. á Sauðárkróki var eftirfarandi fram- boðslisti samþykktur einróma fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí. Listann skipa: 1. Snorri Styrkárs- son, Sauðárkróki, 2. Gréta Sjöfn Guð- mundsdóttir, Víðidal II, 3. Helgi Thorarensen, Hólum, 4. Sveinn Allan Morthens, Garðhúsum, 5. Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki, 6. Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Brúnastöðum, 7. Guðbjörg Særún Björnsdóttir, Hofsósi, 8. Jón Karls- son, Sauðárkróki, 9. Jón Arnljótsson, Ytri-Mælifellsá, 10. Ingibjörg Haf- stað, Vík, 11. Margrét Sigurðardóttir, Sauðárkróki, 12. Heiða Lára Egg- ertsdóttir, Sauðárkróki, 13. Þórarinn Leifsson, Keldudal, 14. Pétur Valdi- marsson, Sauðárkróki, 15. Ingvar Guðnason, Merkigarði, 16. Herdís Jónsdóttir, Sauðárkróki, 17. Guð- björg Guðmundsdóttir, Sauðárkróki, 18. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðár- króki. Skagafjarðarlistinn hefur verið í meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarð- ar frá miðju síðasta ári og hefur nú tvo fulltrúa í sveitarstjórn, þau Ingi- björgu Hafstað og Snorra Styrkárs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.