Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ telst sjaldgæft að málari móti sér jafn einföld og skýr stefnumörk og Jóhann Briem gerði í upphafi ferils síns og víki hvergi frá þeim á langri starfs- ævi. Hann setti þrjú meg- inatriði á oddinn; myndbygg- ingu, liti og efnisáferð, taldi þau innihalda kjarna myndverksins, allt annað kæmi sjálfu sköpunarferlinu ekkert við. Hér var afdráttarlaust komist að orði, skeði svo seint sem í viðtali í jólalesbók Morgun- blaðsins 1974, einmitt þegar uppgangur hug- myndafræðilegu listarinnar var hvað mestur og sjálft sígilda málverkið úti í kuldanum. Fram að þeim tímaskilum altækar en nokkru sinni fyrr í allri sögu þess. En þrátt fyrir alla stórsjói og sviptibylji í orðræðunni, sat hinn hári þulur sem fastast við sinn keip um eðli listmiðilsins, ekkert gat rokkað sannfæringu hans. Og skyldi það ekki einmitt eiga að vera svo í listinni, og farsælast að vera hér sam- kvæmur eðli sínu og uppruna. Einkum í ljósi þess að öll lífvænleg nýsköpun kemur innan frá, er afleiðing innri togstreitu og baráttu við viðföngin ásamt fjölþættum hrifum ytri sjón- reynslu. Sömuleiðis að vera í beinu sambandi við samtíð sína umhverfi og þær hræringar sem eru efst á baugi hverju sinni, en kunna hér að vega og meta, velja og hafna í ljósi grunn- menntunar reynslu og yfirsýnar. Menntun sína sótti Jóhann til fagurlista- skóla saxneska ríkisins í Dresden 1931–34, eft- ir að hafa í það um bil tvö ár þjálfað hæfileika sína í einkaskóla málara nokkurs þar í borg. Slíkir voru yfirleitt starfræktir sem undirbún- ingur fyrir æðra nám með megináherslu á grunnatriði myndlistarinnar, teiknun, málun og mótun. Einn kennari hans við ríkislistaskól- ann var málarinn, litógrafinn og veggspjalda- listamaðurinn Max Feldbauer (1869–1948). Sá var öðru fremur hallur undir almenn og jarð- bundin viðfangsefni og var óspar á sterka liti og skreytikennd form í myndverkum sínum. Lærisveinninn hefur án efa sótt mest til þessa prófessors, hinn kannast ég ekki við og raunar lítið til Feldbauers, en eftir lýsingum á verkum hans að dæma kunna áhrifin að hafa verið langdræg og sterkust í undirmeðvitundinni undir lokin. Helst í almennum hvunndags- legum viðfangsefnum og djarflegri lita- meðferð. Jóhann Briem hefur þannig ef rétt er álykt- að verið samkvæmur grunnmenntun sinni alla tíð, að viðbættri mjög persónubundinni með- höndlun myndmiðlanna, verk hans auðþekkj- anleg úr langri fjarlægð. Taldi í senn upplýs- andi og mikilvægt að fara inn á þetta í myndlestrinum fyrir þá sök hve vel sláandi þetta er um heilsteypta skapgerð, giftudrjúga menntun og markviss stefnumörk. Einn meginþáttur varð fljótlega ráðandi í myndsköpun listamannsins, sem var að ná miklu úr litlu með stórum einföldum grunn- formum. Hér slær hann fyrst tóninn með eft- irminnilegum lýsingum við Kristínarkvæði í Fornum dönsum er út kom 1946, tólf árum eft- ir heimkomu sína frá Dresden. Þessar teikn- ingar eru eins og boðberar þess sem koma skal í málverkinu og í stað skreytikenndra línu- legra tilbrigða við aðalformin í teikningunum, koma nú efnismikil fyrirbrigði í málverkunum sem halda þeim kirfilega í skefjum á grunn- fletinum. Á stundum hlutleysir sértækt ljós- flæði hið skreytikennda, þar sem hið hlutvakta eins og líður um flötinn í blakkri skuggaveröld, þannig að úr verður kristalstær og safaríkur kraftbirtingur. Innsæið á viðgangsefnið er þá úthverft, skynkenndin fyrir því látið ráða ferð- inni í stað raunsærrar eftirgerðar. Gott dæmi um þetta er málverkið Rauður bátur, sem listamaðurinn málaði svo seint sem 1972, þá í miðju sköpunarferli sem er með því ferskasta og eftirminnilegasta á öllum listferl- inum. Formin nú aldrei klárari, andstæðurnar afmarkaðri, litirnir hreinni og safaríkari né út- færslan sértækari og hrifmeiri. Málverkið slá- andi í einfaldleika sínum, myndbyggingin markast af sterkum andstæðum sem skera flötinn sitt á hvað og hlutfallaandstæðurnar mjög virkar, báturinn eins og rís upp við dogg, en er haldið kyrfilega í skefjum með ljósbláum og bláfjólubláum litaflekkjum. Sjálfir litirnir og pensilstrokurnar eru um leið mikilvægt inn- legg í myndbyggingunni, stígandi hennar og markaðri þróun. Athyglisvert að báturinn lík- ist grannt skoðað engum bát, er öllu heldur skynrænt og úthverft hugarfóstur um bát, ber þannig bæði í sér innsæi og úthverfa skynjun, holdgerving expressjónismans – huglæga tján- ingu um kraftbirting og mátt litarins. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Rauður bátur, olía á léreft, 1972. Rauður bátur 1972 Bragi Ásgeirsson Jóhann Briem (1907–1991)  Lesið í málverk IV Samið í tilefni sýningarinnar Huglæg tjáning – máttur list- arinnar í Listasafni Íslands, lokalestur af fjórum. SÝNINGIN „Halldór Laxness liv och för- fattarskap“ verður opnuð af Bertil Fack, aðalræðismanni Ís- lands, í Gautaborg í dag, sunnudag, kl. 18 í húsnæði Föreningen Norden, Viktoriagatan 15B. Kór íslenskra barna í Gautaborg syngur undir stjórn Svövu Kr. Ingólfsdótt- ur. Sýningin verður opin fram til föstu- dagsins 26. apríl (mánudaga til fimmtu- daga frá kl. 10 til 20; föstudaga frá kl. 10 til 16 og laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 16). Sýningin er styrkt af Fonden för främjande av isländsk litteratur ut- omlands, sýningartext- ann gerði Pétur Már Ólafsson en Kristinn Jóhannesson þýddi hann yfir á sænsku. Mánudaginn 22. apríl kl. 14:00 opnar Krist- inn Jóhannesson, lekt- or í íslensku við Gauta- borgarháskóla, sýningu í háskólabóka- safninu, Centralbi- blioteket vid Näckros- dammen. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á samskiptin á milli Ís- lands og Svíþjóðar eins og þau endurspeglast í samskiptum skáldsins Halldórs Laxness og þýðanda þess, Peters Hallberg, prófessors við bók- menntafræðideild Gautaborgarhá- skóla. Sýning um Hall- dór Laxness í Gautaborg Halldór Laxness LOKSINS er Nýlistasafnið opið á ný eftir margra mánaða flutning úr bakhúsinu við Vatnsstíg 3b, í bygg- inguna við Vatnsstíg 3. Breytingin er töluverð því nýja húsnæðið er ívið minna en fyrri heimkynni safnsins og lofthæðin virðist snöggtum minni. Hins vegar hlýtur það að teljast til mikilla bóta að safnið skuli vera komið í reisulegt hús við Vatnsstíg- inn, eitt af öndvegisverkum Einars Erlendssonar frá fyrstu tugum lið- innar aldar. Best væri þó ef Nýlistasafnið gæti jafnframt haldið sínu fyrra húsnæði og notið portsins milli beggja húsa, en til þess þyrfti eflaust myndarleg- an stuðning frá því opinbera, eða ein- hverja hagræðingu skilmála þannig að stofnunin gæti klofið kaupin á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki megi semja um einhvers konar kaupleigu safninu til handa þannig að það geti keypt gamla bakhúsið á löngum tíma. Um leið væri hægt að semja um ákveðnari ramma utan um starfsemina þannig að safnið verði virkara sem meginstöð samtíma- myndlistar með tilheyrandi upplýs- inga- og útgáfustarfsemi. Upphafssýningin á nýja staðnum er samvinnuverkefni þeirra Eyglóar Harðardóttur og Margrétar H. Blöndal. Það er að vísu stór spurning hvort um samsýningu sé að ræða eða tvær sérsýningar því báðar ganga þær vinkonur í smiðju hins ódýra efniviðar, minnugar þess að allt aðrir þættir en góður efniviður ákvarða gæði myndlistar. En svo fer að áhorfandinn kemst ekki hjá því að taka eftir þeim grundvallarmun að Eygló notar nær eingöngu reynslu- lausan efnivið sem uppistöðu í sínum verkum meðan allt sem Margrét fæst við er gengið í endurnýjun líf- daga, stundum eftir illa og lítt virðu- lega meðferð. Það þýðir ekki að verk Eyglóar séu merkingarrýr; öðru nær. Form- gerð hennar hefur sterka skírskotun í arkitektúríska módelgerð, einkum austurlenska. Maður sér fyrir sér ziggúröt Mesópótamíu til forna, eða tíbesk klaustur og kantonskar blokkaríbúðir. En það væri að gleyma mikilvægum þætti í gerð þessara verka að líta bara á heildina. Eygló er mjög upptekin af því að veiða vindinn í net sín, eins og Steinn hefði orðað það svo skáldlega. Skuggabrigði innan í smíðinni, eða á vegg, sem orsakast af fölu endur- kasti gagnkvæmra lita, ljósmynd af kanínum sem líkjast stjórnmála- mönnum og lithringir sem láta eftir sig augnabliksandstæður sínar sem leiftur á veggnum við hliðina, eða pólskt ljóð sem liggur ofan á einu verkinu, gefur til kynna margræðni þeirra hughrifa sem Eygló fangar í margræðum samsetningum sínum. Yfirskrift sýningarinnar – Skynj- anir sem sýnast – á ekki síður vel við verk Margrétar en Eyglóar. Þétting og þensla hugmynda sem Walter Benjamin talaði um að ættu sér stað kringum hlutina líkt og stjörnumerki út frá einstökum stjörnum, virðist einmitt ljá splundurslitrum hennar sinn sérkennilega kraft. Þetta drasl sem er ekki neitt neitt, og engan veg- inn brúklegt lengur vegna slits, óhreininda, upplitunar og svitalykt- ar, öðlast allt í einu upphafið hlut- verk í listinni vegna þess að það býr yfir svo mikilli sögu, reynslu, eða hvað við viljum kalla það þegar ótal manns hafa hnoðast með og jaskað út hlutunum. Eins og með slitnu bullurnar hans van Gogh, sem voru Heidegger svo hjartfólgnar, skortir samtíning Mar- grétar eigendasögu. Það virðist þó hvergi draga úr þeirri útgeislun sem stafar frá þessu tætta samsafni. Til- finning listakonunnar fyrir dreifingu jafnólíkra efnisþátta og upplitaðra svampbúta með skrúfuðum töppum, röndótts dínudúks og tekkfótar und- an hægindastól, út frá stórri ljós- mynd af syni sínum, þar sem hann hnoðast á náttfötunum uppi í rúmi, virðist vera meginástæðan fyrir því að tætingurinn gengur upp. Það er gaman að sjá með hve miklu frelsi og fantasíu þær Eygló og Margrét opna hin nýju salarkynni Nýlistasafnsins. Saman eða sér? MYNDLIST Nýlistasafnið Til 14. apríl. Opið miðvikudaga til sunnu- daga frá kl. 13–17. BLÖNDUÐ TÆKNI EYGLÓ HARÐARDÓTTIR & MARGRÉT H. BLÖNDAL Halldór Björn Runólfsson Frá opnunarsýningu Eyglóar Harðardóttur og Margrétar H. Blöndal í nýju húsnæði Nýlista- safnsins við Vatnsstíg. KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur vortónleika sína í Lista- safni Íslands í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Síðastliðið haust varð mikil endurnýjun í kórnum og hefur kórinn því æft í tveimur hópum í vetur, eldri og yngri fé- laga. Syngja þeir hvor fyrir sig þjóðlög, madrígala og mótettur frá ýmsum tímum. Í lok tónleikanna sameinast kórsöngvararnir í argentínska tónverkinu „Missa criolla“ eftir A. Ramírez. Í því verki syngja kór- félagar einsöng, Heiða Njóla Guð- brandsdóttir leikur á sembal, Jón Rafnsson á kontrabassa, Eggert Pálsson, Magnea Gunnarsdóttir og Rúna Esradóttir á margvísleg slagverkshljóðfæri. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Kór MR í Listasafni Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.