Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ rúst á tuttugustu öldinni. Í fyrra skiptið 1923 í öflug- um jarðskjálfta og miklum eldum sem fylgdu í kjöl- farið og síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Á yfirborðinu lítur allt vel út. Um stræti Tókýó keyra risastórar glæsibif- reiðar, flestar innlendar en einnig dýrustu gerðir þýskra eðalvagna. Fjöldi breiðstræta er með inn- fluttum og innlendum munaðarvarningi í hundr- uðum búða. Allir eru óað- finnanlega klæddir, bygg- ingarnar glæsilegar, strætin tandurhrein, ann- ar hver maður með hvíta hanska. Heit handklæði eru á lofti við öll hugsanleg tækifæri, seturnar á sal- ernunum heitar. Það er enginn skítugur í Japan. Hægt að stilla klukkuna eftir hraðlestunum. Allt virkar, hvergi sést neitt bilað. Allir fram úr hófi kurteisir og bjóða bros- andi góðan daginn „ohayoo gozaimas“ eða góða nótt „oyasumi nasai“. Ís- lendingarnir eru fyrr en varir ósjálf- rátt líka farnir að hneigja sig og beygja fyrirvaralítið. Þótt fjallað hafi verið um efnahags- lífið í Japan í MBA-náminu, sérstak- lega í námskeiðinu um aðþjóðavið- skipti, þá dýpkaði sá skilningur verulega í ferðinni. Hópurinn heim- sótti fjármálafyrirtæki og verslunar- ráð í Japan í þeim tilgangi að skyggn- ast inn í japanska hagkerfið og óhætt er að segja að margt kom íslenskum verðbólgubörnum spánskt fyrir sjón- ir. Efnahagsvandi Þjóðarframleiðsla á mann í Japan er enn ein sú hæsta í heimi en þrátt fyrir allt ríkidæmið stefnir í óefni. Hallinn á ríkissjóði er nær óviðráð- anlegur, ríkið væri sennilega gjald- þrota ef það hefði ekki nær ótak- markaðan aðgang að sparifé lands- manna á nánast 0% vöxtum. Og það er til nóg sparifé. Japanir spara og spara, eyða miklu minna en þeir afla. Í þessari sparsemi er stór hluti efna- hagsvandans fólginn, það er enginn reiðubúinn að kaupa allt það sem Karlmaður í gömlum japönskum búningi. Hefðin fyrir að klæða sig í þjóðbúning er ekki sterk. ÞÓTT sumum þyki hið ís-lenska þjóðfélag breytasthratt, sem það vissulegagerir, eru breytingarnarvíða í Asíu miklu stórfeng- legri. Þjóðfélögin verða sífellt vest- rænni sem sést glöggt á stórhýsum, alþjóðlegum verslanakeðjum og bandarískum skyndibitastöðum. Í því skyni að kynnast viðskiptaháttum, menntun og menningu þessara landa fór hópur MBA-nema frá Háskóla Ís- lands í upphafi árs í tveggja vikna ferð til Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor skipulagði ferðina og var fararstjóri. Óhætt er að segja að skilningur á efnahags- og mannlífi í Asíu hafi dýpkað stórkostlega við að upplifa mannlífið, skoða fyrirtæki og stofnanir og hlusta á erindi fjölda manns. Verður nú greint frá því helsta sem bar fyrir augu og eyru. Malasía, þjóðfélag á þeysireið Fyrsti áfangastaður hópsins var Kuala Lumpur, stærsta borg Malas- íu. Uppbygging er mikil í Kuala Lumpur þar sem fjárfesting alþjóð- legra fyrirtækja hefur verið afar mik- il síðustu ár og gleggsta merkið er að allar stærstu hótelkeðjur heims eru að byggja háa skýjakljúfa í miðborg- inni. Stjórnvöld í Malasíu standa einnig í miklum stórræðum á stóru landsvæði sunnan borgarinnar þar sem verið er að byggja frá grunni tvær borgir: stjórnsýsluborgina Put- rajaya og hátækniborgina Cyberjaya. Putrajaya er ætlað að verða mið- stöð opinberrar stjórnsýslu í landinu og til að ná þeim tilgangi verða allar ríkisstofnanir fluttar þangað. Við uppbyggingu borgarinnar hefur engu verið til sparað. Stjórnarráðið sjálft er stór bygging í miðju hverfisins með turni á þakinu með útsýni í allar áttir yfir hverfið. Þar eyðir forsætis- ráðherra landsins vinnudeginum, en frítímanum eyðir hann í glæsilegri höll skammt frá. Á meðan býr hluti af íbúum Kuala Lumpur borgar í ryðg- uðum bárujárnskofum. Almúginn lætur sér þetta þó vel lynda því þessi forsætisráðherra þykir mikið örlátari í þeirra garð en sá sem á undan var og tekur sér ekki alveg eins mikið úr rík- iskassanum og forveri hans gerði. Vestrænar hugmyndir um stjórn- málasiðferði eiga ekki enn uppá pall- borðið í Malasíu. Það er ekki bara búið að byggja húsnæði fyrir veraldlega umsýslu. Í Putrajaya hefur hin andlega umsýsla ekki gleymst. Hægt er að finna bæna- hús fyrir búddista, hindúa og músl- íma. Í borginni er stórbrotin moska sem galvaskir Íslendingar voru spenntir að skoða. Fósturlandsins Freyjur lentu þó fljótt í vandræðum bæði vegna of efnislítils klæðnaðar og hársins sem þurfti að fela undir fag- urbleikum skuplum. Meðal múslima er hár kvenna talið mesta prýði þeirra, enda hrafntinnusvart, sítt og fallegt. Slíka fegurð þarf að fela til að trufla ekki einbeitingu karlmanna við bænaiðkun. Eitt þarf svo yfir allar konur að ganga. Hátæknisamfélag Markmið stjórnvalda í Malasíu með hátækniborginni Cyberjaya er að byggja upp upplýsingasamfélag. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé aðal- sprautan á bak við þetta verkefni er það stutt af viðskiptalífinu og drifið áfram af fjárfestingu fjölþjóðlegra fyrirtækja. Verið er að byggja upp svokallaðað Multimedia Super Corridor (MSC), 750 ferkílómetra hátæknisamfélag sem ætlað er að breyta félagslegu- og hagrænu landslagi Malasíu frá því að vera landbúnaðar- og framleiðsluhag- kerfi yfir í þekkingarhagkerfi. MSC á að fleyta Malasíu inn í upp- lýsingaöldina. Framtíðarsýn Malas- íustjórnar er að vera búin að upplýs- ingatæknivæða landið allt árið 2020. Verið er að byggja upp viðskiptamið- stöðvar, hraðbrautir, nútímaíbúðar- húsnæði, verslanamiðstöðvar, stór- markaði og afþreyingarsvæði. Upplýsingatæknilög og reglugerðir, skattalegir hvatar og fleira í stefnu stjórnvalda eiga svo að styðja við þessa uppbyggingu. Með þessu ein- stæða hátæknisamfélagi reynir Mal- asíustjórn að laða að stærstu upplýs- ingatæknifyrirtæki heims. Tilraunin virðist vera að bera ár- angur. Á þessu svæði hafa nú þegar safnast saman nokkur hundruð fyr- irtæki, þar af um 50 alþjóðleg þrátt fyrir að fyrsta skóflustungan hafi ver- ið tekin fyrir aðeins 5 árum. Í tengslum við þetta átak hefur orðið stórkostleg fjölgun háskólanema í námi tengdu upplýsingatækni. Mal- asía er að mennta 100.000 manns í tölvunarfræðum til þess að geta þjón- að þessum tæknifyrirtækjum og öðr- um sem á eftir kunna að koma. Malasía er komin af stað á þeysi- reið inn í öld upplýsingatækninnar þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar lifi enn á landbúnaði, að mestu pálma- olíu og gúmmíi, við aðstæður sem ættu að mörgu leyti betur heima á 19. öldinni. Japan vantar eyðsluklær Frá Malasíu var haldið til Japan. Í hugum margra er gamla Japan sveip- að dýrðarljóma. Fallegar fölmálaðar konur gangandi um í kímónó með uppsett hárið, karlmenn í stríðsklæð- um shogun og samurai-ar eins og við þekkjum úr bíómyndum, húsin lág- reist úr timbri og skrautleg Búdda- hof. En í Tókýó er ekki mikið af gamla Japan að sjá ef frátaldar eru konur á stangli í kímónó og endur- reist Búddahof í gömlum stíl. Tókýó var tvisvar sinnum svo gott sem lögð í þjóðin getur framleitt, eftirspurn er allt of lítil. Þjóðin eldist hratt og allir vilja eiga nóg til elliáranna. Banka- kerfið stendur, ef eitthvað er, enn ótraustari fótum en ríkissjóður. Gíf- urlegar fjárhæðir hafa verið veittar að láni til að halda vonlausum fyrir- tækjum gangandi árum saman. Það liggur í loftinu að stór hluti þessara lána verður aldrei endurgreiddur og afföllin munu þurrka út eigið fé bankakerfisins. Veð í fasteignum duga skammt því að verð þeirra hefur hrunið á síðustu árum. Risavaxnar fyrirtækjasamsteypur teygja anga sína út um allt. Reksturinn er svo flókinn að ógjörningur virðist að átta sig á stöðu þeirra en margt bendir til að sumar þeirra standi á brauðfótum. Það þarf að taka til í stórum hluta efnahagslífsins og stokka heilu at- vinnugreinarnar upp. Við hlið skil- virkustu bíla- og raftækjaverksmiðja í heimi starfar verst rekni landbún- aður í heimi. Verndaður í bak og fyrir. Smásala er lítið betur rekin og flækt í reglugerðavef sem á fáa sína líka. Til- gangurinn virðist einkum vera að vernda einyrkja í stéttinni. Verðlag í Japan er eftir þessu. Ódýr raftæki en flest annað rándýrt, jafnvel frá sjón- arhóli innkaupaglaðra Íslendinga sem eru ýmsu vanir. Árin frá stríðslokum til upphafs tí- unda áratugarins voru einstök vel- sældarár fyrir Japan. Landið reis úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar og byggði upp hverja atvinnugreinina á fætur annarri sem lögðu undir sig heimsmarkaðina. Japanska efna- hagsundrið skelfdi önnur iðnríki, nær ómögulegt virtist að keppa við Japani í framleiðslu. Japanskar ofurverk- smiðjur með ofurstarfsmönnum sem unnu myrkranna á milli hratt og fum- laust bjuggu til óaðfinnanlegar há- tæknivörur sem flæddu yfir heims- byggðina. Bestu fyrirtækin eins og Sony og Toyota áttu vart neinn sinn líka. Út- flutningsvélin gekk svo vel að Japanir eignuðust sífellt digrari sjóði erlend- is. Gátu jafnvel strítt óttaslegnum Bandaríkjamönnum með því að kaupa af þeim sum helstu kennileiti landsins, fræg fyrirtæki og bygging- ar. Japanski hlutabréfamarkaðurinn virtist bara geta farið í eina leið, upp, og sömu lögmál virtust gilda um fast- eignaverð. Þrátt fyrir stöðnun í áratug eru Japanir þó enn forrík þjóð. Japanska útflutningsvélin hefur lítið hikstað, Sony og Toyota eiga enn enga sína líka og sjóðir Japana erlendis verða sífellt digrari, þeir flytja mun meira út en inn. Toyota og bílaverksmiðjurnar Farið var með Shinkansen-hrað- lestinni frá Tókýó til borgarinnar Nagoya í þeim tilgangi að skoða bíla- verksmiðjur Toyota. Borgin Nagoya er fjórða stærsta borg í Japan. Hún er mikil iðnaðarborg og er höfnin í Nagoya ein sú stærsta í Japan. Í mið- borginni eru eins og víðast hvar hótel, veitingastaðir og verslanir en þegar betur var að gáð kom í ljós feykilega stór „borg undir borginni“ nokkurs konar neðanjarðarborg þar sem úði og grúði af verslunum og veitinga- stöðum. Toyota er borg nálægt Nagoya og þar eru staðsettar 12 verksmiðjur. Við skoðuðum eina þeirra, Takaoka verksmiðjuna, en þar eru framleiddar tegundir eins og Corolla og Yaris auk tegunda sem eingöngu eru smíðaðar fyrir Japansmarkað. Verksmiðjan hóf framleiðslu árið 1966 og hefur fram- leitt til ársins 2001 20 milljónir bíla. Verksmiðjan er staðsett nálægt öðr- Spennandi skoðunar- ferð til Asíu Kinkakuji-hofið. Tvær efri hæðirnar eru þaktar 18 karata gulli. Götumarkaður. Matvæli eru dýr í Japan en raftæki ódýr.Japönsk ungmenni klædd hefðbundum kimono-fatnaði. Hraðar breytingar hafa orðið víðast hvar í Asíu und- anfarna áratugi og verða þjóðfélögin sífellt vestrænni þó enn séu áhrif austrænnar menningar og sögu sterk. Nemar í MBA-námi við H́áskóla Íslands kynntu sér undur Austurlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.