Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 9 Nota›u frípunktana í sólina á›ur en fleir ver›a a› engu (ekkert punktalágmark). dæmi Hva› átt flú marga frípunkta? Far›u á www.frikort.is, kanna›u punktastö›una og flú ert komin(n) hálfa lei›. Pala di m Dom Pa nc h o Fríkorti› hættir a› veita punkta 1. júní, en hægt er a› njóta punktanna út ári› 2002. Fríkorti› kve›ur! Tilbo›i› gildir í eftirtaldar fer›ir til Portúgals me› Úrvali Úts‡n á Paladim og Plúsfer›um á Dom Pancho: 21. maí*, 28. maí, 2. júlí, 23. júlí, 6. ágúst, 20. ágúst, 3. september og 17. september. Takmarka› sætaframbo›. Sími 535 2100 Sími 585 4000 33.00030.000 frípunktar= kr. *eingöngu hjá Plúsfer›um Frábært Fríkortstilbo› til Portúgals. Tvöfalt ver›gildi frípunkta. MIKIÐ var um að vera á hafnar- bakkanum í Þorlákshöfn í lok vik- unnar. Á nýju og stóru plani við nýju tollafgreiðsluna var búið að koma fyrir haugum af áburðarpokum og uppskipun í fullum gangi. Stefán Símonarson, framkvæmda- stjóri Áburðarsölunnar Ísafold sem er í eigu Kaupfélags Árnesinga sagði, að þeir væru að taka á móti 2300 tonnum af áburði sem kæmi frá Eystrasaltsríkjunum. Von er á öðru skipi með annað eins. „Þessi áburður verður allur blandaður í Þorlákshöfn ásamt einhverjum lager sem við eig- um frá því í fyrra. Við erum búnir að koma upp blöndunarverksmiðju í gömlu mjölhúsum sambandsins sem nú er í eigu Jarðefnaiðnaðar. Búið er að prufukeyra og allt virkaði vel svo blöndunin hefst á fullu fyrir helgi. Reikna má með að 6 – 8 manns fái atvinnu við blöndunina,“ sagði Stef- án. Á föstudagsmorgun voru starfs- menn Kuldabola komnir á fullt við að losa annað skip sem komið var með fullfermi af áburði. Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kuldabola, sagði að þeir væru að skipa upp fyrir Sláturfélag Suður- lands sem keypti áburðinn tilbúinn frá Norsk Hydro. Sláturfélag Suður- lands er sölu- og dreifingaraðili hér á landi og fer áburðurinn beint á bíla og burt frá Þorlákshöfn. Guðmund- ur sagði að þeir tækju alls á móti um 5000 tonnum. Ósekkjaður áburður Þriðji aðilinn sem flytur áburð til landsins er Áburðaverksmiðjan í Gufunesi og skipar fyrirtækið öllum sínum áburði upp í Gufunesi. Sig- urður Þór Sigurðsson starfandi framkvæmdastjóri sagði að fyrir- tækið flytti inn 25 – 30 þúsund tonn til að blanda í þann áburð sem þeir framleiða í sinni verksmiðju. Áburð- arverksmiðjan flytur inn ósekkjaðan áburð og segjast spara verulega þannig. Að sögn Sigurðar er áburð- arverksmiðjan með um 70% af markaðnum í sölu til bænda lands- ins. Samkeppni á áburðarmarkaði Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Skógur áburðarpoka er á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. Þrjú fyrirtæki flytja inn áburð Þorlákshöfn. Morgunblaðið. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur óskað eftir því að 26 ára ís- lenskur karlmaður verði framseld- ur frá Hollandi vegna gruns um aðild hans að smygli á verulegu magni fíkniefna hingað til lands, m.a. á fimm kílóum af amfetamíni. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þrjú fíkniefnabrot hér á landi en maður sem hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnainnflutning hefur m.a. borið að hann hafi aðstoðað við að útvega fíkniefnin. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu óskaði ríkissaksóknari eft- ir því við ráðuneytið að það hefði milligöngu um að maðurinn yrði framseldur hingað frá Þýskalandi, í júlí í fyrrasumar. Þar að baki lágu ákærur og grunsemdir um aðild hans að nokkrum fíkniefna- brotum. Í janúar bættist enn eitt brotið við en þá var lagt hald á um fimm kíló af amfetamíni hér á landi. Fjögur voru í gæsluvarð- haldi um tíma og mun ein þeirra vera systir mannsins. Sá sem sá um sölu og dreifingu efnisins bar fyrir dómi að maðurinn hefði út- vegað amfetamínið, 300 grömm af kókaíni og ótiltekið magn e-taflna. Þessu afbroti var því bætt inn á listann yfir ástæður fyrir framsali. Hinn 14. febrúar sl. handtók hol- lenska lögreglan hann á Schipol- flugvelli í Amsterdam. Þegar nafn hans var slegið inn í Schengen- upplýsingakerfið kom í ljós að hann var eftirlýstur af íslenskum stjórnvöldum sem var tilkynnt um handtökuna. Maðurinn kom fyrir dóm í Hollandi á miðvikudag þar sem framsalsbeiðnin er til með- ferðar. Mun hann hafa mótmælt kröfunni. Óskað eftir framsali vegna amfeta- mínsmygls 25 ÖKUMENN voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Holta- vörðuheiði á föstudag. Ein bif- reiðin mældist á 130 km hraða en flestir þeirra sem voru stöðvaðir voru á 110 til 120 km hraða. Leyfilegur ökuhraði þarna er 90 km við bestu hugs- anlegu aðstæður. Að sögn lögreglunnar í Hólmavík er ekki um neitt sér- stakt átak lögreglunnar að ræða heldur er hún að reyna að sporna við slysum og virðist ekki vanþörf á, miðað við hrað- ann sem var á mönnum. Hraðakstur á heiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.