Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 25 HINN 9. apríl árið 1963 urðu garðeig- endur á Suður- og Vesturlandi fyrir slæmum skelli. Vorið hafði komið einstaklega snemma þetta ár og bæði febrúar og mars voru óvenjulega mildir. Vissulega kunni fólk vel að meta þessi hlýindi og hnusaði út í loftið til að finna ljúfan trjáilminn sem þegar var farinn að gera vart við sig. En þennan örlagaríka dag breytt- ist allt. Skyndilega féll hitinn niður um 15–16 gráð- ur á 10 tímum eða svo og afleiðingin lét ekki á sér standa: Aspir um allt Reykjavíkursvæðið, Suður- og Vesturland stráféllu í þúsundatali. Nú voru góð ráð dýr og ungur skógfræðingur var sendur út af örkinni til að leita uppi aspir sem gætu staðist veðurfar þessarar harðbýlu eyju okk- ar í norðri. Þær fann hann í Alaska og hafði með sér heim en þessar aspir eru stofninn í asparrækt hérlendis nú. Nú, 40 árum síðar, vofir ný ógn yfir öspum á Suður- og Vesturlandi. Að þessu sinni eru það ekki kuldaköst, sem hrjá þessar reisulegu plöntur, held- ur illvígur trjásjúkdómur – asparryð. Aftur 40 ár- um síðar er skógfræðingurinn kallaður öspinni til bjargar. Reyndar er hann ekki svo ungur lengur; hárin hafa gránað og eiginlega er hann sestur í helg- an stein en kunn- áttan er enn til staðar. „Við tökum greinar af kven- trjám sem hafa þolað þetta en það er aðallega ein ösp sem er kölluð Súla. Og svo tökum við karltré sem hafa reynst nokkuð vel, einkum einn kall sem heitir Sæland og svo heitir nú annar Haukur,“ segir hann hálfaf- sakandi. „Er það í höfuðið á þér?“ spyr ég vit- andi um svarið. „Já, ætli það ekki en ég skil það nú ekki,“ segir hann lítillátur. „Svo víxlum við þessu öllu saman.“ Haukur Ragn- arsson er hér að lýsa hvernig þær kynbætur á Alas- kaöspinni fara fram sem hann og félagar hans hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá eru uppteknir við þessa dagana. Kollegi hans, Guð- mundur Halldórsson, sem er okkur til halds og trausts í viðtalinu, útskýrir nánar í hverju kynbæt- urnar eru fólgnar: „Þessi sjúkdómur kom til lands- ins árið 1999 og þá tóku menn strax eftir því að það var aðeins misjafnt hversu vel trén stóðu sig – sum tré sluppu alveg. Svo höfum við prófað mismunandi klóna með það fyrir augum að kanna hverjir eru sérstaklega þolnir gegn þessum sjúkdómi. Við vit- um að það eru einhver gen í þessum öspum sem valda því að þær sleppa en aðrar ekki. Núna erum við búnir að skoða þetta og það voru bara þrír klón- ar sem komu vel út og við höldum að séu með ein- hver svona verðmæt gen í sér. Með þessum víxl- unum erum við að reyna að ná þessum verðmætu genum og sameina þau með góðum genum úr öðr- um öspum sem við höfum séð að standa sig vel að öðru leyti, eru falleg garðtré, kelur ekki og annað slíkt.“ Þetta klónatal gerir mig alveg ringlaða og helst tengi ég það við ána Dollý sem hlaut heimsfrægð fyrir að hafa verið tvöfölduð með hávísindalegum aðferðum. Það kemur í ljós að samlíkingin við Dollý er ekki svo vitlaus. „Þetta er einræktun,“ segir Haukur og heldur áfram: „Einstaklingunum er einfaldlega fjölgað með því að þeir eru klipptir niður. Þetta er í rauninni allt sami einstaklingur og við köllum þetta klóna.“ Skógræktin er Hauki í blóð borin því faðir hans, Ragnar Ásgeirsson, nam garðyrkju í Danmörku í byrjun aldarinnar. „Það er svona ýmislegt sem maður kann að hafa frá foreldrunum. Pabbi hafði sérstaklega mikinn áhuga á málaralist. Hann var samtímis Jóhannesi Kjarval í Kaupmannahöfn og þeir urðu miklir vinir. Fyrir bragðið eignaðist pabbi býsna mikið af verkunum hans, bæði keypti og fékk líka í gjafir. Það var löngu áður en Kjarval varð frægur, þá kunnu fæstir að meta hann. Þann- ig að ég á dágott safn af myndum eftir hann.“ Ég er ennþá með hugann við guðsgrænan gróð- urinn og spyr hvort hann eigi einhverjar skóg- myndir eftir Kjarval. „Jú, Reynivið og eitt fallegt tré frá Dyrehaven sem hann málaði 1917,“ svarar Haukur. „Kjarval seldi Einari Benediktssyni skáldi þessa mynd en þegar tók að halla undan fæti hjá Einari fór hann að selja hluti og þá keypti pabbi myndina af honum.“ – Kjarval var kannski meira í hrauni og mosa- gróðri? „Já, seinni árin kannski. Eigum við ef til vill að fara með hana upp í hús?“ Spurningunni er beint að Guðmundi og til allrar hamingu er hann til í að fara með hana upp í hús svo við örkum út. Á bæjarhellunni er skál með kattarmat og Guð- mundur upplýsir að þetta sé fyrir aðvífandi gesti. „Skógurinn er fullur af villiköttum,“ segir hann. Haukur bætir við að þeir éti þá ekki þrestina. Þegar inn er komið blasir við hver frummmynd- in af annarri, flestar eftir Kjarval og maður fyllist lotningu yfir því að öll þessi dýrð geti leynst inni á heimili venjulegs fólks. Í einu herberginu er fjöld- inn allur af rauðkrítarmyndum sem Haukur segir að enginn hafi viljað sjá. Ein húsamynd fangar at- hyglina og það upplýsist að Kjarval hafi lítið verið gefinn fyrir að mála myndir af húsum eftir að heim kom. „Nema eftir pöntunum,“ segir Haukur. „Og þá vandaði hann sig ekkert. Einhverju sinni fékk maður nokkur hann til að mála fyrir sig og borgaði vel fyrir og þetta varð gullfallegt málverk. Svo skyndilega í lokin klessti hann húsinu á miðja myndina og þar með var hún ónýt.“ Við göngum inn í herbergi sem er þakið bókum á tvo veggi. Í miðri bókahillu stendur altaristafla, sem greinilega er komin til ára sinna. „Hún er úr Miklagarðskirkju í Eyjafirði sem var lögð niður í kringum 1920 og þá var þetta var selt á uppboði fyrir slikk.“ Haukur upplýsir að taflan hafi verið í hálfgerðu drasli þegar faðir hans eignaðist hana en þá lá hún við dyrnar á prentverki kunningja hans. „Hann hafði sagt að sá maður sem keypti þetta á uppboðinu hefði ætlað að breyta þessu í bollaskáp,“ segir Haukur sem veit ekki nákvæmlega hversu gömul taflan er en telur að hún sé frá 18. öld. „Hér er gamalt söðuláklæði,“ segir Haukur og bendir á fagurlega ofið teppi sem er farið að láta á sjá. „Þetta er svolítið músétið en pabbi fékk þetta á Hvammstanga. Hann rakst á þetta uppi á lofti í verslunarhúsi þar og fékk þetta í skiptum fyrir hálfan útsæðispoka. Það var enginn sem kærði sig um þetta.“ Á vegg gegnt bókunum er hins vegar fjöldi mynda sem Haukur upplýsir að séu eftir Gunnlaug Schev- ing, sem einnig var heimilisvinur í tíð föður hans, og ætlaðar voru í Grettissögu. Í forstofunni er fallegt málverk af ungum dreng. „Þetta er mynd af mér eft- ir Gunnlaug,“ segir Haukur. „Ætli þetta hafi ekki verið á útmánuðum 1939, ég var á tíunda ári. Ég man svo vel að ég var að lesa Egilssögu og honum fannst ég vera svolítið órólegur við lesturinn. Mamma setti þessa mynd inn í skáp með þeim orðum að ég hefði verið fallegur drengur,“ segir hann og brosir að til- hugsuninni um að móður hans, Grethe Harne Ás- geirsson, hafi ekki fundist honum gert nægilega hátt undir höfði á málverkinu. Við kveðjum heimili Hauks og förum aftur niður í skógrækt þar sem ég þigg kaffi meðan við spjöll- um við staðarhaldarann Kjartan. Hann tekst allur á loft þegar hann heyrir að skrifa eigi grein um Hauk og asparverkefnið sem honum finnst ævin- týri líkast. „Maður hélt að flugurnar og vindurinn sæju bara um þetta en Haukur er jafn góður og hver fluga!“ Jafn góður og hver fluga Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur HAUKUR RAGNARSSON: Sendur út af örkinni árið 1963 til að sækja aspir. Morgunblaðið/Þorkell ben@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir ALTARISTAFLAN ÚR MIKLAGARÐSKIRKJU: Lá í drasli þar til kunningi föður Hauks gaf honum hana með þeim orðum að til hefði staðið að breyta henni í bollaskáp. MÁLVERK GUNN- LAUGS SCHEVING af Hauki 10 ára gömlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.