Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI í heilbrigðis-iðnaði hafa verið töluvertáberandi undanfarin miss-eri. Þeirra stærst er lík-lega Íslensk erfðagreining en fyrirtækið hefur verið mikið í um- ræðunni undanfarið. Fyrirtækið Össur hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir frumkvöðlastarf í stoðtækjaframleiðslu og Flaga fyrir framleiðslu tækja til svefnrann- sókna. Þá hafa lyfjafyrirtæki eins og Delta og Pharmaco vaxið á ótrúleg- um hraða og lengi mætti áfram telja. Fyrir nokkrum árum mátti telja fyrirtæki sem störfuðu á sviði heil- brigðis-, lyfja- og líftækni á fingrum annarrar handar en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað stöðugt. Nú er svo komið að skilgreint hefur ver- ið sérstakt svið sem á við fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og hefur starfssvið þeirra verið kallað einu nafni heilbrigðisiðnaður. Hingað til hefur ekki verið ljóst hvert framlag fyrirtækja á sviði heil- brigðisiðnaðar til íslenska hagkerf- isins hafa verið. Staða heilbrigðisiðnaðar metin Í marsmánuði kom út skýrslan „Efnahagsleg áhrif heilbrigðis- og líftækni á íslenska hagkerfið“, unnin af Ólafi Sigurðssyni hjá Talentu fyr- ir Heilbrigðistæknivettvang. Í skýrslunni leynast margvíslegar vís- bendingar um stöðu og vöxt þess- arar nýju atvinnugreinar sem og framlag hennar til hagkerfisins. Heilbrigðistæknivettvangur (HTV) stóð að gerð skýrslunnar en að honum standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, iðnaðarráðu- neytið, Rannsóknarráð Íslands, Samtök iðnaðarins og Heilbrigðis- tæknifélag Íslands. HTV var stofnaður í mars 2000 og er meginhlutverk hans að hvetja fyr- irtæki, stofnanir og einstaklinga til aukins innlends og erlends sam- starfs á sviði heilbrigðistækni, að sögn Halldórs Péturs Þorsteinsson- ar, verkefnisstjóra HTV. Hann segir að tilkoma vettvangsins hafi auð- veldað fyrrnefndum aðilum að koma á samstarfi með formlegum hætti. Þá hafi verið lögð sérstök áhersla á erlent samstarf. „Nýlega var stofnaður, að frum- kvæði HTV, norrænn hópur, með fulltrúum allra Norðurlandanna, sem hefur það að markmiði að auð- velda fyrirtækjum á sviðinu að finna samstarfsaðila og ekki síst söluleiðir fyrir vörur sínar,“ segir Halldór. Hann segir að á því einu og hálfa ári sem HTV hafi verið starfræktur, hafi ekki mikið verið sóst eftir fjár- styrkjum til vettvangsins þrátt fyrir að eitt af hlutverkum hans sé að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum fjárstyrki í nýjar verk- efnahugmyndir á þessu sviði. Skýr- ingin sé e.t.v. sú að ekki séu stórar fjárhæðir í boði og fyrirtækin séu til- tölulega vel stæð. „Það eru þó örugglega einstaklingar sem eru að vinna í heilbrigðiskerfinu og hafa góðar hugmyndir sem eiga erindi til okkar og eru upphaf að einhverju stærra,“ segir Halldór. Ótvíræð jákvæð áhrif á vinnumarkað Í fyrrnefndri skýrslu segir að markaðsverðmæti skráðra fyrir- tækja í heilbrigðisiðnaði á Íslandi sé um 92 milljarðar króna og óskráðra fyrirtækja um 15 milljarðar. Heild- arverðmæti fyrirtækja sem starfa á þessu sviði sé því u.þ.b. 107 millj- arðar króna. (Þau fyrirtæki sem skýrsluhöfundur fjallar um má sjá á meðfylgjandi lista). Fullyrt er í skýrslunni að nýsköp- un í heilbrigðisiðnaði hafi haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan vinnumark- að. Því til stuðnings er bent á að alls hafi um 1.500 manns starfað beint við heilbrigðisiðnaði hérlendis árið 2000, í tæplega 60 einkafyrirtækj- um, og 150 að auki hjá opinberum stofnunum. Fjöldi starfsmanna á þessu sviði var 484 árið 1997 og hef- ur því þrefaldast á þremur árum. Að mati skýrsluhöfundar hafa um 1.700 óbein störf myndast í tengslum við fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði svo alls er reiknað með að 3.300 ný störf hafi skapast vegna nýsköpunar á sviðinu. Það þýðir að tæplega 2% af vinnuafli þjóðarinnar starfa beint eða óbeint við heilbrigðisiðnað. Skýrsluhöfundur telur að heil- brigðisiðnaður hafi greitt 7,9 millj- arða króna í formi launagreiðslna ár- ið 2000 og er þar miðað við 2,4 milljónir króna í meðaltekjur. Þá hafi skatttekjur ríkis og sveitarfé- laga af þessum launþegum numið um 3 milljörðum króna á sama ári og aukist töluvert frá ári til árs. Tekjur ríkisins hafi verið 2 milljarðar en sveitarfélaga 1 milljarður. Veltan vaxið um 6 milljarða á þremur árum Heildarvelta fyrirtækja án virðis- aukaskatts í heilbrigðisiðnaði var 10,9 milljarðar króna árið 2000 og hafði þá vaxið um tæpa sex milljarða króna á þremur árum. Nákvæmar tölur um stöðu greinarinnar árið 1997 liggja ekki fyrir en samkvæmt samantekt sem unnin var það ár var velta fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði um 5 milljarðar króna það árið, segir í skýrslunni. Meðalvöxtur heilbrigðisiðnaðar var 35,5% á árunum 1998 til 2000 en til samanburðar var vöxtur fiskveiða á sama tímabili neikvæður um rúm 7% (sjá töflu). Tölur fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2001 gefa til kynna að lítið hafi dregið úr þeim vexti sem einkenndi greinina á árunum 1998 til 2000. „Að því gefnu að sambærilegur vöxtur einkenni þessi fyrirtæki áfram má færa rök fyrir því að heild- arvelta fyrirtækja sem starfa í heil- brigðisiðnaði verði um 73 milljarðar árið 2005,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundur telur margt Heilbrigðisiðnaður í stöðugri sókn Fyrir 20 árum var varla talað um heilbrigðisiðnað sem atvinnugrein. Í dag er sú atvinnugrein einhver blómlegasti sproti íslensks atvinnulífs, ef marka má niðurstöður nýrrar samantektar um stöðu hennar. Ragna Sara Jónsdóttir gluggaði í nýút- komna skýrslu um efnahagsleg áhrif heilbrigð- isiðnaðar á íslenskt hagkerfi. Morgunblaðið/Kristinn                              !  "  #$ % !  "   ! & ' #()*% +,      - ./)/ 0&  # &   $  &  & - &  123 .!  - &   '    &,  *, 4  5 * !    !    6  7,  6 78 , 6 78 ,                       1 & ,   1 & ,   1 & ,   1 & ,   1 3  123  123        *,1 & ,  *,1 & ,  ('' 9   ('' 9   6 & :    ;   7,     ;     ,/ *9 < & =>>=/                   ! "       $* ?@ )   & 1A, & 3   , & ,  &; & 6  7,     A   A 213  3&/< & /  2/ / !8&&  '  / & / , , , 8 #$ ##$% %$& '$ %$ $    '$ #$ $# $    %$ %$   $# $%            .................. Ú t f l u t n i n g s t e k j u r f y r i r t æ k j a í h e i l - b r i g ð i s i ð n a ð i á r i ð 2 0 0 0 v o r u 5 , 2 m i l l j a r ð a r k r ó n a . .................. .................. F j ö l d i s t a r f s m a n n a í h e i l b r i g ð i s i ð n a ð i h e f u r þ r e f a l d a s t á þ r e m u r á r u m .................. .................. M e ð a l v ö x t u r h e i l - b r i g ð i s i ð n a ð a r v a r 3 5 , 5 % á á r u n u m 1 9 9 8 t i l 2 0 0 0 ..................             ()       $* ?@ (  1  , ,  & /     & 1  3   23  6   A  * * B/CB> B/BD> B/BE> DEC D/>?C  & 13 & 3   =/DFF B/=>E B/BE> @=> @/CFC  C/=BF B/FCD B/DE@ @E= F/G?E  D/FEB =/DBE C/B@C FC> B>/GEB         *   @/FG= =/=@B C/F@F FC> B=/=B? +, # DB/EG? G/?ED =B/FDB B/>BD EC/DBG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.