Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 10

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI í heilbrigðis-iðnaði hafa verið töluvertáberandi undanfarin miss-eri. Þeirra stærst er lík-lega Íslensk erfðagreining en fyrirtækið hefur verið mikið í um- ræðunni undanfarið. Fyrirtækið Össur hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir frumkvöðlastarf í stoðtækjaframleiðslu og Flaga fyrir framleiðslu tækja til svefnrann- sókna. Þá hafa lyfjafyrirtæki eins og Delta og Pharmaco vaxið á ótrúleg- um hraða og lengi mætti áfram telja. Fyrir nokkrum árum mátti telja fyrirtæki sem störfuðu á sviði heil- brigðis-, lyfja- og líftækni á fingrum annarrar handar en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað stöðugt. Nú er svo komið að skilgreint hefur ver- ið sérstakt svið sem á við fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og hefur starfssvið þeirra verið kallað einu nafni heilbrigðisiðnaður. Hingað til hefur ekki verið ljóst hvert framlag fyrirtækja á sviði heil- brigðisiðnaðar til íslenska hagkerf- isins hafa verið. Staða heilbrigðisiðnaðar metin Í marsmánuði kom út skýrslan „Efnahagsleg áhrif heilbrigðis- og líftækni á íslenska hagkerfið“, unnin af Ólafi Sigurðssyni hjá Talentu fyr- ir Heilbrigðistæknivettvang. Í skýrslunni leynast margvíslegar vís- bendingar um stöðu og vöxt þess- arar nýju atvinnugreinar sem og framlag hennar til hagkerfisins. Heilbrigðistæknivettvangur (HTV) stóð að gerð skýrslunnar en að honum standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, iðnaðarráðu- neytið, Rannsóknarráð Íslands, Samtök iðnaðarins og Heilbrigðis- tæknifélag Íslands. HTV var stofnaður í mars 2000 og er meginhlutverk hans að hvetja fyr- irtæki, stofnanir og einstaklinga til aukins innlends og erlends sam- starfs á sviði heilbrigðistækni, að sögn Halldórs Péturs Þorsteinsson- ar, verkefnisstjóra HTV. Hann segir að tilkoma vettvangsins hafi auð- veldað fyrrnefndum aðilum að koma á samstarfi með formlegum hætti. Þá hafi verið lögð sérstök áhersla á erlent samstarf. „Nýlega var stofnaður, að frum- kvæði HTV, norrænn hópur, með fulltrúum allra Norðurlandanna, sem hefur það að markmiði að auð- velda fyrirtækjum á sviðinu að finna samstarfsaðila og ekki síst söluleiðir fyrir vörur sínar,“ segir Halldór. Hann segir að á því einu og hálfa ári sem HTV hafi verið starfræktur, hafi ekki mikið verið sóst eftir fjár- styrkjum til vettvangsins þrátt fyrir að eitt af hlutverkum hans sé að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum fjárstyrki í nýjar verk- efnahugmyndir á þessu sviði. Skýr- ingin sé e.t.v. sú að ekki séu stórar fjárhæðir í boði og fyrirtækin séu til- tölulega vel stæð. „Það eru þó örugglega einstaklingar sem eru að vinna í heilbrigðiskerfinu og hafa góðar hugmyndir sem eiga erindi til okkar og eru upphaf að einhverju stærra,“ segir Halldór. Ótvíræð jákvæð áhrif á vinnumarkað Í fyrrnefndri skýrslu segir að markaðsverðmæti skráðra fyrir- tækja í heilbrigðisiðnaði á Íslandi sé um 92 milljarðar króna og óskráðra fyrirtækja um 15 milljarðar. Heild- arverðmæti fyrirtækja sem starfa á þessu sviði sé því u.þ.b. 107 millj- arðar króna. (Þau fyrirtæki sem skýrsluhöfundur fjallar um má sjá á meðfylgjandi lista). Fullyrt er í skýrslunni að nýsköp- un í heilbrigðisiðnaði hafi haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan vinnumark- að. Því til stuðnings er bent á að alls hafi um 1.500 manns starfað beint við heilbrigðisiðnaði hérlendis árið 2000, í tæplega 60 einkafyrirtækj- um, og 150 að auki hjá opinberum stofnunum. Fjöldi starfsmanna á þessu sviði var 484 árið 1997 og hef- ur því þrefaldast á þremur árum. Að mati skýrsluhöfundar hafa um 1.700 óbein störf myndast í tengslum við fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði svo alls er reiknað með að 3.300 ný störf hafi skapast vegna nýsköpunar á sviðinu. Það þýðir að tæplega 2% af vinnuafli þjóðarinnar starfa beint eða óbeint við heilbrigðisiðnað. Skýrsluhöfundur telur að heil- brigðisiðnaður hafi greitt 7,9 millj- arða króna í formi launagreiðslna ár- ið 2000 og er þar miðað við 2,4 milljónir króna í meðaltekjur. Þá hafi skatttekjur ríkis og sveitarfé- laga af þessum launþegum numið um 3 milljörðum króna á sama ári og aukist töluvert frá ári til árs. Tekjur ríkisins hafi verið 2 milljarðar en sveitarfélaga 1 milljarður. Veltan vaxið um 6 milljarða á þremur árum Heildarvelta fyrirtækja án virðis- aukaskatts í heilbrigðisiðnaði var 10,9 milljarðar króna árið 2000 og hafði þá vaxið um tæpa sex milljarða króna á þremur árum. Nákvæmar tölur um stöðu greinarinnar árið 1997 liggja ekki fyrir en samkvæmt samantekt sem unnin var það ár var velta fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði um 5 milljarðar króna það árið, segir í skýrslunni. Meðalvöxtur heilbrigðisiðnaðar var 35,5% á árunum 1998 til 2000 en til samanburðar var vöxtur fiskveiða á sama tímabili neikvæður um rúm 7% (sjá töflu). Tölur fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2001 gefa til kynna að lítið hafi dregið úr þeim vexti sem einkenndi greinina á árunum 1998 til 2000. „Að því gefnu að sambærilegur vöxtur einkenni þessi fyrirtæki áfram má færa rök fyrir því að heild- arvelta fyrirtækja sem starfa í heil- brigðisiðnaði verði um 73 milljarðar árið 2005,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundur telur margt Heilbrigðisiðnaður í stöðugri sókn Fyrir 20 árum var varla talað um heilbrigðisiðnað sem atvinnugrein. Í dag er sú atvinnugrein einhver blómlegasti sproti íslensks atvinnulífs, ef marka má niðurstöður nýrrar samantektar um stöðu hennar. Ragna Sara Jónsdóttir gluggaði í nýút- komna skýrslu um efnahagsleg áhrif heilbrigð- isiðnaðar á íslenskt hagkerfi. Morgunblaðið/Kristinn                              !  "  #$ % !  "   ! & ' #()*% +,      - ./)/ 0&  # &   $  &  & - &  123 .!  - &   '    &,  *, 4  5 * !    !    6  7,  6 78 , 6 78 ,                       1 & ,   1 & ,   1 & ,   1 & ,   1 3  123  123        *,1 & ,  *,1 & ,  ('' 9   ('' 9   6 & :    ;   7,     ;     ,/ *9 < & =>>=/                   ! "       $* ?@ )   & 1A, & 3   , & ,  &; & 6  7,     A   A 213  3&/< & /  2/ / !8&&  '  / & / , , , 8 #$ ##$% %$& '$ %$ $    '$ #$ $# $    %$ %$   $# $%            .................. Ú t f l u t n i n g s t e k j u r f y r i r t æ k j a í h e i l - b r i g ð i s i ð n a ð i á r i ð 2 0 0 0 v o r u 5 , 2 m i l l j a r ð a r k r ó n a . .................. .................. F j ö l d i s t a r f s m a n n a í h e i l b r i g ð i s i ð n a ð i h e f u r þ r e f a l d a s t á þ r e m u r á r u m .................. .................. M e ð a l v ö x t u r h e i l - b r i g ð i s i ð n a ð a r v a r 3 5 , 5 % á á r u n u m 1 9 9 8 t i l 2 0 0 0 ..................             ()       $* ?@ (  1  , ,  & /     & 1  3   23  6   A  * * B/CB> B/BD> B/BE> DEC D/>?C  & 13 & 3   =/DFF B/=>E B/BE> @=> @/CFC  C/=BF B/FCD B/DE@ @E= F/G?E  D/FEB =/DBE C/B@C FC> B>/GEB         *   @/FG= =/=@B C/F@F FC> B=/=B? +, # DB/EG? G/?ED =B/FDB B/>BD EC/DBG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.