Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 7
an heillaði mig reyndar aldrei. Faðir minn hafði ánægju af bústörfum og taldi ekki eftir sér að puða við jarðabætur í Laxnesi en ég var aldrei réttur maður í fjárhúsunum. Mér fannst í þess stað notalegt að snúast kringum kindurnar í annan tíma. Féð var mest allt rekið inn á heið- ina, Mosfellsheiði, að minnsta kosti lambærnar þegar var komið langt frammá. Við vorum oft hafðir tveir eða þrír strákar saman að finna lambrollur. Það var skemmtilegt að hafa þenn- an fjárgrundvöll. Rollurnar voru seigar að jarma og við strákarnir vorum góðir að jarma líka. Þetta jarmaði stundum allt saman.“ Og ómur af jarmi úr heiðinni verður sem und- irleikur í huga mínum þegar ég les í ljóðadálkn- um í Morgunblaðinu söngljóð skáldsins unga sem heitir einfaldlega „Morgunsöngur smala- drengsins“. Fagurt er á fjöllunum! Fram hjá hulduköllunum held ég klettum, kærum, hjá. Hvað er títt hjá tröllunum, sem tóra uppi á stöllunum? Hljóðin mín bergmála húsum þeirra frá. Sólin gyllir grundina glöð um morgunstundina. Tra la la. Rollurnar þær róla í hægðum sínum, rakkinn er á eftir fótum mínum. Sælt er að smala á sumartíð. Foss í klungrum kveður ljóð, kunn eru mér hans þungu hljóð, – þau verða mér í eyrum angurblíð. Sólin gyllir grundina glöð um morgunstundina. Tra la la. Neðst í ljóðmæladálki Snæs svinna í Morg- unblaðinu þunna frá miðsumri 1916 situr stak- an með því sérkennilega heiti: „Bið hjá reiðum kerlingum“. Þar er skáldpilturinn, Snær svinni, augljóslega þungur á brún. Ómögulegt er að segja, hvar þær kerlingar, sem unglingurinn yrkir um, hafa orðið á vegi hans. Hugsanlega í Reykjavík þegar hann kom í þann kaupstað sem mjólkurpóstur með hest- vagn sinn ofan úr Mosfellsdal, vagn þann „sem gekk fyrir mótornum Blesa“. Þær reglubundnu ferðir voru að vísu farnar nokkrum árum áður en ljóðmælin birtust, „á sæluskeiði ævinnar“. Kannski hafa þessar kerlingar haft viðdvöl í Laxnesi, verið sérvitringar eða þær „skrýtileg- ar dömur ofan úr sveitum“ sem hann nefndi við mig eitt sinn þegar bernskuár hans í Laxnesi bar á góma í skrafi okkar. En vísan er svona: Hér er friðlaust alt og ilt; ekkert mig sem bætir. Þetta á við skrattann skylt, skömm við ólund þrætir. Skrifandi frá því að ég fór að skríða Hvernig skyldi nú fermingardrengurinn sem farinn var að skrifa í blöðin hafa verið í háttum? Meðal leikfélaga hans voru börn prests- hjónanna á Mosfelli, skammt frá Laxnesi. Eitt þeirra, Þorsteinn Magnússon, jafnaldri Hall- dórs, sagði í blaðaviðtali á áttræðisafmæli hans frá kynnum sínum af Halldóri í bernsku þeirra. Halldór hefði sjaldan gefið sér tíma til að leika sér með krökkunum í sveitinni, haft lítið  12 Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 7 eftirmyndum af síðum Morgunblaðsins frá fyrstu árum þess. Það var reyndar Jónas bróðir minn sem hafði komið mér á slóð þessa efnis en hann var þá löngum stundum í Þjóðarbókhlöðu að viða að sér efni í nýja útgáfu af bók sinni Dögum Íslands. Upphaf opinbers skáldferils Halldórs Lax- ness er, samkvæmt því sem þarna fannst, markað í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júní 1916. Skáldskaparefni hans fyllti einn dálk á annarri síðu blaðsins þennan dag undir fyrir- sögninni: Ljóðmæli. Kveðskapur skáldsins unga skiptist í fjóra hluta, mislanga. Fyrst er svolítil staka, þá kvæði sem átt hefur að tengjast einhverjum sögum og sagnaköflum höfundarins, síðan kveðskapur sem ætlaður er til söngs og ortur í orðastað smaladrengs og loks staka sem ort er á meðan beðið er hjá „reiðum kerlingum“. Und- ir ljóðmælin skrifar Snær svinni. Stakan sem fyrst er nefnd er á þessa leið: Viljið þið ljóðin lesa mín ljúfu óða-fljóðin. Í þeim gróður andans skín ei. – En góð í hlóðin. Þótt höfundur segi af lítillæti að í ljóðum hans skíni ekki gróður andans og þau eigi frem- ur erindi í eldinn hefur hann sem betur fer sent þau til ritstjóra Morgunblaðsins undir dulnefn- inu góða. Annars kæmu þau ekki fyrir augu okkar nú í upphafi 21. aldar. Handritið sem barst til blaðsins er án nokkurs vafa löngu týnt enda gerir það lítið til úr því að ljóðin komust á síður blaðsins og hafa varðveist þar. Hugsan- lega hefur ástæðan fyrir birtingunni verið sú, að ritstjórinn, Vilhjálmur Finsen, hafi talið þennan kveðskap eftir „bústinn klerk í sveit“ og tekið hann alvarlega af þeim sökum. Á eftir stökunni um ljóðin kemur „Motto“ fyrir sögum og sagnaköflum. Sá kveðskapur er svohljóðandi: Í lífi þínu maður er svo margt, já svo margt svo merkilegt, svo sögulegt, svo gljúpt, svo hart. Sem sólin á milli skúranna er skín er skammvinn bróðir minn, hamingjan þín. Já gættu þín bróðir, og gættu þín rétt, á glötunarbarminn er líf þitt oft sett. Á glötunarbarmi þótt eignistu yl, þú ættir samt að reyna að færa þig til. Þótt ástin sé blossandi um árdegisstund, er ógæfan nístandi um sólarlagsmund. Og gæt þín fyr hatrinu kunningi kær; – nú kominn er vetur, en sumar í gær. En örlagadísirnar gera þér grand þú grætur, þú kveður, þú flýr svo þitt land. Jarmandi strákar og reiðar kerlingar Augljóst er að dulskáldið unga ætlast til að næsta ljóð sé sungið því að það er með viðlagi sem endar á „Tra la la“. Kannski kannast ein- hverjir lesenda við lagboðann sem þar hefur verið tekið mið af. En hvað um það, þarna er Halldór greinilega með hugann við kindurnar og störf sín sem smaladrengur í Laxnesi. Um þau viðfangsefni hans í æsku ræddum við sum- arið 1990 og hann sagði þá meðal annars: „Ég var hafður til að passa rollur frá því að ég var átta ára og vann mig brátt upp í þann ábyrgðarstarfa að vera látinn sitja ær. Hjáset- 1944 Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins átti viðtal við Halldór Laxnesssem birtist í jólablaði Lesbókar Morgunblaðsins 24. desember 1944. Þar var einkum rætt um uppvöxt hans og þau áhrif sem amma hans, Guðný Klængsdóttir, hafði. Valtýr spurði hvaða lífsleið amma hans hefði viljað velja honum. „Hún var ekkert að hugsa um það. Hún prjónaði og spann og óf líka meðan hún hafði krafta til þess. Það var ekki til siðs á hennar dögum að vera að hugsa neitt um hvað úr manni yrði,“ sagði Halldór. „Hún er hjá mér í huganum við öll mín störf og á allri minni vegferðarreisu gegnum lífið, alveg eins og hún fylgdi mér þegar ég var krakki. Oft dreymir mig hana og það þykir mér ánægjulegt.“ Undir lok viðtalsins sagði Valtýr: „Og enn talaði Kiljan góða stund um eitt og annað, að hann hefði t.d. aldrei fundið neina minnimáttarkennd sem sumir kvarta undan vegna þess að þeir eru Íslendingar, hvernig hann smátt og smátt kynnist sögupersónum sínum svo að hann sér þær alveg fyrir sér og allar þeirra athafnir, hvernig þessir kunningjar hans lifa sínu sjálfstæða lífi, gera sín meistarastrik og axarsköft, en Kiljan stendur við skrifpúltið sitt á hverjum degi til þess að skrifa stuttorðar lýsingar á því helsta sem kem- ur fyrir þessa kunningja hans á lífsleið þeirra.“ HALLDÓR LAXNESS OG MORGUNBLAÐIÐ Sá sögupersónurnar fyrir sér 1953 Laugardaginn 27. júní 1953, daginn fyrir alþingiskosningar, sagðiMorgunblaðið frá ummælum Halldórs Laxness í frönskum bæklingi: „Ég hef löngum búist við að hinir mörgu og elskulegu vinir mínir amerískir leituðu til mín um stuðning við ameríska friðarhreyfingu. Margir minna amerísku vina eru raunar kapitalistar, en ekki ætti það að verða til fyrirstöðu. Kapitalistar koma oftsinnis heim til mín og margir bestu vina minna eru kapitalistar. Sjálfur er ég líka kapitalisti. Sem kapit- alista langar mig til að selja bækur mínar um allan heim. En nú á tímum er ekki hægt, þó maður sé kaupmaður, að komast neins staðar áfram fyrir alls konar hömlum af hálfu hins opinbera. Enda er það svo að ég er reiðubúinn til þess að ganga í hvaða hreyfingu sem vera skal, ef markmið hennar er það að skapa vináttu þjóða í milli.“ Morgunblaðinu þótti þetta merkileg játning, en trúði henni tæplega og sagði: „Mjög er þó eftirtektarvert hversu vel hann reynir að dylja að hann sé kommúnisti.“ Þetta er áratug áður en Skáldatími kom út, haustið 1963, þar sem Halldór gerði upp við sósíalismann. Sjálfur er ég líka kapitalisti 1955 Ernest Hemingway hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1954,en Halldór Laxness hafði þá einnig verið orðaður við þau. Morg- unblaðið birti 14. janúar 1955 viðtal sænska blaðamannsins og ljósmyndarans Hans Malmbergs við Hemingway þar sem Laxness barst í tal. „Það var leitt að hann skyldi ekki fá verðlaunin,“ sagði Hemingway. Malmberg, sem var kunnugur hér á landi og kvæntur Margréti Guðmundsdóttur, sagði þá að Halldór kærði sig ekki um verðlaun- in og hafði eftir honum að ef til þess kæmi yrði hann að fara hús úr húsi til þess að fá lánað fyrir sköttunum. „Ógn er að heyra,“ sagði Hemingway, „berðu kveðjur mínar til hans og segðu honum að hann geti fengið lán hjá mér, ef hann er þurfandi.“ Þessar áhyggjur Halldórs hafa sennilega átt rót að rekja til þess að á Alþingi vorið 1954 lagði Gylfi Þ. Gíslason fram breytingartillögu við skattalögin þess efnis að al- þjóðleg verðlaun vegna afreka í vísindum og listum, svo sem Nóbelsverðlaun, yrðu undanþegin tekjuskatti. Frumvarpið var fellt. En strax og tilkynnt hafði verið í október 1955 að Halldór hlyti Nóbelsverðlaunin gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að hún myndi beita sér fyrir því að verðlaunin yrðu ekki skattlögð til ríkissjóðs eða sveitarsjóðs. Halldór var erlendis þegar hann frétti af þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Heimkominn sagði hann í viðtali við Morg- unblaðið 5. nóvember 1955 að sér hefði aldrei dottið í hug „að sérstök lög yrðu sett vegna eins manns – og allra síst vegna mín“. Þegar Halldór var minntur á tilboð Hemingways brosti hann og sagði: „Nú þurfum við Hemingway ekki að fá lánaða pen- inga hvor hjá öðrum lengur, enda létti þungu fargi af Hemingway þegar hann frétti að ég hefði hlotið Nóbelsverðlaunin og sendi hann mér mjög elskulegt símskeyti með samfagnaðarkveðju. Við erum nefnilega mjög góðir kunningjar – í fjarlægð.“ Hemingway vildi lána Halldóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.