Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 4
4 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið Þ að var ekki af neinni blindri trú á sjálfan mig sem ég sökkti mér niður í ritstörf þegar á æskuár- um heldur af sannri löng- un til að skálda á pappír, skrifa smásögur og heilar bækur,“ segir Halldór Laxness og bætir við til áréttingar, „að semja sem allra bestan texta. Ég hafði þegar ég var sjö ára fengið einhvers konar hugboð eða vitrun um að líf mitt myndi ekki endast nema til sautján ára aldurs. Þess vegna taldi ég mig þurfa að hafa hraðan á og nýta árin vel ef ég ætti að vera bú- inn að ná góðu taki á ritlistinni fyrir andlátið og markmiðið var að koma helst út einu skáld- verki.“ Miðað við umfang skriftanna í æsku sem þú hefur lýst í minningasögum þínum virðist til- tölulega lítið til lengur af því sem þú skrifaðir á þessum árum. Þú getur þar að vísu um að minnsta kosti tvær handritabrennur, segi ég. „Já, það er heldur fábrotið sem eftir er af þessu skrifstússi. Megnið af því sem ég kom á blöð brann til ösku bæði fyrir mitt tilstilli og annarra. Þeir fáu textar sem til eru frá fyrstu tíð skrifta minna eru brotakennd dæmi um það sem rithöfundur verður að ganga í gegnum á leið sinni til þroska. Það gildir jafnt um sögur og ritgerðir sem ég skrifaði á unglingsárum og týndar eru og tröllum gefnar og þau fátæklegu skrif sem enn kunna að vera handbær. Allt voru þetta afurðir af einhvers konar tilraunastofu ungs manns sem ætlaði sér að verða liðtækur á ritvellinum.“ Við erum sem oftar staddir í vinnustofu Hall- dórs á efri hæð Gljúfrasteins þessa síðdegis- stund í lok aprílmánaðar 1987, skömmu eftir 85 ára afmæli hans. Það er tiltölulega bjart að sjá upp til Grímannsfells þessa stundina en ný- gengnar yfir dálitlar hryðjur af því tagi sem al- gengar eru á útmánuðum og lýst er af látleysi í Sölku Völku á einum stað, gæddar þeim eig- inleikum, að „önnur skúrin er regn en hin hagl“. Halldór hafði staðið við skrifpúltið og verið að ljúka við uppkast að bréfi þegar ég kom inn. Nú vorum við sestir í hægindin djúpu, sitt hvoru megin við kringlótta borðið með látúns- bólunum, sem var gjöf frá Erlendi í Unuhúsi, og létum fara vel um okkur. Talið hafði borist að mikilvægi stíls í öllum skrifum og þýðingu þess við skáldsagnasmíð að ljá hverri sögu réttan og viðeigandi frásagn- arblæ. „Prósi hefur upp á margar kúnstir að bjóða,“ segir Halldór. „Hver saga og hver bók verður helst að hafa sinn stílsmáta, það er allra gleðileg- ast, annars verður textinn eins og dótið í blöð- unum, – allt sama tóbakið. Það getur verið fjári snúið að fást við sumt í textasmíð og sá stíll sem glímt er við hverju sinni er erfiðastur.“ Unglingurinn sískrifandi og h Í eftirfarandi kafla úr bók, sem Ólafur Ragnarsson, útgefandi Halldórs Lax- ness í hálfan annan áratug, vinnur nú að og koma mun út í haust, rifjar Ólafur upp brot úr áður óbirtum sam- tölum sínum við Nóbelsskáldið og segir frá leit að greinum, ljóðum og sögum sem Halldór skrifaði í blöð undir dul- nefninu Snær svinni á unglingsárum – áður en Barn náttúrunnar kom út. „Því verða menn skáld og hetjur, að þeir búa eigi við hamíngju sína.“ Þ egar Vaka-Helgafell hóf að gefa út bæk- ur Halldórs Laxness árið 1985 kom í minn hlut að ann- ast útgáfumál hans, samningsgerð varðandi höfund- arrétt og ýmis önnur málefni gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Framan af árum, á meðan Halldór var við góða heilsu, hitt- umst við að jafnaði viku- eða hálfsmánaðarlega á Gljúfrasteini eða í íbúð hans og Auðar við Fálkagötu í Reykjavík. Þegar á döfinni voru nýjar bækur í ritsafn hans eða endurútgáfur eldri verka gátu fundir okkar orðið enn tíðari. Sum af samtalsefnum okkar voru á sínum tíma tengd ákveðnum verkefnum svo sem skýringargreinum mínum í rit- gerða- og greinasafn Halldórs, Af menníngarástandi 1986, vinnslu og útgáfu bókarinnar Dagar hjá múnkum 1987, nýrri og aukinni útgáfu Kvæðakvers 1992 eða bókinni Lífsmyndir skálds, sem við tókum saman, Valgerður Benediktsdóttir og ég, í tilefni af níræðisafmæli Halldórs. Stundum spannst spjall okkar út frá erlendum útgáfusamningum sem ég færði Halldóri til undirritunar en annars fjölluðum við um heima og geima eða „um veður og vind“ eins og hann tók stundum til orða í því samhengi. Það varð snemma að samkomulagi milli okkar Halldórs að mér leyfðist að skrifa niður punkta úr skrafi okkar og kom þá gömul reynsla mín úr blaða- og frétta- mennsku sér vel. Halldór hvatti mig til þess að halda þessum samtalsefnum okkar til haga. „Þú ræður svo hvað þú gerir við punktana,“ sagði hann einhverju sinni, „máske á eitthvað af þessu eftir að rata á þrykk í fyllingu tímans.“ Svolítil brot úr samtölum okkar gera það í meðfylgjandi kafla úr bók um kynni mín af Halldóri sem ég er með í smíðum. Uppistaða bókarinnar eru samtöl mín við hann á því tímabili sem við störfuðum saman og hittumst reglulega. Ívaf bókartextans er sitt- hvað sem tengist spjalli okkar beint eða óbeint, brot úr áður óbirtum bréfum skálds- ins og minniskompum, blöðum eða bókum og það annað sem getur varpað frekara ljósi á ævi Halldórs og störf. Stefnt er að því að bókin komi út á komandi hausti. Ég hef áður sagt, að það hafi í raun verið sérstök forréttindi að eiga þess kost að kynnast Halldóri Laxness og hafa fengið að njóta þekkingar hans, alúðar og kímni. Orðfæri hans, frumlegt, áhugavert og hrífandi gleymist engum sem á hefur hlýtt. Öll framganga Halldórs Laxness lýsti „ákveðnum aðalbornum alþýðleik“, svo vitn- að sé til hans eigin orða í Heimsljósi. Ólafur Ragnarsson Morgunblaðið/RAX Skrafað við skáld Skáldið virðir fyrir sér höfundarverk sitt í októbermánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bókarinnar. Forleggjarinn er að baki skáldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.