Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 16
16 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið S AGAN af Guðbjarti Jónssyni, þessum sjálfstæða íslenska bónda, er með sterkustu mann- lýsingum norrænna bókmennta. Hún lýsir frumkraftinum sem býr í íslenskri alþýðu, hinni stöð- ugu baráttu gegn miskunnarlausri náttúrunni og drauminum um sjálfstæði sem ýtir til hlið- ar öllum öðrum kröfum og tillitssemi. Þegar maður þekkir söguna um Bjart úr Sum- arhúsum skilur maður af hverju þessi litla þjóð hefur ekki bara haldið velli þrátt fyrir óblíð náttúruskilyrði, heldur er nú í hópi efn- aðri og öflugri lýðræðisþjóða, með sterkar menningarhefðir – og sjálfstraust og þrjósku sem ekki leyfir neinar málamiðlanir. Halldór Laxness samdi Sjálfstætt fólk árið 1934 þegar hann var 32 ára. Árið eftir kom út síðara bindið, Ásta Sóllilja. Þessar tvær bækur koma nú í fyrsta sinn út saman í danskri útgáfu. Laxness vildi koma með and- svar við Gróðri jarðar eftir Knut Hamsun frá 1917. Hamsun lofsöng hið frumstæða sveitalíf og lét sögu sína enda með friðsæld í sveitinni. Það gerir Sjálfstætt fólk ekki: Bjartur hlýtur sjálfstæðið sem hann barðist fyrir alla sína ævi. En að lokum verður hann að yfirgefa fá- tæklega bóndabæinn og byrja upp á nýtt, án annarrar vonar en draumsins eilífa um sjálf- stæði. * Ég hef oft gengið um íslenskar heiðar, fylgt laxinum upp straumharðar flúðir árinnar þar til hann gefst upp og nemur staðar. Á einni heiðinni gekk ég fram á gamlar hústættur fjarri byggð og vegaslóðum. Vindur og vetr- arhörkur hafa farið illa með þær. Torfþakið er samanfallið, sperrurnar hrundar, steinhleðsl- urnar grasi grónar og tóftin útspörkuð kinda- sporum. Tóftin ber vitni um erfiða ævi ís- lenska heiðabóndans. Ég settist niður á hraundranga við lækinn og hugsaði með mér sem svo að það hefði geta verið hér sem Bjart- ur í Sumarhúsum lifði sjálfstæðu lífi í hörðum heimi. Hér í stekkjartúninu hefði hann, ásamt vinnulúnum konum og börnum, getað stund- að heyskap á meðan blómaangan síðsumarins fyllti loftið. Hér gætu kindur hans hafa gefist upp fyrir snjó og kulda vetrarins. Og hér gæti hann hafa neyðst til að slátra magurri kúnni til að hafa nóg hey fyrir kindurnar. Sagan af Bjarti orkar svo sterkt á hugann að maður verður allt að því var við Kólumkilla og norn- ina Gunnvöru við heiðarásinn. Kólumkilla sem lagði á norrænu landnámsmennina að í þessu landi skyldu þeir aldrei þrífast. Maður dáist þar af leiðandi enn frekar að Íslendingum fyrir að hafa þraukað – og kom- ið á fót fyrirmyndarsamfélagi þrátt fyrir alla fjötra og bannfæringar. * Halldór Kiljan Laxness var fæddur Halldór Guðjónsson. Eftirnafnið tók hann upp eftir sveitabæ í nágrenni Reykjavíkur þar sem hann ólst upp. Faðir hans bætti tekjur af bú- rekstrinum með vinnu við vegaframkvæmdir. Hann var tónelskur og kenndi syni sínum að spila á fiðlu. Á unga aldri dreymdi Halldór um að verða tónlistamaður áður en hann sökkti sér ofan í ritstörfin. Hann var 17 ára þegar fyrsta bók hans var gefin út. Fjöl- skyldan var tiltölulega efnuð þannig að hann nam við Lærða skóla og fékk tækifæri til að ferðast um heiminn. Eftir fyrri heimsstyrjöld- ina ferðaðist Halldór um Evrópu og Bandarík- in, þar sem hann reyndi án árangurs að kom- ast að sem handritahöfundur í Hollywood. Halldór tók kaþólska trú 1923 og tók upp nafnið Kiljan eftir írska dýrlingnum Heilögum Kilian. Hann dvaldi um tíma í klaustri munka Benediktareglunnar í Clervaux, nam við jes- úítaskóla í London og stúderaði í Lourdes og Róm. Hann samdi fjölda skáldsagna á trúar- legum nótum áður en efinn náði völdum á honum og hann sneri frá guðstrúnni – til að ganga á vit nýrrar trúar: marxismans. Hann sneri aftur til Íslands, sem hafði hlot- ið sjálfstæði 1918. Engu að síður var haldið uppi konungssambandi við Danmörku og lýð- veldi fyrst komið á 1944. Í nokkur ár ferðað- ist Laxness um Ísland, fullur áhuga á póli- tísku og félagslegu umróti kreppuáranna. 1929 var vegabréf hans gert upptækt er hann dvaldi í Los Angeles og honum hótað að hann yrði rekinn úr landi. Hann fékk vega- bréfið aftur eftir ívilnun manna á borð við rithöfundinn Upton Sinclair sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þroska hans sem rithöf- undur. Laxness settist að í Reykjavík, gifti sig árið 1930 og með höfundarlaunum frá ríkinu gat hann helgað sig ritstörfunum. Með Sölku Völku, þar sem ævi kvenverunnar úr litla sjávarþorpinu nær bæði yfir deiluna milli kaupmanna og fiskiðnaðarins og uppvöxt verkalýðshreyfingarinnar – öðlaðist hann al- menna viðurkenningu. Verk hans einkennast af sósíalískum viðhorfum og þjóðfélagsspenn- unni sem ríkti á Íslandi á fjórða áratugnum. Þetta er líka þemað bak við söguna af Bjarti í Sumarhúsum. * Bjartur settist fyrst við eigið borð á fullorð- ins árum. Hann var vinnumaður hreppstjór- ans á Útirauðsmýri í átján ár áður en hann keypti litla jörð og flutti þangað með brúði sinni, hrossi og tryggri hundtík. Og það er stolt stund þegar hann rekur tvær kinda hreppstjórans sem kroppa í stekkjartúns- grænkuna úr túni sínu í fyrsta sinn: þetta er jörðin mín! Þessu sjálfstæði berst hann fyrir ævina á enda. Það er barátta gegn náttúruöflunum og þeim lífsskilyrðum sem gilda í samfélagi er hefur þurft að laga sig að þeim kjörum sem umhverfið býður. Svo fyllist hann drambi. Lífið gengur vel, kindurnar þrífast og börnin fá kjöt á beinin – og hann leyfir of mörgum lömbum að lifa í von um að styrkja fjárhóp- inn. En svo kemur snjórinn – Svona fylgir hríðardögum vorsins mikil alvara á litlum bæ í dali. Það er eingin furða þótt sálin verði snauð að gleði, vonin smá í hjarta þjóðarinnar, lítil huggun í andvöku á næturþeli. Jafnvel fegurstu minníngar missa sinn ljóma einsog glampandi silfurpeníngur sem safnar spanskgrænu, því hann hefur týnst. Svo kemur heimsstríðið. Verð á kindakjöti hækkar. Fátæki bóndinn fyllist aftur drambi. Hann byggir þrílyft hús við hlið bæjarins, en hefur ekki heppnina með sér. Stríðinu lýkur og þegar útlendingarnir hætta að drepa hvern annan snögghrapar allt: – Það var nýr þáttur í hans eilífa frelsisstríði, baráttan við hið venju- lega ástand sem hlýtur að skapast á ný í megun þjóðarinnar eftir að hin óvenjulega hamíngja styrjaldanna er um lok liðin, eftir að hin óeðli- lega bjartsýni er þorrin, sem hefur glapið kot- únginn útí firn sem þau, að ætla að fara að eiga heima í húsi. ... hinn frjálsi maður húng- uráranna var orðinn vaxtaþræll veltiáranna. Allt gengur á afturfótunum hjá Bjarti. Hann rak Ástu Sóllilju, ástkæra dóttur sína, að heiman eftir að hún varð ófrísk. Konan deyr frá honum. Synirnir halda til fyrirheitna landsins í Ameríku eða hverfa á heiðinni. En þegar hann hefur misst allt nær hann í Ástu Sóllilju í bæinn þar sem hún býr við mikla fá- tækt, og ásamt gamla hrossinu halda þau af Frumkraftur íslenskrar alþýðu Eftir Uffe Ellemann-Jensen Morgunblaðið/Börkur Arnarson Meðlimir sænsku akademíunnar, sem veitti Halldóri bókmenntaverðlaun Nóbels, sóttu skáldið heim í ágúst- mánuði 1989. Fremstur á myndinni er Sture Allén fastaritari akademíunnar. „Dáið er alt án drauma og dapur heimurinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.