Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 14
Ég sá afrit af stílnum einhverju sinni liggja á skrifpúlti Halldórs á Gljúfrasteini og fékk það lánað til þess að taka ljósrit af blöðunum sem ég hef nú til samanburðar við rithöndina á smásög- unni. Frumgerðin er varðveitt meðal gagna Menntaskólans. Einstakir stafir í stílnum eru dregnir með sama hætti og í handskrifuðu smásögunni um Ingólf í Skinfaxa og allt yfirbragð textans er keimlíkt nema hvað skrifarinn virðist hafa hraðað sér meira við innskrift sögunnar í tíma- ritið en við vandaðan prófstílinn. Við niðurlag sögunnar í Skinfaxa er dagsetn- ingin 15. september 1918 og skýringin: Úr sagnasafninu „Myndir“, hvað sem orðið hefur um það sagnasafn. Sagan Ingólfur er á átta þéttskrifuðum síð- um og því erfitt að endursegja hana í mjög stuttu máli. Þar segir frá ungum manni í Reykjavík sem sagður er hafa verið samtíða sögumanni einn vetur á skólaárunum og reynst sannur vinur hans. „Ég hefi aldrei fundið sam- úðina leggjast utan að sál minni eins og ljóshjúp nema frá honum,“ segir sögumaður og getur þess, að skáldskapurinn hafi verið „hið gullna takmark beggja“. Ingólfur er ástfanginn af Helgu, fallegustu stúlkunni í skólanum, og upp frá því verður hann allt annar Ingólfur en hann hafði áður ver- ið. Eftir það fer hann að standa sig ver í skól- anum. „Hann hætti að snerta á píanóinu og það fór að safnast ryk á nóturnar. Það eina sem ég varð var við að hann gerði var að yrkja ást- arljóð.“ En vandinn var sá, að líklega hefur Helga aldrei orðið ástfangin af Ingólfi. Um vorið fer Helga ásamt föður sínum til Ameríku og er gert ráð fyrir að hún dvelji þar ár eða meira hjá frændfólki. Skömmu síðar ákveður Ingólfur að sigla vestur um haf á eftir Helgu. Að tveimur árum liðnum kemur Helga til landsins aftur. Hún kveðst hafa séð Ingólfi bregða fyrir einu sinni á stræti í New York en hann hafi ekki séð hana. „Ég vona, að hann hafi ekki verið að leita að mér,“ segir hún við sögu- mann. „Jú, hann var að leita að þér,“ er svarið. Og sögumaður veltir fyrir sér afdrifum þessa æskuvinar síns í sögulok: „Ef til vill er hann enn að leita Helgu, – leita hennar um þvera og endilanga Ameríku, leita hennar í blindri ástarörvinglan. Má líka vera, að hann sé lokaður inni á einhverju vitfirringahæl- inu, óþekktur af öllum, undir kollóttu leiði í am- erískum kirkjugarði, – dáinn með draumum sínum og vonum.“ Niðurlagsorð sögunnar kallast á við stefið ljúfa í huldufólkskvæði Halldórs í Barni náttúr- unnar sem hann minnist á í lokakafla minninga- sögunnar Í túninu heima með þessum orðum: „Þegar ég var í síðasta sinn gestur á heimili foreldra minna í þessu túni sextán ára gamall, þá setti ég saman huldufólkskvæði og í því stendur: Dáið er alt án drauma og döpur veröldin. Þannig mundi ég líka yrkja núna,“ segir þar. En vert er líka að minna á, að í sögunni um Ingólf kemur í fyrsta sinn fram í útgefnu efni, svo mér sé kunnugt, minnið um Vesturfarann sem birtist víða í verkum Halldórs á löngum ferli hans. Almennt hefur það verið talið eiga upphaf sitt í Randveri Ólafssyni, annarri aðal- persónu Barns náttúrunnar. Hann hafði flust með foreldrum sínum í æsku til Kanada, stund- að þar fasteignaviðskipti, notið lífsins til hins ýtrasta, en komið svo aftur heim til föðurlands- ins til þess að leita lífsfyllingar. Þar kynnist hann sannkölluðu náttúrubarni, Huldu Stefáns- dóttur, sem töfrar hann og hrífur. Barn náttúrunnar eftir Snæ svinna Hið síðara sem Snær svinni birtir í handskrif- uðu merkisriti menntaskólanema, Skinfaxa, er í 2. blaði 18. árs sem dagsett er laugardaginn 18. janúar 1919. Það er einnig skáldskaparkyns. Titillinn er: „Maðkurinn“ og undir honum segir innan sviga: I. kafli úr „Barn Náttúrunn- ar“. Aftanmáls segir: Tómas Jónsson hefur fært inn í bók þessa. Það mun vera sá Tómas sem varð borgarritari og seinna borgarlögmað- ur í Reykjavík. Texti kaflans er nánast samhljóða upphafs- kafla fyrstu skáldsögu Halldórs, Barns náttúr- unnar, sem gefin var út níu mánuðum síðar og heiti kaflans hið sama og í bókinni. Bókarkafl- inn var lesinn upp í Menntaskólanum á vegum Framtíðarinnar en ekki liggur fyrir hver las hann. Ef einhver hefur velkst í vafa um, að þeir Snær svinni og Halldór væru einn og sami höf- undur tekur birting kaflans úr Barni náttúr- unnar í Skinfaxa af öll tvímæli um það. Sama efni birtist sama ár í samnefndri bók og þá er höfundurinn Halldór frá Laxnesi. Þá má geta þess, að til frekari glöggvunar fletti ég fundargerðarbók málfundafélagsins Framtíðarinnar sem varðveitt er í þjóðdeild safnsins góða á Melunum. „Fyrsti fundur Framtíðarinnar árið 1919 var haldinn l.d. 18. jan. á samkomusal skólans og hófst kl. 41⁄2 e.h.,“ segir þar efst á síðu. Eftir að gjörðir aðalfundar hafa verið lesnar og ræddar er lesin ljóðabók félagsins, Hulda. Greint er frá efni hennar en því næst sagt, að Skinfaxi, blað félagsins, hafi verið lesið. Meðal efnis er þetta skráð: „Snær Svinni [H.Guðj.]: Maðkurinn; I. kafli úr „Barn náttúrunnar““ Þarna er einhverra hluta vegna vísað innan hornklofa til þess höfundar sem notar dulnefnið Snær svinni, Halldórs Guðjónssonar, svo að gera má ráð fyrir að gagnvart vinum Halldórs og skólafélögum hafi tengsl þeirra Snæs ekki verið neitt leyndarmál. Í fundargerðinni kemur fram að á fundinn hafi mætt 27 félagar Fram- tíðarinnar og 11 utanfélagsmenn, mest úr gagn- fræðadeild skólans. Fundarritari er fyrrnefnd- ur Tómas Jónsson en fundargerðina staðfestir fornvinur Halldórs, Jóhann Jónsson, skáld, sem þá er forseti málfundafélagsins. Leyndarmál Tómasar Guðmundssonar Tómas Guðmundsson, borgarskáld, var einn þeirra sem sátu ásamt Halldóri í þeim fjórða bekk Menntaskólans sem kenndur hefur verið við skáld, og sögð eru hafa verið hvorki meira né minna en sextán í bekknum. Tómas sagði í við- tali við Valtý Stefánsson ritstjóra í jólablaði Les- bókar Morgunblaðsins 1942 að Halldór hefði komið heiman frá Laxnesi með fullt koffort af handritum, skáldsögur í mörgum bindum. „Hann orti líka um þetta leyti kvæði um Þýskalandskeisara. En enginn mannlegur máttur skal fá mig til að segja frá því hvar það birtist á prenti,“ segir Tómas. Þegar ég rakst á þetta fannst mér það synd, að hvorugur þeirra skáldbræðra væri nú lengur frásagnar um þetta leyndarkvæði, Tómas eða Halldór. Mér þótti reyndar mjög áhugavert að „Guð mundi skella uppúr ef ég færi að biðjast fyrir.“ 14 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið 1974 Þegar Ragnar Jónsson í Smára varð sjötugur, 7. febrúar 1974, skrifaðiHalldór Laxness langa grein í Morgunblaðið. Þar sagði skáldið: „Hann tókst á hendur það hlutverk af hvötum sjálfs sín að gerast með nokkrum hætti ljósmóðir að íslenskum skáldskap og listaverkum.“ Síðar sagði: „Hér hefur risið blómaskeið í ýms- um greinum lista, sumum sem aldrei höfðu áður verið stundaðar hér af alhug. Þess er ekki að dyljast að umskiptin áttu rót að rekja til þeirrar nýbreytni Ragnars að umbuna listamönnum fyrir starf þeirra eins og öðrum starfsstéttum landsins.“ Í lok grein- arinnar, sem nefnist Forleggjararolla, sagði: „Sé litið yfir starfsferil Ragnars Jónssonar verður niðurstaðan einna líkust mynd af draumi skálda og listamanna um stofnun í þjóð- félaginu sem hafi þær skyldur að sjá um að þeir sjálfir og snilldarandinn hafi til hnífs og skeiðar meðan listaverk er að verða til. Það hefur aldrei komist inn í hausinn á Íslend- ingum að list borgi sig.“ „Nú þegar hann er allur skortir mig orð. Sérstakur þráður í ævi minni hefur verið slit- inn,“ sagði Halldór í minningargrein um þennan forleggjara sinn um nær hálfrar aldar skeið, í Morgunblaðinu 20. júlí 1984. „Honum datt aldrei í hug að gagnrýna listamenn; því síður græða á þeim. En hann fann af innbornu næmi hvar lá fiskur undir steini í list og hverjir eru listamenn,“ sagði Halldór. HALLDÓR LAXNESS OG MORGUNBLAÐIÐ Stofnun í þjóðfélaginu 1998 Halldór Laxness, líf hans og starf, hefur verið nokkrum sinnum til um-fjöllunar í leiðurum Morgunblaðsins, meðal annars á útfarardaginn, 14. febrúar 1998. „Allt frá öndverðri öldinni hefur þjóðin speglað sig í skáldskap Halldórs og lært að þekkja hver hún er,“ sagði í leiðaranum. „En í þessum skáldskap hafa Íslendingar lært að fóta sig, í honum hefur þjóðin ratað inn í nútímann, inn í nýja veröld, að minnsta kosti í andlegum efnum þótt framan af hafi hún ekki haft annað á sér en vaðmálsbuxur og sauðskinnsskó.“ Leiðaranum lauk á þessum orðum: „Eins og það er íslenskri þjóð mikilvægt að hafa átt þetta skáld er það mikilvægt að hún haldi áfram að uppgötva skáldskap þess. Það er nauðsynlegt að við höldum áfram að finna í honum nýja heima, að við höldum áfram að finna í honum frjómagnið, sköpunarkraftinn, og umfram allt er nauðsynlegt að við höld- um áfram að finna okkur sjálf í honum því að þannig heldur skáldið áfram að lifa.“ Skáldið lifir áfram í okkur 1977 „Velvakanda hefur hlotnast sá heiður að fá sent bréf frá Nóbelsskáldiokkar, Halldóri Laxness, og fjallar hann hér um deilumál sem verið hef- ur nokkuð ofarlega á baugi í vetur.“ Þannig hefst Velvakandi í Morgunblaðinu 2. júní 1977. Bréf Halldórs er þýðing á grein í þýsku blaði rúmum mánuði áður, þar sem rætt var um bjórneyslu í heilsubótarskyni. Halldóri fannst boðskapurinn eiga erindi til land- ans vegna þess að „hér veit almenningur ekki gjörla um hvað verið er að tala þegar bjór er á dagskrá, þar sem drykkurinn hefir verið kríminaliseraður hjá okkur í tvær kyn- slóðir, það er að segja látinn jafnbrýna glæp allar götur síðan árið 1915“. Síðan fylgdi þýðingin, en þar sagði meðal annars: „Bjór hefur sérstöku hlutverki að gegna hjá taugaveikluðu fólki sem þjáist af hugaræsingu og of miklu vinnuálagi samfara tilhneigingu til svefnleysis. Í þessu falli kemur sterkur bjór einfaldlega til greina sem lyf.“ Einnig var þess getið að bjór væri svo lítt áfengur drykkur „að þó hans sé neytt í óhófi gefst maginn upp langt á undan höfðinu“. En allur er varinn góður: „Fólk sem er vangæft í meltingarfærum ætti að vara sig á að drekka kaldan bjór óhóflega með mat; og helst ekki drekka bjór án þess að borða eitthvað með honum.“ Veturinn áður hafði Alþingi verið að fjalla um bjórfrumvarp, og ekki í fyrsta sinn. Það var svo í maí 1988 sem hliðstætt frumvarp var samþykkt og framleiðsla og sala á áfengu öli var leyfð frá og með 1. mars 1989, eftir 74 ára bann. Kríminaliseraður drykkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.