Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 11
Í stofunni á Gljúfrasteini. Stóri glugginn mót suðvestri varð strax blómagluggi en innrétting- unum fyrir framan hann var breytt árið 1960, þegar langur sófi var settur þar og flygillinn færður í hornið. Sófinn hefur þrisvar verið yfirdekktur. Steinda glerverkið í endaglugganum er eftir þýskan listamann sem aðstoðaði Nínu Tryggvadóttur við gerð steindra glugga. Skrifpúlt Halldórs. Í vinnu- herbergi Halldórs eru allar innréttingar upprunalegar, teiknaðar af Birtu Fróða- dóttur, dönskum hönnuði sem var eiginkona Jóhanns Jónssonar, garðyrkjumanns í Mosfellsdal. Yfir púltinu eru myndir af fjölskyldu- meðlimum og vinum og málverk Nínu Tryggvadótt- ur af Erlendi í Unuhúsi. Yfir skrifborðinu, sem Auður Laxness vann við og vélrit- aði á, er málverk eftir Svav- ar Guðnason. Í skjalaskápn- um voru bréf Halldórs en Auður hefur afhent þau Landsbókasafni. Yfir skápn- um er mynd eftir Jóhannes Kjarval. Altaristafla og rúmfjöl. Yfir dyrunum inn í stofuna hangir út- skorin rúmfjöl frá fjölskyldu Halldórs, frá árinu 1713. Mál- verkið er altaristaflan sem Jóhannes Kjarval málaði fyrir Rípurkirkju en var hafnað og Halldór keypti af listmál- aranum. Kistuna hannaði Auður fyrir forstofuna og var hún smíðuð í Björk en faðir Auðar, Sveinn Guðmundsson, smíðaði á hana lamir, lykil og höldur. Eggið við arininn. Við arininn í stofunni stendur „Eggið“ eftir Arne Jacobsen en þar sat Halldór gjarnan. Myndin til vinstri, of- an við stólinn, er eftir Kristján Davíðsson, máluð á gler. Í hinum stólnum er púði sem Auður gerði í París og kallaði Landaparís; litunum ætlaði hún að fanga andrúm borgarinnar. Á arinhillunni rísa hæst tvö Afríkulíkneski sem Halldór og Auður keyptu af Kristjáni Davíðssyni en hann flutti þau heim með sér þegar hann kom úr námi í Bandaríkjunum. Þá er frönsk stytta, mynd af Ása-Þór, stytta sem Auður keypti á Indlandi og önnur grænlensk. Yst til hægri er mynd eftir Ásmund Sveinsson sem Auður keypti um 1940. Stóll Halldórs. Stólinn í vinnuherbergi Halldórs fluttu þau Auður með sér að Gljúfrasteini. Í hon- um sat Halldór gjarnan og margar ljósmyndir voru teknar af honum í stólnum. Í hillunum eru útgáfur af bókum Halldórs, frumútgáfur og þýð- ingar. Púðann í stólnum gerði Ásdís Sveins- dóttir, systir Auðar. Samóvar og Svavarsverk. Við hlið skápsins í borðstofunni er samóvar sem rússneskur þýð- andi Halldórs færði þeim að gjöf. Auður segist oft hafa notað hann. Á skápnum eru tveir vasar sem hún keypti í Kína. Myndin lengst til hægri er eftir Jóhannes Kjarval, máluð á viðarplötu, frummynd af konu með skuplu sem hann mál- aði síðan í saltfiskmyndina stóru í Landsbank- anum. Hinar tvær myndirnar eru eftir Svavar Guðnason og Auður segir þá í miðið vera eft- irlætismálverk sitt. Ljós eftir föður Auðar. Víða um Gljúfrastein eru vegg- og loftljós sem faðir Auðar, Sveinn Guð- mundsson, smíðaði úr smíðajárni. Auður segir að þegar þau Halldór voru að flytja í húsið, árið 1945, hafi svo fátt verið til í verslunum. Hún var að leita að ljósum en fann einungis ljósagler í einni verslun. Hún keypti þau öll og faðir hennar tók smíðina að sér. Í svefnherbergi Halldórs. Gegnt rúmi hans hanga málverk Nínu Tryggvadóttur af ungri konu, skjal sem páfi færði Halldóri er hann kom til landsins, ljósmynd af Halldóri ungum, teikn- ing sem hann gerði af Byron lávarði á unglings- árum og er eina teikningin sem varðveist hefur eftir hann frá þeim tíma og málverk Louisu Matthíasdóttur af Erlendi í Unuhúsi. Á bókahill- unni eru fjölskyldumyndir, mynd af Halldóri og Auði í Þjóðleikhúsinu og höggmynd eftir Erling Jónsson. Hluti þýðinganna. Danskar og austur- evrópskar þýðingar sem búið er að flokka, ásamt öllum öðrum bókum í vinnustofu skáldsins. Í herbergi Auðar. Í bókahillunum í herbergi Auðar Laxness standa ýmsar myndir. Hér eru myndir af for- eldrum hennar, Halldóru Jónsdóttur og Sveini Guðmundssyni. Þá er mynd af Halldóri nítján ára gömlum, tekin erlendis. Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.