Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 18
18 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið 5. október 1919 Barn náttúrunnar Barn náttúrunnar, ástarsaga, fyrsta bók Halldórs frá Laxnesi, kom út haustið 1919 og var prentuð á kostnað höfundar, en Bókaverslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar annaðist dreifingu. Guðjón faðir skálds- ins hafði tekið að sér að greiða reikningana frá Félagsprent- smiðjunni og Félagsbókband- inu, en hann lést um sumarið. „Lengi var verið að rukka okk- ur mömmu,“ sagði Halldór síð- ar í Morgunblaðinu. „Gamla konan hefur sjálfsagt leyst út eina eða tvær kýr úr fjósinu í Laxnesi til að borga eitthvað upp í þetta.“ Hingað til hefur verið haldið upp á útgáfu bók- arinnar í lok október eða um miðjan nóvember. Nú hefur komið í ljós að það er ekki alls kostar rétt. Sunnudaginn 5. október, auglýsti Bókaverslun Ar- inbjarnar Sveinbjarnarsonar fjórar nýjar bækur í Morgunblaðinu, þar á meðal „Börn náttúrunnar,“ ástarsögu eftir Halldór Guðjónsson frá Laxnesi. Auglýsingin birtist aftur í næsta blaði, 7. október, og þá hafði nafninu verið breytt í „Barn náttúrunnar“. Ísafold sagði frá því 6. október að bók eftir Halldór væri komin út en nefndi hana „Börn dalanna“ (sem er nafn á bók eftir Axel Thorsteinsson frá árinu áður). Bókin var auglýst í Tímanum 16. október undir réttu nafni. Í lítilli frétt í Lögréttu 29. október kom fram að Barn náttúrunnar væri nýlega komin út, föstudaginn 31. október sagði Morgunblaðið að bókin hefði komið út „nú í byrjun vikunnar“ (hlýtur að vera átt við byrj- un mánaðarins) og í Tímanum 1. nóvember var hún talin upp meðal nýrra bóka. Hvað sem öðru líður er bókarinnar fyrst getið sunnudaginn 5. október, sem verður að teljast útgáfudagur hennar þar til annað kemur í ljós. Arnfinnur Jónsson menntaskólanemi, síðar skóla- stjóri, sagði í Alþýðublaðinu að bókin væri „vafalaust inngangur að mörgum og vonandi miklu betri sögum frá Halldóri“. Í lok ritdómsins sagði Arnfinnur: „Og hver veit nema að Halldór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabarn íslensku þjóðarinnar.“ „Þetta er saga náttúrubarns eftir barnungan mann,“ sagði Jón Björnsson rithöfundur í Morg- unblaðinu og var ekki hrifinn af verkinu, en þrátt fyr- ir það „kann einhvern tíma að verða meira listagildi í því sem þessi ungi maður skrifar“. Jakob Jóhannesson Smári rithöfundur sagði í Skírni: „Getur engum dulist það að hér er um að ræða efni í skáld sem líklegt er til góðra afreka er þroski vex og lífsreynsla,“ og sagði síðan: „Grunar mig að hann eigi eftir að auðga íslenskar bókmenntir að góðum skáldskap ef honum endist aldur og heilsa.“ Það kvað við annan tón í Tímanum sumarið eftir að bókin kom út. Þar var gert lítið úr skáldskap Hall- dórs og margra annarra og það nefnt leirbull og reyf- ararusl. Sveinn Sigurðsson ritstjóri sagði nokkrum árum síðar í Eimreiðinni að Barn náttúrunnar hefði þótt ungæðislega samin en þó væri hún „betur byggð en búast mátti við af svo ungum byrjanda“. 8. maí 1924 Undir Helgahnúk Undir Helgahnúk kom sennilega út fimmtudaginn 8. maí 1924 og var fyrsta bókin undir nafninu Halldór Kiljan Laxness. Árið áður hafði Halldór gengið í klaustur og tekið upp nafnið Kiljan. Sama ár hafði hann fengið Laxness skráð sem kenningarnafn, samkvæmt lög- um um ættarnöfn. Bókaverslun Ársæls Árnasonar gaf bókina út. Skömmu áður en bókin kom út skrifaði Guðmundur Þor- láksson grein um skáldið í Vísi og sagðist bíða bókarinnar með óþreyju vegna þess að Halldór væri með efnilegustu rithöfundum „þótt hann hafi ennþá ekki hlotið fulla viðurkenningu almennings- álitsins“. „Margir munu vilja kaupa og lesa þessa bók þar er höfundur hennar hefur síðustu árin vakið á sér all- mikla eftirtekt með greinum og sögum í blöðum,“ sagði Guðmundur G. Hagalín rithöfundur í Vísi. „Höfundur er glöggskyggn og lífsreyndur, þó ung- ur sé,“ sagði Jón Björnsson rithöfundur í Morg- unblaðinu, „krafturinn býr í honum en er enn ekki taminn“. „Það er þróttur í þessari sögu, umbrot, atburðir og ævintýri. Halldór Kiljan Laxness er meðal þeirra sem mikils má vænta af,“ sagði gagnrýnandi Tímans. Í Verði var Halldór sagður tilþrifamestur hinna yngri söguskálda, hugmyndaflugið væri meira en hjá öðrum og mannlýsingar ágætar. Halldór sagði í blaðinu Bókavini að við ritun bók- arinnar hefði vakað fyrir sér „að láta fólk njóta af því sem mér er til lista lagt, kynna mönnum mína eigin list og persónuleik hennar“. Þessi hreinskilni skálds- ins leiddi til skoðanaskipta Kristjáns Albertssonar og Halldórs í Verði. Jón Thoroddsen lögfræðingur og rithöfundur, son- ur Skúla alþingismanns, sagði í Lögréttu að Íslend- ingar hefðu eignast ungan og efnilegan rithöfund, Halldór Kiljan Laxness, sem skrifaði öðruvísi en aðr- ir. „Enginn sem les bók hans með skilningi getur efast um hæfileika hans.“ Kennari skrifaði í Vísi að í Halldóri byggi ósvikinn skáldneisti „sem ætti að geta orðið að miklu og björtu ljósi með þessari þjóð og víðar ef að honum væri hlúð“. Magnús Jónsson dósent kvað upp þann dóm í Ið- unni að Halldór væri ótvírætt efni í góðan rithöfund. „Það er eins og maður finni hulda krafta bak við það sem hann skrifar, krafta sem enn sé langt frá að hann kunni að nota til fullnustu.“ Sveinn Sigurðsson ritstjóri Eimreiðarinnar taldi Undir Helgahnúk taka Barni náttúrunnar fram að öðru leyti en því að málinu hefði hrakað, víða ægði saman málleysum, útlenskum orðum og óíslenskum setningum. Að öðru leyti ritaði höfundurinn af miklu fjöri og eldmóði. „Haldi hann nú áfram jafnhröðum skrefum í framfaraáttina og hingað til má hann eiga það víst að komast langt í listinni sem skáldsagnahöf- undur.“ 4. maí 1927 Vefarinn mikli frá Kasmír Vefarinn mikli kom út í átta heftum, það fyrsta kom í byrjun febrúar 1927 en miðvikudaginn 4. maí er þess getið í blöðum að það síðasta sé komið út. Höfundur var sjálfur útgefandi. Útgáfurnar voru tvenns konar, sú ódýrari var ætluð almenn- ingi en hin sérstökum bókavin- um. Halldór kom til landsins með handritið vorið 1926 og þá hafði Morgunblaðið eftir skáld- inu að „honum hafi verið sagt að Kasmír þýddi dalur rósanna og vefarinn mikli væri mað- urinn sem fæddur væri í dal rósanna“. Halldór sagði söguna fjalla „um stjórnmál og lífsgildi, byltingu og íhald, kaþólsku og efnishyggju, hin góðu og hin illu mátt- arvöld og margt fleira“. Áður en öll heftin höfðu komið út sagði Morg- unblaðið að dómar manna um bókina væru yfirleitt á einn veg, „að höfundur hafi, bæði í mannlýsingum og frásögn, gengið feti lengra en góðu hófi gegnir“. Ekki er hægt að finna slíka dóma á prenti, en þeg- ar helmingur bókarinnar var kominn út sagði í Verði: „Það sem út er komið er víðast hvar mjög skemmti- lega skrifað og sums staðar óvenjulegt að stílkrafti og andríki.“ Það kemur ekki á óvart að ritstjóri blaðs- ins var Kristján Albertsson, sem um sumarið birti dóminn fræga í Vöku. Daginn sem Halldór varð 25 ára, 23. apríl 1927, sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í Tímanum að Halldór hefði gefið út „eins konar skáldsögu, eða öllu heldur sundurlausa þanka“ og var ekki sáttur við hispurs- leysi höfundarins. Í Morgunblaðinu daginn eftir var getið um grein Jónasar í fimm línum. Framsetningin fór fyrir brjóstið á skáldinu, sem stefndi blaðinu, Sættir náðust hálfum mánuði síðar. Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari skrifaði um bókina í Lögréttu strax eftir að síðasti hlutinn kom út og sagði að stíleinlægni Halldórs lýsti skáldi „sem kann að vefa rósamál yfir merkilegan hversdagsleik sem fáir vita að er til“. Vísir sagði söguna „bera ósvikið vitni um mælsku höfundarins, hispursleysi í frásögn og glæsilegan stíl“. David Östlund trúboði skrifaði síðar í sama blað: „Vefarinn er góð lýsing á vondu lífi á vorum dögum.“ Halldór taldi ástæðu til að útskýra í Verði að þetta væri „skáldsaga þar sem lýst er sem samvisku- samlegast öllum þeim lífsskoðunum og kenningum sem ríkja í heimi nútímans“. Hann sagði í samtali við blaðið Heimskringlu að deilurnar um bókina væru „sprottnar af mjög skiljanlegum og um leið fyrirgef- anlegum skorti Íslendinga heima að hugsa al- þjóðlega“. Jón Björnsson rithöfundur sagði í Morgunblaðinu að bókin væri „djarfari og bersögulli en títt er um ís- lenskar skáldsögur“ og í henni væri mikill þróttur og snjöll tilþrif. Jón sagði aðalpersónuna, Stein Elliða, vera „ímynd þess nútímamanns sem lendir í brimróti nýrra og ólíkra lífsskoðana sem nú flæðir yfir veröld- ina“. Jakob Jóhannesson Smári rithöfundur sagði í Eimreiðinni: „Það er auðvelt að hneykslast á bók þessari. En það er enn betra að skilja hana og brjóta til mergjar.“ Jakob sagði að með þessari bók hefði Halldór tekið sér sæti meðal fremstu rithöfunda ís- lenskra. Tómas Guðmundsson skáld sagði í Iðunni að með bókinni hefði Halldór „gefið íslenskum bókmenntum svo stórt og glæsilegt fyrirheit að allt sé vinnandi til þess að hann þurfi eigi að flýja bókmenntir vorar, svo sem nú lítur helst út fyrir að muni verða“. Um þetta leyti var Halldór að fara „til Hollywood og semja 10 kvikmyndir“, eins og hann orðaði það í bréfi til Er- lendar í Unuhúsi. Í stuttum ritdómi í Nýjum kvöldvökum sagði að þetta væri undarleg bók. „Bókin er öll eins og leiftur- snöggir sprettir ótamins fola sitt í hverja áttina, en á baki hans situr kaldhæðinn, rólegur heimsmaður.“ Tveir þekktir menn skrifuðu um Vefarann í Vöku í júlí 1927. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður hafði það eitt um söguna að segja að hún væri vél- strokkað tilberasmjör. Dómur Kristjáns Alberts- sonar rithöfundar varð sá frægasti á öldinni, en hann hófst sem kunnugt er á þessum orðum: „Loksins – loksins tilkomumikið skáldverk sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! Ísland hefur eignast nýtt stórskáld – það er skylda vor að viðurkenna það með fögnuði.“ Sigurður Nordal prófessor skrifaði bókmennta- þátt í Vöku ári síðar þar sem hann minntist á bók Halldórs, sem hann taldi gáfaðan æskumann og stór- huga og mikilhæfan rithöfund. „Þetta er allt annað en íslenskur heimilisiðnaður,“ sagði Sigurður um bókina og taldi brýnt „að veita nýjum áhrifum, nýrri þekkingu og hugsunum út á meðal almennings á Ís- landi“. 27. mars 1931 Þú vínviður hreini Þú vínviður hreini, fyrri hluti sögunnar um Sölku Völku, kom út föstudaginn 27. mars 1931. Undirtitill bókarinnar er: Saga úr flæðarmálinu. Daginn eftir birtist viðtal við Halldór í Al- þýðublaðinu þar sem hann sagði að bókin sýndi „hvernig fátæk manneskja í litlu plássi lifir og deyr með inn- skriftaverslunina á aðra hönd og sáluhjálparboðskapinn á hina“. Hann sagðist hafa dvalið sumarið áður á Austfjörðum og Vestfjörðum. „Þar tókst mér að lifa mig inn í efnið,“ sagði skáld- ið. „Halldór er öldungis vafalaust óvenjulega vel gef- inn maður og tekur nokkuð öðruvísi á viðfangsefnum sínum en tíðast er rithöfundum hér á landi,“ en hann „ætti að vanda málfar sitt betur en hann gerir á stundum,“ sagði Bogi Ólafsson menntaskólakennari í Skírni. Jónas Jónsson frá Efstabæ (talið dulnefni Sig- urðar Einarssonar rithöfundar) sagði í Iðunni að þessi bók höfundar væri „gersamlegt nútímaverk“ og „stórkostleg framför frá fyrri ritum hans“. Sveinbjörn Sigurjónsson íslenskufræðingur sagði í sama tímariti að Halldóri hefði „tekist að skapa heil- steypt verk sem hefur listagildi“. Sveinn Sigurðsson ritstjóri Eimreiðarinnar sagði að höfundurinn væri gæddur þeirri frásagnargáfu að hann gæti náð tangarhaldi á lesendum og að stíll hans væri breiður og magni þrunginn en „Laxness hættir við að verða stundum ruddalegur“. Menningarsjóður gaf út bækurnar um Sölku Völku. Gefið var í skyn í Vísi að það hefði verið í gust- ukaskyni við Halldór en hann svaraði því til að svo væri ekki, heldur væru samskiptin á hreinum við- skiptagrundvelli. Halldór sagði í svargrein að bækur sínar seldust yfirleitt mjög vel og ein þeirra hefði selst fyrir kostnaði á fimm dögum. 23. apríl 1932 Fuglinn í fjörunni Fuglinn í fjörunni, síðari hluti sögunnar um Sölku Völku, kom út laugardaginn 23. apríl 1932, daginn sem Halldór varð þrítugur. Undirtitill bókarinnar er: Pólitísk ástarsaga. Halldór hafði lesið úr þessari bók op- inberlega um veturinn og sagði Tíminn það „margra mál að sumar aðalpersónur sögunnar beri talsverðan keim nokkurra manna í Reykjavík sem talsvert eru þekktir nú sem stendur“. Í auglýsingu sagði að höfund- urinn fléttaði inn í söguna „ýmsum þeim viðfangsefnum nútímans sem mest eru rædd um þessar mundir“. Alþýðublaðið sagði í afmæl- isgrein að um engan íslenskan rithöfund hefði verið deilt eins mikið og Halldór en að þrátt fyrir það ætti hann „afarmiklum vinsældum að fagna og þá fyrst og fremst meðal yngri kynslóðarinnar og allra frjáls- lyndra manna“. Verklýðsblaðinu þótti bókin einkennast af hispurs- leysi stílsins og „hreinskilni um allan þann andlega ræfilshátt sem ríkir í stéttaþjóðfélaginu“. „Halldór K. Laxness er mikið skáld,“ sagði Krist- ján Albertsson rithöfundur og taldi að þessi saga væri og yrði meginverk í íslenskum bókmenntum. „Í þessari sögu hefur Halldór, fyrstur íslenskra skálda, skapað stóra, mannmarga, áhrifasterka og óvenjulif- andi mynd af kjörum og menningu, lífi og líðan fá- tæklinganna í íslensku sjávarplássi.“ Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri sagði í Nýja dag- blaðinu að bókin bæri með sér „öll kennimörk sannr- ar listar sem er að rakna úr reifum í höndum snill- ingsins“. Sveinn Sigurðsson ritstjóri sagði í Eimreiðinni: „Höfundurinn er á framfaraskeiði og ræður þegar yf- ir eigindum sem hverju söguskáldi eru ómissandi: Fjörugu ímyndunarafli, snilld í skapgerðarlýsingum, málkynngi og orðgnótt ásamt tækni.“ Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur kvað upp þann dóm í Iðunni að Halldór væri „einstakt skáld á íslenska tungu, svo að önnur koma þar ekki til samanburðar“. Benjamín Kristjánsson prestur var ekki á sama máli. Í grein í Lesbók Morgunblaðins sagðist hann hafa fengið það á tilfinninguna af lestri bókanna um Sölku Völku „að mannlífið sé raunar einn allsherjar sóðalegur sorphaugur bófa og illræðismanna“. Hall- dór svaraði gagnrýninni í Iðunni og taldi hana lýsa gagnrýnandanum fremur en rithöfundinum. 30. október 1934 Sjálfstætt fólk Fyrri hluti Sjálfstæðs fólks kom í verslanir þriðju- daginn 30. október 1934, en þá var Halldór kominn til Kaupmannahafnar á leið „suður á bóginn til að skrifa þar,“ eins og Nýja dagblaðið orðaði það. Sjálfstætt fólk seld- ist einna best allra bóka sem komu út á þessu ári. Undirtitill bókarinnar er: Hetjusaga. Blöðin sögðu að á kápunni væri mynd eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal af bæ Bjarts í Sum- arhúsum, landnemans í sög- unni. Í auglýsingu frá útgef- andanum, Bókaverslun E. P. Briem, sagði: „Það er óþarfi að fjölyrða um þessa nýju bók Laxness, sem fjölda- margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Margir sem hafa heyrt kafla úr bókinni lesna upp í útvarpið telja hana bestu bók höfundarins.“ „Með þessari sögu hefur íslensk alþýða eignast nýtt snilldarverk frá hendi hins ágæta höfundar,“ sagði Verklýðsblaðið og fullyrti að aldrei hefðu í ís- lenskum bókmenntum opnast aðrar eins fjarvíddir. „Bókin er óefað besta rit hans fram að þessu,“ sagði Guðbrandur Jónsson bókavörður og rithöf- undur í Vísi og taldi þetta vera nokkurs konar sveita- útgáfu af Sölku Völku. Í Morgunblaðinu sagði Árni Óla blaðamaður að hér væri skáld á ferðinni. „Halldóri fleygir svo stór- kostlega fram með hverri bók sem hann skrifar að furðu gegnir.“ Helgi Hjörvar formaður útvarpsráðs sagði í Al- þýðublaðinu: „Í þessari bók eru kaflar sem að stíl- snilld og skáldskaparlist eiga ekki neinn sinn líka í ís- lenskum bókmenntum.“ „Bókin er listaverk,“ sagði Stefán Einarsson pró- fessor í Skírni. „Enginn Íslendingur kann að sjá og skrifa um hlutina eins og Laxness,“ sagði Stefán og taldi að enginn hefði lýst betur ástandinu sem hleypti af stað „flóttanum úr þrældómi sveitanna í frelsi bæj- anna“. Í Eimreiðinni sagði Sveinn Sigurðsson ritstjóri að þetta væri „sagan um það hetjulíf sem háð hefur ver- ið af einyrkjanum um hrjósturlendur gamla Fróns“ og taldi þetta heilsteyptasta skáldrit höfundarins. „Stíll hans er alveg sérstæður og orð og orðatiltæki sækir hann víðs vegar að, sum bæði fágæt og hnytt- in.“ Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur sagði í Iðunni að sagan væri listaverk í allri sinni byggingu og að málið væri heillandi og „ómótstæðilegt, eins og kall úr álfheimum“. Í Rétti var birt erindi eftir Krist- in þar sem hann komst svo að orði að Sjálfstætt fólk birti manni beinlínis alla Íslandssöguna í nýju ljósi. „Hann töfrar menn agndofa með öllum sínum blæ- brigðum lita og kliðs. En fólkið sýnist allt vesælt,“ sagði Arnór Sigurjónsson skólastjóri í Samtíðinni. Hjálmar Gíslason (bróðir Þorsteins skálds og rit- stjóra) sagði í Lögbergi að sagan væri „fegurðar- snauðari og ósiðfágaðri og ómennskari heldur en mannlífið sjálft“. Magnús Magnússon ritstjóri sagði í Stormi að sag- an hefði mörg einkenni snilldarinnar og bæri vitni þess að Kiljan væri mikið skáld, en að sagan bæri einnig vott um andlegan sóðaskap hans. 25. október 1935 Sjálfstætt fólk, II Síðari hluti Sjálfstæðs fólks kom út föstudaginn 25. október 1935. Kápumyndin mun vera eftir Jón Bjarnason og er gerð eftir styttu Einars Jónssonar af útilegumanninum. Axel Thorsteinsson blaðamaður og rithöfundur sagði í Vísi að bókin myndi verða „lesin spjaldanna á milli af öllum sem láta sig bókmenntir nokkru varða“, enda væri þetta langbesta bók hins afburða stílsnill- ings. Lífsins skáld Hvenær komu skáldsögur Halldórs Laxness út og hvernig var þeim tekið? Af rúmlega sextíu útgefnum ritum Halldórs Laxness voru 22 skáldsögur, sem í ritsafni hans eru gefnar út í sextán bindum. Fyrsta sagan kom út þegar hann var sautján ára, sú síðasta þegar hann var sjötugur. Jónas Ragnarsson getur hér um útgáfudaga skáldsagna Nóbelsskáldsins, en þeir hafa ekki legið fyrir áður á einum stað, og segir frá því hvernig bækurnar voru kynntar, hvernig fjallað var um þær og hvernig viðtökurnar voru. Byggt er á efni dag- blaða, vikublaða og tímarita, fréttum, greinum og auglýsingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.