Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur,
lögg. fasteigna- og skipasali
Ásmundur Skeggjason. lögg. fasteigna- og skipasali.
Kríuás Hf.
Eigum eftir tvær 4ra herb. 100 fm íbúðir á 2.
hæð. Afhendast fullbúnar án gólfefna í maí. V.
12,8 millj.
Laufvangur Hf.
Rúmgóð og björt 4-5 herbergja íbúð á 3. hæð.
Góð staðsetning, stutt í góða skóla og alla þjón-
ustu. (2073)
SÉRHÆÐIR
Suðurgata Hf. - „klassísk“ eign
Glæsileg 4ra herb. rishæð. Lofthæð allt að 3,4
met. Kíktu á þessa í hvelli! V. 12,5 millj. (2447)
Laufás Gbæ - glæsileg sérhæð -
gryfja í skúr!
Björt og rúmgóð 115 fm sérhæð ásamt 30 fm
skúr innst í botnlanga í rólegu hverfi í Garðabæ.
Er þessi ekki ekta fyrir þig? (2432)
Norðurbraut Hf. - Gott fm-
verð!
140 fm efri sérhæð m. sér inngangi á fínum
stað. Fallegur garður og stutt í góðan skóla. V.
12,9 millj. (2441)
RAÐ- PARHÚS
Ásbúð Gbæ
Mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum
ásamt tvöf. bílskúr. Útsýni af efri hæð. Skipti á
minni eign möguleg. (1993)
EINBÝLI
Álfaskeið Hf. - glæsilegt hús!
Rúmlega 330 fm glæsilegt einbýlishús á besta
stað í bænum. Möguleiki á aukaíbúð í kj. Nýr
skúr. Hafðu samband.
Nýbyggingadagar í Hafnar-
firði!
Það standa enn yfir hjá okkur nýbyggingadagar í
Hafnarfirði. Komdu við á skrifstofu okkar og
fáðu teikningar, söluyfirlit og allar nánari upplýs-
ingar af einbýlum, raðhúsum, parhúsum og fjöl-
býlum. Erum með á skrá yfir 50 nýbyggingar í
Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
2JA HERB.
Maríbakki Rvík - björt og rúm-
góð!
Nýtt á skrá - sérlega björt og rúmgóð 2ja herb.
70 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Óvenju stór stofa.
Eign í mjög góðu viðhaldi. (2507)
Sléttahraun Hf. - björt og
skemmtileg!
Vorum að fá á skrá bjarta og skemmtilega 2ja
herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Parket og flísar á
gólfum. V. 8,4 millj. (2501)
Þrastarás Hf. - sérgarður!
2-3ja herb. íbúð á jarðhæð með sér inngangi og
sér verönd út í garð í 3ja hæða fjölbýlishúsi. V.
10,6 millj. (2181)
Miðsvæðis í Hf.
Lítil 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sér inngangi.
V. 6,2 millj.(2315)
3JA HERB.
Þrastarás Hf. - nýtt hús!
Skemmtilega skipulögð 3ra herb. íbúð á jarðhæð
með sér inngangi og sér garði í nýju 3ja hæða
fjölbýlishúsi á góðum stað í Þrastarásnum. Alno
innréttingar. V. 11,5 millj. (2211)
4-6 HERB
Álfaskeið Hf. - stórar suð-
ursvalir m. útsýni!
Gullfalleg 4ra herb. 111 fm íbúð á 3. hæð í mjög
vel viðhöldnu fjölbýlishúsi í Álfaskeiðinu í Hafn-
arfirði. Íbúðin er í toppstandi m.a. nýuppgert
baðherbergi, björt og rúmgóð stofa, stórar svalir
til suðurs þaðan sem er ágætis útsýni. Hafðu
samband og fáðu að skoða! (2521)
Kríuás Hf. - endaíbúð sem var
að losna!
Vorum að fá aftur á sölu 130 fm endaíbúð á 2.
hæð. 4 svefnherb. Stór stofa. Hægt að fá stóran
bílskúr með. V. 14,7 millj. (1602)
Álfholt Hf.
Rúmgóð og vel skipulögð 100 fm íbúð á 3. hæð.
Útsýni. V. 11,6 millj. (2459)
Átt þú eign?
Guðjón Guðmundsson,
viðskiptafræðingur,
sölustjóri.
Guðmundur Karlsson,
sölumaður.
Þórey Thorlacius,
skjalavarsla.
Hafnarfjörður
Víðiberg Hf. - 1. FLOKKS!
Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt stórum
bílskúr. Fallegur garður með verönd. ALLT NÝTT
INNI! (eða svo gott sem). V. 22,5 mill.(2313)
Aratún Gbæ - Mikið endurnýj-
að!
Mikið endurnýjað einbýli á einni hæð ásamt 50
fm skúr. Timburverönd út í suðurgarð. Skipti á
minni eign möguleg. V. 21,0 millj.(2404)
Hraunhvammur Hf. - drauma-
húsið!
Kósí og töluvert endurnýjað einbýlishús á tveim-
ur hæðum í götu sem lokuð er í annan endann á
góðum stað í Hafnarfirði. V. 15,0 millj.(2359)
NÝBYGGINGAR -
Fullbúið að utan, fokhelt að
innan - Erluás Hf.
Glæsilegt 187 fm (þar af 23 fm innbyggður bíl-
skúr) mið-raðhús á góðum stað við Erluás í Ás-
landinu. V. 13,3 millj.
Kríuás Hf. - afhendast fullein-
angruð!
Fallegt 240 fm mið-raðhús á tveimur hæðum í
fjögurra húsa raðhúsalengju innst í efsta botn-
langanum í Kríuásnum í Hafnarfirði. V.13,3 millj.
Þrastarás Hf. Parhús á flottum ÚTSÝNIS-
STAÐ á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Út-
sýni frá efri hæð vestur yfir Hafnarfjörð og norð-
ur til höfuðborgarinnar.
Erluás Hf.
Sérlega glæsilegt einbýlishús á einni hæð á góð-
um stað í vesturhlíðinni í Áslandinu. (2433)
Svöluás Hf.
Fallegt 208 fm parhús á tveimur hæðum á góð-
um stað í Áslandinu í Hafnarfirði. V. 13,7 millj.
(2420)
Kríuás Hf.
Fallegt 218 fm miðju-raðhús á tveimur hæðum,
þ.a. 36,5 fm bílskúr í fjögurra húsa raðhúsa-
lengju í efsta botnlanganum í Kríuásnum í Hafn-
arfirði. V. 12,8 millj.
Svöluás Hf. - raðhús
Sérlega huggulegt og vel skipulagt 155 fm (þ.a.
24 fm bílskúr) endaraðhús á frábærum útsýnis-
stað í vesturhlíð Áslandsins. V. 12,9millj.
BYGGINGALÓÐIR
Svöluás Hf. - parhús
Parhúsalóð með sökklum eða lengra komið.
Hafðu samband við Guðjón.
Gauksás Hf. - Glæsileg einbýlis-
húsalóð!
Einbýlishúsalóð innst í botnlanga á frábærum
stað í suðurhlíð í Áslandinu í Hafnarfirði. Kominn
er sökkull og plata á lóðina.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Bæjarhraun Hf.
Gott 136 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð. Góður
staður. Gott verð!(2053)
Flatahraun Hf. - til leigu!
Glæsilegt nýtt 546 fm atvinnuhúsnæði til leigu
við Flatahraun í Hafnarfirði. Lyfta. Húsnæðið er
nýtt og allur frágangur mjög vandaður. Hiti í
gangstétt, næg bílastæði. (2398)
Gjótuhraun Hf.
Iðnaðar- og/eða lagerhúsnæði (einnig hægt að
nýta sem verslunarhúsnæði) á mjög góðum stað
miðsvæðis í Hafnarfirði. Frá 2-600 fm bil.
Miðvangur Hf. - til leigu!
200 fm verslunarrými (á móti Samkaup) með
mikla möguleika.
Bæjarhraun Hf. - til leigu!
Tvö skrifstofuherb. til leigu í nýju 140 fm skrif-
stofurými á 2. hæð. Móttaka og kaffiaðstaða.
Hvaleyrarbraut Hf.
105, 210 og 600 fm bil eftir í nýju atvinnuhúsn.
Stórar innkeyrsludyr. V. 65 þús. per fm.
K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s
Bæjarhraun 22
Fax 565 8013 Sími 565 8000
Opið kl. 9-17 virka daga www.hofdi.is
Fyrir fólk í Firðinum
• Leitum að nýlegri eign miðsvæðis í Hf. -
jarðhæð eða húsn. með lyftu-3-4ra herb.
- skipti á einbýli á einni hæð í Hf.
• Sigurður er að leita að litlu sérbýli á einni
hæð helst í Gbæ - má einnig vera stór
íbúð í lyftuhúsi eða á jarðhæð - getur
skipt á einbýli á einni hæð í Gbæ.
• Erum að leita að stórri 120-140 fm íbúð í
fjölbýli ásamt bílskúr í Hf. - Góðar greiðs
lur í boði!
Skráðu eign þína hjá okkur!
Mikil sala!
BYGGÐAÁÆTLUNIN nýja, sem
byggðamálaráðherrann Valgerður
Sverrisdóttir kynnti þjóðinni ekki
alls fyrir löngu, einkennist af því
að megináherslan er lögð á styrk-
ingu eins þettbýliskjarna á lands-
byggðinni, Akureyrar.
Reiknað er með að um miðja
þessa öld geti íbúafjöldi Akureyrar
og Eyjafjarðarsvæðisins verið orð-
inn 40–50 þúsund manns. Forsenda
þess er sú að vaxtarhraði svæð-
isins, mældur á mælikvarða árlegr-
ar mannfjölgunar, verði 2–3%.
Þetta þýðir, með öðrum orðum,
að gert er ráð fyrir nýrri íslenskri
borg norðan heiða til viðbótar við
höfuðborgina við Faxaflóann.
Fyrir nokkrum árum var reynd-
ar talsvert rætt um samruna sveit-
arfélaganna sunnan Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar, Kópavogs og
Garðabæjar. Þar yrði íbúafjöldi
álíka og í hinni áformuðu Akureyr-
arborg, en „Kópafjarðarbær“ yrði
þó aldrei annað en inngróinn hluti
af höfuðborgarsvæðinu.
Þetta gæti þó verið ágæt lausn á
sameiningarmálum sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, því sameining
alls svæðisins í eitt sveitarfélag
með 180.000 íbúa hefur ýmsa aug-
ljósa ókosti í för með sér. Samein-
ing sunnan Reykjavíkur kallaði svo
væntanlega á sameiningu Mosfells-
bæjar og Seltjarnarness við
Reykjavík.
Á Akureyri eru íbúar nú tæp
16.000 og íbúar nærsvæða í Eyja-
firði eru um 4.000–5.000 til við-
bótar. Kaupstaðirnir Dalvík og
Ólafsfjörður teljast til þessa svæð-
is, en þangað er innan við klukku-
stundar akstur frá Akureyri. Með
samgöngubótum, sem næsta víst
má telja að ráðist verði í, munu
þrír aðrir af stærri kaupstöðum
landsins, Húsavík, Siglufjörður og
Sauðárkrókur, geta notið góðra
samgangna við Akureyri.
Jafnframt myndi áhrifa hinnar
uppvaxandi Akureyrarborgar um
margt gæta á mun stærra svæði,
þ.e. þess hrings sem markast af
2–3 klukkustunda akstursvega-
lengd. Samlegðaráhrif öflugra
þéttbýlis myndi bæta öll skilyrði til
atvinnurekstrar á öllu Norðaust-
urlandi og ef vel tekst til yrði Ak-
ureyri önnur tveggja öflugra mið-
stöðva menningar, menntunar og
stjórnsýslu á landinu.
Síðast talda atriðið vísar til
flutnings starfsemi ríkisstofnana til
Akureyrar, sem nú þegar er hafin,
þótt í litlum mæli sé. Slíkar að-
gerðir eru þó mjög umdeildar og
ljóst að um þær þarf að ríkja
sæmileg sátt ef vel á til að takast.
Til þess að öflugt vaxtarferli fari
af stað norðan heiða er ljóst að ein-
hverra sértækra aðgerða er þörf.
Íbúum Eyjafjarðarsvæðisins hefur
undanfarin 30 ár fjölgað um 30%,
sem er heldur minna en sú 38%
mannfjölgun sem á sama tímabili
átti sér stað á landinu í heild. Hlið-
stætt meðaltal fyrir Suðvesturland
– frá Borgarfirði til Þjórsár – var
59%.
Íbúum á öðrum svæðum landsins
fækkaði hins vegar um 7,5% á
þessu tímabili, þ.e. frá 1970 til árs-
ins 2000. Fjölgunin á Eyjafjarð-
arsvæðinu þarf þannig augljóslega
– miðað við þær hugmyndir sem
fram koma í hinni nýju byggða-
áætlun – að verða mun hraðari en
undanfarna áratugi. Árlegur vaxt-
arhraði svæðisins var 0,9% að með-
altali 1970–2000, ef markmið
byggðaáætlunarinnar á að nást
þarf hann líklega að verða um 2,5%
á ári.
Heildarstærðirnar
í byggðaþróuninni
Til samanburðar við hugmynd-
irnar um eflingu Akureyrar og ná-
grennis er athyglisvert að gaum-
gæfa aðrar spár sem fyrir liggja
um mannfjölda- og byggðaþróun í
landinu. Nýjasta heildarspá Hag-
Akureyri – framtíðarborg
Á Akureyri eru íbúar nú tæp 16.000 og íbúar nærsvæða í Eyjafirði eru um 4.000–5.000 til viðbótar.