Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 45
þau 16. maí. Í september sama ár fluttu þau til Reykjavíkur og giftu sig í Dómkirkjunni 27. janúar 1893. Fyrsta heimili þeirra var á Suð- urgötu 11. Árið eftir bjuggu þau á Vesturgötu 17. 17. maí 1894 kaupa þau húsið á Laugavegi 21 af Magn- úsi Pálssyni, sem Ole hafði byggt. Þau eignuðust fimm börn en misstu tvö þeirra í æsku. Börnin sem komust upp voru: Haldor Jo- hann, Ragnar Sevirin og Johanne. Haldor Johann og kona hans Guðrún Sigurrós Þorláksdóttir eignuðust soninn Þorlák sem var þekktur listmálari. Hann var með vinnustofu og málverkasölu á fyrstu hæð hússins á árunum 1964 til 1974. Systkinin Ragnar og Johanne bjuggu á efri hæðinni alla ævi. Það er ekki orðum aukið að þar hafi tíminn staðið í stað. Þau elduðu á kolavél eins og fram kemur fram í viðtali við Ragnar frá árinu 1962 í Alþýðublaðinu. Greinin er skrifuð af Stefáni Nikulássyni. Samkvæmt kirkjubókum fyrstu tvo áratugina bjó mikill mannfjöldi í ekki stærra húsi og þegar flest var, nítján manns á fimm heim- ilum. En í íbúskrá frá 1910 eru Ole og Else einu íbúar hússins ásamt börnum sínum þremur. Ole J. Haldorsen lést 6. mars 1931. Else Johnsd. lést 30. mars 1954 Í gegnum tíðina hefur verið verslun eða annar rekstur á neðri hæð hússins. Haldor Gunnar Hal- dorsen, sonur Þorláks listmálara, hefur tekið saman nöfn þeirra sem voru með atvinnustarfsemi í hús- inu. Með hans leyfi er birt upp- talning á þeim sem þar höfðu at- vinnurekstur. 1897 Ole J. Haldorsen agent, vagnasmiður, kalkinnflutningur og vinnsla. 1902 Tómas Halldórsson, skósmiður. 1903 J. Jónsson, verslun. 1905 Ámundi Árnason, búð/ sláturhús og Haraldur Sigurðsson með verslun. 1906 Elías Magnússon, verslun. 1907 Sigurður Halldórsson klæðskeri. 1918 Halldór og Júlíus, klæðskerar. 1924 Ámundi Árnason, sölubúð. 1926 Kaupfélag Borgnesinga. 1930 Guðmundur B. Vikar, klæðskeri. 1942 Hannes Erlendsson, klæðskeri. 1964 Þorlákur R. Haldorsen, gall- erí og vinnustofa. 1982 Gerður í Flónni, Arndís Jó- hannsdóttir söðlasmiður. 1989 Jóhannes í Regnfatabúðinni og Kompan. Eitt af fyrstu listagalleríunum Árið 1964 er Þorlákur R. Hal- dorsen, sonarsonur Ole og Else Haroldsen, kominn í húsið með listagallerí og vinnustofu. Það mun vera fyrsta eða eitt af fyrstu lista- galleríum á landinu. Einhvern tíma á áttunda ára- tugnum urðu eigendaskipti á hús- inu og þar með var eignin farin úr ættinni. Á níunda áratugnum bjó margt ungt fólk á efri hæð hússins, sum af þeim sem þar höfðu viðdvöl eru þekkt nöfn úr tónlistarheiminum. Ekki hefur tekist að hafa samband við þessa aðila og því koma nöfn þeirra ekki fram í greininni. Árið 1999 kaupir Kristinn Sæ- mundsson húsið. Hann býr á efri hæðinni með syni sínum Sverri. Á neðri hæðinni er verslunin Hljómalind og í kjallara eru geymslur. Kristinn er búinn að gera húsið upp að utan en eftir er að gera það upp að innan. Gamlar og skemmti- legar innréttingar eru í verslun- inni en ekki vitað með vissu frá hvaða tíma þær eru. Um tíma stóð til að rífa húsið, ef af því hefði orð- ið hefði verið unnið óbætanlegt tjón. Varðveislugildi þessa húss er ómetanlegt þar sem það hefur óvenjulega mikla sögu að geyma og er auk þess eitt af elstu húsum við Laugaveg. Helstu heimildir: Borgarskjalasafnið, brunavirðingar og B-skjöl, Húsadeild Ár- bæjarsafns, kirkjubækur og viðtal við Haldor Gunnar Haldorsen. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 C 45HeimiliFasteignir Þ EGAR Anna Dana Daníels- dóttir hóf búskap, fyrir tíu árum, fylgdu henni tvær skjaldbökur og nokkrir gullfiskar í búri. Heimanmundurinn var sem sagt í formi gæludýra. Nú á Anna Dana mann, þrjú börn, nokkra gullfiska, páfagauk, þrjár kanínur, hund og 11 ketti, þar af ný- gotna læðu með 8 kettlinga. Hún hefur átt gæludýr frá barns- aldri og getur ekki hugsað sér fjöl- skyldu án þeirra. Hún býr í einbýlis- húsi án gólfefna og stefnir að því að flísaleggja gólfin, því hundar rispa parkett yfirleitt mjög mikið. Gólfefni er í raun það eina sem fólk þarf að taka tillit til á heimili hunda. Hundar renna til á timburgólfi og rispa það, þannig að flestir hundeigendur velja sér einfaldlega hentugra gólfefni. Fuglar, kettir og nagdýr Þeir sem eiga eða hafa hug á að fá sér fugla, til dæmis páfagauka, ættu að gæta þess að hafa gluggatjöld dregin fyrir glugga þegar fugl flýgur laus, því fuglum hættir til að fljúga á rúðu og rotast, nema henni sé skýlt með gluggatjöldum. Þá er vert að geta þess að ekki er nokkur leið að venja páfagauka á að gera þarfir sínar á ákveðinn stað. Á fuglaheimilum leynast því oft kless- ur fastar við vegg bak við málverk og spegla. Á móti kemur að páfa- gaukar eru skemmtileg gæludýr og með natni er hægt að kenna gárum að tala, blístra og fara í boltaleik. Þar sem kettir búa, er rétt að hafa kassa með kattasandi innandyra, sérstaklega að vetrarlagi. Einnig er snjallt að hafa klórugrind fyrir ketti, til að varna því að þeir brýni klærnar á verðmætum teppum eða húsgögn- um. Ef um er að ræða kött sem má fara út, er ekki úr vegi að hafa katta- lúgu, svo hann geti farið inn og út að vild. Þarfir nagdýra og fiska eru eink- um bundnar við fóðrun og hreinsun á búrum, auk þess sem rétt er að nagdýr venjist því að vera í fangi eigenda sinna. Hins vegar gildir það sama um þau og fugla, ómögulegt er að kenna þeim að gera þarfir sínar á ákveðinn stað. Langar í hænsni Anna Dana keypti hús á Álftanesi og segir að Bessastaðahreppur hafi orðið fyrir valinu hjá sér og fjöl- skyldu sinni, því sig hafi alltaf dreymt um að hafa kanínur og hænsni í garðinum. Draumur henn- ar er einmitt að bæta hænsnum í dýrahópinn sem fyrst og helst öðr- um hundi líka. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar á heimili Önnu Dönu vegna dýranna, fyrir utan púða sem hafður er við hliðina á rúmi húsmóðurinnar fyrir tíkina Palomu. Hún vill hvergi annars staðar sofa en í hjónaher- berginu og segir Anna Dana að eig- inmaðurinn hafi í byrjun átt erfitt með að sætta sig við það en sé nú farinn að venjast hrotum hundsins. „Fiskarnir eru bara í búrinu sínu og fuglinn líka. Hundurinn og kett- irnir fá að vera þar sem þeir vilja vera, rétt eins og aðrir í fjölskyld- unni. Úti í garði er kanínukofi og girðing allt um kring. Þegar kalt er í veðri kveiki ég á hitaperu í kanínu- kofanum, en að öðru leyti er þetta heimili bara eins og hvert annað. Hún segir að Shih Tzu-tíkin Pal- oma sýni kanínunum mikinn áhuga. „Hún fer oft í heimsókn til þeirra og reynir að koma þeim til í leik. Þótt þær sýni henni lítinn sem engan áhuga, heldur hún samt alltaf áfram að reyna. Kettlingar í fataskáp Anna Dana segir að áður en læðan Lucky gaut átta kettlingum hafi hún útbúið fæðingar- og kettlingasvæði. „Ég útbjó fyrir hana, að því er ég taldi, mjög gott bæli á rólegum og notalegum stað á efri hæð hússins. Læðan ákvað hins vegar að gjóta í fataskápnum mínum. Ég færði alla kettlingana upp, en Lucky gerði sér lítið fyrir og bar hvern einasta kett- ling aftur inn í fataskápinn. Ég sá að hún yrði að fá að ráða þessu, svo hún er enn í fataskápnum með kett- lingana. Hún segir sambýli dýranna ganga prýðilega, læðunni Lollý finnist til dæmis mjög gaman að fylgjast með fiskunum synda og hún uni sér tím- unum saman við að horfa á þá. Tíkin, Paloma, reynir ekki bara að leika við kanínurnar, heldur líka persneska köttinn Ými. Hann hefur aftur á móti engan húmor fyrir henni, hvæs- ir á hana þegar hún stekkur á hann, og gengur síðan í burtu eins og móðgaður herramaður. Ljóst er á máli Önnu Dönu að dýr- unum líður vel heima hjá henni og góð sátt ríkir milli manna og dýra, þrátt fyrir einstaka sprell hjá sum- um þeirra. Mamma, mig langar í dýr… Langflest börn biðja foreldra sína einhvern tímann á lífsleiðinni að leyfa sér að fá gæludýr. Það er án nokkurs vafa bæði þroskandi og gef- andi að umgangast dýr og á það jafnt við um börn sem fullorðna. Hins vegar er rétt að benda á það að foreldrar verða að bera ábyrgð á dýrum barna sinna og oftast endar með því að það kemur í hlut þeirra að sinna bæði líkamlegum og and- legum þörfum dýranna. Gæludýr, sérstaklega kettir og hundar, hafa tilhneigingu til að eigna sér svæði í híbýlum manna. Þetta gera þau smám saman, oft án þess að eigendur verði þess varir. Allt í einu er köttur kominn til fóta í hjónarúmi eða hundur farinn að hreiðra um sig í tveggja sæta sófa fyrir framan sjónvarpið. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, dýr hæn- ast að eigendum sínum og vilja vera nálægt þeim. Á sama hátt hænast eigendur að dýrum sínum og vilja hafa þau nálægt sér. Þegar vel tekst til í samskiptum dýra og manna eru þau samskipti bæði þroskandi og skemmtileg. Þeg- ar allir eru ánægðir, bæði pabbi, mamma, börn og dýr, hlýtur ham- ingjan að brosa við manni. Heimili gæludýranna Í þessu húsi við Blikastíg 12 á Álftanesi búa þær mæðgur Anna Dana og Dominique ásamt gæludýrum sínum. Kettir leita oft að hlýjum stað, gjarnan innan um fatnað eigenda sinna, til dæm- is inni í skápum eða í þvottakörfum. Morgunblaðið/Þorkell Anna Dana Daníelsdóttir og dóttir hennar, Dominique, ásamt hluta af gæludýr- um fjölskyldunnar, kanínunum Kalla, Prins og Kaninku, köttunum Lollý og Ými og tíkinni Palomu. Gæludýr hafa tilhneigingu til að eigna sér svæði í híbýlum manna, eins og þessi hundur sem heldur að tveggja sæta sófi hafi verið keyptur fyrir sig. Ekki þarf að gera sér- stakar ráðstafanir við skipulag og hönnun heimilis þótt gæludýr deili því með eigendum sínum. Brynja Tomer, sem hefur 30 ára reynslu af sambúð með gæludýr- um, segir að menn verði þó að gera ráð fyrir því að heimili og heimilishald breytist dálítið eftir að gæludýr flytja inn. Þingvallahreppur - Fasteignamið- stöðin er með í sölu núna sumarhús, byggt 1967, í Gjábakkalandi við Þingvelli. Stærð lóðar er 14 hekt- arar og er hún öll skógi og kjarri vaxin. Útsýni er frá húsinu yfir Þingvallavatn. „Hér er um að ræða virðulegt hús á glæsilegum útsýnisstað, sem hefur verið mjög vandað til í upphafi og hefur greinilega fengið gott viðhald – þetta er hús fyrir vandláta,“ sagði Magnús Leópoldsson hjá Fasteigna- miðstöðinni. „Stór og góð verönd er við húsið, sem er úr timbri og 90 fermetrar. Rafmagn er í húsinu frá dísilrafstöð sem er í sér húsi. Olíukynding er og heitt og kalt vatn. Gaseldavél í eld- húsi. Leigusamningur er til tíu ára með sömu skilmálum og gerist í þjóðgarðinum. Ásett verð er 29 millj. kr.“ Sumarhús á Þingvöllum Húsið er úr timbri og 90 ferm. að stærð. Lóðin er 14 hektarar og er hún öll skógi og kjarri vaxin. Ásett verð er 29 millj. kr., en sumarhúsið er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.