Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 1
96. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 26. APRÍL 2002
PALESTÍNSKUR herréttur sem
kom saman í höfuðstöðvum Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í
Ramallah dæmdi í gær fjóra Palest-
ínumenn í fangelsi fyrir morðið á ísr-
aelska ferðamálaráðherranum,
Rehavam Zeevi, í fyrra. Ariel Shar-
on, forsætisráðherra Ísraels, lét hins
vegar hafa eftir sér að þessi gjörn-
ingur skipti engu máli enda héldu
Ísraelar fast við þá kröfu sína að
mennirnir yrðu framseldir í hendur
ísraelskum yfirvöldum.
Arafat er sjálfur sagður hafa lagt
blessun sína yfir úrskurð palestínska
herréttarins. Rétturinn dæmdi
Hamdi Quran, sem sagður er hafa
drýgt morðið, til átján ára fangels-
isvistar og Baser al-Asmar, sem stóð
vörð á meðan Quran framdi verkn-
aðinn, til tólf ára fangelsis.
Ökumaður tvímenninganna var
dæmdur til átta ára fangelsis og sá
fjórði hlaut eins árs fangelsisdóm
fyrir að hafa haft vitneskju um, að til
stæði að myrða Zeevi. Ráðherrann
var myrtur í Jerúsalem 17. okt. sl.
Ísraelar hafa alla tíð sagt að um-
sátrinu við höfuðstöðvar Arafats í
Ramallah lyki ekki fyrr en búið væri
að framselja fjórmenningana í þeirra
hendur, auk nokkurra annarra sem
hafast við í vistarverum Arafats.
Sagði talsmaður Sharons að for-
sætisráðherrann hugleiddi nú að
leyfa Arafat að yfirgefa Ramallah og
fara í staðinn til Gaza. Væri mein-
ingin að auðvelda Arafat að ráða nið-
urlögum palestínskra öfgamanna,
sem efnt hafa til sjálfsmorðsárása
gegn ísraelskum borgurum. Saeb
Erekat, fulltrúi Palestínumanna,
sagði hugmyndina hins vegar eiga
sér það markmið eitt að tryggja yf-
irráð Ísraela á Vesturbakkanum.
Munu ekki beita olíuþvingunum
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti fór fram á það í gær að Ísraelar
lykju við brottflutning herliðs síns
frá herteknu svæðunum og hvatti
hann Ísraela til að leita friðsamlegra
lausna á umsátrunum í Ramallah og
Betlehem. Bush ræddi við Abdullah,
krónprins Sádi-Arabíu, í Texas og
sagði hann eftir fundinn að Abdullah
hefði heitið því að S-Arabar myndu
ekki beita olíuþvingunum í því skyni
að beita Bandaríkjamenn þrýstingi í
málefnum Mið-Austurlanda.
Palestínskur herréttur dæmir fjóra menn fyrir morðið á ísraelskum ráðherra
Sharon
krefst enn
framsals
Ramallah, Washington, Jerúsalem. AP, AFP.
NÍU Palestínumenn yfirgáfu í gær
Fæðingarkirkjuna í Betlehem og
höfðu þeir með sér lík tveggja
manna sem fallið höfðu í skotbar-
daga við ísraelska hermenn. Ísr-
aelsher hefur setið um kirkjuna í
þrjár vikur en innandyra eru um
200 Palestínumenn. Ekki tókst að
ná samkomulagi um að binda enda
á umsátrið í gær en Ísraelar segja
30 hryðjuverkamenn meðal þeirra
sem hafast við í kirkjunni.
Reuters
Umsátrið heldur áfram
RÍFLEGA þrjátíu manns urðu fyrir meiðslum, þar af tíu
alvarlegum, þegar sprenging skók tvær byggingar á
Manhattan-eyju í New York í gær. Mikill fjöldi slökkvi-
liðsmanna og hjálparstarfsfólks þusti þegar á vettvang
en í upphafi óttuðust margir að um hryðjuverk hefði ver-
ið að ræða. Svo var þó ekki og töldu fulltrúar borgaryf-
irvalda líklegast að sprenging hefði orðið í hitakatli í
kjallara hússins með fyrrgreindum afleiðingum.
AP
Sprenging á Manhattan
DRAGOLJUB
Ojdanic, fyrrver-
andi yfirmaður
júgóslavneska
heraflans, gaf sig
í gær fram við
fulltrúa Alþjóða-
stríðsglæpadóm-
stólsins í Haag í
Hollandi. Ojdanic
er hæst setti
embættismaður-
inn sem fulltrúar dómstólsins hafa
komið höndum yfir frá því að Slobod-
an Milosevic, fyrrverandi forseti
Júgóslavíu, var framseldur í fyrra.
Ojdanic flaug með farþegaflugvél
frá Belgrað til Amsterdam í gær-
morgun og var hann við komuna til
Hollands umsvifalaust færður í
fangaklefa stríðsglæpadómstólsins í
útjaðri Haag. „Hann er sannarlega
hæst setti herforinginn sem fram-
seldur hefur verið,“ sagði Jim Land-
ale, talsmaður dómstólsins.
„Við vonum að þetta marki upp-
hafið að frekara framsali [meintra
stríðsglæpamanna],“ bætti Landale
við. Fór hann fram á að stjórnvöld í
Júgóslavíu handtækju nú þegar alla
þá, sem ákærðir hafa verið fyrir
stríðsglæpi, einkum og sér í lagi
Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-
Serba í Bosníustríðinu 1992–1995, og
Ratko Mladic, yfirmann herafla
Bosníu-Serba í sama stríði.
„Samviska mín er hrein“
Ojdanic var yfirmaður júgóslav-
neska heraflans í átökum í Kosovo
1998–1999 og var ákærður fyrir
stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð í
maí 1999, á sama tíma og ákæra var
lögð fram gegn Milosevic.
Stjórnvöld í Júgóslavíu birtu fyrir
rúmri viku lista yfir 23 meinta stríðs-
glæpamenn og gáfu þeim þrjá daga
til að gefa sig fram svo framselja
mætti þá til Haag. Var Ojdanic einn
af aðeins sex mönnum sem urðu við
tilmælunum.
Ojdanic sagði við brottför frá
Belgrað í gær að hann hygðist sanna
sakleysi sitt. „Ég þarf ekki að
skammast mín fyrir neitt og sam-
viska mín er alveg hrein.“
Hyggst sanna
sakleysi sitt
Haag. AFP.
Dragoljub
Ojdanic
ÝMSAR nýjungar hafa verið
ákveðnar í þeirri von að þannig
megi auka þátttöku í sveitar-
stjórnakosningum sem fram
fara í Bretlandi í næstu viku. Í
gær gafst kjósendum tækifæri
til að greiða atkvæði um síma og
Net auk þess sem færanlegir
kjörstaðir voru teknir í notkun.
Kosningarnar fara annars
fram 2. maí en þátttaka í þeim
hefur farið minnkandi á liðnum
árum. Með því að beita nýjustu
tækni er vonin sú að bæði áhugi
á kosningunum og þátttaka í
þeim aukist.
Að auki vilja hefðbundnir
flokkar leitast við að auka þátt-
tökuna af ótta við að flokkur
hægriöfgamanna, Þjóðarflokk-
urinn, fái ella umtalsvert fylgi.
Ýmsir möguleikar
Í Newham í austurhluta
Lundúna gátu kjósendur greitt
atkvæði með aðstoð tölvu og
færanlegir kjörstaðir voru opn-
aðir. Í Crewe og Nantwitch get-
ur fólk greitt atkvæði um Netið
fram á sunnudag. Í Church og
Everton-hverfum í Liverpool
geta kjósendur greitt atkvæði
um síma, Net eða með SMS-
skilaboðum fram til kjördags. Í
Swindon gefst almenningi
sömuleiðis kostur á að greiða at-
kvæði um Netið auk þess sem
nýta má kosningaréttinn um
hefðbundinn síma.
Kosið
um síma
og Net
Lundúnum. AP.