Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukar sýndu Stjörnunni klærnar / B2 Eggert Magnússon í fram- kvæmdastjórn UEFA / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag KNATTSPYRNUHÚSIÐ í Graf- arvogi var tekið í notkun að við- stöddu fjölmenni í gær, en þar er um að ræða fyrsta áfanga stærstu íþróttahallar landsins. Hefur höllin hlotið nafnið Egilshöll, en nafnið er til komið vegna samstarfssamnings rekstrarfélags hússins og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Knattspyrnuhúsið sjálft er 90 metra breitt og 120 metrar að lengd með 20 metra lofthæð yfir miðlínu vallarins. Er það 10.800 fermetrar að stærð. Auk þess verð- ur 400 fermetra skólaíþróttasalur í húsinu, 3.000 fermetra skautahöll, 800 fermetra skotæfingasvæði og ýmsir smærri salir, skrifstofur, verslanir, þjónusta, gistirými og fleira sem samtals verða um 8.000 fermetrar. Alls verður húsið því um 23.000 fermetrar að stærð þegar það verðu fullbyggt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að fyrir nokkr- um árum hefði verið ákveðið af hálfu Reykjavíkurborgar að fara út í það að byggja knattspyrnuhús í Reykjavík sem myndi uppfylla al- þjóðlega staðla í þeim efnum. Til viðbótar knattspyrnuhúsinu yrði reist annað hús sem hýsa myndi skautahöll meðal annars og vera al- hliða íþróttamiðstöð. Bygging húss- ins væri liður í því að mæta þörfum og væntingum borgarbúa í þessum efnum og hún vonaðist til að knatt- spyrnuhúsið ætti eftir að vera mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun, ekki bara í Reykjavík heldur um land allt. Ellert Schram, forseti Íþrótta- sambands Íslands, sagði í ávarpi sínu að þetta væri stór stund fyrir alla þá sem ynnu íþróttum. Risin væri glæsileg knattspyrnuhöll, en hér væri verið að vígja stærsta íþróttamannvirki sem byggt hefði verið í landinu. Halldór B. Jónsson, varafor- maður Knattspyrnusambands Ís- lands, sagði að þetta væri stórkost- legur dagur fyrir knattspyrnuna í Reykjavík þegar fyrsta knatt- spyrnuhúsið væri tekið í notkun. Þá blessaði Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogi, húsið. Athöfninni lauk með knatt- spyrnuleik milli liðs Ellerts Schram, sem skipað var eldri knatt- spyrnumönnum úr Reykjavík, og liðs Ómars Ragnarssonar, sem skip- að var skemmtikröftum, fjölmiðla- mönnum og fulltrúum stjórn- málaaflanna í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar Það ríkti mikil gleði með nýja knattspyrnuhúsið. Morgunblaðið/Ómar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði gesti. Knatt- spyrnuhús- ið í Grafar- vogi tekið í notkun EINAR R. Axelsson, læknir á sjúkrahúsinu Vogi, mælir eindregið með þeirri hugmynd að komið verði á fót miðstöð fyrir neytendur svo- nefndra ópíata eða morfínskyldra lyfja. Einar segist jafnframt vilja að þessari meðferð verði komið á fót á Vogi en ekki á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi eins og komið hafi fram í umræðum. Stjórn Læknafélags Íslands hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að komið verði á fót miðstöð fyrir neyt- endur morfínskyldra lyfja, þar sem þeir fá skyld lyf eða önnur lyf til að mæta fíkninni og venjast af henni. Er jafnframt lagt til að miðlæg verkjameðferð verði styrkt á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Einar segir að þessi hugmynd um svonefnda viðhaldsmeðferð fyrir fíkla hafi komið út úr viðræðum sem hann átti ásamt Hauki Valdimars- syni aðstoðarlandlækni við Lækna- félagið. Um 80% verða reiðubúin að afnetjast fíkninni á hverju ári ,,Það er komin reynsla á þetta víða og þessi meðferð er almennt viður- kennd af þeim læknum sem fást við vímuefnafíkn. Við myndum gjarnan vilja að þessi meðferð yrði á Vogi,“ segir hann. ,,Þótt þeir geti alveg tek- ið þetta að sér á Landspítala erum við með langflesta sjúklingana hjá okkur. Við erum tilbúnir að taka við þessu, við gætum gert það og mynd- um gjarnan vilja það,“ segir hann. Að sögn Einars eru kostir þess að miðstöð verði á Vogi m.a. þeir að þar eru reyndir ráðgjafar að störfum, sem gætu tekið sjúklingana að sér vegna nauðsynlegrar meðferðar. Að hans sögn hefur reynslan leitt í ljós að árlega eru um 80% fólks, sem háð er þessum lyfjum og fær slíka með- ferð, reiðubúin að afnetjast fíkninni. Kostnaðarsamt en skilar árangri Til að koma miðstöð af þessu tagi á fót þarf m.a. að ráða hjúkrunarfræð- inga sem sjá um að gefa lyfin og halda utan um bókhald. Þá þurfa að fara fram læknaviðtöl og ráðgjafar munu setja upp prógramm fyrir ein- staklinga sem fá viðhaldsmeðferð. ,,Við erum nú þegar með 20 ein- staklinga í viðhaldsmeðferð á Vogi og það hefur reynst mjög vel. Fólk hefur getað snúið aftur til eðlilegra lífs, til fjölskyldu sinnar og vinnu í stað þess að vera allan daginn að reyna að finna sér efni og er jafnvel í afbrotum tengdum því að útvega sér efni.“ Að hans sögn er svona viðhalds- meðferð mjög dýr ef uppfylla á allar nauðsynlegar kröfur. Þannig er lyfjakostnaðurinn einn og sér vegna þeirra 20 einstaklinga sem eru í við- haldsmeðferð á Vogi um sjö milljónir kr. en meðferðin skilar ótvíræðum árangri, að hans sögn. Einar R. Axelsson læknir mælir með viðhaldsmeðferð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja Tilbúnir að setja upp slíka miðstöð á Vogi AKUREYRARBÆR hyggst end- urskoða og jafnvel segja upp við- skiptum sínum við Símann í kjöl- far uppsagna starfsfólks þar í liðinni viku. Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að þetta mál hefði í raun valdið því að langlundargeð manna í garð Símans væri þrotið. „Síminn hefur haft áskrift að viðskiptum við Akureyrarbæ, en við sjáum enga ástæðu til að halda í þau viðskipti þegar við horfum upp á þessa síðustu atburði hjá fyrirtækinu,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að með því verklagi sem viðhaft hefði verið varðandi uppsagnir starfsfólksins hefði bor- ið skugga á viðskipti Símans og Akureyrarbæjar. „Og því er eðli- legt og sjálfsagt að bærinn í um- boði bæjarbúa fari yfir þessi mál,“ sagði Kristján Þór og benti á að nú væru fleiri fyrirtæki á mark- aðnum sem veittu sömu þjónustu. Kristján Þór sagði viðbrögð bæjarbúa við uppsögnum hjá Sím- anum og því verklagi sem þar hefði verið viðhaft afar sterk. „Þetta hefur vakið hörð viðbrögð í bænum og við munum ekki horfa þegjandi upp á þetta,“ sagði bæj- arstjóri. Hann sagði ennfremur að í kjölfar þess að lagnadeild Símans hefði verið lögð niður væru stórir viðskiptavinir, s.s. Akureyrarbær og Fjórðungssjúkrahúsið, í óvissu um hvaða þjónusta yrði veitt í framtíðinni. „Aðalatriðið er þó að við eigum ekki að horfa þegjandi upp á slíkt háttarlag fyrirtækis í eigu almennings í landinu.“ Akureyrarbær endurskoðar við- skipti við Símann TVEGGJA tíma töf varð á heim- flugi Flugleiða frá Kaupmanna- höfn í gærkvöldi, en bæði forseti Íslands og forsætisráðherra voru með vélinni. Töfin varð vegna þess, sam- kvæmt upplýsingum Bjarna Sig- tryggssonar, sendiráðunautar í Kaupmannahöfn, að fyrst bilaði bókunarkerfi þannig að ekki bar saman farþegalista og fjölda þeirra sem búið var að skrá um borð í vél- ina. Meðal þeirra sem biðu eftir að komast um borð, en vélin var nær full, voru rússneskir sendiráðs- starfsmenn með mjög mikinn handfarangur, sem þeir tóku með sér um borð þrátt fyrir andmæli flugfreyju. Á endanum ákvað flug- stjóri að þeir færu ekki með þenn- an óskoðaða farangur um borð, en handfarangur sendiráðsstarfs- manna er ekki skoðaður. Þeir yrðu annaðhvort að skilja hann eftir eða að bíða eftir næstu vél. Þetta gerði flugstjórinn að höfðu samráði við yfirmenn öryggismála á Kastrup- flugvelli, að sögn Bjarna. Niðurstaðan varð sú að menn- irnir ákváðu að bíða eftir næstu vél, sem fer ekki fyrr en í dag, og það varð til að skapa frekari tafir þar sem þá þurfti að fjarlægja farang- ur þeirra sem búið var að færa um borð í vélina. Töf á heimflugi forseta og for- sætisráðherra GENGI bréfa deCODE, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að lækka á bandaríska Nasdaq-markaðnum í gær. Gengið lækkaði um 7,41% og stendur hluturinn nú í fimm Banda- ríkjadölum. Gengið lækkaði um 10% í fyrradag. deCODE heldur áfram að lækka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.