Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 6
Skátamessa fór fram í Hallgrímskirkju. Skát- ar mynduðu fánaborg fyrir framan kirkjuna. Morgunblaðið/Golli LANDSMENN fögnuðu sumri á sumardeginum fyrsta með skrúð- göngum og skemmtunum víða um land þrátt fyrir kuldakast og vetr- arlegt veður víðast hvar. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir að næstum alls staðar á landinu hafi það verið sið- ur að börn færu öðrum dögum fremur í leiki sumardaginn fyrsta. ,,Bæði var þeim ekki haldið til vinnu og af nágrannabæjum komu þau víða saman til útileikja ef veður var hagstætt. Þá var unnt að taka til leikja sem kröfðust nokkurs fjölda. Allvíða tóku fullorðnir þátt í leik með börnum.“ Landsmenn brugðu ekki af van- anum að þessu sinni. Boðið var upp á líflega dagskrá í tilefni sum- arkomunnar í sveitarfélögum víðs vegar um landið og fóru hátíð- arhöld dagsins vel fram. Farið var í skrúðgöngur og skipulögð skemmtidagskrá fyrir börn. Í mörgum kirkjum voru haldnar skátamessur og fjölmargir sóttu vortónleika og aðra listviðburði. Í höfuðborginni lögðu margir leið sína í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í Laugardal þar sem var skipulögð skemmtidagskrá fram eftir degi. Í leik- og grunn- skólum Mosfellsbæjar voru sýnd verk barna og ungmenna sem unn- in voru í tengslum við 100 ára af- mæli Halldórs Laxness. Í Vestmannaeyjum snjóaði í gær- morgun og skafrenningur og él settu víða mark sitt á sumarkom- una, einkum á Norðurlandi og lá snjóþekja yfir þegar íbúar vöknuðu að morgni sumardagsins fyrsta. Rifjuðu þá sumir upp hina gömlu þjóðtrú að það viti aðeins á gott sumar þegar saman frýs vetur og sumar aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Morgunblaðið/Sigurgeir Sumarið heilsaði Vestmannaeyingum með snjókomu og fannfergi. Nokkur börn í sumarskapi tjölduðu í húsa- garði að kvöldi síðasta vetrardags og ætluðu að njóta veðursins, en um nóttina höfðu tjöldin breyst í snjóhús. Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi manns lagði leið sína í Fjölskyldugarðinn og húsdýra- garðinn í Laugardal. Morgunblaðið/Halldór Margir tóku þátt í skrúðgöngu á Ísafirði á sumardaginn fyrsta. Að venju fóru skátar með fána í fararbroddi göngunnar. Morgunblaðið/Jim Smart Strákar bruna í æsilegum kappakstri í Fjölskyldugarðinum. Þar var ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar, bregða sér á hestbak, ferðast með lest, fylgjast með leikatriðum og bregða á leik í tækjunum. Sumri fagnað með skrúðgöngum og skemmtunum Morgunblaðið/Jim Smart Börn sýndu verk í Lágafellsskóla og Varmárskóla í Mosfellsbæ sem þau hafa unnið í tengslum við 100 ára af- mæli Halldórs Laxness. Nokkur börn lásu einnig upp úr verkum skáldsins fyrir fjölda hátíðargesta. Ungu mennirnir brugðu á leik við sundlaugina á Akureyri, skelltu sér í smá snjóbað og svo beint í pottinn á eftir. Ljósmynd Myndrún ehf./Rúnar Þór FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.