Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
sveitarfélögin lagt sig fram um að
efla baráttu gegn vímuefnaneyslu,
ekki síst meðal unglinga, enda hefur
á sama tíma orðið æ ljósara um
hversu alvarlegt vandamál er að
ræða, segir í fréttatilkynningu. Í
byrjun árs 1999 stofnaði Kópavogur
til sértaks forvarnarhóps sem hefur
séð um samhæfingu og hvatningu til
aðgerða gegn hvers konar fíkniefn-
um.
Til að leggja áherslu á þessa bar-
áttu hefur Kópavogsbær nú í sam-
vinnu við embætti sýslumanns lagt
grunn að forvarnarátaki gegn fíkni-
efnum í grunnskólum bæjarins. Í
þessu skyni verður starfsmaður ráð-
inn til Félagsþjónustu Kópavogs,
með aðsetur í húsakynnum sýslu-
manns. Hann mun beina starfskröft-
um sínum að forvörnum innan skól-
anna með viðveru, ráðgjöf og
eftirliti.
Starfsmaðurinn mun jafnframt
koma að samhæfingu aðgerða bæj-
arins og lögreglunnar gegn fíkni-
efnamálum, í þeim tilgangi að ná ár-
angri í baráttunni gegn þeirri vá sem
þau eru. Með þessu átaki leggur
bæjarfélagið áherslu á að grunnskól-
ar þess eigi að vera heilbrigðir og
öruggir vinnustaðir fyrir börn og
starfslið.
Átak í for-
vörnum í
Kópavogi
TÓNLEIKAR verða haldnir í Saln-
um, tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld
föstudaginn 26. apríl, kl. 20, þar
verða frumflutt verk nemenda úr
tónsmíða- og tónfræðadeild Tónlist-
arskólans í Reykjavík.
Efnisskrá er einleiksverk fyrir
fiðlu, píanó og flautu, kvartett fyrir
fiðlu, selló, kontrabassa og píanó og
tríó fyrir flautu, klarínettu og bas-
saklarínettu. Einnig er verk fyrir
átta einsöngvara og raftónlistarverk.
Flytjendur eru aðallega hljóð-
færa- og söngnemendur Tónlistar-
skólans í Reykjavík, en nokkrir gest-
ir taka einnig þátt í flutningi.
Nemendur úr tónsmíðadeild eru
Guðmundur St. Gunnarsson, Kol-
brún Hulda Tryggvadóttir, Benedikt
H. Hermannsson, Stefán Steinsson
og Páll Tómas Viðarsson og úr tón-
fræðadeild, Daníel Bjarnason og
Kristján Guðjónsson.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill, segir í fréttatilkynningu.
Tónleikar nem-
enda í Salnum
SAMTÖK gegn fátækt halda opinn
fund laugardaginn 27. apríl kl. 14.30 í
Hallgrímskirkju. Að þinginu standa
Samtök gegn fátækt, Laugarnes-
kirkja og Hallgrímskirkja.
Erindi halda fulltrúar frá: Ör-
yrkjabandalagi Íslands, Félagi eldri
borgara, Vin, athvarfi Rauða kross
Íslands fyrir geðfatlaða og Félagi
einstæðra foreldra.
Fulltrúar þeirra þriggja lista sem
bjóða fram til borgarstjórnar á
þessu vori lýsa stefnu sinni og við-
horfum. Almennar umræður. Fund-
arstjórar verða sóknarprestarnir
Sigurður Pálsson og Bjarni Karls-
son.
Allir velkomnir, segir í fréttatil-
kynningu.
Málþing
um fátækt
NÝTT íþróttahús fimleikafélags-
ins Bjarkanna í Hafnarfirði var
formlega tekið í notkun í gær að
viðstöddu fjölmenni, en húsið er
sérstaklega hannað fyrir fim-
leika. Húsið er reist í einka-
framkvæmd, en það er Nýsir hf.
sem er eigandi hússins. Fram-
kvæmdir hófust í október í haust,
en það er Ístak sem byggði húsið.
Fimleikafélagið Björk varð 50 ára
á síðasta ári og var þá tekin
fyrsta skóflustungan að húsinu.
Við opnunina í gær færði Magnús
Gunnarsson, bæjarstjóri, Þor-
gerði M. Gísladóttur, einum af
stofnendum félagsins og braut-
ryðjanda í fimleikum, Önnu Maríu
Valtýsdóttur, formanni félagsins,
og Hlín Árnadóttir, aðalþjálfara,
þakkir fyrir þeirra framlag til
fimleika í Hafnarfirði.Morgunblaðið/Golli
Nýtt íþróttahús
Bjarkanna
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur
hyggst hindra vöruafgreiðslu úr
hollenska skipinu Estime, sem Atl-
antsskip eru með á leigu, verði
laun skipverja um borð ekki hækk-
uð. Stefán Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir
laun skipverjanna vera samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum sem Hollend-
ingar fari eftir. Atlantsskip fari
eftir íslenskum lögum og vilji
menn breyta lögunum sjái Alþingi
um það.
Stefán Kjærnested segir að
reyni Sjómannafélagið að hindra
vöruafgreiðslu úr Estime muni fyr-
irtækið fá lögbann á félagið.
Í yfirlýsingu Sjómannafélagsins
í gær kemur m.a. fram að sam-
kvæmt kjarasamningum íslenskra
sjómanna við íslenskar kaupskipa-
útgerðir gilda íslensk kjör um allar
áætlunarsiglingar til og frá Íslandi
á vegum þeirra. Í svari Atlants-
skipa kemur fram að Atlantsskip
eru ekki með neinn samning við
Sjómannafélag Reykjavíkur og ber
ekki lagaleg skylda til að vera með
samning við félagið.
Sjómannafélagið segir að kjör
meirihluta skipverja um borð í Es-
time séu meira en helmingi lakari
en kjör íslenskra sjómanna. Atl-
antsskip segja að kjör um borð í
skipinu séu samkvæmt hollenskum
lögum og samningum, þar sem
skipið sé skráð. Samkvæmt ís-
lenskum lögum megi skip á hol-
lenskum fána sigla til Íslands og
bent er á að Eimskipafélag Íslands
sé með portúgalska skipið Flor-
inda á tímaleigu. Skipið sigli milli
Íslands og Portúgals og um borð
gildi kjör samkvæmt portúgölskum
lögum. Sjómannafélagið segist
ekki fallast á félagsleg undirboð af
þessu tagi, allra síst þegar um sé
að ræða sjóflutninga í fastri áætl-
un á vegum íslenskra aðila og muni
leita allra leiða og eftir víðtækri
samstöðu við önnur stéttarfélög í
landinu í varnarbaráttu sinni.
Atlantsskip svara því til að þau
fari í einu og öllu eftir íslenskum
lögum og samkvæmt þeim sé heim-
ilt að vera með skip á hollenskum
fána í áætlunarsiglingum. Það sé
grundvallaratriði að fyrirtæki fái
að starfa í friði svo lengi sem þau
fari eftir þeim lögum sem gildi í
samfélaginu. Ísland sé aðili að al-
þjóðlegu samfélagi og því sé það
mikil þröngsýni hjá Sjómanna-
félaginu að halda því fram að ís-
lensk kjör eigi að gilda um skip
sem sigli milli Íslands og Hollands.
Atlantsskipum ber ekki skylda til að vera með samning við Sjómannafélag Reykjavíkur
Segja laun skipverja sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum
FJÓRTÁN umsóknir bárust Barna-
vinafélaginu Sumargjöf um styrki
til framhaldsnáms eða rannsókna,
en styrkirnir voru auglýstir í jan-
úar. Eftir að hafa farið yfir um-
sóknirnar var það niðurstaða
stjórnar félagsins að veita að þessu
sinni þrjá styrki, sem afhentir voru
í Grænuborg í gær.
Eftirtaldir aðilar hljóta styrkina:
Jóhanna Einarsdóttir, dósent í
Kennaraháskóla Íslands: Rannsókn
á hugmyndum 5 ára barna um
grunnskólann. Styrkur: 300.000 kr.
Anh-Dao Tran, kennari í Breiða-
gerðisskóla, og fleiri: Rannsókn á
þáttum sem hafa áhrif á náms-
árangur asískra nemenda á Íslandi.
Styrkur: 600.000 kr.
Gísli Baldursson og Páll Magn-
ússon, sérfræðingar hjá barna- og
unglingageðdeild Landspítalans
o.fl.: Forkönnun á geðheilsu 5 ára
barna í Reykjavík. Styrkur: 600.000
kr.
Stjórn Barnavinafélagsins Sum-
argjafar væntir þess að styrkirnir
komi að góðu gagni í því „að stuðla
að andlegri og líkamlegri heilbrigði
og þroska barna í Reykjavík“, eins
og var upphaflegt markmið félags-
ins.
Barnavinafélagið Sumargjöf var
stofnað á sumardaginn fyrsta vorið
1924 og er því 78 ára um þessar
mundir. Lengst af sá Sumargjöf um
rekstur dagheimila og leikskóla
Reykjavíkurborgar, eða allt þar til í
ársbyrjun 1978, þegar Reykjavík-
urborg yfirtók reksturinn. Á und-
anförnum árum hefur Sumargjöf
haslað sér völl sem styrktaraðili
ýmissa málefna, sem varða heill
barna í Reykjavík. Er styrkveit-
ingin nú hluti af því starfi.
Sumargjöf
veitir rann-
sóknastyrki
Morgunblaðið/Sverrir
Frá afhendingu rannsóknastyrkja Barnavinafélagsins Sumargjafar. Frá vinstri: Jóhanna Einarsdóttir, Anh-
Dao Tran, Jón Freyr Þórarinsson, formaður félagsins, Gísli Baldursson og Páll Magnússon.
FRAMBJÓÐENDUR
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fögnuðu
sumri í gær með því að
grilla pylsur fyrir borg-
arbúa í Austurstræti. Á
myndinni má sjá þá
Björn Bjarnason og Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson
við það tækifæri.
Grillað
fyrir
borg-
arbúa
Morgunblaðið/Ómar♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦