Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSPÍTALINN var rekinn með 133 milljóna tapi á fyrsta ársfjórð- ungi ársins sem er um 2,3% frávik frá fjárheimildum tímabilsins. Til viðbótar er kostnaður við S-merkt lyf 41,5 m.kr. umfram fjárveitingar vegna lyfjanna. Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Landspítal- ans. Launagjöld nema um 68% af heildargjöldum sjúkrahússins og eru þau 1,8% hærri en áætlað var fyrir tímabilið. Rekstrargjöld eru rúm 26% af heildargjöldum sjúkrahúss- ins og er sá kostnaðarliður 4,8% um- fram áætlun. Sértekjur eru aðeins meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Um helmingur af sviðum spítalans sýna rekstrarkostnað umfram áætlun. Heildarlaunakostnaður á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi er rúmar 1.300 m.kr. á mánuði og er fjöldi stöðugilda tæplega 3.800. Skipting heildarlauna á spítalanum eftir launategundum sýnir að hlutfall dagvinnu er tæplega 63% af heild- arlaunum, hlutfall vaktavinnu er 20% og hlutfall yfirvinnu er tæplega 17%. Hlutfall dagvinnu jókst heldur í marsmánuði á kostnað vaktavinnu. Breyting á helstu rekstrarkostn- aðarliðum á milli ára sýnir 6,3% með- altalshækkun á einu ári. Þeir kostn- aðarliðir sem hækkuðu mest á árinu 2001,, skv. drögum að ársreikningi spítalans fyrir það ár, voru rann- sóknarvörur og lækninga- og hjúkr- unarvörur. Þessir kostnaðarliðir hækka umtalsvert á fyrsta ársfjórð- ungi 2002 í samanburði við sömu mánuði í fyrra. Útgjöld 2,3% um- fram áætlun Rekstur Landspítalans FORSVARSMENN fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri og fiskvinnsl- unnar Íslandssögu hf. á Suðureyri undirrituðu í fyrradag samning um kaup á nýrri gerð snyrtilína af 3X- Stál hf. Hljóðar samningurinn upp á um 40 milljónir króna. Öll þessi fyr- irtæki eru frá norðanverðum Vest- fjörðum og í fréttatilkynningu kem- ur fram að þessi samningur er sá stærsti hingað til milli þessara fé- laga. Bæði þessi sjávarútvegsfyrirtæki hafa allt frá stofnun þeirra unnið með 3X-Stál að þróun á nýjum vinnslubúnaði fyrir bolfisk- og salt- fiskvinnslu. Má þar nefna karal- ausnir, glasseringskerfi og nú snyrtilínu. Þessi nýja gerð snyrti- línu er afrakstur þróunar sem farið hefur fram hjá 3X-Stál í samvinnu við þessi tvö fyrirtæki undanfarin misseri. Niðurstaðan er ný snyrti- lína sem byggist á nýrri tækni sem þróuð hefur verið hjá 3X-Stál. Sam- anstendur þessi nýja tækni af nýjum vélbúnaðar- og hugbúnaðarlausn- um sem verða grunnurinn að nýjum vörulínum hjá 3X-Stál. „Þessi þrjú fyrirtæki hafa um árabil verið ein af framsæknustu fyrirtækjum á Vest- fjörðum. Með þessum samningum sem undirritaðir hafa verið stíga þau enn eitt skrefið til framtíðar. Samvinna þessara fyrirtækja er dæmi um þann árangur sem þekk- ing og reynsla úr vestfirskum sjáv- arútvegi sameinar. Þróun í nýj- ungum sem síðar reynast alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum eins og 3X-Stál ómetanlegar,“ segir í fréttatilkynningunni. Kaupsamningur Kambs hf. á Flateyri og Íslandssögu hf. á Suðureyri við 3X-Stál hf. var undirritaður í sýningarbás 3X-Stál hf. á sjávarútvegssýningunni í Brussel að viðstöddum Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Kambur og Íslandssaga kaupa nýja snyrtilínu af 3X-Stál hf. ● TAP MP Verðbréfa hf. á árinu 2001 var 112,7 milljónir króna, en árið áð- ur var 79 milljóna króna hagnaður. Samkvæmt upplýsingum frá MP Veð- bréfum hf. orsakaðist tapið af geng- istapi á hlutabréfaeign og erfiðu ár- ferði á mörkuðum. Eigið fé félagsins nam 717,4 millj- ónum króna samkvæmt efnahags- reikningi í lok ársins. Niðurstöðutala hans var 1.442 milljónir króna. Eig- infjárhlutfall félagsins hinn 31. des- ember sl., svokallað CAD-hlutfall sem reiknað er út samkvæmt lögum um verðbréfafyrirtæki, var 46,3%, en má lægst vera 8%. Á aðalfundi fé- lagsins voru eftirtaldir kjörnir í að- alstjórn: Margeir Pétursson formað- ur, Sigfús Ingimundarson, Ágúst Sindri Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Sverrir Kristinsson. Tap MP Verðbréfa 112,7 milljónir króna ● NÝLEGA var gengið frá samningi Línu.Nets og ANZA og tengir Lína.- Net nú saman starfsstöð ANZA í Reykjavík og starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri með ljósleiðaratengingu. ANZA er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvu- og upp- lýsingakerfum. Fyrirtækið er að 65% hluta í eigu Landssíma Íslands og er eitt stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar hér á landi. Í tilkynningu um samninginn segir að með tengingu Línu.Nets aukist mjög öryggi varð- veislu þeirra gagna sem við- skiptavinir ANZA hafa falið fyrirtæk- inu þar sem starfsstöðvarnar tvær verða tengdar saman á mjög hrað- virkan hátt yfir ljósleiðara. Með sam- starfsamningnum hafi ANZA jafn- framt tryggt sér hámarksöryggi fyrir viðskiptavini sína þar sem það teng- ist nú bæði Landssíma Íslands og Línu.Neti. ANZA semur við Línu.Net SÆMUNDUR HS kom með fyrsta humarinn að landi á hefðbundinni humarvertíð til Hornafjarðar í vik- unni. Þessa dagana er verið að búa hornfirsku bátana til humarveiða. Leyfilegt er að veiða humar allt ár- ið og eitt hornfirskt skip, Hvanney SF, er á humarveiðum allan ársins hring og um miðjan mars byrjaði Hafnarey SF einnig á humrinum. Gunnar Ásgeirsson hjá Skinney- Þinganesi segist bjartsýnn á vertíð- ina. Humarinn er að vísu ekki eins stór og í fyrra en það kann að breytast þegar líður á vertíðina, segir Gunnar. Skinney-Þinganes gerir fjóra báta út á humarinn; Skinney SF, Hvanney SF, Þóri SF og Sæmund SH, sem fyrirtækið hef- ur nýverið keypt frá Hafnarfirði. Auk þess verða Sigurður Ólafsson SF, Bjarni Gísli SF og Hafnarey á humarveiðum á þessari vertið og fleiri bátar gætu átt eftir að bætast í hópinn. Veiðislóð hornfirsku hum- arbátanna er í Lónsdýpi, Horna- fjarðardýpi, Breiðamerkurdýpi og allt vestur í Skeiðarárdýpi. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldó Skipverjar á Skinney SF gera klárt fyrir humarveiðarnar en skipið hélt til veiða í morgun. Sjö bátar frá Hornafirði verða á humarveiðum á vertíðinni. Humarvertíðin í gang Hornafirði. Morgunblaðið. STJÓRN Jyllands-Posten, ann- ars stærsta dagblaðs Danmerkur, hefur sagt upp fimmtán blaða- mönnum vegna samdráttar í aug- lýsingatekjum sem hefur neytt stjórn blaðsins til að draga úr út- gjöldum um 15 milljónir danskra króna, eða 170 milljónir íslenskra króna. Blaðið, sem gefið er út í um 179.000 eintökum á dag, sagði upp um tíu manns í stjórnunarstöðum fyrr í vikunni. Uppsagnir hjá Jyllands-Posten

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.