Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 15
Skeifan 8, sími: 568 2200
www.babysam.is
Nýr vörulisti
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
BS
1
74
53
0
4/
20
02
• Vörukynningar
• Sam mætir í eigin persónu og
skemmtir börnunum
• Gjafir me› vi›skiptum
• Freistandi tilbo›
• Veitingar, kaffihorn og leikhorn
• LEGO-BabySam-keppnin
2002
„Listahát훓 BabySam
kl. 10 - 16 á morgun
Kl. 13-14:
„Örugg börn“: A›ili frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
lei›beinir vi›skiptavinum um öryggisvörur.
Arnhei›ur Sigur›ardóttir hjúkrunarfræ›ingur og
brjóstagjafalei›beinandi kynnir Lansinoh vörur.
Anna Lísa Gunnarsdóttir kynnir Chicco snu›.
Kl. 14-15:
Kynning á hinum fl‡sku Teutonia vögnum og kerrum.
Kynning á hágæ›a bílstólum frá Römer.
Taktu flátt í LEGO-BabySam-keppninni.
Heppinn flátttakandi fær helgarfer› fyrir 2
fullor›na og 2 börn í Legoland í bo›i
Plúsfer›a og LEGO á Íslandi. Einnig ver›ur
dreginn út flátttakandi í hverjum mánu›i sem
fær í vinning skemmtilegt leikfang frá Lego.
BabySam kynnir n‡jan vörulista 2002
á „Listahát훓 í Skeifunni 8 á morgun,
laugardaginn 27. apríl, kl. 10 til 16.
Veri› velkomin!
FULLTRÚAR japanskra stjórn-
valda lýstu yfir því í gær að Jap-
anir hygðust áfram hundsa alþjóð-
leg mótmæli vegna hvalveiða
þeirra. Áfram yrði unnið að því af
fullum krafti að fá hnekkt banni
við hvalveiðum í ábataskyni.
Þetta kom fram er fundur Al-
þjóða hvalveiðiráðsins hófst í
Shimonseki í Japan. Shimonseki er
hafnarborg og hefur um aldabil
verið helsta miðstöð hvalveiða Jap-
ana. Veitingastaðir hafa hvalkjöt á
boðstólum en Japanir stunda hval-
veiðar í vísindaskyni og eru afurð-
irnar seldar til neyslu.
Þykir ekki að undra að Japanir
skuli hafa ákveðið Shimonseki sem
stað fyrir ársfund Alþjóðahval-
veiðiráðsins.
Ráðstefnan sem hófst í gær
stendur í mánuð en talsmenn jap-
anskra stjórnvalda lýstu strax í
upphafi hennar yfir því að afstaða
Japana væri óbreytt. „Við höfum á
ári hverju þrýst á um að banni við
veiðum í ágóðaskyni verði aflétt og
menn geta verið vissir um að svo
mun verða áfram,“ sagði Toshih-
aru Tarui, embættismaður í utan-
ríkisráðuneytinu.
Engin rök fyrir banninu
Formaður japösnku sendinefnd-
arinnar sagði að engin frambæri-
leg vísindaleg rök væru fyrir
banninu. Japanir sættu að ósekju
gagnrýni sökum þess að þeir vildu
að það yrði afnumið. Á sama tíma
leyfðist frumbyggjaættbálkum í
Bandaríkjunum og víðar að veiða
hvali í ábataskyni. „Rússar eru
hvalveiðiþjóð. Bandaríkjamenn eru
hvalveiðiþjóð og það eru Kanada-
menn líka. En Japanir eru teknir
fyrir. Þarna er á ferðinni menning-
arlegt fyrirbrigði sem nær aftur til
níunda áratugarins þegar í tísku
var að tala illa um Japani,“ sagði
Joji Morshita, formaður vísinda-
nefndar Japana, á fundi Hvalveiði-
ráðsins.
Ólíklegt þykir að horfið verði frá
banninu á fundinum.
Hvalveiðiráðið fundar í Japan
Shimonoseki. AP.
Japanar boða framhald á baráttu
gegn banni við ágóðaveiðum
BERTIE Ahern, forsætisráð-
herra Írlands, gekk í gær á fund
Mary McAleese forseta og til-
kynnti henni
að hann
hefði ákveð-
ið að boða til
kosninga
eftir þrjár
vikur, eða
17. maí nk.
Búist er við
að Ahern
kynni
stefnuskrá flokks síns, Fianna
Fáil, á næstu dögum og að aðrir
flokkar muni fylgja í kjölfarið.
Í frétt dagblaðsins The Irish
Times segir að líklegt sé að í
kosningabaráttunni verði tekist
á um efnahagsmál en ýmis teikn
þykja vera á lofti um að verð-
bólga fari vaxandi á Írlandi á
næstu mánuðum. Stafar það
m.a. af því að bæði verkalýðs-
félög og vinnuveitendur hafa
látið hafa eftir sér að ólíklegt sé
að aðilar vinnumarkaðar end-
urnýi samkomulag sín á milli
um launakjör.
Ríkisstjórn Aherns hefur set-
ið við völd í fimm ár, en síðast
var kosið á Írlandi vorið 1997.
Auk Fianna Fáil, sem er stærsti
stjórnmálaflokkurinn á Írlandi,
á flokkur Framsækinna demó-
krata aðild að ríkisstjórninni en
flokkurinn varð til við klofning
úr Fianna Fáil á níunda ára-
tugnum. Óvíst er hins vegar
hvort stjórnarflokkarnir muni
hljóta áframhaldandi umboð
kjósenda og gagnrýndi Michael
Noonan, leiðtogi Fine Gael, sem
er stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, ríkisstjórnina á
þriðjudag fyrir að hafa eytt um
efni fram.
Játning dreg-
in til baka
RAHMI Sahindal, faðir Fadime
Sahindal, dró í gær til baka þá
játningu sína að hann hefði
myrt dóttur sína. Lögfræðingur
Rahmis Sahindals greindi frá
þessu í gær en faðirinn viður-
kenndi í janúarmánuði að hafa
myrt hina 26 ára gömlu dóttur
sína sökum þess að hún átti í
sambandi við sænskan mann.
Það þótti föðurnum ekki sæma
múslímastúlku þótt þau byggju
í Svíþjóð. Að sögn lögmanns föð-
urins verða engin ný gögn lögð
fram í málinu önnur en þau sem
lúta að því að Rahmi Sahindal
tekur játningu sína til baka.
Hættir hjá
Bush
KAREN P. Hughes, náinn ráð-
gjafi George W. Bush Banda-
ríkjaforseta, hefur sagt af sér
embætti og kveðst ætla að flytja
með fjölskyldu sína heim til
Texas. Hughes hefur náð meiri
frama en nokkur önnur kona
innan Hvíta hússins.
Hughes hefur verið yfirmað-
ur samskiptadeildar, ræðu-
skrifa og fjölmiðlaskrifstofu for-
setaembættisins og þannig haft
mikil áhrif á stefnu forsetans.
Ástæðan sem Hughes gaf fyrir
brottför sinni – að hún vildi eyða
meiri tíma með fjölskyldu sinni
– var af fréttamönnum í Wash-
ington ekki túlkuð sem hefð-
bundið yfirvarp, heldur tekin
trúanleg og sögð til marks um
þá erfiðleika sem konur ættu við
að etja þegar þær reyndu að
sinna starfi sínu jafnframt því
að reka heimili.
STUTT
Kosið á
Írlandi
Bertie Ahern