Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 16

Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 16
LISTIR 16 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.bmvalla.is Þú færð heildarlausnir fyrir framkvæmdirnar í söludeild BM•Vallá í Fornalundi Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími: 585 5050 • Fax: 585 5051 sala@bmvalla.is HÚS GARÐUR FRÁVEITUR ÞAÐ er leikar- inn Bill Paxton, sem leikið hefur í myndum á borð við Aliens, True Lies og A Simple Plan sem sest hér í fyrsta skiptið í leik- stjórnarstólinn við gerð kvikmyndarinnar Frailty. Hér er á ferðinni dularfullur og óvæntur hryllingstryllir sem skartar Suðurríkjaleikurunum Paxton, Matthew McConaughey og Powers Boothe í aðalhlutverkum. Söguþráð- ur myndarinnar er á þá leið að Fen- ton Meiks (McConaughey) birtist óvænt í skrifstofu FBI-fulltrúans Wesley Doyles (Boothe) og hefur magnaða sögu að segja. Doyle hefur eytt miklum tíma í að eltast við fjöldamorðingja sem kallar sig „Hönd Guðs“ og Meiks kveðst þekkja hinn seka mjög vel því það sé bróðir hans Adam. Fenton segir að Adam hafi framið sjálfsmorð eftir ill- virkin og sé nú grafinn í rósagarði. Á meðan þeir ferðast að gröf Adams lýsir Fenton æsku sinni fyrir lög- reglufulltrúanum. Árið 1979, þegar Fenton var 12 ára og Adam 9 ára, lifa þeir bræður hamingjusömu lífi með umhyggjusömum og ljúfum föður sínum sem enn syrgir fráfall konu sinnar sem lést við barnsburð. Þess- ari draumaveröld er síðan tvístrað einn góðan veðurdag þegar faðir þeirra kveðst hafa verið heimsóttur af engli, sem faldi honum það heilaga verkefni að finna og drepa djöfla, sem dulbúa sig sem venjulegt fólk. Hann hefur undir höndum nafnalista og áætlar að leggja í krossferð gegn djöflunum ásamt sonum sínum. Adam er trúr þessari nýju iðju fjöl- skyldunnar en Fenton hins vegar efast um andlegt heilbrigði föður þeirra. Að lokum hefur ofbeldið og morðæðið markað þessa menn og öfgafull túlkun þeirra á réttu og röngu leiðir að því að hulunni er svipt af mögnuðum og hræðilegum leyndarmálum. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta leik- stjórnarverkefni Paxtons í fullri lengd, er hann ekki alls ókunnur vinnslu kvikmynda. Hann hóf feril sinn sem listrænn stjórnandi og vann mikið með leikmyndir. Hann skrifaði og leikstýrði stuttmyndinni Fish Heads árið 1982 og hlaut sér- stök verðlaun fyrir á kvikmyndahá- tíðinni í Melbourne. Myndin var tekin á 37 dögum í Texas, heimaríki þeirra Paxtons, Boothe og McConaughey. Handrits- höfundur Frailty er Brent Hanley og mun þetta vera hans fyrsta kvik- myndahandrit, en hann er einnig fæddur í Texas árið 1970. Leikarar: Bill Paxton (Resistance, Tit- anic, A Simple Plan); Matthew McCon- aughey (Time to Kill, Ed tv, Amistad); Powers Boothe (The Emerald Forest, U Turn, Men of Honor); Matthew O’Leary (Spy Kids 2, Domestic Disturbance). Leikstjóri: Bill Paxton. Fjöldamorðinginn í myndinni Frailty ræðst hér til atlögu. Engin sál er óhult Laugarásbíó frumsýnir Frailty með Bill Paxton, Matthew McCon- aughey, Powers Boothe og Matth- ew O’Leary. FRANSKA greifynjan Jeanne Val- ois berst fyrir því að fá landareign sína aftur eftir að fjölskyldan missti hana á miklum ólgutímum bylting- arinnar í Frakklandi. Til að ná sínu fram þarf Jeanne að beita ýmsum klókindum enda er heiður fjölskyld- unnar í veði. En til að hefna almenni- lega fyrir sig og sína stelur hún 2.800 karata hálsmeni sem hefur ýmsar af- leiðingar sem ekki verða séðar fyrir fyrr en í lokin. Þetta er söguþráður spennumynd- arinnar Affair of the Necklace, sem kemur frá Warner Bros og gerist rétt áður en franska stjórnarbylting- in hefst. Framleiðendur eru Andrew A Kosove, Broderick Johnson, Charles Shyer og Redmond Morris. Handrit skrifaði John Sweet upp úr sannsögulegri sögu um Jeanne De La Motte Valois, franskrar greif- ynju, sem missti stöðu sína og heiður sem slík á átjándu öldinni. Leikstjóri myndarinnar er Charles Shyer. Hér er komin nýjasta kvikmynd Hilary Swank, sem fékk Óskarsverð- launin í hittiðfyrra fyrir að leika karlmann í Boys Don’t Cry. Þessi nýjasta mynd hennar er byggð á sannsögulegum atburðum og er afar mikið lagt upp úr búningum. Myndin, sem hefur að geyma allt í senn, frægð og frama, kynlíf, græðgi og þrár, spillingu og freistingar, er saga um konu sem var á undan sinni samtíð og braut allar reglur sam- félagsins til að öðlast heiður sinn og þjóðfélagsstöðu á ný. Hún lagði m.a. á ráðin um áhættusamt samsæri, sem varð til þess að hneyksla marga enda bendlaði það fræga og ríka fólkið við æði margt misjafnt. Sögu- ritarar eru á því að klókindi frönsku greifynjunnar hafi átt stóran þátt í að leiða valdatímabil Marie Antoi- nette og King Louis XVI til lykta, en saga myndarinnar snýst ekki síst um það hvernig farið getur þegar mikil girnd og mikil völd fara saman. Leikarar: Hilary Swank (Boys Don’t Cry, The Gift, The Next Karate Kid); Jonath- an Pryce (Breaking Glass, Haunted Ho- neymoon, Consuming Passions); Christ- opher Walken (The Deer Hunter, Sleepy Hollow, Pulp Fiction); Joely Richardson (The Patriot, Return to Me, Maybe Baby); Brian Cox (Braveheart, Rush- more, The Corrupter); Simon Baker (Ride with the Devil, Judas Kiss); Adrien Brody (The Pianist, Liberty Heights). Leikstjóri: Charles Shyer. Úr kvikmyndinni The Affair of the Necklace. Fjölskyldu- heiðurinn í veði Sambíóin í Kringlunni frumsýna The Affair of the Necklace með Hilary Swank, Jonathan Pryce, Christopher Walken, Simon Baker, Adrien Brody og Brian Cox. Átök og ófriður við þjóðveginn er eftir Jón R. Hjálmarsson. Í bókinni er fer höf- udur með lesendur um sveitir landsins eftir hringveginum og eru heimsóttir ýmsir merkir staðir þar sem afdrifarík átök hafa átt sér stað. Atburðirnir eru rifjaðir upp samhliða því sem höfundur bók- arinnar segir frá ýmsu merkilegu sem mætir ferðamanninum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Á tím- um þjóðveldisins mögnuðust upp mikil átök í landinu og segja má að stríðs- ástand hafi verið ríkjandi lengi vel. Hetjur jafnt sem illmenni riðu um hér- uð og vopn voru mönnum jafn- nauðsynleg og orf og ljár. Við siðaskipt- in á 16. öld blossaði aftur upp ófriður sem endaði með því að allt innlent við- nám var brotið á bak aftur.“ Í sama flokki hafa komið út bæk- urnar Þjóðsögur við þjóðveginn og Ís- lendingasögur við þjóðveginn. Útg: Almenna bókafélagið. Bókin er 228 bls., prentuð í Odda. Kápu hann- aði Loftur Ólafur Leifsson. Kort: Ólafur Valsson. Teikningar og útlit korta: Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 2.990 kr. Ferðalög Dalvísur eru eftir Finn Torfa Hjörleifs- son. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar. Hinar þrjár eru Ein- ferli 1989, Bernskumyndir 1993 og Í með- allandinu 1995. Auk þeirra hefur Finnur Torfi gefið út barnabók og kennslubækur í ljóðalestri. Finnur Torfi var móðurmálskennari í mörg ár og stundaði ýmis önnur störf. Hann er nú héraðsdómari, búsettur í Borg- arnesi. Í Dalvísum sækir Finnur Torfi yrk- isefni einkum til íslenskrar náttúru, lýsir þar náttúruskynjun einfarans. Í bókinni eru 38 ljóð. Henni er skipt í þrjá hluta, Dalvísur, Ljóð frá Sikiley og Milli fjalls og fjöru. Höfundur gefur út. Bókin er 52 bls. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.