Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 19 HALDNIR verða tónleikar í Salnum, tónlistarhúsi Kópa- vogs, í kvöld kl. 20 þar sem verða frumflutt verk nemenda úr tónsmíða- og tónfræða- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Efnisskrá er fjölbreytt, ein- leiksverk fyrir fiðlu, píanó og flautu, kvartett fyrir fiðlu, selló, kontrabassa og píanó og tríó fyrir flautu, klarínettu og bassaklarínettu. Einnig er verk fyrir átta einsöngvara og raftónlistarverk. Flytjendur eru aðallega hljóðfæra- og söngnemendur Tónlistarskól- ans í Reykjavík, en nokkrir gestir taka einnig þátt í flutn- ingi. Nemendur úr tónsmíða- deild eru Guðmundur St. Gunnarsson, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Benedikt H. Hermannsson, Stefán Steins- son og Páll Tómas Viðarsson og úr tónfræðadeild Daníel Bjarnason og Kristján Guð- jónsson. Aðgangur er ókeypis. Verk eftir tónsmíða- nema ANNA Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, hlaut í gær, sumardaginn fyrsta, vor- vindaviðurkenningu Íslands- deildar IBBY-samtakanna fyrir unglingaskáldsöguna Niko sem út kom fyrir síðustu jól. Viðurkenn- ingin er ein af þremur sem Ís- landsdeild IBBY veitir ár hvert fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga, en auk Önnu Gunn- hildar hlutu Guðjón Sveinsson rit- höfundur viðurkenningu fyrir rit- störf sín í þágu barna- og unglingamenningar og Leikfélag Kópavogs sem hlaut viðurkenn- ingu fyrir áhugaverða leikgerð á Grimmsævintýrum. Efnt var til samkomu af þessu tilefni í Nor- ræna húsinu í gær, þar sem flutt voru tónlistar- og leikatriði, jafn- framt því sem verðlaunahafar tóku við viðurkenningarskjali og blómvendi. Að miðla reynslu Vorvindaviðurkenning Íslands- deildar IBBY til íslenskrar barna- og unglingabókar er veitt ár hvert og kom nú í hlut höfundar sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, en Niko fjallar um ungling sem er fjórtán ára þegar borgarastyrjöld brýst út í heimaborg hans Saraj- evo í fyrrum Júgóslavíu. Aðspurð segir Anna Gunnhildur að vorvindaviðurkenningin veiti sér í senn hvatningu og staðfest- ingu á því að boðskapur bókar- innar hafi náð eyrum barna og fullorðinna. „Með bókinni langaði mig til að vekja forvitni og áhuga íslenskra barna um að kynnast bakgrunni og reynslu flóttafólks og innflytjenda sem hingað koma frá framandi slóðum. Ég held að mikilvægasta leiðin til að slá á for- dóma sé að kynnast fólki persónu- lega. Þannig getur það bæði verið þroskandi að kynnast einhverju sem maður þekkti ekki áður og komast um leið að því hversu lík við öll erum.“ Eitt af áherslumálum alþjóðlegu IBBY-samtakanna sem stofnuð voru í Basel í Sviss árið 1953 er að miðla skilningi milli þjóða heims með barnabókum og -menningu. Anna Gunnhildur kynntist veru- leika stríðsins í fyrrum Júgóslavíu í gegnum manninn sinn, Davor, sem alinn er upp í Sarajevo. En hvernig fannst Önnu Gunnhildi ís- lenskum börnum og unglingum ganga að samsama sig þeim veru- leika sem lýst er í bókinni? „Ég fór í marga skóla fyrir jól- in, las upp úr bókinni og sagði nemendum frá þeim raunveru- leika sem ég hafði kynnst í gegn- um manninn minn. Þar fórum við inn á ýmis umræðuefni og sýndi ég þeim m.a. sprengjubrot sem fjarlægð voru úr Davor. Krakk- arnir voru mjög áhugasamir, spurðu mikið og fannst for- vitnilegt að velta þessu fyrir sér. Þar með var tilganginum náð að mínu mati, þ.e. að leyfa fleirum að kynnast veruleika Nikos og barna í hans sporum,“ segir Anna Gunn- hildur. Þrír aðilar hljóta Vorvindaviðurkenningar Íslandsdeildar IBBY árið 2002 Sagan Niko verðlaunuð Morgunblaðið/Ómar Handhafar Vorvindaviður- kenninga Íslandsdeildar IBBY: Guðjón Sveinsson rithöfundur, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður og höfundur ung- lingaskáldsögunnar Niko, og Hörður Sigurðarson, formaður Leikfélags Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.