Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 24
UMRÆÐAN
24 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSAGA ehf. er traust, öflugt og rótgróið fyrir-
tæki sem hefur starfað á íslenskum markaði
síðan 1919. Hjá fyrirtækinu eru 30 starfsmenn, en
umboðsmenn okkar eru á 6 stöðum á landinu.
Fyrirtækið framleiðir og selur fjölmargar
gerðir gas- og lofttegunda sem eru ávallt í
hæsta gæðaflokki. Framleiðsla fyrirtækisins fer
fram í Reykjavík, Hæðarenda í Grímsnesi og hjá
systurfyrirtækjum okkar í Linde Gas Group vítt
og breytt um Evrópu.
Markmið ÍSAGA er að tryggja viðskiptavin-
um sínum ávallt góða vöru og þjónustu á sam-
bærilegu verði og í nágrannalöndunum. Enn-
fremur leggur fyrirtækið áherslu á að tryggja
starfsfólki gott starfsumhverfi þar sem því líður
vel og eigi þannig betur kost á að veita góða
þjónustu og skila fyrirtæki sínu hagnaði.
Hjá fyrirtækinu starfar frábær hópur starfs-
fólks sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og
reynslu sem kappkostað er að miðla til við-
skiptavina.
Ný og betri vara
Endursöluaðilar óskast
ÍSAGA ehf. er nú að setja nýja vöru á
neytendamarkað sem selst allt árið, en þó
mest yfir sumartímann. Þess vegna óskar
ÍSAGA eftir samstarfi við fyrirtæki sem
getur séð um endursölu á umræddri vöru
um allt land. Fyrirtækið þarf að hafa
sölustaði á sem flestum stöðum á landinu
og langan opnunartíma.
Á hinum Norðurlöndunum eru endursölu-
aðilar mörg hundruð, en það eru m.a.
umboðsmenn AGA, Shell, ESSO, BP,
Primus verslanirnar o.fl.
ÍSAGA ehf. er systurfyrirtæki AGA, sem
er hluti af Linde Gas Group. Linde Gas
Group er eitt af stærstu gasfyrirtækjum
heims, með fyrirtæki í yfir 50 löndum
í Evrópu, Ameríku og Asíu og með yfir
20.000 starfsmenn.
Nánari upplýsingar veita Þórunn Þórisdóttir
og Kristján Hauksson í síma 577 3000.
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími: 577 3000 • Fax: 577 3001
www.aga.is
Hluti af Linde Gas Group
ÍD
E
A
grafísk hönnun - IS
A
222
NÝTT
ÉG vil byrja á því að
skýra hvað felst í hug-
takinu „gát“ inni á geð-
deildum. Þegar sjúk-
lingur er settur á gát
þá felst í því, í öllum til-
vikum, skerðing á
ferðafrelsi hans. Að
auki er fylgst mismikið
með viðkomandi eftir
því á hvaða stigi gátin
er. Þar sem sjúklingi er
haldið nauðugum þeg-
ar hann er á gát flokk-
ast gát greinilega undir
nauðungarvistun sam-
kvæmt skýringu
átjándu greinar lög-
ræðislaga.
Er ástæða til að hafa gát á gátinni?
Lækni er heimilt að halda sjálfráða
manni nauðugum á sjúkrahúsi í allt
að 48 stundir ef jafna má ástandi við-
komandi til alvarlegs geðsjúkdóms
(19. gr.). Eftir þann tíma þarf úr-
skurð dómsmálaráðuneytis til nauð-
ungarvistunar. Ég er ekki viss um að
þessa sé alltaf gætt þegar sjúklingar
eru hafðir á gát í meira en tvo sólar-
hringa. Ef svo er þá er það sýnu al-
varlegra en margir virðast halda.
Samkvæmt annarri málsgrein 226.
greinar almennra hegningarlaga
varðar ólögmæt vistun á geðveikra-
hæli (geðdeild) minnst eins árs fang-
elsi og allt að sextán ára fangelsi.
Nú kunna aðrir geðheilbrigðis-
starfsmenn að bera því við að lækn-
arnir beri einir ábyrgð á þessu. Þetta
viðhorf er rangt. Þriðji kafli hegn-
ingarlaga fjallar meðal annars um
aðild að afbroti, sérstaklega 22.
grein. Samkvæmt þessu er það að
viðhalda ólögmætu ástandi refsivert
og getur refsingin jafnvel verið hin
sama og hjá þeim sem fyrirskipaði
brotið.
Önnur mótbára sem gæti komið
fram er að það kosti óþarfa umstang
að fá tilskilinn úrskurð frá dóms-
málaráðuneytinu. Svarið við þessu er
að það er nánast óhjákvæmilegt að
það kosti umstang og fjármuni að
fylgja reglum sem eru settar til að
vernda mannréttindi.
Að hafna
meðferð
Samkvæmt sjöundu grein laga um
réttindi sjúklinga skal virða rétt
sjúklings til að ákveða sjálfur hvort
hann þiggur meðferð. Enga meðferð
má framkvæma án samþykkis sjúk-
lings. Á þessu eru þó fyrirvarar, sem
um er fjallað í lögræðislögum. Ein-
stakling sem vistaður er nauðugur á
sjúkrahúsi án þess að fyrir liggi úr-
skurður dómsmálaráðuneytis má
ekki meðhöndla nauðugan nema
hann sé sjálfum sér eða öðrum
hættulegur eða ef líf hans eða heilsa
liggur við. Eftir að úrskurður um
nauðungarvistun liggur fyrir getur
yfirlæknir einn ákveðið þvingaða
meðferð! Aðrir fyrirvarar um
þvingaða lyfjagjöf
byggjast, að því er ég
best veit, á svokölluð-
um neyðarrétti.
Að neyðarrétti
slepptum og án úr-
skurðar dómsmála-
ráðuneytis má enga
meðferð framkvæma á
lögráða sjúklingi án
hans samþykkis. Þetta
þýðir, tel ég, að óheim-
ilt sé að beita lögráða
einstaklinga blekking-
um, svo sem því að
segja lyf vera annað en
það er eða með því að
blanda lyfjum í mat eða
drykk sjúklings. Þann-
ig aðferðir verða því að teljast ólög-
mætar þegar lögráða einstaklingar
eiga í hlut.
Lög og siðferði
Síðastliðið haust var ég viðstaddur
ráðstefnu sem Félag geðhjúkrunar-
fræðinga hélt um siðferði í starfi geð-
heilbrigðisstarfsmanna. Segja má að
þessir starfsmenn séu hálfgerð nátt-
tröll sem dagað hefur uppi. Margt af
því sem þarna var rætt sem siðferði-
leg álitamál fyrst og fremst er í raun
orðið meira og minna lagaleg atriði.
Það lítur út fyrir að umræðan hafi
hafist svo seint meðal þessa hóps að
löggjafinn hafi tekið af skarið með
hvað teljist rétt og rangt og þar með
tekið ómakið af þeim. Reyndar sýnd-
ist mér fáir geðlæknar vera á þessu
málþingi. Þeir eru kannski það sið-
væddir að þeir þurfi það ekki. Í ljósi
þess sem hér hefur verið sagt legg ég
til að næsta ráðstefna þessara hópa
fjalli um lagaumhverfið í þeirra
starfi.
Um neyðarrétt
Sumt af því sem geðheilbrigðis-
starfsmenn þurfa að gera í starfi sínu
byggist, að því er ég best veit, fyrst
og fremst á neyðarrétti. Það væri því
heppilegt að þessi hópur þekkti eitt-
hvað til neyðarréttar og takmarkana
hans. Um neyðarrétt fjalla 12. og 13.
grein almennra hegningarlaga. Það
til dæmis að sprauta niður sjúkling
eftir að hann er orðinn rólegur sam-
rýmist ekki neyðarrétti. Það er ekki
hægt að afstýra því sem er liðið. Í
þannig tilfelli giska ég á að um sé í
raun að ræða líkamsárás og ætti því
að vera refsivert. Ef talið er að hegna
þurfi sjúklingi er það almennt á vald-
sviði dómara að ákveða refsingar en
ekki heilbrigðisstarfsmanna.
Lokaorð
Mannréttindi þau sem flestir Ís-
lendingar telja sjálfsögð urðu ekki til
sjálfkrafa. Fyrir þeim þurfti að berj-
ast, oft með penna og jafnvel sverði.
Ekki er gefið að þessi réttindi haldist
af sjálfu sér ef enginn stendur vörð
um þau. Þau gætu seytlað burtu frá
okkur smátt og smátt ef enginn er til
þess að halda starfsmönnum stofn-
ana við að virða þær reglur sem
vernda eiga mannréttindi. Við gæt-
um vaknað upp við það að starfs-
menn einhverra stofnana hefðu
smám saman dregið sér vald sem
ekki á sér stoð í lögum. Eftir að kom-
in er hefð á slíkt vald gæti verið erfitt
að berjast gegn því.
Grein þessi er að sjálfsögðu skort-
ur á sjúkdómsinnsæi.
Mannréttindi
geðveikra
Hilmar
Harðarson
Höfundur er öryrki og með óvirkan
aðsóknargeðklofa. warrior-
@vortex.is.
Meðferð
Að sprauta niður sjúk-
ling eftir að hann er
orðinn rólegur, segir
Hilmar Harðarson,
samrýmist ekki
neyðarrétti.