Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 29 ✝ Viktoría Guð-mundsdóttir var fædd á Króki í Ása- hreppi í Rangárvall- arsýslu hinn 7. októ- ber 1916. Hún lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar hinn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, bóndi og verkamaður, f. 21. desember 1888, d. 2. maí 1989, og Guðrún Gísladóttir, húsmóð- ir, f. 13. desember 1889, d. 6. september 1935. Systkini Viktoríu voru Guðrún Lovísa, f. 28. ágúst 1915, Guð- bjartur Gísli, f. 18. júní 1918, d. 26. ágúst 1996, Ólafur, f. 20. mars 1920, Eyrún, f. 1. september 1921, Hermann, f. 7. október 1922, Kristín, f. 20. nóvember 1923, Dagbjört, f. 1. mars 1925, Sigurbjörg, f. 25. apríl 1926, Ing- ólfur, f. 25. maí 1927, Valtýr, f. 25. júní 1928, Ragnheiður, f. 16. ágúst 1929, Gísli, f. 9. október 1930, d. 29. ágúst 1977, og Sig- rún, f. 12. nóvember 1931. Eiginmaður Viktoríu var Jó- hannes Albert Kristjánsson, f. 20. desember 1898, frá Kollsvík í Rauða- sandshreppi við Barðaströnd. Gengu þau í hjónaband 31. október 1943. Jó- hannes var járn- smiður og starfaði lengstum hjá vél- smiðjunni Héðni. Hann lést 6. júní 1971. Þeim varð tveggja barna auðið. 1) Kristbjörn Al- bertsson, f. 8. ágúst 1944, kennari í Njarðvík. Kvæntist hann Mörthu Ólínu Jensdóttur og eignaðist með henni tvo syni, 1.a) Jóhannes Albert, f. 1965, 1.b) Jens, f. 1973. Þau eru fráskilin. 2) Guðrún Albertsdóttir, f. 13. jan- úar 1947, húsmóðir. Guðrún gift- ist Edvardi Ólafssyni og eignuð- ust þau þrjá syni 2.a) Ólafur Pétur, f. 1966, 2.b) Viktor Gunn- ar, f. 1970, 2.c) Björn Ingi, f. 1976. Guðrún lést 23. mars 1994. Barnabarnabörnin eru tvö, Auð- ur Indíana, f. 1988, og Axel Sölvi, f. 1990, börn Jóhannesar Alberts. Útför Viktoríu fer fram frá Lauganeskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, Varðveittu mig vakandi, Lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Amen (Gömul bæn.) Okkur systurnar langar til að kveðja hjartkæra systur okkar Vikt- oríu með nokkrum þakkarorðum. Hún var sannarlega ein af þessum hljóðlátu hetjum hversdagslífsins. Hún var aðeins 18 ára, næstelst af 14 systkinum, þegar móðir okkar dó, yngsta barnið var á fjórða ári. Það kom í hennar hlut ásamt elstu systur okkar Lovísu að ganga okkur hinum í móðurstað. Það var mikið starf og mikil ábyrgð lögð á ungar herðar. Eftir að hún flutti að heiman og gift- ist var hugur hennar ávallt heima hjá systkinahópnum og föður okkar. Heimili hennar stóð okkur alltaf opið. Öll eigum við henni mikið að þakka. Dóttursonum hennar, syni, sonar- sonum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Lovísa, Eyrún, Kristín, Dagbjört, Sigurbjörg, og Sigrún Guðmundsdætur. Viktoría var næstelst í fjórtán systkina hópi og gekk til búverka þegar hún hafði aldur til. Tók hún, ásamt Guðrúnu Lovísu, við heimilinu í Króki þegar móðir hennar féll frá 1935. Var Viktoría þá nítján ára og sjö úr systkinahópnum enn undir tíu ára aldri þannig að ærinn starfann höfðu þær hvern dag systurnar. Skólagangan var stutt eða þrír vetur í farskóla sveitarinnar. Þegar Eyrún komst á aldur fóru þær Lóa (Guðrún Lovísa) og Dísa (Viktoría) í vist á vet- urna, m.a. til Reykjavíkur. Á upp- hafsárum seinni heimsstyrjaldarinn- ar kynnist Viktoría Jóhannesi Alberti í gegnum Magnús Kristin, eiginmann Guðrúnar Lovísu, og stofnuðu þau sér heimili í Faxaskjóli 24 í vesturbæ Reykjavíkur. Viktoría var einbeitt og ákveðin kona sem lá ekki á skoðun sinni en jafnframt trygglynd og fé- lagslynd. Hún var talsmaður þeirra sem minna máttu sín, verkalýðskona. Nokkru áður en Jóhannes Albert féll frá fluttu þau hjónin í Hátún 8 og skömmu eftir lát hans færði hún sig í Hátún 10. Félagslífið í Hátúninu átti hug hennar allan ásamt auðvitað því að fylgjast með högum fjölskyldu- meðlimanna. Hún stundaði hannyrð- ar af krafti, spilaði brids og vist og rækti trú sína af alúð. Eitt barnabarn átti hún sem fjölfatlað er og bar hún fyrir honum mikla umhyggju og heimsótti svo lengi sem líkamlegir burðir leyfðu. Skömmu fyrir áttrætt flutti hún í Seljahlíðina í Breiðholti enda heilsunni farið að hraka veru- lega. Tók hún þátt í félagslífinu þar eins og heilsan leyfði en henni hrak- aði jafnt og þétt. Hélt hún sambandi við fjölskyldumeðlimi nær og fjær allt fram á dauðadag. Hún var lítil kona, hún amma Vikt- oría, hvassleit til augnanna og kvik í hreyfingum. Munnurinn eilítið stífur, svona verið að fylgjast með að maður hegðaði sér svo mannsæmandi væri. Flestar minningarnar eigum við frá árunum á Hátúni 10. Alltaf var hún ánægð í bragði þegar við heimsóttum hana, átti þá eitthvað freistandi í ís- skápnum nema maður væri mjólkur- þyrstur mjög en þá sendi hún mann í litlu kjörbúðina á jarðhæðinni að sækja aukabirgðir. Hún amma fylgd- ist vel með hvað var að gerast í lífi ættingjanna og lá ekki á skoðun sinni þegar henni fannst að eitthvað hefði mátt betur fara, ekki einu sinni þegar satt hefði mátt kyrrt liggja að manni fannst. Nei, tungan var hvöss þótt augnráðið væri blítt og veitingarnar góðar og stundum hrökk ofan í ein- hvern svo bil varð í næstu heimsókn. Amma var alin við kröpp kjör í æsku og mikla ábyrgð og var vinnu- semi, ráðdeild og heiðarleiki í blóð borið. Hún var af kynslóðinni sem upplifði stórkostlegustu breytingarn- ar í sögu landsins, úr örbirgð í alls- nægtir, úr sveitalífi í bæjarlíf og telj- um við að henni hafi þótt við sem á eftir komu hafa yfir litlu að kvarta og að við ættum að skila meiru í hendur þeirra sem breyttu landinu. Amma varð snemma foreldri systkina sinna og hefur eflaust fundist sem lítið mál yrði að stjórna eigin börnum, mökum þeirra og barnabörnum enda fá- mennari hópur en systkinaskarinn. Reyndist þar hvert geðið öðru hvass- ara í þeim efnunum, hún sjálf, börnin tvö, tengdasonurinn og tengdadótt- irin og jafnvel barnabörnin. Nú þeg- ar hún er farin læðist að okkur sá grunur að ef til vill hafi amma verið mýkst, einungis viljað tryggja að allir hennar niðjar hefðu bein í nefinu til að standast lífsins straumhörðu á og rétt gildi til að fleyta næstu kynslóð í rétta átt. Þegar kom að leiðarlokum var hún tilbúin, ekki einungis södd lífdaga, ósátt við sinn auma skrokk, heldur búin að ganga frá flestu því sem að eigin útför stóð. Kom það okk- ur á óvart þótt það ætti auðvitað ekki að gera það, þetta var nú einu sinni hún amma Viktoría. Þó á stundum í veikindum þínum hefðum við óskað þér þess að þú fengir frá að hverfa elsku amma okkar þá fyllumst við nú sorg yfir því að geta ekki heimsótt þig lengur. Guð geymi þig og varð- veiti. Jóhannes Albert og Jens. VIKTORÍA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Anna ÞórunnFlygenring fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1930. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Flygenring, verk- fræðingur, er lengst af starfaði hjá Reykjavíkurhöfn, f. 28. júlí 1898 í Hafn- arfirði, d. 2. október 1977, og Ásta Tóm- asdóttir Flygenring, húsmóðir í Reykja- vík, f. 23. september 1900 á Nik- hóli í Mýrdal, d. 25.maí 1972. Foreldrar Sigurðar voru August Þórðarson (bónda á Fiskilæk í Borgarfirði Sigurðssonar) Fly- genring, kaupmaður, útgerðar- maður og alþingismaður í Hafn- arfirði, og Þórunn Stefánsdóttir (bónda á Þóreyjarnúpi í Miðfirði Jónssonar) Flygenring. Foreldr- ar Ástu voru Tómas Helgason (lektors Hálfdánarsonar) læknir og Sigríður Lydia, dóttir Hag- barðs kaupmanns Thejell í Stykkishólmi. Systkini Önnu eru Sigríður Flygenring, húsmóðir í Reykjavík, lengi starfsmaður Landssíma Íslands, f. 27. mars 1926, og Einar Flygenring, sveitarstjóri á Dalvík, Hvera- gerði og Stykkishólmi, síðar fjármálafulltrúi hjá Rafmagns- veitum ríkisins á Blönduósi, f. 1. september 1929, d. 23. desember 2000. Sigríður giftist Guðmundi Á. Björnssyni, verslunarmanni og verkstjóra í Reykjavík, f. 26. maí 1919, d. 14. október 1990. Börn þeirra Sigríðar og Guð- mundar eru Ásta Guðmundsdótt- ir, Gunnar Sigurður Guðmunds- son, Kjartan Björn Guðmundsson og Bryndís Guðmunds- dóttir. Einar kvænt- ist (skildu) Stefaníu Sveinbjörnsdóttur, f. 30. apríl 1932. Börn þeirra Einars og Stefaníu eru Anna María Fly- genring, Súsanna Sigríður Flygenring og Sigurður Flyg- enring. Anna Flygenring giftist 2. febrúar 1952 Sigurði Guð- mundssyni, fram- kvæmdastjóra Nýja bíós, f. 4. september 1928. Sigurður er sonur Guðmundar Jenssonar, forstjóra og eiganda Nýja bíós, og k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Sonur Önnu og kjörsonur Sig- urðar er Sigurður Einar Flyg- enring Sigurðsson, sjóntækja- fræðingur í Danmörku, f. 24. febrúar 1949. Fyrri kona hans (skildu) er Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 21. ágúst 1952. Sonur þeirra er Sigurður Ívar Sigurðsson, f. 1. maí 1979. Seinni kona Sigurðar Einars er Kristín Sigtryggsdóttir, f. 1. mars 1961. Börn þeirra eru Anna Þórunn Sigurðardóttir, f. 6. október 1981, Tómas Sig- tryggur Sigurðsson, f. 28. júlí 1983, og Tinna Kristín Sigurð- ardóttir, f. 5. febrúar 1987. Anna og Sigurður bjuggu lengst af í Reykjavík. Nokkur ár bjuggu þau í Danmörku í grennd við son sinn Sigurð Einar og fjölskyldu hans. Síðustu árin hafa þau búið á Þorragötu 9 í Reykjavík. Útför Önnu verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Í dag er til moldar borin móður- systir okkar – hún Anna frænka. Í minningu okkar systkinanna um Önnu frænku hvílir ævintýraljómi. Öll munum við eftir hvellrauða Bjú- iknum sem hún og Sigurður áttu hér á árum áður – bíll sem vakti athygli í borginni. Við fengum að fara í ferða- lag með þeim í þessum bíl annað hvort upp í sumarbústað eða eitt- hvert annað utan borgarmarka. En Anna og Sigurður eyddu löngum stundum í ferðalög um landið og í sumarbústað sínum ásamt því að ferðast um heiminn. Það var því ekki að ástæðulausu að okkur fannst þau lifa ævintýralegu lífi á tímum, þar sem vegir voru lélegir og utanlands- ferðir tiltölulega fátíðar. Þannig var Anna í okkar augum einhvers konar blanda af heimskonu og sveitastúlku. Það hlýtur að hafa verið einstak- lega skemmtilegt að ferðast með Önnu frænku eins kát og hress hún var. En hún var hvílíkur húmoristi að henni tókst að gera alla hluti drep- fyndna án þess þó að ganga of langt. Skopskyn hennar var hárfínt og hún gerði ekki síður grín að sjálfri sér heldur en öðrum. Ósjaldan hélt hún uppi hlátrasköllum og stemningu í fjölskylduboðum. Það mætti segja að skopskyn hennar hafi verið jafn fágað og allt hennar fas. Þessum góða eig- inleika sínu hélt hún alveg fram til hins síðasta þrátt fyrir erfið veikindi. Anna var alltaf svo mikil hefðarkona svo vel klædd og fín. Jafnframt var hún blátt áfram og sagði sínar skoð- anir umbúðalaust. Hún var eldklár, vel lesin og afskaplega gaman að eiga við hana samræður. Anna hafði ein- stakt lag á að gera fallegt í kringum sig jafnt innan húss sem utan. Hvar sem hún bjó var alltaf glæsilegt í kringum hana. Það var greinilegt á öllu umhverfi hennar að þar naut sín listrænn hæfileiki hennar. En Anna stundaði málaralist í tómstundum sínum. Þessi hæfileiki hennar hefði mátt njóta sín betur en hún var ekki mikið að flíka verkum sínum, þó að þau væru mörg mjög góð. Ekki er hægt að segja skilið Önnu án þess að minnast þess hversu gjafmild hún var. Hún var alltaf til í að gefa frá sér eigur sínar, koma með einhverja smá- hluti með sér í heimsóknir eða að af- henda góða gripi sem hún hafði ekki lengur þörf fyrir eða pláss. Enginn þurfti að vera að hissa ef Anna hringdi og spurði hvort það væri ekki pláss fyrir t.d. gamlan stól á heim- ilinu. Auðvitað kom í ljós að stóllinn var 100 ára gamall og útskorinn eftir þekktan listamann og útsaumaður af langömmu. Hver segði ekki já við slíkum kostagrip. Við systkinin eig- um öll einhverja slíka gripi – gripi sem nú verða til minningar um hana Önnu frænku okkar sem var engri lík. Önnu þökkum við ekki bara sam- fylgdina heldur einnig þann mikla greiða sem hún gerði fjölskyldu okk- ar þegar við systkinin vorum ung að árum. En þá þurfti móðir okkar að fara í erfiðan uppskurð til Bandaríkj- anna og dvelja þar í nokkrar vikur. Auðvitað var það heimskonan Anna frænka sem fór með henni og var henni stoð og stytta þann tíma sem þurfti. Fyrir okkur sem heima sátum var það mikið öryggi, að vita að Anna væri með til að passa upp á mömmu okkar í þessu stóra landi. Báðar komu þær svo heim sigri hrósandi. Sigurði eiginmanni Önnu, Sigga frænda og barnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð og megi almætt- ið styrkja ykkur um alla framtíð. Ásta, Kjartan, Gunnar, Bryndís. Það var rúmum tveim árum eftir styrjöldina miklu og álíka langt frá lýðveldisstofnun þjóðar okkar, sem við Anna settumst í Ingimarsskólann sem svo var nefndur. Ekki að það sé svo eftirminnilegt fyrir námsárangurinn, miklu fremur fyrir skemmtilegar samverustundir okkar og annarra vinkvenna. Sam- fylgdin varð löng. Sem unglingar gerðum við margt skemmtilegt, svo sem þegar við fórum tvær í fyrstu úti- legu beggja svona upp á eigin spýtur. Sigurður Flygenring faðir Önnu ók okkur til Þingvalla á nýja Austin-bíln- um sínum. Ekki man ég hve langan tíma ferðin tók, en það var enginn ral- lakstur. Síðan var tjaldað og hreiðrað um sig. Næsta dag skyldi drífa sig í Valhöll, þar var jú búð sem seldi ís o.fl. Af því tilefni var fagurrauður varalitur dreginn upp, en viti menn, rennur ekki Austin-bíllinn í hlað og þar með varaliturinn af vörunum. Við vorum sem sagt undir eftirliti. Síðar áttum við eftir að fara með vinum og síðar eiginmönnum og strákunum okkar í marga ferðina. Yfirleitt var gist í tjöldum, róið á vötnum, grillað á hlóðum löngu áður en það varð al- mennt. Þau hjón Anna og Sigurður voru vel búin af ýmsum tækjum.s.s. gúmmíbát og alls kyns græjum til að skemmta sér við. Eftirminnilega ferð fórum saman hjónakornin með skipi vestur á Ísafjörð, æskustöðvar und- irritaðrar, sem skartaði sínu fegursta með sínu fræga logni og hitastigið fór ekki niður fyrir tuttugu gráðurnar. Það er ógleymanleg ferð. Einnig vor- um við tíðir gestir á heimilum þeirra, bæði hér í bænum og í sumarhúsum. Þau voru samtaka í því eins og öllu öðru, allt sem þau gerðu, gerðu þau saman. Önnu var margt til lista lagt, hún teiknaði vel, spilaði á píanó, tók boogie woogie taktana eins og ekkert væri, þegar við vorum stelpur. Vin- konan var dolfallin yfir þessari snilld. Seinna á miðjum aldri þegar hún hafði eignast hljóðfæri mun hún frek- ar hafa glímt við Chopin. Hún tók einnig við að mála, bæði með olíu og vatnslitum um árabil, og sótti sér kennslu í þeirri list og var hún fyrir fáeinum vikum að hugsa um að taka fram trönurnar. Hún hafði það sem kallað er græna fingur – var um tíma með dálítið drífhús í garðinum sínum og ræktaði ótal fögur blóm. Á síðustu vikum var hún búin að koma öllum mögulegum plöntum af stað og voru pottar með aðskiljanlegum tegund- um víða um, sem biðu eftir að komast út í vorið. Einn pottinn sagði hún vera minn og lét mig fylgjast með fram- vindu. Það var fjölbreytt fegurð sem hún töfraði upp úr moldinni. Þau hjón áttu gullbrúðkaup í febr. sl. og vildi svo til að við eyddum hluta þess dags saman í smáteiti sem hald- ið var af öðru tilefni í okkar fjöl- skyldu. Fáir hefðu trúað að glæsikon- an Anna væri fársjúk og á förum, eins og sagt er. Anna var víðlesin, bæði á innlendar fagurbókmenntir og vestrænar nú- tímabókmenntir. Hún var góð mála- manneskja og sílesandi sér til fróð- leiks og skemmtunar. Í öllum þeim veikindum sem hana hafa hrjáð und- anfarin ár var hún ótrúlega hugrökk, oftast kát og bráðskemmtileg, sem henni var eðlislægt. Ég þakka af al- hug meira en hálfrar aldar trygga vináttu og bið Sigurðunum hennar báðum allrar blessunar. Lilja Gunnarsdóttir. Það var haust 1941 og stríð í mann- heimum. Bessastaðafjölskyldan hugði á flutning norður yfir Skerjafjörðinn á Seltjarnarnes. Vinur minn, Knútur Tomsen, tók bóndadótturina tali og sagði ég ekki skyldi kvíða flutningi, því hinum megin götunnar byggi lítil stúlka, jafnaldra mín, og yrðum við áreiðanlega vinkonur. Það gekk eftir. Daginn, sem við fluttum, stóð hún fyrir utan og fylgdist með nýju ná- grönnunum. Alla tíð síðan höfum við verið vinir, þótt leiðir liggi út og suð- ur og nú er komið að lokum þeirra leiða. Þetta voru ljúf ár ungum stúlkum jafnvel þótt enginn væri friður á jörð og áhyggjulaust að sjá braggana allt í kringum Mýrarhúsaskólann okkar. Glöð var æskan og eilíft vor. Árin liðu og næst var Gaggó, en áhyggjurnar stöldruðu lítt við þar og margt, sem hugurinn grintist utan skóla. Leið Önnu lá til frændfólks í Danmörku, mín til frænda á Englandi okkur báð- um til nokkurs þroska, menningar og frama. Mér dvaldist lengur, en þegar við hittumst aftur var hún gift Banda- ríkjamanni og gekk með frumburð sinn og einkabarn, Sigurð. En það band stóð stutt. Síðar liðu árin ljúft og hún hitti fyr- ir sinn lífsförunaut, Sigurð Guð- mundsson, dreng góðan og héldust í hendur alla ævi. Svo er sagt, að Drottinn leggi líkn með þraut, og því skulum við trúa. Hneigjum því höfuð okkar og þökkum góð kynni. Þórunn Björgúlfsdóttir. ANNA ÞÓRUNN FLYGENRING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.