Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón Jóhannssonfæddist á
Hnappavöllum í
Öræfum 6. apríl
1921. Hann lést á
hjúkrunardeild Heil-
brigðisstofnunar
Suðausturlands 16.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Jóns-
dóttir og Jóhann
Ingvar Þorsteinsson.
Jón var annar í röð
þriggja bræðra,
þeirra elstur var
Þorsteinn, bóndi og
kennari í Svínafelli í Öræfum,
hann er nú látinn. Yngstur er Sig-
urður, fyrrv. bóndi á Hnappavöll-
um, búsettur á Höfn.
Jón kvæntist 2. nóvember 1951
Guðlaugu Gísladóttur, f. 6. febr-
úar 1920. Foreldrar hennar voru
hjónin Gísli Bjarnason, bóndi á
Hnappavöllum, og Ingunn Þor-
steinsdóttir. Börn Jóns og Guð-
laugar eru: 1) Ingunn f. 31.7.
1951, búsett í Akurnesi í Horna-
firði, maki Ragnar Jónsson. Börn
þeirra eru: a) Vigdís, maki Jó-
hannes Hjalti Danner, börn
þeirra: Ragnar Ingi, Kristján Már
og Sigríður, b)
Nanna Dóra, maki
Grétar Már Þorkels-
son, barn þeirra:
Þorkell Ragnar, c)
Hulda Rós, d) Berg-
þóra, unnusti Jón
Bjarnason, e) Helgi,
f) Anna Lilja, g)
Sveinn Rúnar, h)
Birgir Freyr, i) Sig-
urður. 2) Guðrún Jó-
hanna, f. 26.6. 1954,
búsett í Reykjavík,
dóttir hennar er
Guðlaug Erla Hall-
dórsdóttir, maki
Guðlaugar Erlu er Kjartan
Helgason. 3) Gísli Sigurjón, f.
15.8. 1955, búsettur á Hnappa-
völlum í Öræfum, dóttir hans er
Þóra Björg, móðir hennar er Kol-
brún Þorsteinsdóttir. 4) Krist-
björg, f. 9.7. 1958, búsett á Höfn,
maki Bjarni Þór Jakobsson. Börn
þeirra: a) Jón Atli, b) Baldur, c)
Sólveig.
Jón var bóndi á Hnappavöllum
til ársins 1997 að þau hjónin
fluttu til Hafnar í Hornafirði.
Útför Jóns fer fram frá Hofs-
kirkju í Öræfum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það er með sárum söknuði sem
ég kveð þig, elsku afi minn.
Það er erfitt að hugsa til þess að
geta ekki séð hann afa og rætt við
hann framar, einkum þar sem það
er svo stutt síðan mér hefði ekki
komið til hugar að hann væri að
fara að kveðja þennan heim. Hann
sem oftast hafði notið góðrar heilsu
og alltaf verið svo kátur og glettinn
á svip. Það var ekki fyrr en nú allra
síðustu vikur sem við gerðum okk-
ur grein fyrir því að hann átti við
erfiðan sjúkdóm að etja, sem sigr-
aði að lokum.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem ég á um hann afa. Ég
ólst upp á heimili hans og ömmu og
var búin að ræða um allt milli him-
ins og jarðar við hann, bæði í
gamni og alvöru. Oft vorum við að
tala um kindurnar og hestana sem
hann hafði alltaf svo gaman af, og
honum þótti sérstaklega gaman að
labba með mér um fjárhúsin og
sýna mér allar kindurnar sem ég
átti. Einnig fannst honum gaman
að fylgjast með því sem ég var að
læra og vildi að ég væri dugleg við
það, hvort sem það voru biblíusög-
urnar í barnaskólanum, tungumál
eða annað sem ég hef lært. Hann
las mikið sjálfur og hefur alltaf haft
áhuga fyrir því að aðrir öfluðu sér
fróðleiks eins og hann gerði sjálfur
með lestrinum.
Sérstaklega er ég þakklát fyrir
hvað afi var þolinmóður og góður
við mig þegar ég var barn. Hann
sýndi mér alltaf væntumþykju og
vildi alltaf allt fyrir mig gera en
ætlaðist ekki til mikils í staðinn, en
þannig var hann afi. Ég man t.d.
þegar ég var lítil stelpa og langaði
til að taka þátt í því að smala, að ég
fékk að fara með honum á hesti á
móti smalamönnunum og ,,hjálpa“
til við að reka féð heim. Líklega
hefur nú fyrirhöfnin verið meiri en
gagnið sem af mér hlaust, en ekki
lét hann mig finna fyrir því.
Mér finnst afi hafa reynst öllum
vel sem hann þekkti. Hann var
stoltur af þeirri stóru fjölskyldu
sem hann eignaðist og hann gladd-
ist yfir öllu sem vel gekk og reynd-
ist alltaf traustur fjölskyldufaðir.
Hann var alltaf svo góður við
barnabörnin og börnin sem voru í
sveit hjá honum í Hjáleigunni, og
ég veit að þau meta það mikils.
Skemmtilegast þótti honum ef
hann gat komið börnunum til að
hlæja.
Hann var ömmu traustur eig-
inmaður og félagi og mér finnst
aðdáunarvert hversu samhent þau
voru alltaf og ekki síst þegar árin
færðust yfir.
Ég kveð með miklum söknuði, en
þakka fyrir að hafa fengið að njóta
þess að kynnast svo vel þeim góða
og glaðlega manni sem afi minn
var, og ég þakka honum fyrir allar
minningarnar sem ég geymi um
hann.
Við fjölskyldan höfum öll misst
mikið en mest hefur amma misst
og bið ég Guð að vera með henni
og styrkja hana.
Guðlaug Erla Halldórsdóttir.
Okkur langar hér með fáeinum
orðum að minnast afa okkar, Jóns
Jóhannssonar, afa í Öræfunum eins
og við kölluðum hann alltaf. Þær
voru ekki þéttar ferðinar sem farn-
ar voru að Hnappavöllum en þær
voru mikið tilhlökkunarefni enda
voru móttökurnar eftir því góðar.
Framan af voru þessar ferðir nán-
ast okkar einu kynni af afa því
hann kom ekki oft austur en þessi
kynni voru góð. Það var gaman að
spjalla við afa því hann var við-
ræðugóður og alltaf í góðu skapi.
Hann var glettinn og gat oft séð
spaugilegu hliðarnar á hlutunum.
Afi var hæglátur maður sem vann
sín verk af áhuga, hann var fæddur
og uppalinn á Hnappavöllum þar
sem hann varð bóndi í félagi við
foreldra sína og bróður og síðar
einnig son sinn. Eins og aðrir af
hans kynslóð lifði afi mikið fram-
faraskeið í sögu landbúnaðar þar
sem vélvæðingin tók við af hand-
verkfærum og á þessum tíma
byggði afi ásamt þeim hinum upp á
jörðinni af myndarskap bæði fyrir
menn og skepnur. Afi hafði alla tíð
gaman af búskap og hirti um
skepnurnar af natni og samvisku-
semi. Hann gekk til sinna verka
fram til þess tíma að hann og
amma fluttu austur á Höfn árið
1997. Þá var heilsu ömmu þannig
komið að hún þurfti að vera undir
læknishendi. Á Höfn bjuggu afi og
amma sér fallegt heimili við Vík-
urbraut 26. Þar reyndist afi stoð og
stytta ömmu í veikindum hennar og
kom það í ljós sem oft endranær
hversu auðvelt hann átti með það
að sýna öðrum umhyggjusemi og
eftir að hún var komin á hjúkr-
unardeildina heimsótti hann hana
hvern einasta dag og stundum
tvisvar og hefur það sennilega ver-
ið meira af vilja en mætti undir það
síðasta. Við viljum hér að lokum
senda ömmu okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Elsku afi við þökkum þér þær
samverustundir sem við áttum með
þér. Guð geymi þig.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Systkinin í Akurnesi.
JÓN
JÓHANNSSON
✝ Sigríður Þórðar-dóttir fæddist á
Siglufirði 2. janúar
1917. Hún lést á elli-
og hjúkrunarheim-
ilinu Eir 20. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þórunn Ólafsdóttir,
f. 14. apríl 1884, d.
28. nóv. 1972, og
Þórður Jóhannesson
smiður, f 13. júlí
l890, d. 15. mars
1978.
Systkini Sigríðar
eru Björn, f. 19.
september 1913, Davíð, f. 29.
september 1915, Jóhannes, f. 29.
september 1919, og Nanna, f. 30.
apríl 1923.
Eiginmaður Sigríðar var Lúð-
vík Guðmundsson, f. 2. desember
1889, d. 25. apríl l968, foreldrar
hans voru Stefán Guðmundsson
og Andrea Weywadt. Dóttir Sig-
ríðar og Lúðvíks er Þórunn, f. 4.
júní 1953, gift Ásgeiri Gunn-
laugssyni, f. 8. október 1952.
Börn þeirra eru: Sigríður, f. 18.
janúar 1970, gift Gesti Þór Ósk-
arssyni, f. 26. september l974,
sonur þeirra er Daníel Þór, f.
11. nóvember 1999. Lúðvík, f.
15. nóvember 1975, kvæntur
Heiðbjörtu Gunn-
ólfsdóttur, f. 17.
maí 1977, börn
þeirra eru: Krist-
ófer, f. 7. septem-
ber 1997, Ásgeir, f.
10. september 1999,
og Þórunn, f. 22.
júní 2001. Vilborg,
f. 27. apríl 1977,
gift Eyþóri Bjarna-
syni, f. 6. ágúst
1972, börn þeirra
eru Arna Sif, f. 11.
mars l998, og Stef-
án Orri, f. 1. júlí
2000.
Sigríður ólst upp á Siglufirði
en fluttist síðar til Reykjavíkur
þar sem hún nam kjólasaum og
hlaut hún meistararéttindi í
kjólasaumi árið 1949. Hún starf-
aði síðan sjálfstætt sem kjóla-
meistari fram til ársins 1968.
Eftir það stundaði hún ýmis
störf, t.d. í Björnsbakaríi, var
verkstjóri í fatagerð Leifs Mull-
ers en síðustu starfsár sín vann
hún á kvöldvakt í eldhúsi Land-
spítalans þar til hún varð að
hætta störfum sökum sjúkdóms
þess er síðar leiddi hana til
dauða. Útför Sigríðar fer fram
frá Garðakirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Elsku mamma mín, loksins kom
hið langþráða kall sem batt enda á
langa þrautagöngu þína og harða
baráttu sem var fyrirfram töpuð.
Þar sem ljóst var um langt skeið
hvert stefndi töldum við að við vær-
um undirbúin þegar kallið kæmi, en
svo var þó ekki, dauðinn virðist
koma manni í opna skjöldu, hversu
langur sem aðdragandinn hefur ver-
ið.
Það er svo margt sem virðist ósagt
og sárt að aldrei skyldi gefast tími til
að kveðja og þakka fyrir allar þær
ljúfu stundir sem við áttum saman.
Þú hafðir ávallt verið heilsuhraust
þar til fyrir um það bil 16 árum, þá
fór að bera á minnisbrestum hjá þér,
í fyrstu ekki svo mjög alvarlegum,
þannig að oft var gert góðlátlegt
grín af þeim, ekkert okkar gerði sér
grein fyrir né hafði heyrt talað um
hinn hræðilega sjúkdóm sem nefnd-
ur er Alzheimer. Þú, elsku mamma,
sagðist vera farin að kalka þar sem
aldurinn væri að færst yfir.
En alltaf ágerðist minnistapið, og
árið 1990 kom síðan greiningin, þú
varst með Alzheimer. Líðan þín
versnaði stöðugt, hræðilegt var að
horfa upp á kvalir þær sem þú leiðst
þar sem þú varst þér mjög meðvit-
andi um minnistapið í fyrstu.
Það kom að því að þú þurftir að
hætta að vinna og fjarlægðist stöð-
ugt raunveruleikann. Ástandið
versnaði stöðugt en þú varst heppin
og komst í dagvistun á Hlíðarbæ.
Nokkrum árum síðar stóðum við
frammi fyrir sárustu ákvörðun sem
við þurftum að taka en það var í apríl
1994 þegar ekki varð umflúið að þú
flyttist frá heimili okkar sem jafn-
framt var þitt að Hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Hægt er að fara mörgum orðum
um þennan hörmulega sjúkdóm sem
ógerningur er að forðast, og engin
lækning finnst við, þessar fáu ljóð-
línur lýsa betur en nokkur orð því
sem gerist:
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt
dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný.
Þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
er hér enn
en stendur auður
sál þín er frjáls
líkami þinn hlekkjaður
við líf
sem ekki er hægt að lifa.
Þú horfir framhjá mér
tómum augum
engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð
við fengum aldrei að kveðjast.
(Þýð. Reynir Gunnlaugsson.)
Já, það er sárt að hafa ekki fengið
tækifæri til að kveðjast. En allar
þær góðu minningar sem þú skilur
eftir þig eru gulls ígildi.
Við bjuggum saman alla tíð, faðir
minn lést 25. apríl 1968 eftir langvar-
andi veikindi og vorum við þá bara
tvær einar eftir. Þegar ég síðan
kynntist manni mínum bjuggum við
fyrstu árin hjá þér, ykkur kom alla
tíð ótrúlega vel saman, var eins og
þið hefðuð þekkst alla tíð. Þegar svo
kom að því að við flyttum í okkar eig-
ið húsnæði kom aldrei annað til
greina en þú flyttir með okkur, þú
varst alltaf ein af fjölskyldunni. Þú
varst börnunum okkar þrem ómet-
anleg amma, alltaf til staðar og alltaf
gátu allir leitað til þín, þú brást aldr-
ei. Það er dýrmætasta gjöfin sem
börn okkar hlutu að fá tækifæri til að
alast upp með þér, elsku mamma
mín. Þessa dýrmætu gjöf kunnu þau
svo sannalega að meta og sýndu það
í hugsun og verki til hinstu stundar.
Aldrei var farið í sumarfrí hvorki
innanlands né erlendis nema þú fær-
ir með og eigum við öll ógleyman-
legar minningar frá þeim stundum
en allar minningar okkar úr fortíð-
inni eru tengdar þér, þú varst með
okkur alla tíð og megna engin orð að
þakka það.
Elsku mamma mín, þín er sárt
saknað, en minningin um þig gleym-
ist aldrei hún lifir í hjarta okkar.
Hvíl í friði.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem.)
Starfsfólki á Hlíðarbæ og Hjúkr-
unarheimilinu Eir deild 2N færum
við fjölskylda Dídíar okkar innileg-
ustu þakkir fyrir frábæra umönnun
og aðhlynningu.
Þórunn Lúðvíksdóttir.
Heimsins besta amma.
Nú ertu farin frá okkur, elsku
besta amma okkar, loksins fékkst þú
hvíldina eftir mjög langa og erfiða
baráttu við þann illvíga sjúkdóm
Alzheimer, þú varst alltaf svo rosa-
lega sterk og kveinkaðir þér aldrei
sama þótt þú værir handleggsbrotin
eða jafnvel mjaðmagrindarbrotin og
því var enn sorglegra að þú þyrftir
að glíma við þennan hræðilega sjúk-
dóm en við fengum það sem aðrir
krakkar fá ekki að njóta því þú bjóst
alltaf hjá okkur því finnst okkur eins
og við höfum átt tvær mömmur, þú
kenndir okkur að prjóna – sauma
krosssaum, leggja kapal, fórst með
okkur í göngutúra með nesti að
ógleymdum sumarfríum til útlanda
því aldrei kom annað til greina þegar
verið var að ákveða sumarfrí að þú
kæmir með því við vorum jú ein fjöl-
skylda. Alltaf varstu heima þegar við
komum heim úr skólanum og tókst
jafnvel á móti okkur með nýbökuð-
um kleinum, þú varst alltaf til staðar
ef eitthvað bjátaði á, alltaf svo glað-
leg, með bros á vör og skiptir aldrei
skapi.
Í apríl fyrir 8 árum fluttist þú á
Hjúkrunarheimilið Eir vegna Alz-
heimer og var það okkar erfiðasta
ákvörðun sem við höfum þurft að
taka í gegnum tíðina en þá ákvörðun
varð að taka þó sérstaklega þín
vegna, en við létum það ekki á okkur
fá og var alltaf farið í helgarbíltúr að
heimsækja ömmu, því þá var komið
að okkur að hugsa um þig, elsku
besta amma okkar, enda áttir þú það
og gott betur skilið, einnig er það
ómetanlegt hvað mamma og pabbi
hugsuðu vel um þig í gegnum öll ár-
in. Það sem okkur þykir einna verst
er að makar okkar og börn fengu
ekki tækifæri á að kynnast þér, en
við létum það ekki aftra okkur með
að taka allan skarann með okkur að
heimsækja þig allar helgar og aðra
frídaga, en þrátt fyrir þessi miklu
veikindi þín geislaði alltaf af þér og
vildu barnabarnabörnin alltaf kyssa
langömmu sína bless. Höggvið hefur
verið stórt skarð í okkar daglega líf
og fá engin orð í hugum okkar lýst
hve söknuðurinn er mikill, aðalmálið
er þó að þú, elsku amma, átt fastan
stað í hjörtum okkar allra.
Við kveðjum þig með þessum orð-
um og þótt við grátum þig þá vitum
við að þér líður vel. Hvíl í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku mamma og pabbi við viljum
þakka ykkur að það hafi aldrei verið
annað í umræðunni en að amma
byggi hjá okkur og við fengið að
njóta hennar til fulls.
Sigríður (Dídí), Lúðvík
(Lúlli) og Vilborg (Lilla).
SIGRÍÐUR (DÍDÍ)
ÞÓRÐARDÓTTIR
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina