Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 32

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðveig Hinriks-dóttir var fædd í Neðri-Miðvík í Aðal- vík 13. maí 1909. Hún lést á Elliheimilinu Grund 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Hallgrímsdóttir og Hinrik Neilsen, Norðmaður. Guðveig ólst upp fyrstu tíu ár- in í skjóli móðurfor- eldra og móðursyst- ur. Árið 1920 flyst hún ásamt móður- systur sinni að Horni í Hornvík, en þar bjó móðir hennar, gift Kristni Grímssyni. Hálfsystkin Guðveigar eru Ólína Guðrún og Magnús. Hinn 21. júní árið 1934 giftist Guðveig Gunnari Vilhjálmssyni frá Meiri-Tungu í Holtahreppi. Þau eignuðust fimm börn: Bald- vin, dó í frumbernsku. Gunnlaug- ur, kvæntur Þorbjörgu Einars- dóttur, og eiga þau fjögur börn. Kristbjörg Erna, gift Kristni Sigurðssyni, og eiga þau fjögur börn, Erna átti son fyrir, Agnar Loga Axelsson, og var hann alinn upp hjá Guðveigu og Gunn- ari. Guðný María á þrjú börn, er í sam- búð með Sverri Júl- íussyni. Vigdís Unn- ur á fjögur börn, er í sambúð með Sæ- mundi Harðarsyni. Guðveig og Gunn- ar bjuggu í Reykjavík til ársins 1949 er þau fluttu að Bólstað í Austur-Landeyjum. Árið 1971 fluttu þau aftur til Reykjavíkur og bjuggu í Álfheimum 42. Gunnar lést 19. maí árið 1988. Guðveig bjó í Álfheimum til ársins 2000, þá fluttist hún á elliheimilið Grund. Útför Guðveigar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, þá er þessari jarð- vist lokið, þú varst orðin svo þreytt og vildir svo sannarlega kveðja. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mín börn. Þakka þér fyrir góða skapið þitt og alla gleðina sem þú hefur veitt mér og mínum í gegnum árin. Alltaf var gott að koma til þín. Þú varst svo hlý og góð, svo notaleg manneskja, mig langar að senda þér þessi erindi sem lýsa þér betur en nokkuð annað. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, full af kærleika, skreytt gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Kær kveðja, Vigdís Unnur. Elsku mamma. Á kveðjustund þjóta margar minn- ingar um hugann. Ég nokkurra ára, þið pabbi ung á Njálsgötunni, síðan í nýja húsinu sem pabbi byggði á Hjallaveginum og ekki síst þegar við fluttum í Austur-Landeyjarnar. Fyr- ir mig 9 ára var þetta eins og æv- intýri. Aldrei gleymi ég hvað mér fundust olíulamparnir stórskemmtilegir, svona til að byrja með, en varð hálf fúl yfir að ekki var hægt að kveikja á rafmagnsljósum eins og í Reykjavík. Svo voru það öll dýrinn, heyskapur- inn og allt umstangið sem honum fylgdi. Fyrsta haustið á Bólstað er ofar- lega í huganum, barnaskólinn var staðsettur í stofunni heima og komu krakkarnir gangandi, sum um lang- an veg, þú lést þér annt um þau og settir oft þurran sokk á lítinn fót. Ég minnist líka krakkana sem komu til mislangrar dvalar heima. Þú varst alltaf blíð og natin, passaðir vel uppá að allir fengju góðan og hollan mat. Mamma var ekki sveitakona í eðli sínu en gekk að sínum verkum úti sem inni og natin við dýr og menn. Um það leyti sem við systkinin fórum að fljúga úr hreiðrinu eignuðust þið ykkar gullmola sem þið óluð upp sem ykkar eigið barn, það er elsti sonur Ernu systur og sagði mamma oft að hann væri þeim sem Guðsgjöf. Árið 1971 brugðu þau búi mamma og pabbi og fluttu til Reykjavíkur þar sem við systkinin vorum öll búsett. Oft var mannmargt í Álfheimum 42 og þú passaðir vel upp á að enginn færi svangur þaðan. Mamma var vin- mörg og leituðu margir til hennar. Bæði í gleði og sorg og undraði mig oft hvað vinahópurinn var breið- ur allt frá börnum, unglingum og uppúr og var eins og allir fengju ráð sem dugðu og í marga kaffibolla var spáð og spekúlerað og spilum raðað í stjörnur og önnur tákn. Eftir kom- una suður fóru mamma og pabbi oft til sólarlanda sér til ánægju og hress- ingar. Eftir lát pabba fórum við mamma í hennar síðustu ferð í sólina til Spánar. Var hún þá orðin 86 ára gömul. Við leigðum hús í 2 vikur og naut mamma hverrar mínútu. Við fórum víða um sveitir á bíl ásamt vin- konu minni sem búsett er þar. Ef ég spurði mömmu hvort hún væri ekki orðin þreytt sagði hún snöggt „Þreytt? Ég er ekki svo gömul.“ Mamma hafði alla tíð yndi af bók- um, hvort það voru ævisögur, ástar- sögur eða ljóðabækur fann hún sér alltaf stund og stað til að líta í bók. Man ég eftir henni með bók í annarri hendi og hrærði í potti með hinni. Mamma og pabbi áttu alltaf góðar bækur sem voru mikið lesnar og höf- um við systkinin fengið bókaást í arf frá þeim báðum. Ég vil þakka þér, mamma mín, öll árin og sérstaklega þau sem við bjuggum saman í Álf- heimum, þau eru mér mjög dýrmæt. Mamma var einstök kona, orðheppin, jafnlynd en var föst á sínum skoð- unum. Að lokum vil ég þakka starfs- fólki á Grund yndislegt viðmót og hlýju í hennar garð og öllum þeim sem styttu henni stundir með heim- sóknum. Vertu nú yfir og allt um kring Með eilífri blessun þinni Sitji guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. Guð geymi þig, elsku mamma mín, þín dóttir Guðný María. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Til eru konur sem strá í kringum sig glaðværð, birtu og yl, og sigrast á öllum viðfangsefnum lífsins hversu stór og þung þau eru. Slíkar konur eru mikilmenni. Hún amma mín var slík kona. Nú þegar þessi elska hefur sagt skilið við okkur langar mig til að minnast hennar í nokkrum orðum því ótal minningarbrot fara í gegnum huga minn. Amma mín og afi bjuggu í Álfheimum 42 í Reykjavík, þangað var ljúft og gott að koma. Ég man svo vel þegar ég lítil stelpan var að koma í heimsókn til ykkar, þú amma á harða hlaupum, svo ótrúlega létt og fljót á fæti, vildir allt fyrir mig gera, tíndir til fullt af dúkkum, hekluðum dúkkufötum og bangsum. Afi, svo ró- legur, spjallaði við mig eins og full- orðna manneskju um lífið og til- veruna, sagði mér úr sveitinni og hvernig lífið var í þá daga á meðan þú varst á fullri ferð að reiða fram því- líkt kaffihlaðborð, og allt heimabakað eins og þér einni er lagið. Ég held að ég geti mælt fyrir marga, en aldrei fór nokkur gestur frá þér svangur, maður var eiginlega saddur í sólar- hring eftir að hafa komið í heimsókn til þín. Svona varstu, ljúfan, hélst alltaf að allir væru banhungraðir sem kæmu í heimsókn. Og svo seinna í mínu lífi þegar ég var orðin móðir voruð þið afi mér svo yndislega góð og nærgætin, vilduð allt fyrir mig gera, þess verð ég ævinlega þakklát. Og stundirnar voru ófáar þegar ég kom svo seinna með mína fjölskyldu úr Keflavík, þá komu gömlu dúkk- urnar í nýjum hekluðum kjólum og slitnu bangsar úr skápnum þínum og börnin mín léku sér, og afi sagði þeim sögurnar úr sveitinni og ekki brást gamla klukkan með fuglinum sem kíkti út og galaði. Afi margsýndi börnunum þegar fuglinn kíkti út og alltaf hafði afi jafn gaman af við- brögðunum þeirra. En svo lést afi minn snögglega og fuglinn hætti um tíma að kíkja út úr klukkunni góðu og þú ljúfan mín, elsku amma, varst ein um tíma í Álfheimunum, en þú með þitt létta skap, réttsýni og frábæra hugrekki hélst áfram, umvafin fólk- inu þínu sem þótti svo vænt um þig. Þú notaðir þinn tíma vel, gerðir ná- kvæmlega það sem þig langaði á meðan heilsan leyfði, einn daginn datt þér í hug að skella þér í dagsferð til Grænlands, þig langaði alltaf til að koma við þar, og komst svo sæl og ánægð til baka úr þeirri ferð, þreytt varstu að vísu enda orðin áttræð, gafst samt engum eftir í þeirri ferð. Og aðra ferð fórstu eftir það, þá til sólarlanda með Guðnýju dóttur þinni, það átti vel við þig að vera í sól- inni og hlýja loftinu. Amma mín, þú varst svo ákveðin kona, fórst og gerðir nákvæmlega það sem þig langaði, þótt aldurinn færðist yfir þig. Ég gleymi aldrei einu skipti þeg- ar ég og mín fjölskylda komum í heimsókn til þín og Guðnýjar í Álf- heimana. Það eru ekki nema svona þrjú ár síðan þetta var. Við mættum þér í útidyrunum. Þú ætlaðir aðeins að líta út í garð, í garðinum við húsið voru leiktæki stór og mikil dekkja- róla var þar líka. Mér verður þá litið út um gluggann á eftir þér. Sé ég þá hvar þú vippaðir þér upp í eina ról- una, komst þér þægilega fyrir og byrjaðir að róla þér á fullri ferð. Þig langaði svo óskaplega til að prufa. Varst þú búin að hugsa um það í nokkurn tíma og lést auðvitað verða af því. Svona varstu, ljúfan mín – engum öðrum lík. Mikið væri nú gaman að erfa frá þér léttleikann, húmorinn, æðruleys- ið og kraftinn sem fylgdi þér alla tíð. Það eru forréttindi að hafa átt slíka ömmu og hafa þig alla tíð til staðar, en elsku ljúfan mín, ég veit að þú varst hvíldinni fegin og ferðin heim í ljósið verður þér ljúf og falleg. Þar munu ástvinir þínir sem farnir eru taka vel á móti þér. Vegir skilja nú um stund ljúfan mín. Ég kveð þig með söknuði í hjarta, amma mín, í þeirri vissu að við munum hittast í landi hinnar eilífu æsku. Þar sem þráður sem nú hefur verið slitinn verður aftur upp tekinn. Við munum öll sakna þín, ljúfan mín, megi ljósið og friðurinn umvefja þig. Þín Guðveig. Nú er hún amma farin og hvíldin sem hún talaði um er komin. Fyrir okkur var hún alltaf amma í sveitinni þótt þau afi væru flutt til Reykjavíkur. Ég fór ungur í sveit til ömmu og afa á Bólstað og var þar þau sumur sem eftir voru af þeirra búskap á Bólstað. Amma sagði okkur systkinunum margar sögur frá æskuárum sínum þar sem hún ólst upp á Hornströnd- um, og var það afskaplega fróðlegt og skemmtilegt að fá innsýn í það líf og skýrir að mörgu leyti dugnaðinn og eljuna sem einkenndi hana alla tíð. En þrátt fyrir að hún væri dugnaðarfork- ur, hafði hún alltaf tíma fyrir sitt fólk, að spjalla, fá sér kaffisopa og var af- skaplega þægileg þrátt fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Minning hennar mun lifa í huga okkar. Okkur langar að kveðja hana með línum sem hún kenndi okkur og þakka henni fyrir allt og allt. Hvar sem þú finnur fátækan á förnum vegi gerðu honum gott en grættu eigi því Guð mun launa á efsta degi. Einar og Birna. Ég vil fá að þakka ömmu Veigu fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti á Bólstað í A-Landeyjum þar sem ég var í sveit á sumrin hjá henni og afa Gunnari. Efst í huga mér er þegar ég og Aggi kenndum henni að hjóla, þá var hún 58 ára, það gekk heldur brösu- lega en tókst með ágætum að lokum. Hún hló í margar vikur á eftir. Allar götur síðan var nóg að minnast þess að það væri gott veður til að fara út að hjóla en það kom henni alltaf til að brosa. Oft var einnig gott að hafa ömmu til staðar þegar prófa þurfti straum- inn á rafmagnsgirðingunum í sveit- inni. Nú veit ég, elsku amma, að þú ert farin að ferðast um ótroðnar slóðir, eins og þú hugsaðir svo oft um, og vakir yfir okkur öllum um leið. Gunnar Karl Gunnlaugsson. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti. Signaði Jesú mæti. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, Guð í skjóli þínu. Elsku amma, þetta voru versin sem þú kenndir mér sem barni og ég hefi aldrei gleymt og kennt mínum börnum það sama og þú innrættir mér í kristinfræðinni. Aldrei að hata heldur vera ávallt tilbúinn að hugsa og fyrirgefa þeim sem gjöra eitthvað á minn hlut. Þannig höfum við bæði lifað og kann ég þér hinar bestu þakkir fyrir það sem þú kenndir mér í æsku. Minningarnar hafa streymt upp á yfirborðið allt frá því Einsi frændi hringdi í mig og sagði mér frá veik- indum þínum og hversu stutt væri eftir. Ég vissi að hann mundi koma til þín svo fljótt sem hann gæti og hringja til mín svo ég gæti kvatt þig, elsku amma. En tíminn var of naum- ur. Hann hringdi og sagði mér frá ástandi þínu og þá fyrst skynjaði ég að það var mjög stutt eftir. Eins og þú vissir, amma mín, er ég staddur erlendis vegna vinnu minnar svo erf- itt var um vik. Um hálftólfleytið að mínum tíma vitjaðir þú mín og ég vissi hvað gerst hafði. Ég þurfti ekki frekari vitneskju þar um. Þú hafðir kvatt okkur með þeim krafti sem þér einni var lagið, og við vissum af, sem þekktum þig best. Af því sem þú tjáð- ir mér veit ég hvert þú ert komin og vonandi hefur þú fundið afa svo þið séuð sameinuð á ný. Minningarnar eru margar frá mínum bernskuárum í okkar samskiptum. Manstu eftir hjólreiðakennslu okkar drengjanna þar sem við slepptum þér á hjólinu einni niður brekkuna? Það er sú stund sem við gleymum aldrei. Manstu öskrin í stúlkunni sem kom með okkur í Álfheimana á þeim árum sem við Gústa mín vorum að kynnast og þú komst fram með slegið hárið og sagðir „Hvað eruð þið piltar að gera“. En er þú sást Gústu og Ægi varð þér að orði: „Æi, komið greyinu heim.“ Daginn eftir sagðir þú við mig „mér kæmi ekki á óvart að þú ættir eftir að kynnast þessari Gústu betur, og haltu þig að henni“. Amma, það hef ég gert síðan. Margir minna vina minnast þín einmitt fyrir hversu getspök þú varst og sagðir þeim til við leit sína að mökum. Þú áttir það til að segja er þú sást vini mína koma í heimsókn með einhverri nýrri stúlku: „Það er þessi.“ Og reyndin er að allir eru þeir kvæntir enn í dag þeim stúlkum sem þú hafðir spáð til um. Þökk sé þér. Unglingsárin mín voru kannski ekki þau auðveldustu fyrir þig, þar sem afi vann á nóttinni og ég oftar en ekki með vinum mín- um úti. Skilningur þinn á öllu hefur aldrei gleymst og á ég þér einni það að þakka að ég komst algerlega klakklaust út úr því æviskeiði. Enda ráðlagðir þú mér alltaf í tíma og ótíma. Hafðir alltaf tíma til að ræða öll heimsins vandamál og leið- beina. Þessu mun ég aldrei gleyma og verð þér ávallt þakklátur fyrir. Kannski vissi enginn hvað við vorum nátengd. Elsku amma, þakka þér fyrir allar okkar samverustundir og allt sem þú hefur fyrir mig og fjölskyldu mína gert. Skilaðu kveðju til afa. Agnar Logi. Ég kom ung að árum inn í fjöl- skylduna þegar ég giftist Gunnlaugi einkasyni þeirra Veigu og Gunnars, sem eru nú bæði látin. Það var alla tíð mjög náið samband á milli þeirra hjónanna. Veiga og Gunnar bjuggu á Bólstað í Austur-Landeyjum á þeim árum á myndarlegu sveitabúi. Gunn- ar var kappsfullur bóndi og stórhuga. Alltaf var farið austur á sumrin að hjálpa til t.d. við heyskapinn. Strák- arnir okkar fóru mörg sumur í sveit til ömmu og afa og var alltaf tekið vel á móti þeim. Veiga var fædd á Horn- ströndum og alin þar upp að mestu. Hún var mjög stolt af uppruna sínum og kom viss svipur á andlit hennar þegar talað var um hennar heima- byggð, Hornstrandir. Fyrir nokkr- um árum fór ég þangað í ferðalag og gekk þá um Hornstrandirnar. Gat ég þekkt staðina sem Veiga var búin að lýsa fyrir mér, þegar ég sá þá. Minn- ingin um átthagana var ávallt ljóslif- andi hjá henni. Veiga hafði létta lund og góða kímnigáfu sem kom henni oft vel. Hún mundi tímana tvenna þegar fólk bjó þröngt og þurfti að deila ólíkleg- ustu hlutum með ókunnu fólki eins og eldhúsi. Henni þótti gaman að segja frá þessum tíma og sagði þá gjarnan að margt hefði breyst og mátti það líka. Veiga hafði gaman af matargerð og eldaði mjög góðan mat, sérstaklega sósur og einnig bjó hún mjög oft til gómsætar kleinur og fleira bakkelsi. Ég spurði Veigu einu sinni hvar hún hefði lært þetta, þá sagðist hún hafa verið í vist hjá góðu fólki sem kenndi henni mikið. Hún hafði eitt áhugamál sem henni var afar kært sem var spádóm- ur. Hún spáði í bolla og lagði í spil og var oft líflegt í eldhúsinu í Álfheim- um, þar sem þau bjuggu árum sam- an. Hún hafði einnig mikinn áhuga á íslenska búninginum og klæddist hún honum við hvert tækifæri. Gam- an var að sjá hve glæsileg hún var í honum. Eitt orðatiltæki notaði Veiga mik- ið þegar hún sagði frá einhverju leyndarmáli og vildi ekki að maður segði neinum, en þá sagði hún alltaf „stingdu þessu hjá þér“. Tengda- móðir mín var fíngerð kona og blíð og mjög létt á fæti. Við fórum oft saman í bæinn og var uppáhaldsstaðurinn hennar gamla Reykjavík, miðbærinn og tjörnin og gat hún setið þar lengi og látið hugann reika. Ég vil þakka Veigu fyrir samfylgdina í lífinu og fyrir allt sem hún kenndi mér. Megi guð styrkja okkur öll í sorginni. Ljúfar voru stundir Er áttum við saman. Þakka ber Drottni Allt það gaman. Skiljast nú leiðir Og farin ert þú Við hittast munum aftur, Það er mín trú. Hvíl þú í friði Í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni Af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Þín tengdadóttir, Þorbjörg. GUÐVEIG HINRIKSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guðveigu Hinriksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.