Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 33 ✝ Elísabet Bene-diktsdóttir fædd- ist á Hömrum í Haukadal í Dala- sýslu 31. janúar 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík að kvöldi föstu- dagsins 19. apríl síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Jónasson, f. 18. febrúar 1888, d. 14. september 1948, bóndi á Hömrum, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir, f. 28. janúar 1894, d. 4. október 1976, húsmóðir. Elísabet var níunda í röð fjórtán systkina, en þau eru: Þuríður, f. 4. maí 1915, Kristín, f. 14. febrúar 1917, d. 1. desember 1998, Fanney, f. 15. september 1918, Jónas Kristinn, f. 26. mars 1920, d. 25. nóvember 1971, Guð- jón, f. 3. júní 1921, Jón, f. 26. jan- úar 1923, Ragnheiður, f. 2. júlí 1924, Guðmundur Sigurvin, f. 3. september 1925, Ólafur Árni, f. 25. september 1933, Svavar Reyn- ir, f. 18. mars 1935, Elsa, f. 30. júlí Guðnýju Árnadóttur, f. 18. janúar 1955. Börn Benedikts eru: Guð- jón, f. 23. apríl 1980, Ingibjörg, f. 18. október 1983, og Sigríður Eísabet, f. 26. apríl 1986. Móðir Guðjóns og Ingibjargar er Hildur Eggertsdóttir, f. 30. nóvember 1954. Móðir Sigríðar Elísabetar er Guðrún Sigríður Guðlaugsdótt- ir, f. 20. júlí 1944. Sonur Elísabet- ar og Þorvalds er Guðbergur, f. 3. júní 1956, bús. í Reykjavík, kvæntur Nönnu Arthúrsdóttur, f. 28. apríl 1949. Elísabet ólst upp á Hömrum til sautján ára aldurs. Hún fluttist til Reykjavíkur á lýðveldisárinu og hefur búið þar síðan að undan- skildum sex árum er hún bjó í Svíþjóð. Í Reykjavík vann Elísa- bet m.a. í Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni, í Ísafoldarprentsmiðju, á Hressingarskálanum og í Iðnó. Árið 1946 fór hún að vinna í Efna- lauginni Glæsi í Hafnarstræti 5 og vann þar í ein sjö til átta ár. Síðan flutti hún sig um set og hóf störf í Efnalauginni Lindinni á Skúla- götu 51. Árið 1965 tók hún að sér rekstur Efnalaugarinnar Press- unnar á Grensásvegi 50 við andlát eiganda hennar. Ári seinna keypti hún Pressuna og rak hana í ellefu ár. Útför Elísabetar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1936, Hreinn, f. 9. desember 1937, og Fjóla, f. 24. júlí 1939. Barnsfaðir Elísa- betar er Jón Rósant Þorsteinsson, f. 25. apríl 1925, fv. bifreið- arstjóri í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Brandsson, sjómaður í Hafnar- firði, f. 9. ágúst 1883, d. 28. júní 1958, og k.h. Þóra Jónsdóttir, húsmóðir, f. 1. ágúst 1889, d. 3. desember 1979. Elísabet giftist Þorvaldi Jó- hannessyni, leigubifreiðarstjóra og síðar skrifstofumanni, f. 22. janúar 1912, d. 24. apríl 1976. Foreldrar hans voru Jóhannes Benediktsson, húsmaður á Hrappsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu, f. 4. janúar 1875, d. 14. nóvember 1917, og kona hans Jóhanna Guðrún Steinsdóttir, húsmóðir, f. 9. október 1883, d. 1. ágúst 1957. Sonur Elísabetar og Jóns er Benedikt, f. 1. júlí 1951, bús. í Hafnarfirði, í sambúð með Það er alltaf verið að mæra orð- ið og máttur þess sagður mikill. Samt finnast þeir menn sem segja alltaf færri og færri orð og víst koma þær stundir að mönnum verður tregt tungu að hræra. Þetta á líklega alveg sérstaklega við um þá sem setja saman minn- ingargreinar; einkum og sérílagi um sér náskylda menn. Í það minnsta finn ég þetta gjörla á minni andans truntu þegar ég reyni að fanga utan úr tóminu orð í minningu móður minnar. Hún fæddist í fallegasta dal á Íslandi, Haukadal í Dalasýslu, og átti þar bernsku og unglingsár í faðmi ástríkra foreldra og ört stækkandi systkinahóps. Og þegar hún fór alfarin suður, fyrir tvítugt, þá tók hún þennan fallega dal með sér og geymdi hann innan í sér ásamt minningunni um fjölskyld- una sem hún var hluti af. Og hún vitjaði dalsins og fólksins hvenær sem hún hafði tækifæri til. Stund- um kíkti hún í heimsókn og þess á milli reikaði hugurinn þangað eins og ósjálfrátt. Það verður tæpast sagt að Reykjavík hafi tekið henni opnum örmum á lýðveldisári og stríðið enn í fullum gangi. En hún átti góða að í borginni þannig að ekki væsti beinlínis um hana, þó oftast byggi hún við þröngan kost. Hún vann í ölgerð og prentsmiðju og um tíma á Hressingarskálanum. Eitt sumarið brá hún sér norður í Hrútafjörð og gerðist kaupakona á Tannstaðabakka. Svo kom hún suður um haustið og fór að vinna í Iðnó. En þá veikist hún illa og vitj- aði fjölskyldu sinnar í dalnum, safnaði kröftum og hélt suður aft- ur. Hún var fremur lítil vexti og smágerð eins og hennar fólk, en kvik í hreyfingum og snaggaraleg. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim; sagði yfirleitt það sem henni bjó í brjósti. Og stundum brá fyrir þrjóskubliki í gráum aug- unum. Þótt hún væri vinnusöm og yrði að leggja hart að sér til að ná end- um saman lét hún glaum höfuð- borgarinnar ekki alveg fram hjá sér fara og brá sér út á lífið stöku sinnum. Og alltíeinu var hún eigi einsömul og ól dreng í fyllingu tímans. Hún sá enga möguleika til að framfleyta sér og litla drengn- um í borginni. Eins og hetjur grísku harmleikjanna stóð hún frammi fyrir erfiðum valkostum: Að halda eða sleppa. En það verð- ur ekki bæði sleppt og haldið – það er verkurinn. Hugurinn leitaði heim í dalinn eins og svo oft áður. Þar var nú ekki lengur faðir henn- ar sem hafði látist af slysförum tæpum þremur árum fyrr. Hún af- réð að leita til móður sinnar og biðja hana fyrir drenginn, sem hún hafði þá þegar gefið nafn föður síns. Þannig gaf hún honum hlut- deild í dalnum og því skjóli er hún best vissi. Lífið hélt áfram sinn gang. Hún hafði fundið sér starf í efnalaug og gegndi ekki öðrum störfum að ráði eftir það, þótt hún flytti sig á milli efnalauga, eins og gengur. Hún þótti harðdugleg og vandvirk; hennar sérfag var að pressa föt. Hún gifti sig og eignaðist annan dreng. Nú voru aðstæður hennar betri, enda fyrirvinnurnar tvær, og hún átti eftir að búa langa tíð með yngri syni sínum. Eftir því sem færi gafst leit hún til með drengn- um í dalnum. Lífið lék þó ekki beinlínis við hana; eiginmaðurinn var oft veikur og þá lagðist byrðin þyngra á grannar axlir hennar. Hún lét það ekki á sig fá og allt hafðist þetta að lokum. Með ár- unum óx þeim hjónum fiskur um hrygg og urðu í hópi fyrstu íbúðar- eigenda í Breiðholti. Þau festu einnig kaup á efnalaug og nafnið, sem fylgdi með í kaupunum, átti sérstaklega vel við hana: Efna- laugin Pressan, Grensásvegi 50. Hún bar uppi rekstur þessarar efnalaugar í rúman áratug og bætti iðulega við sinn langa vinnu- dag til að gera viðskiptavinum sín- um sem best til hæfis. Svo fór að halla undan fæti. Hún missti manninn og ári síðar hætti hún rekstri efnalaugarinnar. Hún hafði orðið fyrir heilsufarslegum skakkaföllum og meðal annars handleggsbrotnað. Brotið greri illa og olli henni varanlegri örorku. Þrek hennar hafði minnkað veru- lega og hún treysti sér ekki lengur til að halda áfram rekstri sem byggðist fyrst og fremst á sér- þekkingu hennar og þrotlausri vinnu. Hún sagði þó ekki alveg skilið við efnalaugar og starfaði í einni slíkri í nokkur ár, en varð svo að hætta vinnu vegna örorku sinnar. Eftir lát eiginmannsins hélt hún heimili með yngri syni sínum um tveggja áratuga skeið. Um tíma bjuggu þau í Svíþjóð. Þar kynntist hann konu og öll komu þau heim til Íslands. Upp úr því dró hún sig í hlé og bjó ein síðustu árin, síðast á Hrafnistu í Reykjavík. Eldri sonur hennar, sem hún skildi eftir hjá móður sinni mán- aðargamlan, ólst upp í ástríku skjóli ömmu sinnar og frændfólks í dalnum, en átti síðar eftir að koma aftur til móður sinnar og búa hjá henni í nokkur ár áður en hann hélt sinn veg í lífinu. Hann situr nú í tóminu og reynir að fanga til- finningar sínar í orð um þessa ynd- islegu konu sem gaf honum þrennt það dýrmætasta sem hann hefur eignast á ævinni: nafn afa síns, uppfóstur ömmu sinnar og lífið sjálft. Að lokum langar mig til að færa hinum frábæru mannvinum sem starfa á deild A-4 á Hrafnistu í Reykjavík mínar bestu þakkir fyr- ir að hafa annast móður mína af einstakri hlýju og og natni fram til hinstu stundar. Benedikt Jónsson. Nú er Flakkarinn lagður af stað í sína hinstu för. Elsku mamma mín, oft kallaðir þú sjálfa þig Flakkarann og vitnaðir til hversu gaman þú hafðir af ferðalögum og að sjá nýja staði. Ég vona að hinsta för þín verði þér jafn ánægjuleg og allar hinar. Ekki löngu fyrir andlát þitt hafðir þú orð á því við mig að koma með þér vestur í Haukadal nú í sumar. Æskuslóðirnar vestur í Dölum voru þér jafnan hugleiknar, þú varst í þeim skilningi alltaf á leið- inni heim. Fyrir hugskotssjónum mínum nú renna myndskeið minningana um þig eitt af öðru. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en samt varðveittirðu þinn góða húmor allt fram til síðustu stundar. Hinn 9. apríl sl. var okkur sonum þínum gert viðvart um að heilsu þinni hefði farið mjög hrakandi síðustu klukkustundina og ekki væri búist við að þú lifðir þá nótt af. Við vökt- um yfir þér en ekkert gerðist fyrr en föstudaginn 12. apríl þá vakn- aðir þú upp eins og af værum svefni og baðst um mat og drykk. Þú gerðir að gamni þínu og mund- ir hluti sem sjúkdómur þinn hafði varnað þér að muna sl. 2 ár. Bæði læknar þínir og við urðum hlessa. Aftur syrti í álinn föstudaginn 19. apríl sl. og þú sofnaðir svefninum langa kl. 22:30 það sama kvöld, við Nanna konan mín sátum hjá þér þegar kallið kom. Móðir mín var fædd síðasta dag janúarmánaðar árið 1927 á Hömr- um í Haukadal í Dalasýslu níunda í röð 14 systkina. 17 ára gömul fór hún að heiman til að vinna fyrir sér. Fyrst í vinnumennsku í Dölum og síðar suður til Reykjavíkur þar sem hún starfaði síðan alla sína starfsævi. Fyrst við framleiðslu- störf hjá Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni, Ísafoldarprentsmiðju, á Hressingarskálanum og í Iðnó. Ár- ið 1946 hóf hún störf á þeim vett- vangi sem síðar varð hennar með- an heilsan leyfði; vinna í efnalaugum. Fyrst í Glæsi og síðan í Björg og enn síðar Lindinni á Skúlagötu. Árið 1965 tók hún að sér rekstur Efnalaugarinnar Pressunnar á Grensásvegi 50 við andlát þáverandi eigenda hennar. Ári síðar keypti hún fyrirtækið og rak það til ársins 1977. Árið 1951 eignaðist móðir mín sitt fyrra barn, Benedikt, f. 1. júlí það ár, með Jóni Þorsteinssyni bif- reiðastjóra. Samband þeirra Jóns varð ekki langvinnt. Þá stóð mamma uppi einstæð móðir í ótryggu húsnæði og þurfti að vinna fyrir sér og syninum unga. Því varð að ráði að mamma léti bróður minn Benna í fóstur til móður sinnar, Guðrúnar Guðjóns- dóttur vestur að Hömrum. Amma hafði þá tæpum 3 árum áður misst mann sinn, Benedikt, af slysförum. Alla tíð féll móður minni afar þungt að hafa þurft að láta barnið sitt frá sér en þó var það henni huggun að amma skyldi taka hann að sér í sveitinni, allan þann tíma ól hún samt önn fyrir honum. Benedikt bróðir minn kom síðar til okkar meðan hann var í gagn- fræða- og menntaskóla og mamma bar alla tíð hag hans og barna hans mjög fyrir brjósti og var hún afar stolt af þeim. Árið 1953 kynntust móðir mín og faðir, Þor- valdur Jóhannesson, og hófu bú- skap. Sjálfur er ég svo fæddur 3. júní 1956. Árið 1961 kom svo áfall- ið þunga þegar faðir minn veiktist af kransæðastíflu og var vart hug- að líf í marga sólarhringa. Þá reyndi verulega á móður mína. Veikindi pabba urðu langvinnari því árin 1961-1964 fékk hann auk kransæðastíflunnar, magasár og gallblöðrusjúkdóm og var hann að mestu frá vinnu þessi ár vegna veikinda sinna. Þessi ár reyndust móður minni þung í skauti. Þá kom æðruleysi hennar og dugnaður vel í ljós. Það var með ólíkindum hvað þessi lágvaxna kona fékk miklu áorkað. Samband pabba og mömmu var afar gott og þau sam- stiga í flestu. Það var mömmu því mikið áfall þegar pabbi féll frá mjög skyndilega í apríl 1976. Sjálf missti hún heilsuna 1980 og var ör- yrki upp frá því. Þá hafði hún skil- að starfi sem henni þá miklu eldri manneskja gæti hafa verið stolt af. Mamma var alla tíð baráttukona fyrir bættum hag þeirra er höllum fæti stóðu í lífinu og setti það sitt mark á skoðanir hennar. Enda alltaf tilbúin til hjálpar þeim er hjálpar voru þurfi meðan heilsan leyfði. Mamma fluttist með mér til Sví- þjóðar fyrst 1980 og dvöldum við þá þar í landi í rúmt ár. Og aftur síðar, 1990, og entist sú dvöl til 1996. Árið 1990 kynntist ég konu minni, Nönnu Arthursdóttur, og hófum við búskap 1992. Mamma dvaldi hjá okkur Nönnu að und- anskildum nokkrum mánuðum sem hún dvaldist á Íslandi árið 1992. Hún var okkur ómetanleg hjálp- arhella þar sem við vorum bæði í námi, ég í námi í þróunarfræði og alþjóðasamskiptum og Nanna við nám í hjúkrunarfræði. Hún gætti bús og Sigríðar Nönnu, dóttur Nönnu, af mikilli vandvirkni með- an við vorum í skólanum. Á þess- um árum hélt mamma því statt og stöðugt fram að hún kynni ekkert í sænsku, en þrátt fyrir það var hún ótrúlega sjálfbjarga í þessu fram- andi landi. Við fyrirspurnum okkar í nálægum verslunum fengust þau svör að hún kynni mun meira í málinu en hún vildi vera láta. Samband þeirra Nönnu og mömmu varð æ nánara eftir því sem árin liðu og lét mamma svo oft um mælt að Nanna sín væri dótt- irin sem hún aldrei eignaðist. Eftir að heim til Íslands var komið árið 1996 bjó mamma ekki hjá okkur en jafnan stutt frá okkur, fyrst í Hraunbæ 78 og síðar í húsi Ör- yrkjabandalagsins við Hátún 10b. Heilsu mömmu hnignaði á árinu 1996 og margar ferðirnar áttum við Nanna til mömmu til að líta eftir henni eftir heimkomuna frá Svíþjóð. Athuga hvort lyf hefðu verið tekin á réttum tíma, hvort hún hefði borðað eitthvað þann daginn o.s.frv. Síðustu árin sem mamma lifði margbað hún mig um það að sjá til þess að fluttar yrðu sérstakar þakkir til Nönnu sinnar við útför sína. Síðasta árið dvaldist mamma á hjúkrunardeild A-4 á Hrafnistu í Reykjavík og undi hag sínum vel þar. Frábært starfsfólk Hrafnistu annaðist hana af kostgæfni og varð þeim og henni vel til vina. Öllu starfsfólki Hrafnistu er hér með færðar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun hennar á ævikvöldinu sem nú er lokið. Fyrir hönd mömmu vil ég þakka sérstaklega Svavari, bróður hennar, og Sigríði, konu hans, fyrir þá ræktarsemi sem þau sýndu henni alla tíð. Við Nanna þökkum mömmu innilega fyrir alla þá aðstoð og ást- úð sem hún auðsýndi okkur alla tíð. Ég veit að þú ert ánægð með að sjúkdómsferli sé lokið og þú nú komin á fund pabba sem hefur tek- ið þér tveim höndum. Far þú í friði, englar Guðs þig blessi. Þinn sonur Guðbergur Þorvaldsson. Létt á lóuvængjum líður hugurinn yfir höf og heiðar heim í dalinn minn. Þar sem grasið græna grær um bernsku spor þar sem leið mitt ljúfa ljósa æskuvor. Það voru greinileg merki um að vorið væri í námd þegar hún Beta mágkona mín kvaddi þennan heim. Hlýir vindar blésu um dalinn og álftirnar kvökuðu niðri við ána Andlát hennar kom ekki á óvart, kraftarnir voru þrotnir, en gott er þreyttum að sofna og vakna inn í vorið. Ég kynntist Betu best hin seinni ár er hún dvaldi tíma og tíma hér á heimili okkar, eftir að heilsu henn- ar fór að hnigna. Hún var alltaf glöð í sinni og stutt í hressilegan hlátur. Kærar voru henni minning- arnar frá æskuárunum en hún ólst upp á Hömrum í Haukadal í stórum og glaðværum systkina- hópi, þar sem margt var til gam- ans gert. Hún var kjarkmikil og rösk til verka en einkum áttu öll útistörf vel við hana. Ung að árum fór hún til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf og þar varð starfsvett- vangur hennar að mestu leyti eftir það. Beta var hreinskilin og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljósi tæpi- tungulaust ef svo bar undir en hún sá líka spaugilegu hliðarnar og þá var hlegið dátt. Við Árni minnumst Betu með hlýhug og þökkum samverustund- irnar Sindrar yfir sundum sólarlagsins glóð, fuglar kveða og kvaka kvöldsins vögguljóð endurómur titrar innst við hjartastað. Flytur kannske kvakið kveðju heimanað? (Jón frá Ljárskógum.) Guðrún Ágústsdóttir. ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.