Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 35

Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 35 ✝ Sigurður B.Sveinbjörnsson fæddist á Ljótsstöð- um á Höfðaströnd í Skagafirði 28. ágúst 1935. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sveinbjörn Sigurður Sveinbjörnsson bóndi, f. 27.5. 1893, d. 27.7. 1990, og Jó- hanna Símonardóttir húsfreyja, f. 21.10. 1899, d. 11.12. 1988. Sigurður átti sex systkini sem eru Anna, f. 1921, Maren, f. 1923, Al- freð, f. 1924, Sigurlaug, f. 1927, Guðrún, f. 1937, og Ásdís, f. 1940. Sigurður kvæntist 14. maí 1966 Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 11.9. 1943, dóttur hjónanna Sigurðar Magnússonar skipstjóra, f. 16.8. 1915, d. 16.8. 1992, og Þórlaugar í sambúð með Anítu Ingu Arnars- dóttur hársnyrti, f. 1972, þeirra börn eru Arnór Már, f. 1993, Sig- urður Pétur, f. 1995, Elma Val- gerður, f. 1997. Sigurður stundaði búskap eftir unglingsárin en síðan fór hann til sjós og vann hann lengst af við ým- is störf sem tengdust sjónum. Árið 1964 kom hann til Grindavíkur á vertíð og kynntist ári síðar eftirlif- andi konu sinni. Árið þar á eftir fór hann til starfa hjá Kaupfélagi Suðurnesja þar sem hann gegndi starfi verslunarstjóra í útibúi kaupfélagsins í Grindavík í fjöl- mörg ár eða allt til ársins 1988. Þá keypti hann byggingarvörudeild Kaupfélagsins og starfrækti hana undir nafninu Málmey fram til árs- ins 2001. Sigurður var meðal ann- ars umboðsmaður Samvinnuferða- Landsýnar til fjölda ára. Sigurður var mikill atorkumaður í fé- lagsmálum og m.a. virkur félagi í Lions-klúbbi Grindavíkur, þar sem hann var formaður, og einnig síð- ar svæðisstjóri Lionsklúbba Suð- urnesja. Útför Sigurðar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafsdóttur húsfreyju, f. 15.10. 1920, d. 15.2. 1999. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru: 1) Sóley Ólöf Hlöðvers- dóttir sjúkraliði, f. 1960, gift Heiðari Jó- hannssyni sölustjóra, f. 1957, þeirra börn eru Davíð Bjarni, f. 1982, Arnór, f. 1987, Bjarkey, f. 1992. 2) Bjarney Kristín Hlöð- versdóttir leikskóla- kennari, f. 1963, gift Ólafi Ingólfssyni for- ritara, f. 1969, þeirra börn eru Guðrún Sif, f. 1988, Sig- rún Inga, f. 1991, Erna Rún, f. 1998. 3) Þórey Maren Sigurðar- dóttir lyfjatæknir, f. 1966, gift Óskari Thorarensen lögmanni, f. 1959, þeirra börn eru Maren, f. 1989, Unnur Ósk, f. 1995, Birta, f. 1996. 4) Sveinbjörn Sigurður Sig- urðsson netagerðarmaður, f. 1972, Það er svo ótrúlega erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum þegar á því þurfti að halda, þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst líka besti vinur minn. Ég mun alltaf geyma góðu stundirnar sem við átt- um saman, t.d. fannst mér alltaf svo gaman að fara með þér og mömmu á bernskuslóðirnar þínar, Hofsós. Ég man líka svo vel eftir þegar ég kom með Anítu til ykkar í fyrsta skiptið og þið tókuð henni svo vel, henni fannst hún strax vera ein af fjölskyldunni. Pabbi var mjög jákvæður maður og einstaklega barngóður, við vorum að skoða myndir í gegnum árin og er pabbi yfirleitt með fangið fullt af barnabörnunum sínum. Börnunum okkar fannst alltaf gaman að fara til ömmu og afa í heimsókn því afi var svo stríðinn og alltaf til í að fíflast í þeim, meira að segja síðustu dagana á spítalanum var hann að gantast í börnunum okkar. Sigurður Pétur, sonur okkar, var mikill afastrákur og hjúkraði hann afa sínum þegar hann kom heim af spítalanum um páskana. Ég hafði alltaf tekið því sem sjálf- sögðum hlut að pabbi mundi standa mér við hlið þegar ég mundi einhvern tímann gifta mig og halda snilldar- ræðu eins og honum var einum lagið en ekki fer allt eins og maður óskar sér en ég veit að hann verður mér ná- lægur á þeim degi. Ég vil þakka þér, elsku pabbi, fyrir síðustu stundina okkar saman því þú vildir vita hver mín framtíðarplön væru og við rædd- um það, þú sagðist vera svo stoltur af mér. Ég mun geyma okkar síðasta samtal í hjarta mínu og orð þín til mín. Við höfum misst svo mikið því þú ert ekki lengur hjá okkur, en við vit- um að þú fórst á góðan stað þar sem þér líður vel. Það er ekki hægt að hugsa sér betri pabba og tengdapabba en þig, við elskum þig og söknum þín sárt. Guð geymi þig. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbænin.) Þinn sonur og tengdadóttir Sveinbjörn og Aníta. Elsku pabbi. Þú varst mér alltaf svo kær og mér þykir svo vænt um þig. Þegar kallið kemur er maður aldrei tilbúinn. Mér finnst mjög skrít- ið að hugsa um lífið án þín. Þú kennd- ir mér svo margt gott sem ég hef nýtt mér til að kenna mínum börnum. Þú varst alltaf svo jákvæður, stríðinn og með einstaklega gott lundafar. Þrátt fyrir erfið veikindi skiptir þú aldrei skapi og varst alltaf jafnrólegur, ég hef það bara gott sagðir þú alltaf. En innst inni vissi ég að þér leið ekki vel en þú barðist hetjulega og sást alltaf spaugilegu hliðarnar á öllu. Það er margs að minnast en ég man sérstaklega hvað þér fannst gaman að fara með okkur norður í Skagafjörð í sveitina þína þegar ég var lítil. Þú ljómaðir allur þegar þú komst þangað og sagðir okkur hvað væri gott í sveitinni, sérstaklega sveitinni þinni. Ég var ekki mikil bú- kona og var hálfhrædd við skepnurn- ar, lét mig samt hafa það en hélt fyrir nefið þegar ég fór í fjósið til að halda í halann á kúnum þegar mjólkað var. Mér fannst aftur á móti yndislegt að fara upp í fjall og tína ber og njóta þess að vera í náttúrunni. Það er svo fallegt í Skagafirðinum. Þú varst mikil fjölskyldumaður og hugsaðir alltaf svo vel um okkur öll. Þú varst svo stoltur af að tilheyra okkur, bæði börnum, tengdabörnum og barnabörnum og þér fannst þú svo ríkur að eiga okkur öll. Ég er mjög þakklát að þú gast komið í ferminguna hennar Guðrúnar Sifjar sem var 24. mars 2002, þó að þú hefðir verið mjög veikur, þú varst ótrúlega duglegur. Takk fyrir, elsku pabbi minn. Mamma stóð eins og klettur við hliðina á þér. Hún á sinn þátt í því hvað þú varst duglegur að rífa þig upp úr veikindunum oftar en einu sinni. Hún stappaði í þig stálinu og sat hjá þér eins mikið og hún gat þeg- ar þú varst á spítalanum. Hún vissi hvað þér fannst leiðinlegt að vera á spítala. Elsku pabbi, við hugsum um mömmu fyrir þig . Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu, ég elska þig, pabbi minn. Þín dóttir Bjarney. Elsku Siggi minn. Nú þegar þú ert farinn frá okkur þá eru margar minn- ingar sem streyma fram. Minningar um samverustundirnar með börnum þínum og barnabörnum í sumarbú- staðnum ykkar standa þar uppúr, en þar áttuð þið hjónin ykkar griðastað og nutuð ykkar vel, en þó sýnu best þegar öll fjölskyldan var þar saman- komin. Þar var nóg að sýsla yfir dag- inn sem leið hratt við leik og störf, og síðan var oft spjallað langt fram eftir nóttu. Við eigum vafalaust eftir að hittast þar oft næstu sumur og þá munum við án efa hugsa mikið til þín. Þegar ég hugsa til baka þá eru flestar minningarnar um þig umvaf- inn barnabörnunum sem kepptust við að leika og tala við þig, því þér fannst ekkert skemmtilegra heldur en að gantast við þau. Sumir segja að börnin séu bestu mannþekkjararnir, og það er svo sannarlega margt til í því, því í afa sínum sáu þau glaðlynd- an, traustan og sérstaklega barngóð- an mann sem tók öllu með einstöku jafnaðargeði. Síðastliðið ár, þegar veikindin tóku að ágerast, þá fannst mér eftirtekt- arvert hversu hetjulega þú barðist og neitaðir ávallt að gefast upp. Þú varst til dæmis alltaf ákveðinn í því að koma í ferminguna hennar Guðrúnar Sifjar í vor og lést ekkert stöðva þig í því. Guðrún Sif sagði líka að það væri besta fermingargjöfin sem hún gat fengið, að sjá þig svona hressan á ný. Eftirlifandi konan þín, hún Gógó, stóð allan tímann eins og klettur við hlið þér þegar þið tókust á við þennan erfiða sjúkdóm í sameiningu. Elsku Gógó mín, ég veit að það eru erfiðir tímar framundan en þú veist það líka að við sem eftir erum gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þér við að yfirstíga sorgina. Lífið heldur áfram og þú átt yndisleg börn og barnabörn sem þú átt vonandi eftir að njóta í mörg, mörg ár. Elsku Siggi minn, ég óska að við hefðum átt að minnsta kosti eitt sum- ar saman í viðbót, en því miður varð það ekki. Hvíl í friði. Ólafur Ingólfsson. Í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn, Sigurður Sveinbjörnsson. Þótt útlit væri fyrir hvert stefndi í erfiðum veikindum hans trúði ég því að hann ætti eftir að njóta vorsins og sumarsins í faðmi fjölskyldunnar. Sigurður var sérlega hollur henni og setti velferð hennar ofar öðru. Úr orðum hans og gjörðum endurspegl- aðist bjartsýnin og jákvæð afstaða hans til manna og hluta. Æskuslóð- irnar í Skagafirði voru honum hug- leiknar og hann var afar stoltur af sveitinni sinni. Þegar ég sá nýlega einstætt sjónvarpsviðtal við Önnu systur hans, sem missti drengina sína í sjóslysi við Vestmannaeyjar, var margt í tali hennar um æskuheimili þeirra, uppeldi og afstöðu sem minnti mig á það lífsviðhorf sem ég fann hjá Sigurði. Í veikindunum sýndi hann æðruleysi, setti sér markmið og stefndi að því að ná þeim og gafst aldrei upp. Dætur mínar sakna afa síns sárt en hann gaf þeim dýrmætt veganesti. Siggi og Gógó voru óaðskiljanleg og vinátta þeirra og væntumþykja mikil og fögur. Elsku Gógó, Sóley, Bjarney, Þórey og Sveinbjörn. Ég sendi ykkur, aðstandendum hans öðrum og vinum innilegustu samúð- arkveðjur. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk fyrir allt. Blessuð sé minning Sigurðar Sveinbjörnssonar. Yfir heimi er hjarn. Húmnótt á vegi. Ég er birtunnar barn – býst enn við degi. (Stephan G.) Óskar Thorarensen. Mig langar með fáeinum orðum að minnast elskulegs mágs míns, Sig- urðar Sveinbjörnssonar, sem er lát- inn eftir erfið veikindi. Í veikindum sínum sýndi hann fá- dæma æðruleysi og baráttuþrek. Allt hans líf einkenndist af sama baráttu- þrekinu, elju og hjálpsemi við sína nánustu, sem og við vandalausa, sem sannaðist í áralangri þjónustu innan Lionshreyfingarinnar. Ég man hve gott var að leita til Sigga ef mann vantaði aðstoð eða góð ráð. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd. Ekki má heldur gleyma hans léttu lund. Það var hrein unun að vera með honum á góðri stund og hlýða á gam- ansögur hans. Elsku Gógó og fjölskylda. Látið minninguna um góðan dreng hugga ykkur á sorgarstundu. Elsku Siggi, ég kveð þig með þakk- læti. Guð geymi þig. Guðjón Sigurðsson. Ég fékk símhringingu snemma morguns 18. apríl og bárust þær fréttir að Siggi hefði dáið þá um nótt- ina. Ég bý í Noregi og á svona stundu verður maður óendanlega lítill og finnst langt heim til Íslands. Siggi átti við alvarleg veikindi að stríða en alltaf kemur dauðinn bakdyramegin að manni. Það er svo erfitt að sætta sig við að einhver sem manni þykir vænt um deyr og maður sér ekki aft- ur. Ég kynnist Sigga í febrúar 1975 þegar hann var kaupfélagsstjóri í Grindavík. Hann var giftur Gógó, sem er systir konu minnar Sóleyjar. Margar góðar stundir áttum við. Meðal annars fórum við til Kanar- íeyja saman og til Hollands og ein- mitt þar gerðist atriði sem ég er Sigga afskaplega þakklátur fyrir. Það gerðist að Sóley mín veikist og varð heldur framlág, með nefrennsli mikið og vont í hálsinum. Siggi var með það á hreinu hvernig ætti að lækna Sóleyju. „Sko, Sóley mín! Skellu þessum tvöfalda koníak í þig, farðu í heitt bað og sofnaðu síðan og þú vaknar sem ný manneskja,“ sagði Siggi. Sóley skellti í sig koníakinu og náði aldrei að fara í bað því hún varð græn í framan, varð veikari og hefur ekki smakkað koníak síðan. Nú sit ég einn að koníaki á mínu heimili. Ég minnist Sigga sem hrekkjalóms og það var alltaf stutt í húmorinn hjá honum. En það var notalegt að vera í félagsskap með Sigga. Ég sakna þín, Siggi minn, og ég vona að þú finnir frið þar sem þú ert núna. Gógó mín, Sóley Ólöf, Bjarney, Þórey og Sveinbjörn, ég samhryggist ykkur og vona að Guð styrki ykkur á þessari stundu. Þorgeir og Sóley, Noregi. SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Sigurð Sveinbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hemmu og núna þegar ég skrifa þessar línur finn ég hvað ég sakna þess. Við hittumst síðast í haust í jarðarför pabba míns en það var því miður ekki tími fyrir meira en smátal og eitt gott faðmlag og núna er Hemma dáin. Ég sendi börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórður Erlendsson, Svíþjóð. Amma mín var umfram allt annað góð kona. Hún var þróttmikil og vinnusöm, og kveinkaði sér aldrei. Hún vildi allt fyrir alla gera, en bað ekki um mikið. Hún unni fólki og ljómaði af gleði í góðum félagsskap. Að taka í spil var hennar hugmynd um paradís. Þar sem hún situr að kvöldi til, lág- vaxin með grátt permanent við eld- húsborðið að Austurey og leggur kap- al, er ein sterkasta minning mín um ömmu. Í útvarpinu hljóma gömul sjóaralög sem hún tekur undir í lág- um hljóðum. Ég er aðeins átta ára og meðan hún vakir frammi í eldhúsi sofna ég. En nú er það ekki ég sem hef sofn- að, amma mín hefur lagst til hvíldar. Óðinn Þór Kjartansson. Elsku amma. Það er svo óskaplega erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. En margar eru minning- arnar og þakka ég þér fyrir þær. Þú varst svo blíð og góð með mjallahvíta hárið og góða skapið. Alltaf þegar við komum til ykkar afa í Austurey varstu tilbúin með kaffi, nammi og hinn ómissandi spila- stokk. Ég á aldrei eftir að gleyma því hve erfitt var að vinna þig í spilum. Ef enginn spilaði við þig þá gastu lagt kapla svo tímunum skipti. Ég verð að þakka þér fyrir að leyfa mér að taka viðtalið við þig fyrir sögu- ritgerðina. Því það sem þú sagðir mér gerði mér kleift að elska þig og virða sem manneskju utan þess að vera amma mín. Það er ekki hægt að lýsa því hve mikil blessun það var að búa eins nálægt ykkur afa og við systkinin gerðum, aðeins rétt hinum megin við vatnið. Alltaf máttum við koma og gista yfir eina og eina helgi í sveitinni. Í sauðburðinum á vorin fór ég með afa að marka lömbin, svo komum við heim og þá beiðstu með kaffi og kök- ur. Eftir kaffið var svo það allra besta, að gefa heimaalningunum. Þið afi kennduð mér að elska og virða dýrin á bænum, hvort sem það voru rollurnar, hestarnir eða styggi kött- urinn í fjósinu. Amma, þú kenndir mér svo ofsa- lega margt, til dæmis það að gleyma aldrei neinum, að skilja engan útund- an. Þú sást alltaf til þess að enginn gleymdist, ekki einu sinni gamli flekkótti kötturinn sem bjó í fjósinu, hann fékk alltaf vel að éta. Þú varst líka sú eina sem hann hleypti nálægt sér og var kelinn við. En þannig varst þú, amma mín, virt og elskuð af öllum. Ég mun aldrei gleyma þér, minn- ing þín lifir í hjarta okkar, elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sóley Ösp Karlsdóttir. Kveðja frá Fellaskóla Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Hjörtur Snær Friðriksson, nem- andi í Fellaskóla, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 18. apríl síðastlið- inn eftir langvarandi krabbameins- veikindi. Þrátt fyrir að margir hefðu haft vitneskju um alvarleg veikindi hans kemur dauðsfall tólf ára drengs, sem ætti að vera í blóma lífsins, öllum í opna skjöldu. Það er sannarlega erf- itt fyrir fjölskyldu hans og vini að horfast í augu við það að Hjörtur Snær hefur kvatt þennan heim. Hjörtur Snær hefur háð hetjulega og erfiða lífsbaráttu í nokkur ár. Bar- áttan og veikindin voru þjáningarfull en þrátt fyrir það náði hann að rækta sterkt vinasamband, einkum við tvo skólafélaga, þau Þórhall Ingimar Atlason og Þurí Ósk Elíasdóttur, sem hafa sýnt það með framgöngu sinni að þar var um að ræða góða og sanna vináttu. Þá náðu nokkrir kennarar og aðrir starfsmenn Fellaskóla að rækta góð og sterk tengsl við Hjört Snæ. Þeir sýndu það í verki með um- hyggju, tíðum heimsóknum og með því að bera mikla virðingu fyrir hon- um sem einstaklingi. Það fólk náði að kveðja hann skömmu fyrir andlátið sem var þeim mikils virði. Einnig er rétt að minnast fram- göngu Guðlaugar S. Magnúsdóttur, móður Hjartar Snæs, sem annaðist hann mjög vel í erfiðum veikindum fram á síðasta dag. Megi góð minning um góðan dreng styrkja Guðlaugu og alla aðra sem glíma við sorgartilfinn- inguna í kjölfar andláts Hjartar Snæs. Allt starfsfólk Fellaskóla send- ir Guðlaugu og fjölskyldu hennar sín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, Þorteinn Hjartarson.  Fleiri minningargreinar um Hjört Snæ Friðriksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.