Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 36

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                  !                !" ## $  %     & '    &   !!()#*"#)++! " #     $   !  !        !   %$  !& '  !  # '(      $ ( "#  # &! &  )!                #   (    !!  "# $ *+ &!    # &! &&  && %&%& '&(() *+,  !-..   #&, (-  . /. 01 /& &  22(3  # !  ! 1 ) 0 /&    24(3  (56(77(  /% !! ! $  0 0 %  0  1  2 !! 34  !  !! ,# , .!  5  !  0    !! 0 1 !  6  -   % % / !  !! ,# 0   ,   0 0  !! 1$  2  0 0    0 0  * 0 0  !! "  "  "#     !  $ " &! & ##   )!   # )!  ) 7,%5 8 2  !  3 * 0 99 7: 0  # !   !  )  #  31  &  28(3 (57(97( :# & #& & / #  #  # ;331  (  2! 2 (  !! ,# 7  7 !+  ;7  8 "#  - * !!  20# 7  !!    *3 8 ! ,# 7  3  ) 0  !!  * "# $ +  &!    # &!  &&  && ,<)'= < ( ) '&(()   25 *  # !   !  )  :     :  1 /$)    24(3 (59(97( ' !## !    ! <) ( %&   #  &# )=! (   ! 7  )    !! > 2 7  !!  )$,   * . 7   2 ! !!  ) 7  1  +.7  7 !  .8 !! ) 1 7  !!    !     "  "#  "  "  "# $ ✝ Ingibjörg Sól-veig Sigurðar- dóttir fæddist í Hlíð í Garðahreppi í Gull- bringusýslu 26. sept- ember 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Ingi- björg var dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, oddvita og bónda á Torfa- stöðum í Grafningi, og Ingibjargar Þóru Jónsdóttur, hús- freyju. Hún var yngst sjö systkina og eru þau nú öll látin. Þau voru: Þórey Sigurðardóttir, húsfreyja, gift Ingólfi Guðmundssyni, bak- arameistara, bæði látin. Þau eign- uðust fimm börn, Örn, Sigþór, Guðmund, Jósef Gunnar og Ingi- björgu Þóru. Jón Matthías Sig- urðsson, bóndi á Nesjavöllum í Grafningi, kvæntur Guðbjörgu Guðsteinsdóttur, húsfreyju, bæði látin. Þau eignuðust átta börn, Axel, Svövu, Erlu, Sigurð, Grétar, Hrefnu, Ómar Gauk og Birnu. Sveinn Sigurðsson, verkamaður, ókvæntur og barnlaus. Jensína rósu Birnu og Rebekku Rut, í snjóflóði á Flateyri 26. október 1995. Kristján, f. 1963, kvæntur Þórdísi Ívarsdóttur, sonur þeirra er Hjalti. Þau eignuðust einnig Kristján Þór, f. 22. ágúst 1997. Hann lést 3. október 1997. Guð- ríður, f. 1973, sambýlismaður hennar er Magnús Guðjónsson, þau eiga einn son, Hilmar Frey. 2) Margrét Oddsdóttir, fulltrúi, f. 11. júní 1945, gift Davíð Jónssyni, prentara, og eru þau búsett í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, þau eru: Jón Oddur, f, 1965, kv. Evu Guðrúnu Ægisdóttur, börn þeirra eru Árni Þór og Telma María. Þórdís Björk, f. 1969, gift Magnúsi Hvanndal Magnússyni, börn þeirra eru: Sara Hvanndal, Dagný Hvanndal og Davíð Alex- ander. Salvör Þóra, f. 1974, gift Halldóri Steingrímssyni, barn þeirra er Agnes Ósk. Ingibjörg Ír- is, f. 1984, nemi. Oddur var áður kvæntur Öglu Jacobsen og saman áttu þau Guð- mund Egil, eiginkona hans er Sar- ah (Sally) og eiga þau einn son, Eric, eiginkona hans er Lisa. Börn þeirra eru Megan, Sarah og Emily. Þau eru öll búsett í Seattle í Bandaríkjunum. Árið 1949 giftist Ingibjörg Kristjáni Einarssyni bryta, hann lést 1963. Síðar giftist Ingibjörg Valdimari Guðmundssyni yfir- fangaverði, þau skildu. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðrún Sigurðardótt- ir, húsfreyja, gift Haf- steini Sveinssyni, verkamanni, barnlaus, bæði látin. Þrúður Jón- ína Sigurðardóttir, húsfreyja, gift Bjarna Ólafssyni, blikksmíða- meistara, bæði látin. Þau eignuðust tvo syni, Sigurð Rúnar og Ólaf Þór. Ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöfund- ur, kvæntur Önnu Jónsdóttur, húsfreyju, bæði látin. Þau eignuð- ust tvo syni, Jón og Ólaf Jóhann. Ingibjörg giftist Oddi Guðfinni Guðmundssyni, trésmið, árið 1945. Hann lést á Selfossi árið 1946. Börn þeirra eru: 1) Hlöðver Oddsson, offsetprentari, f. 16. sept. 1943, kvæntur Birnu Júl- íusdóttur, skólaliða, og eru þau búsett í Reykjavík. Þau áttu fjög- ur börn en tvær dætur eru látnar, þær eru Ingibjörg Sólveig, f. 1967, lést 11 ára í bílslysi 16. sept. 1978, og Svanhildur, f. 1965, en hún lést ásamt eiginmanni sínum Haraldi Eggertssyni og börnum þeirra þremur, Haraldi Jóni, Ást- Vorið er að koma, elsku mamma mín, og þá fékkst þú þráða hvíld og í mínum huga er vorið komið hjá þér og sumarið er framundan. Móðir mín var yngst sjö systkina. Í þessum stóra systkinahópi var oft kátt á hjalla og margar skemmti- legar sögur heyrði ég frá uppvaxt- arárum mömmu þar og ekki gleymi ég glettninni í augum móður minn- ar þegar hún sagði bæði frá prakk- arastrikum frá Torfastöðum, þar hefur greinilega margt verið brall- að og reynt á þolrifin hjá foreldr- unum. Afi var bóndi, kennari og oddviti og amma önnum kafin við húsfreyju- og uppeldisstörfin einn- ig. Móður minni varð tíðrætt um hestinn sinn Roða í seinni tíð og hafa þá minningarnar frá gömlu liðnu tíðinni verið að skjóta upp kollinum. Hún sagði mér að það hefðu verið erfið spor að láta hann frá sér þegar hún flutti frá Torfa- stöðum, en aðstæður voru þannig að ekki var um annað að ræða þá. Móðir mín giftist Oddi Guðfinni Guðmundssyni trésmiði árið 1944 og eignuðust þau tvö börn saman, mig og bróður minn Hlöðver. Fyrri eiginkona Odds er Agla Jacobsen og eignuðust þau einn son Guð- mund Egil, eiginkona hans er Sar- ah (Sally). Þau ásamt þeirra fjöl- skyldu búa í Seattle í Bandaríkjunum. Oddur lést árið 1946 á Selfossi og varð þá móðir okkar ekkja á Selfossi með okkur systkinin kornung bæði. Það urðu nöturleg kaflaskipti í lífi móður minnar en hún komst með óbilandi dugnaði og kjarki í gegnum þá þrautagöngu m.a. með því að sauma fatnað á aðra og okkur öll, en hún hafði á áður lært saumaskap hjá móður sinni, sem hafði lært klæðskerasaum og handlagnin var mömmu einnig í blóð borin. Einnig málaði hún kökubox, skrautmálaði kerti, gerði bolluvendi, kreprósir o.fl. o.fl. Á þessum árum bauðst mömmu að við börnin yrðum tekin í fóstur en það sagði hún að hefði aldrei komið til greina af sinni hálfu að þiggja og lífið leið áfram. Síðar á ævinni bjó hún til einstaklega fal- legar blómamyndir úr þurrkuðum blómum og muldu hraungrýti og einnig átti hún leirbrennsluofn, sem hún hafði í eldhúsinu sínu og marg- ur fallegur hluturinn kom þaðan út, sem hún hafði gert sjálf og síðan málað einnig. Árið 1949 giftist móðir mín Krist- jáni Einarssyni bryta, hann vann lengst af á millilandaskipum og reyndist hann okkur hinn besti fað- ir, hann lést þegar ég var 17 ára, þá dvaldist ég hjá systur hans Ólöfu og eiginmanni hennar Jim í Grimsby. Hlöðver bróðir minn var þá farinn að heiman. Þá þurfti mamma að stokka upp lífið sitt einu sinni enn og tókst á við það með prýði eins og svo oft áður. Hún var alltaf undirbúin á sinn hátt fyrir flutninga, þannig að hún var m.a. með mismunandi gluggatjöld í kassa sem hún gat gripið í fyrir misstóra og smáa glugga, og oft þurfti hún að grípa til kassans um ævina blessunin. Þau náðu að ferðast saman á skipum sem Kristján pabbi vann á og áttu góðar minnngar frá þeim ferðum. Einnig bjuggu þau tvö ár í Eiðaskóla á Austurlandi þar sem hann var kokkurinn og hún vann í skólamötuneytinu þar og við systk- inin eigum góðar minningar þaðan, skíði fengum við t.d., þarna leið þeim vel saman. Síðar giftist hún Valdimari Guð- mundssyni, yfirfangaverði, þau skildu. Þeim fannst báðum gaman að ferðast saman um landið, tjalda og skoða sig um og naut ég þess alla vega tvisvar að fara með þeim í tjaldferðalag ásamt yngsta barni okkar hjóna og ég á skemmtilegar minningar frá þeim ferðum ásamt dvöl í sumarhúsi o.fl. Hún mamma var mikið náttúru- barn og var gaman að fylgjast með þegar ferðanestið var tekið til fyrir tjaldferðirnar hér áður fyrr, heima- brösuðu kóteletturnar, eins og hún sagði oft, harðfiskinn og hangikjöt- ið og þá var allt komið. Veiðistöngin fékk að fara með einnig síðar. Munnharpan var tekin upp í þeim ferðum og í sumarbú- staðaferðum einnig og það var gaman að sjá hvað hún naut sín að spila fyrir okkur á hana. Oft voru Jón bróðir hennar og Guðbjörg eig- inkona hans á Nesjavöllum í Grafn- ingshreppi heimsótt og þá var tjaldað í túninu og glatt á hjalla. Fyrr á ævinni vann mamma við hin ýmsu störf, fiskvinnslustörf fyrst, en aðallega verslunarstörf síðar, hún vann fullan vinnudag. Tímabundið vann hún við aðhlynn- ingu á Dagdeild félagsmiðstövar aldraðra við Dalbraut. Síðast vann hún í u.þ.b. 17 ár hjá Glit, keramik- fyrirtæki, fullan vinnudag, sem ker- amikmálari og nutu þar best henn- ar listrænu hæfileikar. Hún hætti þar þegar samdráttur varð hjá hjá Gliti og stuttu síðar kom í ljós mik- ill heilsubrestur hjá henni og í framhaldi af því fékk hún sjúkdóm sem er alveg eins og Alzheimar, þ.e. hægfara heilablæðingu og þá missti hún hratt getu til að sjá um sig sjálfa og lífskrafturinn, sem þó var alltaf mikill fyrir, þvarr hratt. Það tók á hana að þurfa að við- urkenna að hún gæti ekki lengur treyst á sjálfa sig en hún gerði sér smám saman grein fyrir að hún hafði ekki val og að hún yrði að sætta sig við stöðuna. Hún bjó í Skálagerði 9 eins lengi og hægt var en síðan á Norðurbrún 1 við frá- bæra umönnun starfsfólksins þar, síðast bjó hún í Hrafnistu í Reykja- vík á deild G-2, þar naut hún bestu umönnunar sem ein manneskja get- ur hugsað sér og viljum við að- standendur hennar þakka innilega þá frábæru umönnun á allan hátt sem starfsfólkið þar sýndi henni. Nafna hennar, sonardóttirin Ingibjörg Sólveig, lést í bílslysi á afmælisdegi föður síns 16. septem- ber 1978 þá aðeins 11 ára gömul og einnig lést sonardóttir hennar Svanhildur ásamt Haraldi eigin- manni sínum og þremur ungum börnum í snjóflóðinu á Flateyri 26. október 1995 og það voru dimmir dagar sem gengu í garð þegar þess- ir hörmulegu atburðir gerðust og þessi dauðsföll tóku mjög á móður mína á líkama og sál, það leyndi sér ekki. Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um þig, elsku mamma, fal- lega rósin mín, eins og ég kallaði þig svo oft og þá ljómaðir þú og einnig fallegu brúnu augun þín. Við aðstandendur þínir erum svo þakklát fyrir hvað þér tókst að höndla til dauðadags erfiðleikana í kringum veikindi þín. Tvær dætur okkar hjóna, eiginmenn þeirra og fjögur barnabörn hafa búið í Am- eríku frá 1994 við nám og störf en eru nú komin heim næstum öll en þegar þau dvöldu erlendis lét ég þig oft fá símann og síðar að tala í gegnum tölvuna við þau og það kunnir þú að meta og þau samtöl virtust ná vel til þín þó þú ættir erf- iðast með að sætta þig við að tala í tölvu, stundum stóðst þú upp í miðju símtali og gekkst í burtu til að mótmæla þessu hallærislega símtóli sem tölvan var í þínum aug- um. Börnin okkar öll, barnabörn og barnabarnabörn muna vel eftir þér og því sem þú gerðir fyrir þau af ekki miklum veraldarlegum auði, þau muna mjög vel eftir þér sem persónu, hvað þú varst með ákveðnar skoðanir, en um leið hvað þú varst ljúf og nærgætin við þau alltaf, spurðir hvernig gengi í því sem hver og einn var að gera, eftir aldri hvers og eins eins og gengur og alltaf áttir þú eitthvað gott í gogginn handa þeim. Þú gekkst ótrauð ótroðnar slóðir ef þér sýnd- ist svo og varst hreinskiptin. Eftirfarandi erindi eru í einu uppáhaldsljóða þinna, Rósin, eftir Guðmund G. Halldórsson, við lag INGIBJÖRG SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.